Tíminn - 31.10.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 31.10.1975, Blaðsíða 5
Föstudagur 31. október 1975 TÍMINN 5 Óþarflegur íburður Á undanförnum árum hefur það færzt í vöxt, að opinber fyrirtæki hafa sent frá sér skýrslur um starfsemi sina. Er það bæði sjálfsagt og nauð- synlegt. Hins vegar hefur nokkuð borið á þvi, að óþarfa iburðar hafi gætt i þessari út- gáfustarfsemi. Er ekki óal- gengt, að skýrslur og greinar- gerðir viðkomandi fyrirtækja séu litprentaðar, og jafnvel innbundnar. Einkum á þetta við um opinber fyrirtæki á sviði orkumála. Nýlega var spurzt fyrir um það i borgarstjórn Reykjavik- ur, hve kostnaður væri við til- tekið rit af þessu tagi, og var upplýst, að eintakið kostaði um 700 krónur. Þegar slík rit eru gefin út i hundruð eða þús- unda tali, segir það sig sjálft. að hér er um gifurlegan kostn- að að ræða. Nýbreytni Sements- verksmiðjunnar Dagblaðið Visir gerir þessi mál að umtalsefni i leiðara i gær, en þar segir m.a.: „Öðru hverju gefa sum fyrirtæki rikisins út glansskýrslur i fáum eintök- um handa heldri mönnum og útlendingum. Slikar skýrslur kosta milljónir og er takmark- að gagn af þeim, þótt nauðsynlegar séu i einstaka tilvikum. En þessar skýrslur koma skattburðarklárnum, is- lenzkum almenningi, að engu gagni, enda sér hann þær ekki. Sementsverksmiðja rikisins hefur gert lofsverða undan- tekningu i þessum efnum. Nú fyrir nokkrum dögum birti verksmiðjan ágæta og yfir- lætislausa auglýsingu i dag- blöðunum, sem er visir i rétta átt. Þar eru greindir i fáum orðum meginþættir i stárf- semi fyrirtækisins starfsárið 1974. Birtar eru upplýsingar um sölumagn framleiðslu á árinu, rekstur, efnahag i árs- lok, cignahreyfingar og heild- ar launagrciðslur fyrirtækis- ins, ásamt ýmsum öðrum gagnlegum upplýsingum. Þctta framtak Sementsverk- smiðjunnar er lofsvert og verður vonandi öðrum öngum stóra bróður til eftirbreytni.” Vel má vera, að þessi ný- breytni Sementsverksmiðj- unnar, sem Visir gctur um, sé spor i rétta átt. Hins vegar er áreiðanlega kostnaðarminnst að fjölrita þessar skýrslur. — a.þ. Vetrarfagnaður FUF í Hafnarfirði verður haldinn i Skiphóli föstudaginn 31. október. Hinn frábæri Guðmundur Guðmundsson skemmtir með eftirhermum. Matur framreiddur frá kl. 19—21,30. Réttir kvöldsins: Kjúklingur, sérkryddaður lambahrygg- ur, desert. Maturinn cr á sérstöku verði — aðeins kr. 1000. Hafnfirðingar og nágrannar velkomnir. Venjuleg aldurstakmörk. — FUF. Frímerkjasafnarar Skákdhugamenn TafHólag Reykjavíkur Skóksamband íslands svaíoamötJ SVA.OAMÓT 1 SK.AK * 51« 1 r1 o«TOM« - 11 NÍJV. 3 1 tt * * i éa 1 im 1 É %1 VINNINGUR< 0WO» M.NC>VIMK« v»tt « WW Umlerð ii GILDIR SEM HAPPDRA.TTISMIDI Frimerkjaumslög með teikningum eftir Halldór Pétursson og stimpli Svæðamótsins. Veggplattar með mynd af Friðrik Ólafssyni. Sendum i póstkröfu. 