Tíminn - 30.10.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 30.10.1975, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 30. október 1975. TÍMINN 15 Nýr glæsilegur áfangi við Sjúkrahús Akraness GB-Akranesi — Siðastliðinn þriðjudag var tekið i notkun nýtt, stórt og mjög glæsilegt eldhús við sjúkrahús Akraness. Töldu kunn- áttumenn, að trauðla myndi finn- ast fullkomnara og nýtizkulegra eldhús á landi hér. Það er i norðurálmu sjúkrahússins á fyrstu hæð og hluta af kjallara. Grófvinnsla, vörumóttaka, ásamt geymslum, þ.á.m. frystihólfum, eru i kjallaranum, en matreiðsla, bökun, uppþvottur og framreiðsla fer fram i hinum rúmgóða og vel- skipulagða sal, þar sem staðsett eru alls konar tæki, er slikum stóreldhúsum tilheyra.' Megin- stofn tækjaútbúnaðar er frá sænska fyrirtækinu Kopal, en nokkuð frá Finnlandi og Eng- landi. Jafnframt eldhúsinu var tekinn i notkun matsalur fyrir starfsfólkið, er sækir sinn skammt i eldhúsið og skilar ilát- um þangað aftur, og gengur það bæði fljótt og vel. Ráðgjafi við skipulagningu og tækjaval var Friðrik Gislason, skóiastjóri Hótel- og veitingaskóláns, en inn- kaup öll annaðist Innkaupastofn- un rikisins. A næsta ári er ráðgert, að Sjúkrahús Akraness geti tekið á móti lOOsjúklingum, og verður þá starfsliðið um 180 manns. Er gamalmennahæliðað Höfða, sem nú er i byggingu og orðið fok- helt, tekur til starfa á næstu tveimur að þremur árum, mun matreiðsla öll fyrir vistmenn og starfsfólk fara fram i þessu eld- húsisjúkrahússins, og hugsanlegt er að fleiri stofnanir gætu notið þar góðs af. Forstöðukona eld- hússins er nú Ásrún ólafsdóttir frá Sveinsstöðum i Þingi. I tilefni þessara merku tima- móta i bygginga sjúkrahússins bauð framkvæmdastjóri þess, Sigurður ólafsson, bæjarstjórn, byggingarnefnd, stjórn sjúkra- hússins, læknum og fleira starfs- fólki, svo og fréttamönnum og fleiri gestum, til hins ágætasta kvöldverðar i þessum glæsilegu húsakynnum, þar sem gott tæki- færi gafst til að kynnast þeirri starfsemi, er þarna fer fram og njóta þeirra rétta, sem þar höfðu verið matreiddir og fram bornir á sama hátt og gert verður fyrir þetta fjölmenna heimili. Formað- ur byggingarnefndar, Jóhannes Ingibjartsson, lýsti framkvæmd- um og afhenti svo forseta bæjar- stjórnar, Daníel Ágústinussyni, þennan fullfrágengna áfanga i byggingarsögu sjúkrahússins, sem hann hafði áður rakið. Þakk- aði Daniel fyrir hönd bæjar- stjórnar og bæjarbúa, og fól jafn- framt formanni sjúkrahússtjórn- ar, Rikharði Jónssyni, þessa nauðsynlegu og mikilvægu viðbót eða áfanga i uppbyggingu sjúkra- hússins, sem ekki einasta hefur svo mikla þýðingu fyrir Akranes, heldur allar næstu byggðir og einnig jafnvel þær fjarlægari, þvi til sjúkrahúss Akraness koma nú sjúklingar viðsvegar af iandinu, enda starfa þar hinir færustu læknar og umönnun öll með mikl- um ágætum. Snæfellingar Onnur umferð i þriggja kvölda spilakeppninni verður að Breiða- bliki laugardaginn 1. nóv, og hefst kl. 21.30. Aðalvinningur er Mallorkaferð fyrir tvo. Einnig góð kvöldverðlaun. Alexander Stefánsson óddviti flytur ávarp. Að lokum verður stiginn dans. Aðalfundur Framsóknarfélagana i Vestur-Skaftafellssýslu verður haldinn i Vik laugardaginn 1. nóv. kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Alþingismennirnir Jón Helgason og Þórarinn Sigurjónsson mæta á fundinum. Stjórnirnar. Framsóknar- menn