Tíminn - 31.10.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 31.10.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Föstudagur 31. október 1975 Síðari hluti fjárlagaræðu Matthíasar Á. Mathiesen: Stefnt að auknum sölu- skattstekjum sveitarfélaga Lánsf járáætlun 1976 ,,t næsta mánuði mun rikis- stjórnin ganga frá og leggja fram lánsfjáráætlun fyrir árið 1976. Áætlanagerð þessi á sér nokk- urn aðdraganda. Allt frá árinu 1963 hafa að frumkvæði fjármála- ráðuneytisins verið samdar ár- legar framkvæmda- og fjáröflun- aráætlanir vegna þeirra rikis- framkvæmda, sem fjármagnaðar eru með lánsfé. Áætlanirnar náðu þó eingöngu til lánsfjáröflunar til helztu opinberra framkvæmda, en ekki til annarrar lánastarf- semi, og voru þær lagðar fram sérstaklega og yfirleitt ekki fyrr en nokkrir mánuðir voru á árið liðnir, sem um var fjallað hverju sinni. Á þessu varð breyting haustið 1973, er framkvæmda- og fjáröflunaráætlun fyrir árið 1974 vár sameinuð fjárlögum. Nú hefur verið ákveðið að auka þessa áætlanagerð og semja lánsfjárá- ætlun fyrir árið 1976, sem lögð verði fram meðan fjárlagafrum- varp er til meðferðar, þannig að yfirsýn fáist með skipulegum hætti yfir lánastarfsemina i land- inu á sama tima og ’ fjárlagá- ákvarðanir eru teknar. Snemma á árinu 1975 gerðu- Seðlabankinn og viðskiptabank- arnir með sér samkomulag um stöðvun útlánaaukningar frá lok- um febrúarmánaðar til loka mai- mánaðar. Framkvæmd þessa samkomulags tókst vel og hefur það siðan verið framlengt tvisvar sinnum og gildir nú til áramóta. Sá árangur, sem með þessu móti hefur náðst i stjórn peninga- og lánamála, er hinn mikilvægasti. Hann mun þó ekki koma að haldi nema hemill sé jafnframt hafður á útlánum fjárfestingarlánasjóða og erlendum lántökum, og fjár- málum hins opinbera. Af þeim sökum hefur fjármálaráðuneytið á grundvelli samþykktar rikis- stjórnarinnar haft frumkvæði að samráði milli opinberra stofnana á sviði fjármála, peninga- og lánamála og efnahagsmála, til þess að gera árlegar lánsfjár- áætlanir, þ.e. heildaryfirlit yfir þróun lánamarkaðsins innan- lands og um heildarlántökur er- lendis. Hin nýja heildaráætlun um lánamarkaðinn er umtalsverð framför i islenzkri efnahags- málastjórn. Henni er ætlað að samræma starfsemi allra lána- stofnana i landinu og ákveða heildarframboð innlends og er- lends lánsfjár með hliðsjón af þeim útgjöldum þjóðarheildar- innar, sem stefnt er að, og sam- ræmast jafnvægi i stööunni út á við. Ennfremur felur áætlunin i sér skiptingu lána eftir forgangs- röðun þarfa rikissjóðs, rikisstofn- ana, opinberra fyrirtækja, bæjar- og sveitarfélaga, atvinnufyrir- tækja og einkaaðila. Með láns- fjáráætluninni verður stefnan i lánamálum mótuð hverju sinni fyrir árið, sem fer i hönd, og frá henni verður ekki hvikað nema ný viðhorf kalli á formlega endur- skoðun. Seðlabanki fslands hefur að ósk fjármálaráðubeytisins unnið að þessu verki i samráði við þá aðila, sem með lánamálin fara og þá, sem gera áætlanir um fram- kvæmdir og framleiðslu. A hinum miklu verðbólgu- og þenslutimum, sem