Tíminn - 31.10.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 31.10.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Föstudagur 31. október 1975 Vinaþjóðir ættu að ná samkomulagi — spjallað við Bernhard Zepter, tull- trúa v-þýzka utanríkisráðuneytisins, um landhelgisdeiluna við Islendinga MM—Reykjavik — Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á íslandi og langaö til aö koma hingað, en ekki heppnazt þaö fyrr en nú. Land ykkar er stórkostlegt, ennþá stórkostlegra cn maður getur imyndaö sér af myndum, sagöi Bernhard Zepter, er blaðamaður Tlmans rabbaöi við hann á Hótcl Sögu á miðvikudagskvöldið. — Hlé hefur verið gert á umræðum að sinni, en við gengum að þvi visu að geta ekki snúið til baka með lullunna samninga að loknum þessum áfanga. — Við gerðum grein fyrir skoðunum okkar við isl. rikisstjórn- ina, og þær voru einnig ræddar. Það er augljóst, að rikisstjórn ykk- ar verður á fá umhugsunarfrest og þarf að ræða tillögur okkar á þingi og i stjórn. í þeim kemur ýmislegt nýtt fram, og þvi er óeðli- legtannaðen islenzka rikisstjórnin taki sér tima til þess að ákveða, að hve miklu leyti þeir geta komið til móts við okkur. En með þess- um tillögum okkar göngum við eins langt og okkur frekast er unnt. Það varð að samkomulagi að láta ekki uppi að svo stöddu gang málanna i einstökum atriðum. En ég get þó sagt það, að um bein efnisleg atriði var að ræða, svo sem aflamagn, viðurkenningu 200 milnanna, tollaivilnanir samkvæmt „bókun sex” i samningi EBE. hvar hægt væri að veiða og hvar ekki, hvar hvar það væri óæskilegf frá liffræðilegu sjónarmiði. Fljótlegt ætti að vera að komast að samkomulagi um friðunarsvæði. Lengd samningstimabils kom einnig til umræðu. Við sögðum strax frá byrjun vilja semja um eins langan tima og mögulegt væri, en tslendingar vilja hafa eins stuttan tima og hægt er, og þetta er at- riði, sem enn eru skiptar skoðanir um. — Ef komizt verður að samkomulagi, verða þá 200 milurnar viðurkenndar? — Við erum reiðubúnir að gera samninga um veiðar á 200 milna svæðinu, með tilliti til réttarfarslegra réttinda íslendinga, burtséð frá þvi, hvað alþjóðalög mæla fyrir um Við getum hins vegar ekki rofið samstöðu Efnahagsbandalagsins á hafréttarráðstefnunni. ís- lendingum ber lika að hafa skilning á þvi. Þetta þýðir þó ekki, að ekki séhægt að finna úrlausn, sem væri aðgengileg fyrir báða aðila. — Hvað um „bókun sex”? — Við höfum frá byrjun gert grein fyrir þvi, að ef samkomulag næðist, stæðum við ekki lengur i vegi íyrir, að bókunin kæmi til framkvæmda. Að sjálfsögðu þurfa hin bandalagsrikin að gefa samþykki sitt lika. En það mun sem sagt ekki standa á okkur. — Hefur verið fjallað um 50 milna lögsöguna sérstaklega, og veið- ar innan hennar? — Þegarkomizt verður að samkomulagi um aflamagn og fiskteg- undir, er ekki rétt að vera með smámunasemi i sambandi við 50 milna linuna. Taka ber 200 milurnar sem eina heild, og tslendingum ætti að vera sama, hvar á svæðinu veitt er. Við höfum mestan áhuga á karfa og ufsa og erum reiðubúnir að hætta þorskveiðum. Af þeim ástæðum, og áðurnefndri friðun vissra svæða, koma sum svæði alls ekki til greina fyrir okkur. — Þýðir þetta að Þjóðverjar hafi takmarkaðan áhuga á svæðum innan 50 milna markanna? — Þvi vil ég ekki halda fram. Það sýnir sig, að vissu aflamagni verður ekki náð, nema með þvi að fara inn fyrir þau mörk. — Er langt i land með samkomulag i mörgum atriðum? — Ekki tel ég það. Ég hef fylgzt með umræðunum, og ég er i raun og veru mjög bjartsýn- um að við komumst mjög bráðlega að sam- komulagi. Ég hygg, að báðir aðilar hafi áhuga á að semja, og við höfum lagt áherzlu á það i umræðunum, að okkur er i mun, að betra andrúmsloft riki i samskiptum landanna en verið