Suðurlandi Kjördæmisþing framsóknarmanna i Suðurlandskjördæmi verður haldið að Hvoli, Hvolsvelli, sunnudaginn 9. nóv. og hefst kl. 10 f.h. Auk venjulegra þingstarfa verða tekin til meðferðar orku- og menntamál. Framsögumenn verða Helgi Bergs banka- stjóri og Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra. Allt framsóknarfólk velkomið. St. Jósefsspitalinn Landakoti auglýsir breyttan heimsóknartíma Frá og með 1. nóvember 1975 verður heimsóknartimi á laugardögum og sunnu- dögum frá kl. 15.00-16.00, aðra daga vikunnar frá kl. 18.30-19.30. Barnadeild alla daga frá kl. 15.00-16.00. Vetrarfagnaður FUF í Hafnarfirði verður haldinn i Skiphóli föstudaginn 31. október. Hinn frábæri Guðmundur Guðmundsson skemmtir með eftirhermum. Matur framreiddur frá kl. 19—21,30. Réttir kvöldsins: Kjúklingur, sérkryddaður lambahrygg- ur, desert. Maturinn er á sérstöku verði — aðeins kr. 1000. Hafnfirðingar og nágrannar velkomnir. Venjuleg aldurstakmörk. — FUF. KÓPAVOGUR — KÓPAVOGUR Framsóknarfélag Kópavogs heldur fund i Félagsheimili Kópavogs (efri sal) fimmtudaginn 30. október kl. 8,30. Jón Skaftason alþingismaður ræðir spurninguna: Getum við eitthvað lært af ríkjandi efnahagskreppu ? ÖLLUM HEIMILL AÐGANGUR Framsóknarfélag jf Arnessýslu Aðalfundur Framsóknarfélags Arnessýslu verður haldinn að E/rarvegi 15 Selfossi 31. okt. kl. 21.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Þórarinn Sigurjónsson, alþingismaður ræðir stjórnmála- viðhorfið. Kjörnir verða fulltrúar á kjördæmisþing. Stjórnin. Hafnarfjörður Víðtalstímar bæjarfulltrúa Framsóknarfélögin i Hafnarfirði hafa opið hús að Strandgötu 11, 2. hæð á hverjum fimmtudegi kl. 18—19. Þar verða til viðtals bæjarfulltrúi flokksins og varafulltrúi, svo og nefndarmenn. Simi 51819. Aðalfundur FUF í Árnessýslu Aðalfundur Félags ungra Framsóknarmanna i Árnessýslu verð- ur haldinn að Flúðum þriðjudaginn 4. nóv. kl. 21,30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. Halldór Ásgrimsson alþingism. ræðir stjórnmálaviðhorfið Magnús Ólafsson form. SUF. greinir frá starfi sambandsins önnur mál. Ungt fólk er hvatt til að fjölmenna. Ungar konur! Fjölmennið á fundinn og hefjið virkari þátttöku i þjóðfélagsmálum i framhaldi af velheppnuðum aðgerðum i kvennafrii. Stjórnin. Félag framsóknarkvenna í Reykjavík Handavinnukvöld hjá basarnefnd að Rauðarárstig 18 fimmtudag 30. okt. kl. 20.30. Fjölmennið. Basarnefndin. Dalvíkingar, Svarfdælingar Framsóknarvist verður i Vikurröst 30. okt. n,k. og hefst kl. 21.00. Framsóknarfélag Dalvikur. Fyrirlestur Kristjóns Friðrikssonar Flyt fyrirlestur minn um nýskipan efnahagsmála, einkum sjáv- arútvegs- og iðnaðarmála, á Húsavik föstudagskvöld og á Akur- eyri sunnudag kl. 15.00 að Hótel KEA. Kristján Friðriksson. Hafnarfjörður —Framsóknarvist Þriggja kvöida spilakeppninni verður fram haldið fimmtudags- kvöldið 30. okt. i Iðnaðarmannasalnum Liennetsstig 3, kl. 20.30. Kvöldverðlaun — Heildarverðlaun. Sólarferð með Feröamið- stöðinni fyrir tvo næstkomandi vor. Framhald spilakvöldanna verður 13. nóvember. Mætið stundvislega. Framsóknarfélögin i Hafnarfirði. Viðtalstímar alþingismanna og borgarfulltrúa Framsóknarflokksins Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi verður til viðtals kl. 10-12 n.k. laugardag á skrifstofu Framsóknarflokksins Rauðarárstig 18.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.