Tíminn - 31.10.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 31.10.1975, Blaðsíða 13
Föstudagur 31. október 1975 TÍMINN 13 O rikissjóð um nær einn milljarð og vinnusparnaður varð hjá riki og framteljendum. Hins vegar hefur komið i ljós, að lagfæra þarf nokkur framkvæmdaatriði varð- andi barnabætur, og er nú unnið að þvi. Til þess að bæta lifeyrisþegum upp þá breytingu að hætt var við að greiða skattafslátt út, voru tekjutryggingarmörk almanna- trygginga hækkuð verulega. Ég tel tvimælalaust, að með framangreindum skattbreyting- um hafi verið lagt út á rétta braut, enda þótt fram hafi komið, að nokkur atriði þarfnist leiðrétt- ingar. Ljóst er, að með lögum nr. 11/1975 var aðeins stigið eitt skref að þvi marki að samræma og sameina skattkerfi og bótakerfi almannatrygginga, og er mikið verk óunnið á þvi sviði. Er unnið að áframhaldandi athugun á þessum málum og tillögugerð um næsta skref i átt til frekari sam- einingar þessara tveggja tekju- jöfnunarkerfa rikisins. 5. Auk þess, sem nú hefur verið greint frá, hefur á vegum ráðu- neytisins verið unnið að undir- búningi frumvarps um breytingu á lögum um tekju- og eignarskatt, sem lagt verður fram fyrir lok þessa árs. Veigamesta atriðið og það, sem flesta mun snerta, er til- laga um að hrinda i framkvæmd stefnuyfirlýsingu rikisstjórnar- innar um að tekin verði upp sér- sköttun hjóna. Er ráð fyrir þvi gert, að tekjum hjóna og eignum verði skipt milli hjóna til skatt- lagningar eftir föstum reglum, þótt séreign sé eða sératvinna, og siðan farið með hvort hjóna um sig sem sjálfstæðan gjaldþegn. Þetta mun hafa i för með sér, að gildandi reglur um frádrátt frá launatekjum eða atvinnutekjum giftra kvenna breytast. Stefnt verðurað þvi að auka samræmi i skattlagningu mismunandi fjöl- skyldueininga. Þar sem hér er um róttæka breytingu að ræða á skattmeðferð á tekjum hjóna, er óvist að unnt verði að láta þessa breytingu taka gildi þegar við á- lagningu skatta á næsta ári. Við þessa breytingu yrði að sjálf- sögðu einnig að endurskoða skatt- stiga bæði tekju- og eignarskatta til þess að tryggja sem mesta sanngirni i skattlagningu fjöl- skyldna, án tillits til þess, hvort vinnan fer fram innan eða utan heimilis. Þá hefur verið unnið að breyt- ingu á lagaákvæðum um fyrning- ar eigna i atvinnurekstri og um skattmeðferð söluhagnaðar af eignum. Gildandi lagaákvæði um þessi tvö atriði hafa sætt mikilli gagnrýni að undanförnu. Vanda- samt er og timafrekt að leysa þetta mál svo viðunandi sé. Til- lögur til úrbóta eru enn ekki full- mótaðar. Unnið er af kappi að undirbúningi þeirra, þannig að nýjar reglur varöandi fyrningar og söluhagnað eigna geti komið til framkvæmda frá og með ársbyrj- un 1976, þ.e.a.s. við álagningu skatta 1977. Ennfremur eru til athugunar hugmyndir um að breyta reglum um varasjóði i þá átt að i stað þeirra komi fjárfestingarsjóðir i atvinnurekstri, hvort sem um rekstur á vegum félaga eða ein- staklinga er að ræða. Að undanförnu hefur álagning tekjuskatts á einstaklinga, sem reka atvinnufyrirtæki fyrir eigin reikning sætt vaxandi gagnrýni og hefur mörgum verið óljóst, hvaða áhrif afkoma atvinnu- rekstrarins getur haft á tekju- skattsgreiðslur einstaklingsins. Eins og áður er að vikið var á sl. vori