Tíminn - 30.10.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 30.10.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 30. október 1975. LÖGREGLUHA TARINN 53 Ed McBain Þýðandi Haraldur Blöndal stööu hans í skrúðgarðinum frá því daginn áður— þá fór Genero að ímynda sér að hann hefði verið sá maður, sem var forsenda þess að tókst að handsama manninn. Hefði hann ekki skotið þessu aðvörunarskoti í löppina á sjálf- um sér var með öllu óvist að Alan Parry, sem þá var á flótta, hefði numið staðar. Enda þótt handtaka Parrys hefði reynzt gagnslaus með öllu þá skipti það Genero engu máli. Það var auðvitað að sanna að maðurinn væri hættulaus EFTIR AÐ BUIÐ VAR AÐ HANDSAMA HANN En hvar voru allir leynilögreglumennirnir þeg- ar Parry hljóp beint í átt að Genero með nestisskrínuna fulla af — ja guð mátti vita hvað var í henni. HVAR VORU ÞEIR ÞÁ? Hvernig gátu þeir vitað að á þeirri stundu sem Genero greip hetjulega til byssu sinnar reyndist Parry aðeins vera enn ein ómerkileg tálbeitan? NEI. ÞAÐ VARÐ MEÐ ENGU MÓTI FULLYRT FYRR EN EFTIR Á. — Þú varst hugrakkur, drengur minn. Það varst ÞÚ sem reyndist að stöðva hann, sagði faðir Generos. — Það er satt, sagði Genero. Og það var satt. — Það varst ÞÚ, sem hættir lífi þínu. — Það er satt, sagði Genero. Og það var líka satt. — Þú ættir að fá stöðuhækkun. — Svo sannarlega, sagði Genero. — Ég skal tala við yfirmann þinn, sagði móðir hans. — Ég held þú ættir ekki að gera það. — Ekki það? — Nei. — Ég tala vist við hann. — Nei, mamma. Þannig er ekki farið að þessu. — Hvernig er þá farið að, spurði faðir hans. — Það verður að impra á þessu. — Impra á þvi? Við hvern? — Við fólk? — Hvaða fólk? Carella er á sjúkrahúsinu, á hæðinni fyrir ofan... — Hver er þessi Carella? — Hann er leynilögreglumaður í sveitinni minni. — Þar sem þú vinnur? — Já, mamma. — Er hann yfirmaður þinn? — Nei, hann vinnur þar. — Var hann líka skotinn? — Nei. Hann var barinn. — Var það sá sami og skaut þig? — Nei. Það var ekki sá sami, svaraði Genero. Það var einnig sannleikur. — Hvað kemur þetta honum þá við? — Hann hefur áhrif og völd. — Hjá yfirmanninum? — Nei. Frick lögregluforingi stjórnar öllu umdæminu svo hann er í raun og veru yfirmaðurinn. Byrnes lög- reglufulltrúi sér um leynilögreglusveitina. Carella er annarrar gráðu leynilögreglumaður. Þeir eru mjög samrýmdir. Ef ég tala við Carella, þá sér hann kannski hvað ég gerði mikið til að þeir gætu handsamað náungann í gær. Hann mælir þá kannski með mér. — Leyfðu mömmu þinni að tala við yfirmanninn, sagði faðir hans. — Nei. Þetta er betra, sagði Genero. Hvað fær leynilögreglumaður í kaup, spurði móðir hans. — Heil ósköp, svaraði Genero. XXX Sam Grossman flokksforingi leynilögreglunnar var heillaður af alls kyns tækjum, jafnvel þótt um sprengjur væri að ræða. Kannski var hann sérstaklega hrifinn ef um sprengjur var að ræða. Enginn var í vafa um að ein- hver hafði komið fyrir sprengju í vélarrúmi einkabif- reiðar varaborgarstjórans. Gat lika verið vafi á því? Var sundurtættur billinn og líkin f imm ekki næg sönnun? Það var ennf remur rökrétt ályktun, að þessi ,,einhver“ hafði stillt sprengjuna til að springa á fyrirfram ákveðnum tíma, en ekki tengt hana við kveikjuna. Þá hefði bif- reiðin samstundis sprungið í loft upp. Það var einkum þetta atriði