Tíminn - 31.10.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 31.10.1975, Blaðsíða 14
 14 TÍMINN Föstudagur 31. október 1975 < If : *». ;f LÖ GREGL UHA TARINN 54 Ed McBain Þýðandi Haraldur Blöndal stoöarmaður hans fundið leifar af tveimur klukkum í bílf lakinu. önnur klukkan var úr mælaborði Cadillac-bif- reiðarinnar. Hin var rafmagnsklukka, sem var seld í flestum verzlunum. Ákaflega vinsæl klukka og ódýr. Enn eitt atriði var mikilvægt. í brakinu fannst hluti af spólurofa. Tegundarheitið var enn læsilegt. Þessir þrír hlutir lágu á borði Grossmans eins og lykilstykki risa- stórrar myndagátu. Hann þurfti ekki annað en að raða þeim saman og finna stórsnjalla lausn. Grossmann fann sérlega til sin þennan sunnudag. Tveim dögum áður hafði sonur hans hlotið ágætiseinkunn i efnafræðiprófi. Þegar sonur hans náði umtalsverðum árangri — þá fann Grossman alltaf sérlega mikið til sín. Látum okkur sjá, hugsaði hann snilldarlega... Ég er hér með þrjá hluta úr tímasprengju. Eiginlega aðeins tvo. Það er ekki nauð- synlegt að reikna með bílklukkunni nema viðmiðunar- punkti. Sá sem tengdi sprengjuna vildi ekki treysta eigin úri. Tímamunur sem nemur sextíu sekúndum eða meiru gat stof nað tilræðinu í voða. Ein mínúta nægði varaborg- arstjóranum til að komast út úr bílnum og langleiðina inn í bænahúsið. Þess vegna stillti hann rafmagnsklukk- una á sama tíma og bílklukkuna. Hvers vegna RAF- MAGNSKLUKKa? Það var einfalt. Hann vildi ekki nota klukku sem TIFAÐI. Tifið hefði ef til vill vakið athygli. Sérstaklega þegar um var að ræða jafn gangmjúka vél og er ÍCadillac.Jæja, þá. Hvaðer þá Ijóstaf þessu? Ég er með rafmagnsverkjaraklukku og straumbreytinn. AAaðurinn vildi greinilega breyta strauminum. Raf- geymir Cadillac-bifreiðarinnar var 12 volt. Þe^s vegna þurfti hann að nota straumbreytinn. Klukkan '^rð að þola hann, án þess að seinka sér að skaddast. Þá*mátti áhættulaust álykta að þessi „Einhver" vildi tengja raf- magnsklukkuna við rafgeyminn og þurfti straumbreyti til að það mætti takast.... Látum okkur þá sjá.. Hann varð að tengja plúsleiðslu í rafgeyminn og mínusl0ðsl- una mátti festa í einhvern hluta bilsins, sem vár úr málmi. Bíllinn sjálfur jafngilti jarðtengingu, ekki satt? Þá er fenginn aflgjafi fyrir rafmagnsklukkuna og hún komin í gang. Eftirleikurinn væri þá einfaldur. Þá varð að nota rafmagnshvellhettu. Ekki vantaði strauminn til að sprengja hana 0.3 til 0.4 amper áttu að nægja í f lest- um tilfellum. Best að kanna þetta nánar: Tólf volta raf- geymir. Við hann er tengdur straumbreytirinn. Þá fer rafklukkan í gang og klukkan er tengd straumbreytin- um. Klukkan er stillt á ákveðinn tíma. Um átta leytið. Eitthvað varð að breyta klukkunni því ekki mátti hún hringja heldur átti rof i að lokast. Þá var fengin f ullkom- in straumrás. Það þurfti að tengja leiðslu í rafgeyminn og enn aðra við hvellhettuna og svo þá þriðju frá hvell- hettunni í einhvern hluta bílsins. Þá var þetta komið. AAaðurinn gat auðveldlega lokið við þetta heima hjá sér og tekið vítisvélina með sér í verkfærakassa. Það tók ekki langan tíma að tengja vítisvélina við aflvél bif- reiðarinnar. AAaðurinn yrði þó að f ullvissa sig um að allir vírar og leiðslur væru rétt einangraðir. Annars gæti sprengjan sprungið of f Ijótt, ef einhvers staðar leiddi út raf magn. Þá var aðeins eftir ein spurning. Hvernig tókst manninum að fá aðgang að bifreiðinni? En sem betur fer var það ekki í verkahring Grossmans að hafa af því áhyggjur. Hann var ánægður með snilldarlega lausn sína á vandanum. Hann blístraði fjörlega um leið og hann lyfti símtólinu og hringdi í AAeyer AAeyer leynilögreglu- mann 87. sveitar. XXX Bifreiðageymsla borgarinnar var í miðborginni við Dock-götu. Þaðan var stuttað City Hall, tónleikahöllinni. AAeyer AAeyer sótti