sett sérstakt lagaákvæði sem takmarkaði eða afnam að fullu nýtingu persónuafsláttar til greiðslu útsvars einstaklinga i at- vinnurekstri og með sjálfstæða starfsemi. Þá hefur og verið á það bent, að nauðsynlegt sé einnig að endurskoða reglur um skattlagn- ingu þessara aðila til rikissjóðs. Verkaskipting milli ríkis, sveitarfélaga og einkaaðila Ætið kemur til álita við gerð fjárlaga og annarrar ákvarðana- töku i rikisfjármálum hvernig heppilegt þyki að efnahagsstarf- FJÁRLAGARÆÐA semi þjóðfélagsins sé skipt milli rikis, sveitarfélaga og einkaaðila og samtaka þeirra. Hér koma vissulega mörg atriði til ihugunar og svarið liggur ekki alltaf skýrt fyrir, þar sem það er að nokkru komið undir pólitisku viðhorfi manna, og að nokkru undir al- nennum efnahagsskilyrðum þjóð- félagsins. 1 fjárlagaræðu minni i fyrra gerði ég nokkuð að umtalsefni hlut rikis og sveitarfélaga i ráð- stöfun þjóðartekna og hvaða al- menn sjónarmið lægju að baki opinberri starfsemi, hver væru markmið hennar og hvernig mætti bezt ná settum markmið- um. Ég mun ekki endurtaka það, sem ég þá sagði, en allt á það enn við. Aðeins vil ég þó itreka þá skoðun mina, að hlutur hins opin- bera i ráðstöfun þjóðartekna hefur vaxið um of undanfarin ár, enda er hann nú um þriðjungur þjóðartekna. Án þess ég ræði það ýtarlegar hér við þetta tækifæri, þá tel ég, að ýmis starfsemi, sem hið opin- bera sinnir nú, mætti gjarnan vera i höndum einstaklinga eða samtaka þeirra. Hið opinbera hefur að minni hýggju tekið að sér ýmis verk- efni að óþörfu. Það hefur að sjálf- sögðu átt sér stað að nokkru leyti vegna áhrifa þeirra pólitisku afla i þjóöfélaginu, sem velja aukin afskipti hins opinbera á sem flest- um sviðum. En þessi þróun hefur einnig að nokkru átt sér stað fyrir tilviljun og án fyrirfram mark- aðrar stefnu. Um þátttöku hins opinbera i atvinnurekstri almennt hefur til þessa ekki verið mótuð nein stefna til frambúðar, enda varla von, þar sem sjónarmið einstakra stjórnmálaflokka eru eða virðast ærið ólik i þessum efnum. Slik stefnumörkun er þó að minu mati nauðsynleg hverri rikisstjórn, eigi hún að vera sjálfri sér sam- kvæm i slikum málum. Sú skoðun á rétt á sér, að hið opinbera eigi ekki að stunda atvinnurekstur — framleiðslu eða þjónustu — i samkeppni við einstaklinga eða félög þeirra nema fullgild rök séu fyrir. Opinber rekstur nýtur ekki sama aðhalds og rekstur einstak- linga og félaga sem er háður samkeppni innanlands og utan. Þó ekki væri nema af þeirri á- stæðu getur hagkvæmnin orðið minni og framfarir hægari i opin- berum rekstri. Um þetta eru til mörg dæmi bæði i okkar reynslu og annarra þjóða. Til að rikið gripi inn i atvinnu- starfsemina með beinni þátttöku þurfa þvi að vera fyrir hendi mjög þungvægir almennings- hagsmunir. Um þátttöku rikisins i stóriðnaðarrekstri geta þó gilt sérstök sjónarmið. Uppbygging og rekstur stóriðnaðar er oft ekki á færi annarra aðila i fandinu en þess opinbera, og i slikum at- vinnurekstri er þátttaka þess nánast spurningin um það, hvort slik atvinnustarfsemi skuli vera i landinu. 