undanfarið hafa gengið yfir þjóðina, hefur umframeftirspurn eftir vörum og þjónustu leitt af sér vaxandi láns- fjárskort innanlands, sem i sifellt rikara mæli hefur verið mætt með lántökum erlendis. Afleiðingarn- ar hafa m.a. komið fram i aukinni verðbólgu og gifurlegum við- skiptahalla viö útlönd. Jafnframt hefur greiðslubyrðin stórlega þyngst, þ.e. afborganir og vextir af lánum i hlutfalli af útflutnings- tekjum. Horfureru á, að greiðslu- byrðin muni halda áfram að vaxa á næstu árum og aukast úr 15% i 20% að fjórum árum liðnum og er þá miðað við aukið aðhald i er- lendum lántökum. Augljóst er, að farsæl fram- vinda efnahagsmála er undir þvi komin, að öruggum tökum verði komið á lánamálin. Þar skiptir meginmáli, a.m.k. þegar til lengri tima er litið, að útgjöldum þjóðarinnar sé haldið innan þeirra marka, sem tekjurnar setja, og verulega sé dregið úr er- lendum lántökum. Að þessu verð- ur stefnt með lánsfjáráætluninni. Skattamái Við þriðju umræðu fjárlaga i fyrra var gerð grein fyrir þvi, hver væru helztu verkefni við endurskoðun á tekjuöflunarkerfi rikisins. 1 samræmi við það, sem þá var sagt var verkefnunum skipt i fimm meginþætti, er emb- ættismenn og sérfræðingar skyldu vinna að, en sérstakri þingmannanefnd var ætlað að fylgjast með þeim störfum, eins og áður hafði tiðkazt. Mun stuttlega gerð grein fyrir störfum þessum, breyting- um sem orðið hafa svo og á- formum og væntanlegri tillögu- gerð á þessu þingi. 1. A sl. vori skilaði rikisskatt- stjóri greinargerð og tillögum um, með hvaða hætti og á hvaða grundvelli staðgreiðslu opinberra gjalda yrði komið á. Rikisskattstjóri leggur til i greinargerð sinni, að tekin verði upp staðgreiðsla opinberra gjalda, bæði launþega og atvinnu- rekenda, einstaklinga og félaga. Tillögur um staðgreiðslu skatta launþega byggjast á svipuðum reglum og gilda i Vestur-býzka- landi og Bandarikjunum. Stað- greiðslan tæki til tekjuskatts, út- svars, kirkjugarðs- og sóknar- gjalda, auk skyldusparnaöar og orlofsfjárgreiðslu að frádregnum barnabótum og ef til vill öðrum tryggingabótum. Ctsvör tekju- lágra launþega, sem nýtt geta persónuafslátt til greiðslu út- svars, yrðu jöfnuð án milli- greiðslu og þeir sem ættu rétt til endurgreiðslu barnabóta fengju þær endurgreiddar með launum sinum frá vinnuveitanda. Stað- greiðsla atvinnurekenda á öllum tegundum tekjuskatta byggðist hins vegar á fyrirframgerðri á- ætlun um tekjur þeirra, en stað- greiðsla atvinnurekendagjalda byggðist á stofnum gjaldanna eft- ir þvi sem þeir mynduðust á rekstrarárinu. Staðgreiðslan yrði bráðabirgðagreiðsla á skattaár- inu. Að loknu skattári færi álagn- ing fram skv. framtölum. Stefnt verði i upphafi að einföldun skattalaganna á þann veg, að skattframtal launþega verði mjög einfalt i sniðum og framtið- arstefnan verði sú, að unnt verði að afnema með öllu framtals- skyldu launþega. Tillögur rikisskattstjóra voru afhentar þingmönnum i lok sið- asta þings. Einnig sendi ráðu- neytið tillögur þessar til helztu samtaka launþega og atvinnurek- enda, svo og nokkurra annarra aðila