Tíminn - 31.10.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 31.10.1975, Blaðsíða 20
SÍMI 12234 ‘HERRA GARÐURÍNN AIDALSTRÆTI3 SÍS-FÓDIJIt SUNDAHÖFN g~:ði fyrir góóan mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Schmidt, kanslari Vestur- Þýzkalands, ræddi í gær við Mao Tse-Tung — heimsókn Schmidts til Kínd lýkur á laugardag NTB/Peking. Helmut Schm- idt, kanslari Vestur-Þýzka- lands, sem er nú í opinberri heimsókn I Kina, átti í gær mjög vinsamlegar viðræður viö Mao Tse Tung formann kinverska kommúnista- flokksins, aö þvi er haft er- eftir vestur-þýzkum heimild- um i Peking i gær. Þjóöarleiðtogarnir tveir ræddu um horfur i alþjóða- stjórnmálum, og sitthvað Helmut Schmidt fleira. Samkvæmt kinverskri venju var ekki skýrt frá gangi viðræöna þeirra Maos og Schmidts. Schmidt sagði, að loknum fundi sinum við Mao, að hann væri djúpt snortinn vegna greindar og skarp- skyggni Maos og hve þekk- ing hans á þýzkum málefn- um væri yfirgripsmikil og it- arleg. Mao hefur að undanförnu gert mikið að þvi að taka á móti og ræða við sendimenn erlendra rikja, sem til Kina hafa komið i opinberum er- indagjörðum, t.d. átti hann viðræður við Henry Kissing- Mao Tse Tung er, utanrikisráðherra Bandarikjanna, sem fyrir stuttu var á ferð i Kina við undirbúning fyrirhugaðrar ferðar Fords Bandarikjafor- seta til Kina. Ber hinum erlendu gestum öllum saman um það, að flokksleiðtoginn kinverski sé við góða heilsu, þótt á honum megi greina nokkur elli- mörk. Auk viðræðna við kin- verska ráöamenn, hefur Schmidt gefið sér tfma til þess að heimsækja sam- yrkjubú, listasöfn og annað, sem skoðunarvert er. Heim- sókn Schmidts til Kina lýkur næstkomandi laugardag, er hann heldur til Sinkiang við sovézku landamærin. Beirut: Bardögum hætt í gær — deiluaðilar öllu viðbúnir Reuter/Ntb/Beirut — Nokkurt lát varð á bardögunum I Beirut, höf- uðborg Libanon, I gær, og við það jukust vonir manna um að vopna- hléö, sem 1 gildi gekk sl. miðviku- dag, yrði virt af deiluaðilum. Vopnahlé þetta var undirritað i lok fundar Karamis forsætisráð- herra, Jasscrs Arafat, leiðtoga Palestinuaraba, og ýmissa stjórnmálaleiðtoga Libanon. Er lát varö á bardögunum, not- aði bandariska sendiráöið i Bei- rut tækifærið og lét flytja fólk þaö burtu, sem ekki hefur komizt frá lúxushótelunum tveimur við strönd borgarinnar, en umsátur hefur verið um hótel þessi i nokkra daga. Þaö eru reyndar fáir i Beirut, sem eru svo bjartsýnir að vona, að vopnahlé þetta verði langvar- andi, enda er þetta tiunda vopna- hléð, sem deiluaðilar gera með sér frá þvi bardagar hófust fyrir alvöru i haust. Tilkynnt var i flestum bæjar- hlutum i Beirut, að bardögum væri hætt að sinni, en hins vegar yfirgáfu skyttur deiluaðila ekki varðstöður sinar og biða þess að hefja skotbardaga að nýju, gerist þess þörf. Mestu átökin siðustu daga hafa verið við helztu hótel Beirutborg- ar, sem eru við sjóinn, en á þvi svæði hafa deiluaðilar ekki barizt fyrr. Hafa hótelin sum hver orðið fyrir hörðum skotárásum-. Fal- angistar samþykktu i gær að yfir- gefa Holiday Inn-hótelið, og tóku þá öryggissveitir lögreglunnar við þvi. Blaðburðarfólk Tímans er vinsamlegast beðið að sækja hefti á af- greiðsluna i dag. 68 létust í flugslysi í Prag Ntb/Prag. 68 manns biðu bana i flugslysi i Prag I gær, cr júgóslavnesk þota fórst I aöflugi á Pragflugvelli. 115 manns voru með flugvélinni. 