sem heillaði Grossman alveg sérstaklega. Hann taldi að hvaða f íf I sem var gæti tengt sprengju við kveikjubúnað bifreiðar. Það var auk þess lítil fag- mennska íþví. EN ÞETTA VAR TIMASPRENGJA. bkki- nóg með það. Þetta var alveg sérstök sprengja. Þetta . var tímasprengja, sem var ekki tengd við klukkuna í mælaborði bifreiðarinnar. Hvernig vissi Grossman allt þetta? Jú — starfsmenn á rannsóknarstofu lögreglunnar héldu alltaf vöku sinni. Jafnvel þótt á sunnudegi væri. Þessi utan hafði að- stoðarmaður hans fundið leifar af tveimur klukkum í Við finnum Döllu aldrei ef viö höfum ekki > v Utbúnað. Við vorum heppnir að fá hann aftur Zarkov. . Jæja höldum af stað. HAMINGJAN GÓÐA ■'+'mmH" H¥u> ymm iTEnn FIMMTUDAGUR 30. október 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Guörún Guðlaugsdótt- ir byrjar aö lesa „Eyjuna hans Múminpabba” eftir Tove Jansson i þýðingu Steinunnar Briem. Tilkynn- ingar kl. 9.30. Þingfréttirkl. 9.45. Létt lög milli atriða. Við sjóinnkl. 10.25: Ingólfur Stefánsson talar við Pál Guðmundsson skipstjóra um sjóðakerfi sjávarút- vegsins. Morguntónleikar kl. 11.00: Ars Redeviva leik- ur Sónötu fyrir flautu, óbó, selló og sembal eftir God- frey Finger/ Felicja Blum- ental og Nýja kammersveit- in i Prag leika Pianókonsert i C-dúr eftir Muzio Clem- enti, Alberto Zedda stjórn- ar/ Kammersveitin i Prag leikur Sinfóniu i Es-dúr op. 41 eftir Antonin Rejcha. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Á frlvaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Vettvangur. Umsjón: Sigmar B.-Hauksson. 1 öðr- um þættinum er fjallað um dagheimili. 15.00 Miðdegistónleikar. Werner Haas og Noel Lee leika ,,í hvitu og svörtu”, tónverk fyrir tvö pianó eftir Debussy. Viktoria de Los Angeles syngur „Shéhéra- zade”, þrjá söngva eftir Ravel. Hljómsveit Tónlist- arskólans i Paris leikur með, Georges Prétre stjórn- ar. Arthur Grumiaux og Lamoureux-hljómsveitin i Paris leika Fiðlukonsert nr. 3 i h-moll op. 61 eftir Saint- Saens, Jean Forunet stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar, (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Barnatlmi: Eirikur Stefánsson stjórnar. Flestir girnast gullið, siðari þáttur. 17.30 Framburöarkennsla I ensku. 17.45 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Gestur i útvarpssal: Viktoria Spans syngur hol- lenzk þjóðlög eftir Pál Isólfsson, Emil Thoroddsen og Gunnar Reyni Sveinsson, Ólafur Vignir Albertsson leikur á pianó. 20.00 Leikrit: „Andorra” eftir Max Frisch. Áður útv. i desember 1963. Þýðandi: Þorvarður Helgason. Leik- stjóri: Walter Firner. Stjórnandi útvarpsæfinga og upptöku: Klemenz Jóns- son. Persónur og leikendur: Andri/ Gunnar Eyjólfsson, Barblin/ Kristbjörg Kjeld, Kennarinn/ Valur Gislason, Móðirin/ Guðbjörg Þor- bjarnardóttir, Senoran/ Herdis Þorvaldsdóttir, Her- maðurinn/ Bessi Bjarna- son, Gestgjafinn/ Rúrik Haraldsson, Smiðurinn/ Róbert Arnfinnsson, Lækn- irinn/ Lárus Pálsson. Aðrir ieikendur: Baldvin Hall- dórsson, Árni Tryggvason, Ævar Kvaran, Gisli Alfreðs- son. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Kjarval” eftir Thor Vilhjálmsson. Höfundur les (8). 22.35 Skákfréttir. 22.40 Krossgötur. Tónlistar- þáttur i umsjá Jóhönnu Birgisdóttur og Björns Birgissonar. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.