Tíminn - 01.11.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.11.1975, Blaðsíða 3
Laugardagur 1. nóvember 1975. TÍMINN 3 Tvö laus prestaköll BISKUP ÍSLANPS hefur auglýst tvö prestaköll laus til umsóknar með umsóknarfresti til 30. nóvember nk. Það eru Mosfeils- prestakall i Kjalarnesprófast- dæmi og Norðfjarðarprestakall I Austf jarðaprófastdæmi. Kammer- sveitin hefur annað starfsór sitt gébé Rvik — Kammersveit Reykjavikur er nú að hefja annað starfsár sitt, og verða fyrstu tón- leikarnir sunnudaginn 2. nóvem- ber i sal Menntaskólans við Hamrahlið kl. 16. Einleikari og stjórnandi á tónleikunum verður Vladimir Ashkenazy. I allt ráð- gerir Kammersveitin fjóra tón- leika i vetur, ásamt aukatónleik- um i samvinnu við Leikfélag Reykjavikur i marz n.k. Á tónleikunum á sunnudaginn mun Ashkenazy leika einleik i rondo i B-dúr fyrir pianó og hljómsveit eftir Beethoven og pianókonsert i G-dúr, KV 453 eftir Mozart. Ashkenazy hefur leikið hvorugt þessara verka opinber- lega áður, og er þvi hér um stór- merkan tónlistarviðburð að ræða. önnur verk á tónleikunum eru serenada i c-moll, KV 388 fyrir blásara eftir W.A. Mozart og oktett fyrir blásara eftir Igot Stravinski, og mun Ashkenazy stjórna flutningi beggja þessara verka. Askriftarkort af þessum fjórum tónleikum Kammarsveitar Reykjavikur i vetur fást i Bóka- verzlun Sigfúsar Eymundssonar og kosta 1800,— kr. Aðgöngu- miðar að einstökum tónleikum fást við innganginn. Svæðismótið í skák BK-Rvik — Niunda umferð svæð- ismótsins var tefld i gærkvöldi. Ribli vann Murray i 29 leikjum, Ostermeyer vann van den Broeck i 30 leikjum, Timman vann Hart- ston i 35 leikjum, Jansa vann Laine i 24 leikjum, Zwaig vann Hammann i 41 leik og Liberzon og Poutiainen eiga biðskák. Fiið- rik sat hjá. Björn missti skiptamun á móti Parma og féll á tima i 40. leik. Ostermeyer náði smám saman betri stöðu gegn van den Broeck og Belginn gafst upp eftir 30 leiki i timahraki og með tapaða stöðu. Timman náði sterkri stöðu gegn Hartston og vann á sannfærandi hátt. Jansa vann Laine örugglega i 24 leikjum. Ribli yfirspilaði Murray gjörsamlega i 29 leikjum. Zwaig vann peð af Hamann. 1 timahraki náði Daninn peðinu aftur, en yfirsást falleg leikflétta Norðmannsins og gafst upp i 41. leik, þegar drottningartap var óumflýjanlegt. Liberzon og Poutiainen eiga jafnteflislega biðskák. Hartston gaf i gærkvöldi bið- skákina við Friðrik. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11.12. 13.14. 15. 1. Ribli 1 1 1 1/2 1 1 1/2 1 2. Poutiainen 0 1 0 0 1 1 1 3. Hartston 0 0 0 1 0 1 1 4. Hamann 0 1 1/2 1 1/2 1 5. Friðrik 1/2 1 1 1/2 0 1 1 1/2 ó. Zwaig 0 0 0 1 1 1/2 1/2 1 1 7. Timman 0 0 1 1 1/2 1/2 1 0 1 8. Liberzon 1/2 1 1/2 1/2 1/2 1 1 1 9. Murray 0 0 1/2 0 0 1/2 1 ' 0 10. Ostermeyer 0 1/2 1/2 1/2 1/2 ’ 1 1 11. Jansa 0 1/2 1/2 1 1/2 1/2 1 1 12. Parma 1 1/2 1/2 1/2 1 1/2 1/2 1 13. Björn 0 0 1/2 0 0 1/2 0 0 0 14. Laine 0 1/2 0 0 1 0 0 0 0 15. van den Broeck 0 0 0 1/2 0 0 0 1 0 SAMIÐ UM VIÐSKIPTI VIÐ SOVÉT MENN NÆSTU 5 ÁR BH—Reykjavik — Samningavið- ræðum Islendinga og Sovét- manna, sem hófust hér i Reykja- vik 22. október, lauk i gær með undirritun á nýjum viðskipta- samningi milli landanna. Samninginn undirrituðu Einar Ágústsson, utanrikisráðherra, og V.I. Simakov, formaður sovézku samninganefndarinnar. Viðskiptasamningurinn gildir i 5 ár frá 1. janúar 1976 til 31. desember 1980. Með samningnum fylgja 2 listar yfir islenzkar og sovézkar vörur og er þar gert ráð fyrir árlegri sölu til Sovétrikj- anna á eftirtöldum vörum svo sem hér segir: Frystfiskflök 12000-17000 tn Heilfrystur fiskur (þar með talin sild) 4000- 7000 tn Fiskimjöl 10000-20000 tn Saltsild 2000- 4000 tn með mögulegri aukningu SAMKEPPNI UM MYND SKREYTINGU UÓÐABÓKAR Frá undirritun viðskiptasamningsins. VS-Reykjavik.Norski bókaklúbb- urinn, (Den norske Bokklubben), sem er einn stærsti einstakur bókaútgefandi á Norðurlöndum, vinnur nú að útgáfu á völdum is- lenzkum ljóðum frá timabilinu eftir siðari heimsstyrjöldina, og mun bókin koma út næsta ár. Bókaútgáfan óskar eftir þvi, að ljóðasafnið verði skreytt svart/hvitum myndum, gerðum af einum eða fleiri islenzkum