Tíminn - 31.10.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 31.10.1975, Blaðsíða 3
Föstudagur 31. október 1975 TtMINN 3 Rafverk- takar BH-Reykjavik. — Fimmtiu raf- verktakar, víðs vegar af landinu, sóttu aðalfund Landssambands islenzkra rafverktaka (LÍR), sem haldinn var dagana 24. og 25. október sl. að Hótel Sögu. Á fund- inum var m.a. fjallað um rétt raf- verktaka i heimabyggð, verð- lagsmál, eftirmenntun, rekstrar- bókhald or rætt i umræðuhópum um mál, er varða rekstur raf- verktakafyrirtækja. A fundinum voru m.a. gerðar eftirfarandi ályktanir: „Aðalfundurinn telur, að lang- varandi álagningarskömmtun á útselda vinnu hafi verkað lam- andi á starfsemi þjónustufyrir- tækja, og að hin nauma álagning hafi átt þátt i að rafverktaka- fyrirtæki hafi hætt starfsemi.” „Aðalfundurinn fagnar þeim árangri, sem náðst hefur með eftirmenntunarnámskeiðum raf- virkja, og hvetur stjórnvöld til að sjá svo um, að næg fjárframlög fáist til þessarar nauðsynlegu starfsemi, sem gerir starfsgrein- ina hæfari til að þjóna mikilvæg- ustu atvinnugreinum lands- mánna, sem stöðugt byggja framleiðslu sina á aukinni tækni, ekki sizt á þeim sviðum, sem eftirmenntuninni er sérstaklega beint að.” Svæðismótið í skák Poutiainen vann Timman i 34 leikjum. Jansa vann Björn i 40 leikjum. Hartston vann Zwaig i 20 leikjum, van den Broeck vann Murray i 40 leikjum. Ostermeyer vann Laine i 33 leikjum, Hamann og Friðrik gerðu jafntefli i 26 leikjum, Ribli og Liberzon gerðu jafntefli i 32 leikjum. Hamann og Friðrik sömdu um jafntefli i flókinni stöðu, en báðir áttu litinn tima eftir. Björn missti þrjú peð i timahraki gegn Jansa og féll á tima i 40. leik i tapaðri stöðu. Poutiainen fórnaði fyrst skiptamun og siðan manni og vann Timman fallega. Zwaig lék illa af sér móti Hartston og tap- aði. Liberzon vann peð i byrjun gegn Ribli, en það dugði ekki til sigurs. Van den Broeck vann tvö peð af Murray og sigraði örugg- lega eftir það. Ostermeyer byggði smám saman upp vinningsstöðu gegn Laine og féll sá slðarnefndi á tima eftir 33. leiki. Niunda um- ferð verður tefld i kvöld. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7, 8. 9. 10. 11.12. 13.14. 15. 1. Ribli 1 1 1 1/2 1 1 1/2 2. Poutiainen 0 1 0 0 1 1 1 3. Hartston 0 0 1 1 1 4. Hamann 0 1 1/2 1 1/2 1 5. Friðrik 1/2 1 1/2 0 1 1 1/2 6. Zwaig 0 0 0 1 1/2 1/2 1 1 7. Timman 0 0 1 1/2 1/2 1 0 1 8. Liberzon 1/2 1 1/2 1/2 1/2 1 1 1 9. Murray 0 1/2 0 0 1/2 1 0 10. Ostermeyer 0 1/2 1/2 1/2 1/2 1 1 11. Jansa 0 1/2 1/2 1 1/2 1/2 1 12. Parma 1 1/2 1/2 1/2 1 1/2 1/2 13. Björn 0 0 1/2 0 0 1/2 0 0 14. Laine 0 1/2 0 0 l 0 0 0 15. van den Broeck 0 0 0 1/2 0 0 0 1 Kom einn bæjarráðsmanna Hafn- firðinga i veg fyrir kaup á húsi handa þroskaheftum börnum ? MÓ—Reykjavik — 1 Hafnarfirði er rikjanði mikill áiiugi á að koma á fót dagheimili fyrir þroskaheft börn. A timabiiinu leit út fyrir að húsnæði væri fengið i Viðlagasjóðshúsi, sem tii sölu var, en þegar fara átti að ganga frá kaupunum, hafði húsið verið selt öðrum. Ragnhciður Svein- björnsdóttir, bæjarráðsmaður i Hafnarfirði, telur það vera fyrir óeðlileg afskipti Árna Grétars Finnssonar, hrl. og bæjarráðs- manns, af málinu, og að hann hafi vefið Viðlagasjóði rangar upplýs- ingar. Forsaga málsins er sú, að Lionsklúbbur Hafnarfjarðar stuðlaði að stofnun foreldrafélags þroskaheftra barna með það fyrir augum að koma á fót dagheimili