með ósk um ábendingar og álit á málinu. Nokkrar umsagnir hafa þegar borizt ráðuneytinu og sést af þeim, að menn eru ekki á eitt sáttir um ágæti staðgreiðslu- fyrirkomulags. Umsagnir fleiri aðila eru væntanlegar á næstunni. Stefnt er aö þvi að taka ákvöröun um þaö fyrir árslok, hvort stað- greiösla opinberra gjalda skuli upp tekin hér á landi að sinni. Verði ákvörðun þessa efnis tekin yrði stefnt að framlagningu frumvarps á Alþingi vorið 1976 til kynningar, en til afgreiðslu fyrir árslok 1976. Gildirtaka yrði þó ekki ráðgerð fyrr en frá 1. jan. 1978. Arinu 1977 yrði varið til nauðsynlegs undirbúnings á framkvæmd og kynningu málsins meðal landsmanna allra. 2. bá hefur verið unnið að könnun á þvi, hvaða leiðir séu heppilegastar til að breyta núver- andi formi almennra óbeinna skatta, einkum söluskatts, þannig að i senn sé stuðlað að öryggi i innheimtu, einfaldri framkvæmd og sneytt verði hjá óæskiiegri mismunun milli atvinnugreina og skattaleg staða innlendra at- vinnuvega tryggð. Skilaði starfs- hópur ýtarlegri greinargerð um þetta efni en störf hans höfðu fyrst og fremst beinst að könnun virðisaukaskatts, er komið gæti i stað núverandi söluskatts. 1 greinargerð þessari eru megineinkenni virðisaukaskatts skýrð og helztu kostum og göllum hans lýst i samanburði við önnur söluskattskerfi. Þá er i skýrslunni fjallað um ýmsa þætti, er lúta að framkvæmd virðisaukaskatts hér á landi. Ekki eru i greinargerð- inni gerðar ákveðnar tillögur um upptöku virðisaukaskatts, enda var greinargerðinni ætlað að vera grundvöllur að skoðanamyndun og ákvarðanatöku. Skýrslu þess- ari var dreift til þingmanna fyrir þingslit i vor. Jafnframt sendi fjármálaráðuneytið greinargerð þessa til á fjórða tugs samtaka og stofnana, þ.á.m. helztu samtaka launþega og atvinnurekenda, bankanna og ýmissa rikisstofn- ana. Voru aðilar þessir beðnir að láta ráðuneytinu i té athuga- semdir og álit á málinu. Hafa margir þessara aðila sýnt málinu mikinn áhuga og hafa fulltrúar fjármálaráðuneytisins setið fjölda funda með þeim, þar sem virðisaukaskatturinn hefur verið skýrður og rætt um ýmsa þætti hans og framkvæmd þeirra við is- lenzkar aðstæður. Siöustu vikurn- ar hafa fyrstu umsagnir um virð- isaukaskattinn borizt ráðuneyt- inu og má búast við, að á næst- unni láti flest þeirra samtaka og stofnana, er til var leitað, i ljós á- lit sitt á málinu. Að þvi búnu mun verða tekin afstaða til þess, hvort timabært sé að taka upp virðis- aukaskatt hér á landi. En jafnvel þótt ákvörðun um upptöku virðis- aukaskatts verði tekin á næstu mánuðum er ekki við þvi að bú- • ast, að virðisaukaskatturinn komi til framkvæmda fyrr en a.m.k. að tveim til þrem árum liðnum, þar eð kerfið krefst mikils undirbún- ings. Virðisaukaskattur hefur verið tekinn upp i flestum rikjum Vest-., ur-Evrópu. Efnahagsbandalags- rikin hafa öll tekið upp virð- isaukaskatt, en aðildarrikin hafa skuldbundið sig til að samræma' neyzluskattakerfi sin i þeim til- gangi að jafna samkeppnisað- stöðuna á hinum stóra markaði. Ýmisönnur riki hafa einnig tekiö upp þetta