1 öðrum tilvikum á sú meginregla, sem ég lýsti áðan, tvimælalaust að gilda. t samræmi við það tel ég að at- huga þurfi gaumgæfilega á hverj- um tima, hvort grundvöllur sé fyrir ýmissi atvinnu- og þjónustu- starfsemi, sem hið opinbera hefur með höndum og hvort það þjóni betur almannahagsmunum að sú starfsemi skuli vera i höndum einstaklinga eöa félaga þeirra. Ég hef ákveðið að fá til liðs við mig menn, sem hafa reynslu og góða þekkingu á rekstri og fjár- málum þjónustu- og atvinnufyrir- tækja i einkaeign eða i eigu sam- vinnufélaga til þess að meta og leggja á ráðin um, hvaða aðgeröir teljist skynsamlegar i þessu efni. Þátttaka hins opinhera, þ.e. rikis og sveitarfélaga i þjóöarbú- skapnum hefur aukizt mjög mikið. á undanförnum árum. Siðastlið- inn aldarfjórðung hefur hlutdeild rikisins i þjóðarbúskapnum án efa aukizt meira en sveitarfélag- anna. Ástæður þessar mismunar eru margar og skýringar ekki einhlitar, auk þess sem sameigin- legar framkvæmdir og starfsemi rikis og sveitarfélaga gera það að verkum, að markalina er næsta óljós, Af hálfu löggjafans virðist ekki hafa verið fylgt mótaðri heildarstefnu um skiptingu verk- efna milli rikis og sveitarfélaga heldur hefur þar tilviljun oft á tið- um ráðið. Það er stefna rikisstjórnarinn- ar að breyta verkaskiptingunni milli rikis og sveitarfélaga; sveit- arfélögunum verði falin aukin verkefni og fjárhagslegur grund- völlur þeirra endurskoðaður ti! þess að tryggja sjálfstæði þeirra og framkvæmdagetu. Með þessum fjárlögum verður að minni hyggju að stiga fyrsta meiri háttar skefið til þess að auka hlut sveitarfélaganna. Eins og fram kemur i athugasemdum frumvarpsins hyggst rikisstjórn- in beita sér fyrir þvi að hlutur sveitarfélaganna i söluskattstekj- um verði aukinn þannig, að Jöfn- unarsjóður sveitarfélaga fái end- anlega 8% af hverju söluskatts- stigi en nú hefur sjóðurinn ekkert af þeim 4 stigum, sem nefnd eru söluskattsauki, né hinum 3 stig- um, sem renna i Viðlagasjóð og til greiðslu oliustyrkja. Þessi ráðstöfun eykur tekjur Jöfnunarsjóðs. Á móti þessari tekjuaukningu sveitarfélaganna yrðu þeim fengin áukin verkefni sem þvi svaraði. Þau verkefni eru ekki enn ákveðin en að sjálfsögðu mun sú ákvörðun tekin fyrir af- greiðslu fjárlaga og i samráði við Samband islenzkra sveitarfélaga. Ég tel að taka þurfi til gagn- gerrar endurskoðunar allar þær mýmörgu reglur, sem fjalla um samaðild og kostnaðarskiptingu rikis og sveitarfélaga i ýmsum greinum þjónustu og fram- kvæmda með það i huga að ná skýrari verkaskiptingu og betra fjárhagsaðhaldi. Samstarfs verður leitað við sveitarfélög og samband þeirra i þessu máli. Aðhald og eftirlit með opinberum rekstri og f|ármálum Um það er ekki deilt, að riki og sveitarfélög verða að hafa með höndum margháttaða starfsemi i nútimaþjóðfélagi. Hér er um að ræða þjóðhagslega mikilvægar framkvæmdir og þjónustu, sem ekki er á færi einstaklinga að annast eða miður væri borgið i þeirra höndum. Ekki má missa sjónar á þvi, að allur kostnaöur, sem af starfsemi opinberra aðila leiðir, er borinn sameiginlega af þegnunum og þvi er það skylda þeirra sem með stjórn fara á hverjum tima að sjá til þess að jafnan séu fyrir hendi haldgóðar upplýsingar um af- komu opinberra stofnana, og jafnframt upplýsingar um út- gjaldaáform þeirra i náinni fram- tið. Slikar upplýsingar eru forsenda þess að unnt sé að gæta þeirrar nagsýni og aðhalds i opinberum rekstri sem sjálfsögð