listamönnum. Með þetta i huga býður Norski bókaklúbbúrinn þvi islenzkum myndlistarmönnum að taka þátt i samkeppni. Verkefnið er að myndskreyta ljóðið UPPHAF eft- ir Hannes Pétursson. (,,Enn strýkur vorkoman/ af augum minum svefn.”). Listamaðurinn getur myndskreytt verkefnið algerlega eftir eigin höfði, en tak- markið verður að vera, að mynd- skreytingin geti komið að sem beztum notum i bókaútgáfu. Myndskreytingarnar, sem verða notaðar i útgáfu ljóðasáfns- ins, verða greiddar með fjögur til sex hundruð norskum krónum fyrir hverja mynd. Gert er ráð fyrir að sextán myndskreytingar verði notaðar á heilum siðum i ljóðasafninu i stærðinni 12x15,5 sm. Þeir listamenn, sem hafa á- huga á þessu, geta sent sem sýnishorn eina til þrjár mynd- skreytingar til Bókasafns Nor- ræna hússins i Reykjavik fyrir miðvikudaginn 10. des. 1975. 1 Bókasafni Norræna hússins er einnig hægt að sjá sýnishorn af öðrum ljóðasöfnum Norska bóka- klúbbsins. Þær ,,prufu”-myndskreyting- ar, sem hér um ræðir, skulu merktar á bakhliðinni með nafni listamannsins og heimilisfangi, og verða þær endursendar að at- hugun lokinni. Gert er ráð fyrir að um hálfur þriðji tugur islenzkra ljóðskálda muni eiga ljóð i bókinni, sem að likindum kemur út næsta vor. Þau skáld, sem þegar hefur verið ákveðið að vejja ljóð eftir, eru m.a. Jóhannes úr Kötlum, Þor- geir Sveinbjarnarson, Snorri Hjartarson, Steinn Steinarr, Kristján frá Djúpalæk, Jón úr Vör, Þorsteinn Valdimarsson, Stefán Hörður Grimsson, Einar Bragi, Jón Óskar, Hannes Sigfús- son, Jónas Svafár, Sigfús Daða- son, Sigurður A. Magnússon, Halldór Laxness, Matthias Johannessen, Vilborg Dagbjarts- dóttir, Jón frá Pálmholti, Hannes Pétursson, Dagur Sigurðarson, Þorsteinn frá Hamri, Jóhann Hjálmarsson, Ólafur Haukur Simonarson og Pétur Gunnars- son. Þýðendur islenzku ljóðanna á norsku eru Camilla Carlson, Ivar Eskeland, Ivar Orgland, Eilif Straume og Knut ödegaard. Prjónaðar ullar- vörur 1.300.000-2.000.000$ Ullarteppi 800.000-1.000.000$ Málning og lökk 1.000-1.500tn Niðursoðið og niðurlagt fiskmeti 1.300.000-2.000.000$ Ýmsarvörur 500.000$ Vöruskipti sem Samband is- lenzkra samvinnufélaga og sam- vinnusamband Sovétrikjanna semja um, eru hér ekki meðtalin, heldur koma þau til viðbótar of- angreindu magni. Tvö börn fyrir bíl á merktri gangbraut gébé Rvik Tvær litlar telpur, báðar fæddar 1969, urðu fyrir bifreið á merktri gangbraut á Sundlauga- vegi um klukkan hálf þrjú i gærdag. Voru þær komnar skammt út á götuna, þegar Opel-station bifreið bar þar að, en ökumaður hennar virðist ekki hafa tekið eftir rauða ljósinu. Skipti það engum togum, að báðar telpurnar urðu fyrir bifreiðinni. Hvorug þeirra mun þó hafa slasazt mikið, önnur hlaut einhverjar skrámur og hin smávægileg höfuðmeiðsl. — Timamynd: Róbert. Frá Sovétrikjunum er gert ráð fyrir að einkum verði keyptar eftirtaldar vörur: Brennsluoliur og bensin, vélar og tæki, bifreiðir, timbur, stálpipur og ruðugler. Þá var og i gær undirritaður i Reykjavik samningur milli við- skiptaráðuneytisins og Sojus- nefteexport um kaup á brennslu- olium og bensini árið 1976. Samið var um 230.000 tonn af gasoliu, 100.000 tonn af fueloliu og 80.000 tonn af bensini. Samningur- inn er i aðalatriðum óbreyttur frá núgildandi samningi að öðru leyti en þvi að gasoliumagnið er lækk- að um 70.000 tonn bæði vegna minnkandi neyslu og væntanlegra oliukaupa i vöruskiptum. Verð- mæti þess magns, sem samið var um miðað við núgildandi verðlag er um 7200 milljónir króna. 4 bifreiðar í árekstri á Húsavík t gébé Rvik—Það telst til tiðinda á Húsavik, þegar fjórar bifreiðar lenda i einum og sama árekstrin- um. Þetta gerðist þó rétt fyrir klukkan ellefu á fimmtu- dagskvöld, þegar fjórar bifreiðir, hver á eftir annarri, voru á leið út Héðinsbraut. Ætlaði sú fyrsta að beygja inn á bilastæði við götuna og hægði ferðina, með þeim af- leiðingum, að bifreiðin, sem á eftir kom, lenti aftan á henni. Sið- an komu hinar bifreiðarnar tvær og bættu um betur. Engin slys urðu á fólki og ó- verulegar skemmdir á þrem bif- reiðanna, en næstaftasta bifreiðin skemmdist talsvert.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.