kerfi, svo sem Sviþjóð og Noregur. Virðisaukaskattur- inn er innheimtur á öllum við- skiptastigum. Hins vegar veldur hann ekki margsköttun vegna þeirrar grundvallarreglu kerfis- ins, að allur skattur, sem fyrir- tæki greiða við kaup á aðföngum, er dreginn frá innheimtum skatti þeirra af sölu. t þessu felst aðal- einkenni virðisaukaskattsins, þ.e. að skatturinn leggst aðeins einu sinni á sama verðmætið, hversu oft sem það gengur milli við- skiptastiga. Hann verður þvi hlutlaus gagnvart hinu endanlega söluverði vöru og þjónustu og er það aðalkostur hans. Virðisauka- skattur er ekki innheimtur af út- flutningi og útflutningsfyrirtæki bera ekki virðisaukaskatt af að- föngum sinum eins og nú er um söluskatt. Þetta ætti þvi að bæta samkeppnisaðstöðu útflutnings- greina. Ef virðisaukaskattur yröi tek- inn upp i stað söluskatts yrði skatturinn innheimtur hjá mun fleiri aðilum en söluskatturinn er nú. Þetta hefur bæði kosti og galla i för með sér. Kostirnir eru þeir, að áhætta rikissjóðs af skatt- heimtunni dreifist á fleiri aðila en nú er, en hins vegar er það meginókostur virðisaukaskatt- kerfisins, að fjölmörg fyrirtæki, sem ekki innheimta söiuskatt, yrðu að innheimta og gera skil á virði.saukaskatti. Virðisaukaskatturinn hefur verið með ýmsu sniði i þeim lönd- um, ertekiðhafa hann upp. Hefur reynslan af honum og verið nokk- uð misjöfn. Þannig virðist vel hafa til tekizt með skattinn i Dan- mörku og mun framkvæmd hans þar i góðu lagi að flestra dómi. t Noregi á hinn bóginn heyrast fleiri óánægjuraddir, einkum vegna þess að margir telja auð- veldara að svikja undan virðis- aukaskattinum en söluskatti á siðasta stigi vegna aukins fjölda gjaldenda. t Noregi vinnur nú stjórnskipuð nefnd að greinar- gerðum reynslu af skattinum þar i landi og mun hún skila áliti sinu fyrir jól. Verður náið fylgst með niðurstöðum hennar af hálfu fjár- málaráðuneytisins. Ég vil leggja á það áherzlu, að virðisaukaskattur hefur bæði kosti og galla. Þvi þarf vandlegr- ar ihugunar við, hvort i stað þess að taka upp virðisaukaskatt sé mögulegt að ná einhverjum kost- um hans með þvi að sniða verstu agnúana af núverandi söluskatts- kerfi. Hitt verður einnig að vera ljóst, að þær undanþágur frá skattskyldunni, sem nú eru i sölu- skattskerfinu, er nánast óhugs- andi i virðisaukaskatti. Þegar af- staða er tekin tii þess, hvort taka eigi upp virðisaukaskatt i stað söluskatts þarf þvi m.a. að svara þeirri grundvallarspurningu, hvort vilji sé til þess að hverfa að mestu frá þeim undanþágum, sem nú gilda i söluskattinum. 3. Oflun tekna i rikissjóð með aðflutningsgjöldum hefur verið til sérstakrar athugunar. Reiknað er með að frumvarp að nýjum lög- um um tollákrá verði fullbúið næsta haust. Frá og með næstu áramótum kemur til framkvæmda síðari hluti tollalækkana á hráefnum til iðnaðar, en tollar á þeim munu i þeim áfanga falla alveg niður. Jafnframt koma til framkvæmda samningsbundnar tollalækkanir vegna aðildar tslands að EFTA og friverzlunarsamningi tslands við Efnahagsbandalag Evrópu. Eru þá 4 ár eftir af 10 ára