fyrir þroskaheft börn innan 6 ára aldurs. Töldu Lionsfélagar þörf- ina fyrir slikt heimili mikla, en kváðust ekki hafa gert sér grein fyrir þvi, hve knýjandi hún var, fyrr en þeir fóru að vinna að mál- inu. Kvenfélagið Hringurinn gekk til liðs við Lionsmenn og hét að leggja málinu lið eftir mætti. Var nú farið að huga að húsnæði fyrir starfsemina, og var félögunum þá gefinn kostur á að kaupa húseign- ina Heiðvang 26 af Viðlagasjóði. Að athuguðu máli kom i ljós, að hús þetta hentaði mjög vel til þessarar starfsemi. Var þvi ál^veðið að ganga frá kaupunum. En þá gerðist það óvænta: Við- lagasjóður seldi öðrum húsið. Þess var farið á leit við bæjar- stjórn Hafnarfjarðar, að hún neytti forkaupsréttar sins að hús- inu, svo að hægt væri að nota það sem dagheimili. Var málið tekið fyrir i bæjarráði, og voru þar skiptar skoðanir um málið. Einn bæjarráðsmanna, Arni Grétar Finnsson, lagðist mjög eindregið gegn þvi, að bærinn neytti for- kaupsréttar. Aðrir fulltrúar I bæjarráði, þau Árni Gunnlaugs- son og Ragnheiður Sveinbjörns- dóttir, töldu hins vegar eftir at- vikum rétt að bærinn neytti for- kaupsréttarins. En þegar taka átti málið fyrir á bæjarstjórnarfundi, var þar lagt fram bréf frá Lionsklúbbnum, þar sem klúbburinn féll frá fyrri umsókn sinni um húsið, þar eð Leikfélag Reykjavíkur: UmræÓur áhorfenda og leikara eftir sýningar gébé Rvik — Um helgina verða umræður eftir tvær sýningar hjá Leikfélagi Reykjavikur i Iðnó. Gcfst leikhúsgestum þar tækifæri til að ræða við leikara og leik- stjóra um efni leikritanna, og er búiz.t við fjörugum untræðum. i báðum þessum tiifellum var leik- félagið beðið um umræður af vissunt hópurn, og var fúslega orðið við þeirri beiðni. Nemendur á félagssviði i Menntaskólanum við Hamrahlið báðu um að umræður færu fram eftir sýningu á Fjölskyldunni á föstudagskvöld, og munu nemendur fjölmenna á sýning- una. Eins og kunnugt er fjallar leikritið Fjölskyldan um alkóhól- isma og áhrif hans á fjölskyldu- lifið. A sunnudagskvöld verður sýning á leikritinu Saumastofunni eftir Kjartan Ragnarsson, en það er Framkvæmdanefnd um kvennafri, sem beðið hefur um að umræður um efni leikritsins fari fram eftir þá sýningu. f Sauma- stofunni er komið inn á jafnrétt- ismál og misrétti i launamálum, en leikritið samdi höfundur i til- efni kvennars. Ættu að geta orðið hinar fjörugustu umræður eftir þessa sýningu. Mjög góð aðsókn hefur verið að sýningum hjá Leikfélaginu það sem af er þessu starfsári, og til marks um það má geta þess, að uppselt er á fimm sýningar i röð, en þar er um að ræða sýningar á Skjaldhömrum, Fjölskytdunni og Saumastofunni. umsóknin yrði þess valdandi, að kaupendur hússins yrðu bornir út að ósekju. Var þess hins vegar óskað, að bæjarstjórn leysti málið á þann hátt, að hún útvegaði ann- að húsnæði, ekki lakara en hitt, fyrir heimili handa þroskaheftum börnum. Og þar með má segja, að þess- um kafla hafi verið lokið, enda sýndist ekki ástæða fyrir bæjar- stjórn að neyta forkaupsréttar að Heiðvangi 26 eftir þetta. Af framansögðu er ljóst, að þarna tapazt hefur heppilegt hús- næði fyrir dagheimili handa þroskaheftum börnum, en hins- vega er ekki ljóst, hvers vegna málin skipuðust svo. Þvi hafði Timinn samband við Ragnheiði Sveinbjörnsdóttur, bæjarfulltrúa i Hafnarfirði, og spurðist fyrir um, hverja hún teldi vera ástæð- una fyrir þvi að svona fór. — Lionsmenn og