Bert Kling klukkan hálf ellefu. Þeir voru um tuttugu mínútur að aka á áf angastað. Þeir lögðu bif reiðinni við stöðumæli, andspænis risastórri bygging- unni og öllu skrautinu. AAeyer setti ósjálfrátt lögreglu- merkið í bílrúðuna þó nú væri sunnudagur og engin tíma- takmörk á stöðumælunum. Yfirmaður bílageymslunnar var maður að naf ni Spencer Coyle. AAaðurinn var að lesa vinsæla ævintýrasögu um frábæran leynilögreglumann. Honum þótti greinilega minna til þeirra AAeyers og Kling koma en söguhetju sinnar. Hann átti sýnilega erf itt með aðslíta sig frá lestrinum. Samt stóð hann ekki upp. Stóll- inn var skrúfaður fastur við f lísalagðan vegg. Flísarnar voru í ámátlega væmnum gulum lit, sem var því miður allt of algengur í hinum ýmsu byggingum borgarinnar. Annað hvort var sá sem keypti þetta litblindur, eða þá að þetta voru leifar einhverrar ævafornrar framleiðslu, hugsaði AAeyer með sér. Spencer Coyle hallaði sér aftur í stólnum upp að f lísunum. Andlit hans var grámyglulegt og toginleitt. Hann teygði frá sér langa skankana og veifaði skemmtisögunni f raman í þá félaga, eins og hon- um væri þvert um geð að slíta sig með öllu frá þessum merku bókmenntum. Hann var í grænum og brúnum HVELL G E I R I D R E K I K U B B U R Föstudagur 31. október 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45. 12.00 Dagskráin. Tónleik- ar.Tilkynningar. 12.25. Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Viö vinnuna: Tónleikar. 14.30. Miðdegissagan: ,,A fullri ferð” eftir Oscar Ciausen Þorsteinn Matthiasson les (13). 15.00 M iðdegis tónleikar Studio-hljómsveitin i Berlin leikur „Aladdin”, forleik op. 44 eftir Kurt Atterberg, Stig Rybrant stjórnar. Sinfóniuhljómsveit sænska útvarpsins leikur Sinfóniu nr. 1 i f-moll op. 7 eftir Hugo Alfvéni Stig Westerberg stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphorn. 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Tveggja daga ævintýri” eftir Gunnar M. Magnúss. Höfundur les (3). 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningaf. 19.35 Daglegt mál Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.45 Þingsjá Kári Jónasson sér um þáttinn. [20.00 Frá tónleikum Sinfóniu- hljómsveitar tslands i Há- skólabföi kvöldið áður. Stjórnandi: Karsten Ander- sen. Einsöngvari: Elisabeth Söderström. a. Tilbrigði op. 56 eftir Brahms um stef eftir Haydn. b. „Scene dé Bere nice”, aria eftir Haydn. c. „1.41” eftir Jónas Tómas- son. d. „Portrait of Dag Hammerskjöld” eftir Mal- colm Williamson. e. „Meistarasöngvararnir i Nurnberg”, forleikur eftir Wagner —Kynnir: Jón Múli Arnason. 21.30 Útvarpssagan: „Fóst- bræður” eftir Gunnar Gunnarsson Þorsteinn ö. Stephensen leikari les (9). : 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Dvölþáttur um bókmenntir. ! Umsjón: Gylfi Gröndal. 22.50 Skákfréttir. , 22.55 Afangar. Tónlistarþáttur i umsjá Asmundar Jónsson- ar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.45 Fréttir i stuttu máli. Föstudagur 31. október 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.40 Kastljós.Þáttur um inn- lend málefni. Umsjónar- maður Svala Thorlacius. 21.30 Fortiöin á sér framtiö. Gengnar kynslóðir hafa lát- ið eftir sig ómetanleg verð- mæti menningar og lista- verka. • Þessi verðmæti verður meðöllum ráðum að varðveita. Kvikmynd frá Menningar- og visindastofn- un Sameinuðu þjóðanna. Þýðandi og þulur Stefán Jökulsson. 21.50 Þrír sakleysingjar. Tékknesk biómynd frá ár- inu 1967. Leikstjóri Josef Mach. Aðalhlutverk Jiriho Sováka og Marie Drahokoupilová. Ráðist er á stúlku, og skömmu siðar er stolið bifreiö frá ferða- manni. Lögreglan fær lýs- ingu á glæpamanninum, og þrir menn, sem lýingin gæti átt við, eru handteknir. Þýðandi Oskar Ingimars- son, 23.20 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.