aðiög- unartima islenzks samkeppnis- iðnaðar áður en tollar af erlend- um samkeppnisvörum veröa að fullu afnumdir. í þeirri tollskrárendurskoðun, sem hafizt hefur verið handa um, munu sérstaklega koma til athug- unar ýmis sérstök vandamál, sem ekki var tekin endanleg af- staða til við siðustu tollskrár- endurskoðun. Þessi mál geta bæði haft mikla þýðingu fyrir tekjur rikissjóðs svo og fyrir iðnfyrir- tæki i vissum greinum. Er hér einkum um að ræða tolla af ýms- um vélum og vélahlutum alitienns eölis, svo og tolla af hrá- efnum, einkum timbri, sem bæði eru notuð i byggingastarfsemi og i húsgagna- og innréttingasmiði, sem á við vaxandi samkeppni að etja. Þá verður að taka afstöðu til tolla af vörum frá löndum utan EFTA og EBE og ákveða til frambúðar sanngjarnan og eðli- legantollmun á innflutningi frá þessum löndum miðað við fri- verzlunartolla. A vegum GATT (General Agreement on Tariffs and Trade)) fara nú fram alþjóð- legar viðræður m.a. um lækkun tolla, og má búast við aðviðls lendingar þurfum að laga tolla- löggjöf okkar að væntanlegu samkomulagi. Mun fjármála- ráðuneytið i samvinnu við við- skiptaráðuneytið leitast við að fylgjast með þessum viðræðum eftir þvi sem efni standa til. Við endurskoðun tollskrárinnar verð- ur einnig unnið að mótun ákveð- innar stefnu um fjáröflunartolla almennt. Er við þvi að búast, að tolltekjur rikissjóðs fari verulega þverrandi á næstu árum, en þær munu nema um 18,5% af tekjum rikissjóðs samkvæmt fjárlaga- frumvarpi ársins 1976. 4. Tillögur um hagkvæmar leiðir til að sameina tekjuskatt helztu bótum almannatrygginga voru forgansverkefni við breyt- ingar á tekjuöflunarkerfi rikis- sjóðs. 1 þessu sambandi var i fjárlögum ársins 1975 gert ráð fyrir um 700 m.kr. lækkun tekju- skatts. Endanlegar tillögur til breytinga á tekjuskatti einstak- linga og tekjuútsvari voru siðan samþykktar i april sl. og var þá gert ráð fyrir mun meiri lækkun beinna skatta en i fjárlögum, eða alls um 1.400 m.kr. 1 þessu sam- bandi er rétt að nefna nokkur mikilvæg atriði frá skattabreyt- ingum sl. vor. Samhliða hinni almennu tekju- skattslækkun var þess gætt, að mikilvægar frádráttarheimildir nýttust betur tekjulágum fram- teljendum en áður. Var þetta gert meö þvi að breyta persónufrá- drætti o.fl. að fullu i persónuaf- slátt, sem nýta má til greiðslu út- svars, ef eftirstöðvar eru umfram tekjuskatt. Þess var þó gætt að takmarka heimild einstaklinga i atvinnurekstri og með sjálfstæða starfsemi til nýtingar persónuaf- sláttar til greiðslu útsvars og horíið var frá greiðslu skattaf- sláttar til gjaldenda, ef afsláttur- inn nýttist ekki til greiðslu út- svars. Hætt er við, að viðar hefði gætt óánægjuradda um skattmeð- ferð einstaklinga i atvinnurekstri hefðu umræddar breytingar ekki verið gerðar á sl. vori. Sú ákvörðun að breyta hinum ýmsu skattivilnunum rikisins vegna barna- og fjölskyldubótum i barnabætur, varö tekjulágum barnafjölskyldum til hagsbóta. Þá minnkaði fjárstreymi um Framhald á bls. 13 iiiÍSBil 11(1 I ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.