hefur. Og við vilj- um endurvekja hin hefðbundnu tengsl, sem alltaf hafa verið milli þessara landa. Það er fráleitt að fjarlægjast svo mjög, sem við höfum gért, út af ágreiningi, sem vel er mögulegt að leysa. Ég viðurkenni, að við erum ekki sammála i nokkrum atriðum, en ég er sem sagt vongóður um að erfiðleikarnir verði yfirunnir. Það eru ekki alvarlegir erfiðleikar, heldur meira sérþætt vandamál. En sem stendur þurfa báðir aðilar umhugsunarfrest. Umræðurnar fóru fram á vinsamlegan hátt, en þó mjög ákveðinn. Við hofum míkinn skílning á málstað Islendinga, þar sem þið eruð svo háðir fiskveiðum. En við eigum lika við innanrikisvandamál að striða það er talsvert atvinnuleysi, og við verðum að semja við for- ráðamenn i fiskiönaði okkar i þessum málum. En við erum reiðu- búnirað taka á okkur pólitiska erfiðleika, sem af samningunum við Islendinga kunna að leiða. Kæningjarnir þrir Nú eru aðeins eftir tvær sýningar á þessum leikritum i Þjóðleikhús- inu. RINGULREIÐ þeirra Flosa Ölafssonar ög Magnúsar Ingi- marssonar verður sýnd i næst sið- asta sinn á þriðjud., og i allra siðasta sinn á fimmtudags- kvöld. Óperuskopstlæing þeirra félaga hefur vakið hrifningu þeirra, sem séð hafa en sýningar eru orðnar 15. Fimm leikarar koma fram i sýningunni: Sigriður Þorvaldsdóttir, Randver Þor- láksson, Arni Tryggvason, Ingunn Jensdóttir og Guðrún Stephensen, auk dansmeyja og hljómsveitar, sem Arni Elfar stjórnar. Barnaleikritið vinsæla KARDEMOMMUBÆRINN verð- ur nú að vikja af Stóra sviðinu vegna nýs barnaleikrits, sem er i æfingu. Næst siðasta sýning á Kardemommubænum, og jafn- framt sú 63, verður á sunnu- daginn kl. 15. Allra siðasta sýning verður sunnudaginn 9. nóvember. Klemens Jónsson er leikstjóri sýningarinnar, en hlutverk ræn- ingjanna þriggja eru nú i höndum Ævars R. Kvarans, Randvers Þorlákssonar og Guðjóns Inga Sigurðssonar. Guðrún Stephensen leikur Soffiu frænku og Arni Tryggvason Bastian bæjarfógeta. Hljómsveitarstjóri er Carl Billich. Níu manns fengu riddara- krossinn FORSETI Islands sæmdi i gær eftirtalda islenzka rikisborgara riddarakrossi hinnar islenzku fálkaorðu: Arna Bjarnason, for- mann þjóðræknisfélags Akureyr- ar, fyrir störf aö tengslum við Vestur-lslendinga, Guðlaugu Narfadóttur, Akureyri, fyrir störf að bindindis- og félagsmálum, Guðlaug Þorvaldsson, rektor Há- skóla Islands, fyrir embættis- störf, Hallgrim Dalberg ráðu- neytisstjóra fyrir embættisstörf, Ragnhildi Ingibergsdóttur yfir- lækni fyrir embættisstörf, Sigurð Sigurgeirsson, fv. formann Þjóð- ræknisfélags Islendinga, fyrir störf að tengslum við Vestur-Is- lendinga, Sigurlaugu Arnadóttur, Hraunkoti i Lóni, Skaftafells- sýslu, fyrir störf að menningar- og félgsmálum, Unni Agústsdótt- ir, formann Thorvaldsensfélags- ins, fyrir störf að liknar- og fé- lagsmálum, og Valgarö Briem hæstaréttarlögmann fyrir störf að umferðarmálum. Þorlákshafnarbátur sökk: VARPAN LOKAÐI LENSPORTUNUAA BT—Þorlákshöfn — Brynjólfur AR 4 sökk uin hálffimmleytið að- faranótt fimmtudags, þar sem hann var að veiðum niu sjómilur vestur af Vestmannaeyjum. Skip- verjar á Brynjólfi, sem voru sex talsins, komust allir áfallalaust um borö i Arnar AR 55, sem var að veiöum þarna skammt frá. Ahugaleikarar á þingi Á ÞESSU ári eru 25 ár liðin frá stofnun Bandaiags islenzkra leik- félaga — BIL — og af þvi tilefni heldur bandalagið ráðstefnu i Reykjavik 1. og 2. nóvember næstkomandi, þar sem fjallað verður um stöðu áhugaleikfélaga, starf þeirra og afkomu. Ráðstefn- una sækja um 40 fulltrúar hvað- anæva af landinu, og til hennar er auk þess boðið gestum frá stofn- unum og félagasamtökum tengd- um leiklistarstarfi. Dagskrá ráðstefnunnar verður i höfuðatriðum þessi: Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráb- herra