Tíminn - 02.11.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.11.1975, Blaðsíða 1
LandvéJarhf PRIMUS HREYFILHITARAR í VÖRUBILA OG VINNUVÉLAR 251. tbl. —Sunnudagur 2. nóvember—59. árgangur J HF HÖRDUR GUNNARSSON SKÚLATÚNI 6 - SÍMI (91)19460 TA ¦ WA að kæra ólögmætt undirboð undirboð þetta spillti fyrir samningum við Svía GRENVIKINGAR HAFA EKKI UNDAN VIÐ FISKVINNSLUNA JH-Reykjavik. — Grenivlk er litið þorp við utan verðan Eyja- fjörð aö austan, en hefur veriö i mjög örum vexti siöan þar voru gerðar hafnarbætur fyrir nokkrum árum, og reistur þar fjöldi nýrra og fallegra einbýlis- hiisa. Þa&an eru gerðir út litlir vélbátar. Nú i haust hefur afli þar verið með slikum ágætum, að fólk hefur tæpast haft undan við vinnsluna i frystihúsinu. Sfðustu vikur hefur verið unnið þar flest kvöld, og um helgar að auki, og mun láta nærri, að frystihúsið hafi fengið þrjú hundruð lestir af fiski I október- mánuði. Svo mikð aflamagn hefur þvi aldrei borizt fyrr. Auk báta, sem róa með linu, leggur einn bátur upp rækju á Grenivik. BH-Reykjavik — Sildariit- vegsnefnd ihugar að fara þess á leit við saksóknara rikisins, að hann hlutist til um opinbera rannsókn á þvi, hvort islenzkur aðili hafi i heimildaleysi sent sænskum sildarkaupendum til- boð um sölu á islenzkri saltsfld, skömmu áður en samninga- menn Sfldarútvegsnefndar hófu samningaumleitanir á ný við samtök sænskra sildarinn- flytjenda, en þær samninga- umleitanir fóru fram i Gauta- borg i byrjun október. Kom þá fram á fundunum með Sviunum, að þeir hefðu fengið slikt tilboð, og væri það ekki aðeins mun lægra en tilboð Slldarútvegsnefndar, heldur hefði Svfum aðeins verið boðin stærsta sildin. Telja forsvars- menn Sildarútvegsnefndar. engan vafa leika á þvl, að tilboð þetta hafi spillt fyrir samningum við Svíana. Þetta kom fram á almennum fundi, sem Sfldarútvegsnefnd hélt nýlega með sildar- saltendum, og voru fundarmenn þeirrar skoðunar, að sak- sóknaraembættið væri rétti aðilinn til þess að fjalla um mál þetta. Ekki kom þó fram, hvaða aðili ætti hér hlut að máli, og þegar Timinn hafði samband við forsvarsmenn Sildarútvegs- nefndar og spurðist frekar fyrir um málið, voru þeir ófáanlegir til að tjá sig frekar uni það. Víðtækari tilraunir í laxamerkingum AAaðurinn sem fann Stefánshelli — sjá bls, 20-21 gébé Rvik — Veiðimálastofnunin hefur veriðmeð ýmsar tilraunir I sumar, og er þáttur seiðamerk- inga þar einna stærstur. í Kolla- firði voru rúmlega 27 þúsund gönguseiði merkt I sumar, flest með nýrri aðferð, sem er fólgin i þvl að örlitlum segulmerkjum er skotið inn I trjónu seiðisins. Til- raunirnar hafa aðallega verið gerðar á tvennan hátt: annars vegar að sleppa aliseiðum I ár, þar sem fyrir er mikið af laxi, og hins vegar i á, sem enginn lax hefur verið I. Þetta er gert til þess að fá samanburð á endurheimt- um, en endurheimtur I Kollafirði I sumar voru þær mestu hingað til, eða um sjö þúsund laxar, en þá ber þess að gæta, að meira var sleppt af seiðum I fyrra en nokkru ' sinni fyrr, svo að i prósentum eru ' endurheimtur álika og undanfar- in ár. Tlminn ræddi við Þór Guð- jónsson veiðimálastjóra ogspurði nánar um tilraunirnar. — Sameinuðu þjóðirnar hafa styrkt okkur til þessara merk- ingatilrauna, sagði Þór, og á s.l. sumri störfuðu hér þrir erlendir sérfræðingar, ásamt nokkrum Is- lendingum, en af okkar hálfu veitti Arni Isaksson fiskifræðing- ur tilraununum forstöðu. Við fengum ný merkingatæki, sem