er og þegn- arnir eiga heimtingu á. Til þess að ná þessu markmiði er nauð- synlegt að koma á samræmdri skýrslugerð um inn- og útstreymi úr rikissjóði og þróun fjármála rikisstofnana innan fjárhagsárs- ins, þannig að unnt sé að gera raunhæfan samanburð við gild- andi fjárlög, hvenær sem þess er óskað. Ljóster, aðá það skortir, að þvi markmiði sé náð, að hafa á hverj- um tima nægjanlegar upplýsing- ar um útgjöld og útgjalda'þróun hjá hinum ýmsu stofnunum og fyrirtækjum rfkisins. Fjármála- stjórn rikisins hefur þvi miður alltof oft beinzt að þvi að leysa úr fjármagsvandamálum stofnana og rikisfyrirtækja eftir að i ó- göngur er komið. Með bættri upp- lýsingamiðlun i rikiskerfinu mætti koma i veg fyrir ýmis fjár- hagsvandamál i tima. Ég hefi áður lýst þeirri skoðun minni, að rétt sé að stefna að þvi, að allt bókhald rikisins verði unn- ið i tölvu eftir sameiginlegu vinnslukerfi, sem gefi glögga mynd rikisfjármálanna, ekki aðeins eftir áriö heldur einnig innan ársins og þá eigi sjáldnar er mánaðarlega. Kostir tölvu- notkunar eru fyrst og fremst fólgnir i þvi, að unnt á að vera að vinna yfirgripsmikið verkefni á styttri tima og fá mun itarlegri samdráttaryfirlit jafnskjótt. og Frh. á bls. 19 Samkeppni Verðlaunasjóður dr. phil. Ólafs Danielssonar og Sigurðar Guðmundssonar, arkitekts, efnir til samkeppni meðal is- lenskra arkitekta um efnið: „Þáttur Þingholtanna i Kevkjavik i þróun vaxandi borgar”. Samkeppnisgögn verða afhent i Byggingaþjónustu Arki- tektafélags Islands, Grensásvegi 11, frá og með fimmtu- deginum 6. nóvember nk.Skilafrestur er sex mánuðir. Reykjavik, 31. október 1975. Sjóðstjórnin. Sauðárkrókur— íbúð íbúð á efri hæð Skagfirðingabraut 35, Sauðárkróki er til sölu íbúðin er 5 herbergi, eldhús og bað. Hlut- deild i risi og kjallara. Vönduð eign á góðum stað. Uppl. i sima 5287, Sauðárkróki og 1-79-38 i Reykjavik. Reykjavík — Skeið — Hreppar Farþegar með áætlanabilum Landleiða á Skeið og i Hreppa — athugið: Frá 1. nóvember breytast brottfarartímar frá Reykjavik á þriðjudögum og fimmtu- dögum i samræmi við áætlun i leiðabók og verða kl. 17.30 i stað 18.30 áður. LANDLEIÐIIl H.F. St. Jósefsspitalinn Landakoti auglýsir breyttan heimsóknartíma Frá og með 1. nóvember 1975 verður heimsóknartimi á laugardögum og sunnu- dögum frá kl. 15.00-16.00, aðra daga vikunnar frá kl. 18.30-19.30. Barnadeild alla daga frá kl. 15.00-16.00. jf) ÚTBOÐ fj) Tilboð óskasl i smiði og uppsetningu á þakköntum og dyrabúnaði og II. fyrir alls þrjár dreifistöðvar Rafmagns- vcitu Keykjavikur. Otboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, gegn 5.000.- kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 13. nóvember 1975 kl. 11,00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Fjármálaráðuneytið, 29. október 1975 Auglýst er laus til umsóknar staða skattendurskoðandc við embætti skattstjóra Vesturlandsumdæmis, Akra- ncsi. Væntanlegir umsækjendur mega búast við að þurfa aö sækja námskeið I skattamálum og sýna hæfni sina að þvi loknu. Laun eru samkv. launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir óskast sendar skattstjóranum i Vesturlandsumdæmi, Akranesi, og gefur hann allar nánari upplýsingar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.