0 Kom einn... klúbbnum hefði verið gefinn ákveðinn frestur til að gera út um kaupin. Á þeim tima hefði ekkert heyrzt frá þeim, og þvi hefði húsið verið selt öðrum. Sem bæjarfull- trúi vildi ég þvi kynna mér málið frá fyrstu hendi, og hringdi á skrifstofu Viðlagasjóðs, hélt Ragnheiður áfram. — Þar ræddi ég við starfsmann, sem staðfesti, að frásögnin um frestinn væri rétt, en auk þess hefði Arni Grétar Finnsson, hrl. og bæjarrátsmaður i Hafnarfirði, komið á skrifstofu sjóðsins og upplýst, að Hafnarfjarðarbær hefði nú þegar séð fyrir húsnæði undir dagheimili fyrir þroskaheft börn, i nýrri byggingu, sem verið væri að reisa. Að fengnum þeim upplýsingum hefði þótt ástæðu- laust að ha lda húsinu lengur fyrir dagheimilið, og það þvi selt umbjóðendum Árna Grétars Finnssonar hrl. Þessa frásögn staðfesti starfs- maðurinn i öðru samtali við mig siðar, og kvaðst reiðubúinn að standa við hana, hvar og hvenær sem væri. En þegar ég svo nokkru siðar leitaði staðfestingar skrif- lega, var hún ekki fáanleg. — En hefur bæjarráð Hafnar- fjarðar þá tryggt húsnæði undir dagheimili fyrir þroskaheft börn? — Nei, tillaga þess efnis hefur aldrei verið samþykkt i bæjar- stjórn Hafnarfjarðar, og þvi veit ég ekki hvaðan Arna Grétári kemur heimild til að segja starfs- mönnum opinberrar stofnunar slikt. — En að lokum, Ragnheiður, eru likur á að húsnæðismál þroskaheftra barna i Hafnarfirði verði leyst i náinni framtið? — Ég vonast til að þetta mál verði til þess að hreyfing komist á málefni þroskaheftra barna i Hafnarfirði. Þeirra vandamál eru mikil, og þau verður að leysa. Ég mun leggja mitt af mörkum til að svo verði. Þá hafði Timinn samband við Helga Bergs, formann Viðlaga- sjóðs, og spurði hann, hvort Við- lagasjóður hefði fengið þær upp- lýsingar frá Arna Grétari Fins- syni, að búið væri að leysa hús- næðismál þroskaheftra barna i Hafnarfirði. — Ég vil taka það fram, að ég hef ekki haft bein afskipti af þessu máli, sagði Helgi, en starfs- menn sjóðsins tjáðu mér, að Arni Grétar Finnsson bæjarfulltrúi hefði upplýst, að þarfir dagheim- ilis fyrir þroskaheft börn hefðu verið leystar i öðru húsnæði. Svæðamótið í skák SÖLUDEILD — HÓTEL ESJU AUGLÝSIÐ í tÍMANUM Kaupitf stniK-og BAGGAKASTARI Átakalaus baggahirðing GERÐ BK /---------------------------------- baggakastarinn sparar bæði tíma og erfiði. Einn maður sér um hleðslu bagganna á fljótan og auðveldan hátt Kast-stefna bagganna er stillanleg úr sæti ökumanns, sem er kostur á hallandi landi. Örfáir eftir óseldir — Greiðsluskilmálar Hagkvæmt haust-verð kr. 116 þúsund með söluskatti Verðtilboð þetta stendur til 5. nóvember - eða meðan birgðir endast Globusn LÁGMÚLl 5. SlMI 81555 Auglýsing um bann gegn notkun „TÖ-SALTS” Samkvæmt heimild i lögum um hollustu- hætti og heilbrigðiseftirlit nr. 12/1969, 13. gr. 2. og með hliðsjón af 12. gr. almennra reglna um tilbúning og dreifingu á mat- vælum frá 15. júni 1936, er hér með af gefnu tilefni bönnuð sala og geymsla i mat- vörubúðum og notkun i matvæli á svoköll- uðu ,,Tö-salti”. Heilbrigðiseftirlit rikisins Vorum að fá fjölbreytt úrval af smurkoppum _ •fj 1 ■ Slöngur og stútar fyrir smursprautur POSTSENDUM UM ALLT LAND [ á fc 77 ARAAULA 7 - SIMI 84450

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.