keyþt voru fyrir styrk Sþ, og eru þau þannig ur garði gerð, að skot- ið er segulmerki i trjónu seið- anna, og sést ekki, að þau hafi verið merkt, en veiðiugginn er klipptur af þeim, þannig að veiði- menn geti gert sér greinfyrir merkingunni. Auk örmerkjanna, sem við köllum svo, höfum við einnig notað áfest merki eins og undanfarin ár. — Annars vegar höfum við sleppt^ aliseiðum I Elliðaár, þar sem mikið er um lax, og hins vegar I Artúnsá á Kjalarnesi, þar sem enginn lax hefur verið. Við höfum verið að þreifa okkur áfram með ýmsum aðferðum við að sleppa seiðunum, annað hvort sleppt þeim beint i árnar eða að þau eru fóðruð i tjörnum við árn- ar I 2—4 vikur, áður en þeim er sleppt. örmerkinginer þannig, að hægt er að sjá á merkjunum, hve- nær, hvar og við hvaða aðstæður seiðunum hefur verið sleppt, og hvaða uppeldisaðferðir hafa verið notaðar, og er siðan hægt að bera þetta saman af þeim merkjum, sem endurheimtast. — I Elliðaám var gerð tilraun með að telja villtu gönguseiðin, og var þar reyndur nýr laxatelj- ari, sem Björn Kristinsson, verk- fræðingur hefur hannað, sagði Þór. Þá voru veidd villt seiði i gildrur á göngu þeirra til sjávar. Um 3400 seiði fengust, og af þeim voru um 2100 merkt. Þessi villtu seiði voru merkt með örmerkjum og þannig fáum við samanburð á endurheimtu á villtum seiðum og aliseiðum. Astæðan fyrir þvi, að við fengum ekki fleiri seiði, var sú, að vorið var mjög kalt, eins og kunnugt er, og seiðin virtust ganga seinna en vanalega. Það var svo ekki fyrr en um 17. júni, sem aðalgangan var. Við hættum hins vegar að veiða seiðin 8. júni, þvi laxveiðin byrjar 10. júní I Elliðaám, og gátum við þvi ekki verið þar lengur. — Við slepptum nú I fyrsta skipti seiðum i Artúnsá á Kjalar- nesi, hélt Þór áfram, alls um sex þúsund talsins. Þetta var tvöföld tilraun, þvi helmingi seiðanna var sleppt beint i ána, en hinn helmingurinn var settur i tjörn, þar sem seiðin voru fóðruð, áður en þeim var sleppt Við gerum okkur góðar vonir um að fá svör við þessum tilraunum okkar, sem siðan geta hjálpað okkur við fisk- rækt i öðrum ám. Að lokum vildi Þór koma á framfæri þakklæti til borgaryfir- valda, Stangveiðifélags Reykja- vikur og eigenda Artúnsár, sem sýnt hefðu mikinn skilning og áhuga á þessum tilraunum og verið Veiðimálastofnuninni hjálþsamir á allan hátt. Einnig kvaðst Þór vilja koma þvi á fram- færi við laxveiðimenn, sem fengið hafa merkta laxa i sumar og merkta silunga I ám og vötnum að skila öllum merkjum til Veiði- málastofnunarinnar. — Okkur þykir heldur litið af merkjum koma inn, en það gefur auga leið, hve nauðsynlegt það er fyrir okkur að fá þau, til þess að geta fengið góðan samanburö i tilraunum okkar, og til þess að þær gefi tilætlaðan árangur, sagði Þór. Bað hann veiðimenn að senda helzt merkin með upplýs- ingum um hvenær og hvar þeir hefðu veitt laxinn. Rétt er að taka fram, að smáverðlaun eru veitt fyrir hvert merki, sem stofnun- inni berst. Það er reisn og stolt I svip hins nýbakaða föður, ekki slzt þegar afkvæmin eru myndarleg og bera svip hans. Hitt er svo annað mál, að það er ekki vlst, að hann leyfi þeim hávaða og ærsl. Þá er hinn föðurlegi hrammur vis með að lyftast ógnandi I skjótafgreiddri hirtingu. Svo verður allt eins og áður, eins og við er að búast, þegar smáljón og stórljón eiga I hlut. Um smáljón er hins vegar nánar fjallaðinnilblaðinu á bls. 10.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.