flytur ávarp Vigdis Finn bogadóttir ræðir áætlanir LR um „Leikviku landsbyggðarmn- ar,” Jónina Kristjánsdóttir, formaður BIL, segir frá norrænu samstarfi áhugaleikfélaga, Helga Hjörvar, framkvæmdastjóri BIL, greinir frá stamstarfi BIL og Þjóffleik- hússins og alþjóðasamstarfi, Fylkir Ágústsson, fulltrúi Litla leikklúbbsins á tsafirði, flytur framsögu um meginviðfangsefni ráðstefnunnar, sem fyrr er getið, og siðan hefjast umræður. Ráðstefnan verður i Tjarnar- búö og hefst klukkan' 14.00 báða dagana. Brynjólfur var á spærlings- veiðum, og slysið varð með þeim hætti, að sjófylla kom á skipið og varpan kastaðist inn á þilfarið og lokaði lensportunum. Mikil slag- siða kom þá á skipið, sem sökk skömmu siðar. Brynjólfur var hið mesta happa- og aflaskip. Hann var 127 lestir, smiðaður á Akureyri. Eig- andi var Meitillinn i Þorlákshöfn, sem eignaðist skipið 1972. Skipstjóri á Brynjólfi var Guð- mundur Guðfinnsson, en skip- stjóri á Arnari er Einar Sigurðs- son, sem áður var skipstjóri á Brynjólfi. Sjópróf i málinu átti að fara fram á Selfossi i gær. Leigubílstjórar kæra varnarliðs- menn fyrir fólsku legar árásir BH—Reykjavik — Leigubif- reiðarstjórar á Keflavikurflug- velli liafa kært lil lögregiuemb- ættisins þar árásir drukkinna varnarliðsmanna á sig og farar- tæki sin. Að sögn Jóns Magnús- sonar, l'ormanns bifreiðarstjóra- l'élagsins Fylkis i Keflavik, virð- istsvo scm yfir gangi alda áreitni varnarliðsmanna við bifreiðar- stjóra. Þorgeir Þorsteinsson, lög- rcglustjóri á Keflavikurflugvelli, staðfesti i viðtali við Tiinann i gær, aö til rannsóknar hjá emb- ættinu væru nokkur mál þessa eðlis, en góðar vonir væru um, að upp á sökudólgunum hæfist innan skamms. Að sögn Jóns Magnússonar gerðust fjögur slik atvik núna um helgina. Tveir varnarliðsmenn réðust á bifreiðarstjóra og lömdu hann, er hann hafði ekið þeim að ibúðarblokk. Siðan stungu þeir af, en er hann kom að sömu ibúðar- blokk siðar um kvöldið, komu þessir menn út og grýttu bifreið- ina. Á laugardagskvöldið réðust tveir menn á annan leigubifreið- arstjóra að loknum akstri og lömdu hann, en stungu siðan af. Að sögn Jóns gæti verið um sömu menn aðtæða, eftir lýsingum að dæma. A laugardagskvöldið gerði hóp- ur varnarliðsmanna aðsúg að bif- reið utan við Viking Club. Klifr- uðu þeir upp á bifreiðina og spörkuðu i hana, og sátu fjórir aftan á farangursgeymsluloki, þegar . bifreiðarstjórinn sá sitt óvænna og ók af stað. Þá sagðist Jón Magnússon hafa orðið fyrir þvi fyrir utan ibúðar- blokk á vellinum, að þjarmað hefði verið að honum og skemmd- um valdið á bifreið hans. Hefði hann verið kallaður að blokkinni, og hefði þá um fimmtán manns komið út og veitzt að bifreiðinni. Hefði t.d. einn valdið skemmdum á farangursgeymsluloki, og hafði Jón ætlað að veita honum eftirför, en hinn horfið út i náttmyrkrið. Erhann kom að bifreiðinni aftur, hefðu 2-3 setið uppi á henni, en snarazt niður, er hann settist við stýrið og ók á brott. Hefði bif- reiðin orðið fyrir talsverðum skemmdum. Jón kvað vandræðaástand hafa verið að skapast siðustu árin, og væri mikill munur á háttalagi sjó- liðanna, sem nú væru á veliinum, og flugliðanna áður. Þó keyrði um þverbak, eftir að mannaskipti urðu nú siðast og ..Szaudron VP- 56” tók við af „VP-16”. TELPA SLASAST gébé Rvik— Alvarlegt umferðar- slys varð á Nesvegi á móts við Tjarnarból um klukkan átta i gærmorgun. Ellefu ára telpa, sem var á leið i skólann, hjólaði yfir götuna til að komast yfir á hægri akrein, en varð þá fyrir bif- reið, sem var á leið vestur úr. Telpan slasaðist mikið og var flutl á slysadeild Borgarspitalans og þegar siðast fréttist, var hún ekki komin til meðvitundar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.