Tíminn - 30.10.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.10.1975, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 30. október 1975. TÍMINN Verður ævisaga hennar kvikmynduð Réttarhöldin yfir Joan Little, 21 árs gamalli blökkukonu i Bandarlkjunum, uröu fræg um heim allan. HUn var i fangelsi I Washington (en fæstir vita nú hvers vegna) og fangavöröur hennar geröist mjög áleitinn viö hana. í örvæntingu sinni. náöi Joan í einhvern oddhvassan hlut og vildi verja sig, en varö þá fangaveröi sinum aö bana. Þaö sem kom fram i réttarhöldunum varö til þess, að þetta var kölluð sjálfsvörn og Joan Little var sýknuð. Nú hefur nýlega heyrzt, að ýmsir hafi áhuga á aö gera kvikmynd um Joan Little, og eru tveir kvikmyndafram- leiðendur i Hollywood nefndir I sambandi við það. Það er Ike Jones og Sidney Beckerman. Þeir segjast hafa fengið leyfi Joan og verjanda hennar, Jerry Paul, til aö nota þessa atburði i kvikmynd. Cicely Tyson heitir bandarisk blökkukona sem hefur vakið athygli fyrir góðan leik, og sagt er að hún eigi að leika Joan Little. Hér sjáum við mynd af Joan og Cicely Tyson, sem á aö setja sig I hennar spor I kvikmyndinni. Þýzki pólitikusinn Franz Josef Strauss er sannfærður um eigið ágæti og dugnað, og er það vel. Gallinn er bara sá, að ekki eru allir Þjóðverjar á sömu skoðun. Strauss varð nýlega sextugur, og af þvi tilefni leyfði hann, að haft væri við sig blaðaviðtal, þar sem hann var m.a. spurður spjörunum úr um pólitik. Það var einmitt meðan á þessu við- tali stóð, sem Strauss fékk þá hugmynd að tala inn á hljóm- plötu. Þannig gæti hann náð til allrar þjóöarinnar og skýrt henni frá þvi, hvernig hann teldi.aöhenni yröi bezt borgið. Og hann lét ekki sitja viö orðin tóm. Undirbúningur að hljóm- plötugerðinni er þegar i fullum gangi, en vafasamt er talið, að hún kömist á vinsældalistann. 0 Mona Onassis Jackie Onassis, sem mynda- blöð skrifa gjarna um, hefur sannfært grinistann Alfreð Grescheidt með brosinu. Hún er i hans augum hin eina sanna Mona Lisa. Ekki bara það, áður haföi hann sett andlit hennar á Ijónsskrokk sem nútima Sphinz! <1 Góð hugmynd Denni DÆMALÁUSl ,,Ég sagði þér, aö einhvern tima kæmi að þvi, að tvö baöherbergi nægöu ekki.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.