27 af þeim, er slysið lifðu af, eru alvarlega slösuð. Flugvélin, sem var af geröinni DC9, var i leiguflugi fyrir júgóslavneska feröa- skrifstofu. Allir farþegarnir voru tekkneskir ferðamenn á heimleið úr leyfi frá Dalmatiuströnd i Júgóslaviu. Af áhöfn flugvélarinnar lifði aðeins ein flugfreyja af slysið. Enn versnar líðan Francos — verða valdaskipt- in rædd á ríkis- stjórnarfundi í dag? Reuter/Ntb/Madrid. Liðan Francisco Francos, þjóðarleið- toga Spánar, sem lcgið hefur mjög þungt haldinn að undan- förnu og vart verið hugað lif, hrakaði heldur I gær, að þvi er segir i tilkynningu lækna Francos, sem gefin var út siöla dags f gær. Lungnastarfsemin er ekki sem skyldi, hjartslátturinn mjög óreglulegur, og magi þjóðarleiðtogans heldur stöðugt áfram að bólgna vegna innvort- is blæðinga, sem erfitt hefur reynzt að stöðva. Sagði i til- kynningu læknanna, að liðan Francos væri mjög slæm. Franco, sem nú er 82ára, fékk hjartaslag 21. október og hefur legið mjög þungt haldinn siðan. Einn þeirra lækna, sem Francó stunda, sagði við fréttamenn í gær, að samkvæmt öllum venju- legum læknisfræðilegum formúlum, ætti maður á aldur við Franco, sem orðið hefði jafn alvarlega veikur og hann, að vera látinn fyrir löngu. Forsætisráðherra Spánar, Carlos Arias Navarro, átti i gær meira en klukkustundarlangan fund með Juan Carlos prinsi, sem Franco hefur útnefnt eftir- mann sinn. Að þeim fundi lokn- um var ákveðið að fresta fyrir- huguðum fundi spænsku rikis- stjórnarinnar til föstudags. Að svo búnu hélt forsætisráðherr- ann til sjúkrabeðs Francos i Pardo-höllinni, utan við Madrid. Sögusagnir ganga nú um það i Madrid, að Franco hafi þegar veitt þrieykinu, sem formlega útnefnir Juan Carlos eftirmann Francos, umboö til þess að ákveða, hvenær hinn 37 ára gamli prins tekur formlega viö Þannig hugsar skopteiknari blaðsins Súddeutsche Zeitung sér Franco og stjórn hans á Spáni. standa i nánum tengslum við rikisstjórnina, segir að það sé öruggt, að á rikisstjórnarfund- inum i dag verði rætt um út- nefningu Juans Carlosar i embætti þjóðhöfðingja Spánar. Þvi er og haldið fram i fréttum þessum að veikindi Francós hafi lamað allt stjórnmálalif i að lútandi til forseta þjóðþings Spánar, Alejandro Rodrigues de Valcarcel. Franco var sem kunnugt er lengi framan af veikindum sin- um mjög tregur til þess að af- sala sér völdum, vegna hins ótrygga stjórnmálaástands á Spáni. ' völdum. Sögusagnir þessar herma, að Franco hafi látiö ósk þar að lútandi i ljós við tengda- son sinn. Þá segir og I óstaðfestum fréttum, að iðnaðarmenn séu þegar farnir að skreyta þjóðar- samkomuhúsið I Madrid, sem — venjulega er einungis notað við mikilvægar opinberar stjórnar- athafnir. 1 áreiðanlegum fréttum, sem hafðar eru eftir aðilum, er Juan Carlos. Verður hann Spánverjum jafnharður hús bóndi og Franco? landinu, og við svo búið megi ekki standa. Framsal þjóðhöíðingjavalds- ins i hendur Juans Carlosar fer einungis fram með þeim hætti, að forsætisráðherra landsins, Arias Navarro, sendir bréf þar IGNIS Stórglæsileg og vönduð uppþvottavél Model: Aida 460 • Úr ryðfriu stáli að innan. • Hljóðlát og auðveld í notkun • Háþrýstiþvottur fyrir potta. I • Sérstakur glansþvottur fyrlr glös • Skolar og heldur leirtauinu röku • Þvær upp 1 2 — 1 4 manna borðbúnað • Tryggið yður þjónustu fagmanna. • Vönduð en samt ódýr. MuniÓ IGNIS verö.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.