starfsmenn Viðlagasjóðs hafa borið hvorir aðra sökum, sagði Ragnheiður. Lionsmenn sökuðu starfsmenn Viðlagasjóðs um svik og brigð- mælgi, en starfsmenn Viðlaga- sjóðs kenndu um áhugaleysi Lionsmanna og sögðu, að Lions- Framhald á 5. siðu. Veiðihornið hafði samband við Sigurð Lindal á Lækjamóti, en hann er veiðivörður Húna- vatnssýslu, og innti hann eftir lax- og silungsveiði á veiðisvæð- inu i sumar. Kvað Sigurður ljóst, að veiöi hefði verið góð, aukiztí öllum ám, og sums stað- ar mjög verulega, eins og kæmi fram i veiðiskýrslum. Þær lægju að visu ekki að öllu leyti fyrir enn, en nokkurn veginn væri hægt að glöggva sig á þvi, hver laxveiðin a.m.k. hefði ver- ið. Agústmánuð kvað Sigurður hafa verið mjög góðan á veiði- svæði Húnavatnssýslu, og mun- aði mjög um veiðina, sem þá hefði borizt á land. Hrútafjarðará. t Hrútafjarðará var veiði góð, og komu á land um 300 laxar, en i fyrra veiddust þar rúmlega 200 laxar. Á efra svæði árinnar er ekki veitteftir 1. september, en á neðra svæði hennar er ekki mikiðum lax, þar er hins vegar silungsveiði, og hún góð. Svartá. 1 Svartá lauk veiðitimanum 10. september. Þar veiddust alls 230 laxar, en þar eru leyfðar þrjár stengur. Þetta þykir held- ur lélegt, og er ástæðan fyrir þvi talin vera sú, að laxinn hafi átt i erfiðleikum með að komast upp laxastigann i Ennisflúðum sök- um vatnsmagns i Blöndu. Blanda Blanda stóð sig hins vegar með ágætum i ár, og er útlit fyrir að þar hafi veiðzt yfir 2200 laxar, en þar lauk veiðitiman- um 31. ágúst. Blanda hagaði sér einkennilega i sumar, og var jafnan mikið vatn i henni. Veið- in er svo til eingöngu á neðstu svæðunum, upp að laxastigan- um við Ennisflúðir. Vatnsdalsá 1 Vatnsdalsá veiddust á þessu sumri 750 laxar (706 i fyrra), og silungsveiði var mjög góð, en i ánni eru leyfðar fjórar laxa- stengur og átta silungastengur. Þyngd laxanna er með bezta móti I ár. Ytri-Laxá Ytri-Laxá i Vindhælishreppi er ein af þessum indælu ám, sem eru á uppleið, enda var gert við gamla laxastigann á sumr- inu, þótt lax yrði ekki að ráði vart fyrir ofan hann. Það ætti hins vegar að gegna öðru máli á næsta sumri, en á svæðinu upp að stiga veiddust um 100 laxar á þær tvær stengur, sem þar eru leyfðar. Laxá á Ásum Um veiðina i Laxá á Asum er það að segja, að hún er af- bragðsgóð, en ekki vel að marka, þvi að hún er takmörkuð við tuttugu laxa á dag og aöeins tvær stengur leyfðar. Þar veiddustum 1800laxar, en 1502 i fyrra. Þarna gerist það iðulega, að menn eru búnir með kvótann um miðjan dag og verða að hætta veiðum. Miðfjarðará Veiði og veður' voru afskap- lega hagstæð i sumar og veidd- ist vel i Miðfjarðará, eða um 1500 laxar, og þykir það gott, þar sem aðeins eru leyfðar 6 til 9 stengur i ánni. I fyrra veiddust i Miðfjarðará 837 laxar, og árið 1973 komu 730 laxar á land. Veiðin i ár er þvi álika mikil og samanlögð veiðin tvö næstu ár á undan. Viðidalsá IViðidalsá lauk veiði þann 14. september, og varð hún m.a. i sumar fræg af heimsókn Finn- landsforseta. Þar veiddust sumrinu um 1200 laxar á móti 1051 i fyrra. Þar eru leyföar 8 stengur, og veiðitimanum lauk 14. september. Auk þeirra áa, sem að framan er getið hafa um 200 laxar veiðzt i Hallá, og er þvi ekki fjarri lagi, að i laxveiðiám i Húnaþingihafi á þessu sumri veiðzt um 8000 laxar, auk silungsveiðarinnar. sem var mikil.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.