Tíminn - 02.11.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.11.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Sunnudagur 2. nóvember 1975. TRJÁTEGUNDIR AF SUÐURHVELI í FÆREYJUM JH-Reykjavik. — i Færeyjum hafa verið gróðursettar til reynslu nýjar tegundir trjá- gróðurs, sem fenginn er af suð- urhveli jarðar. Það er danskur jarðeigandi, Fleming Juncker, sem gengst fyrir þessu. C.F. Flensborg, forstjóri Heiðafélagsins danska, kunnur maður i skógræktarsögu íslend- inga, beitti sér fyrir þvi árið 1903 að komið var upp trjálundi i grennd við höfuðstaðinn Þórs- höfn. Hann er nií orðinn viðlend- ur og gróðurrikur, og alls hefur trjálundum verið komið upp á ellefu stöðum i Færeyjum á sjö- tiu árum. Gróðursettar hafa verið ýms- ar tegundir af greni, furu og auk þess lerkis, aspar, elris, is- lenzkrar bjarkar og beykis. Nýju tegundirnar voru gróð- ursettar á tveimur stöðum i trjálundinum við Þórshöfn. Voru þar ýmis afbrigði af euka- lyptusi, tvær argentinskar trjá- tegundir og sérlega lauffögur beykitegund, sem nefnd er beykisystir. Tegundir þessar eru fengnar frá Argentinu. Tasmaniu og Nýja Suður-Wales. Kjaradeila BSRB til kjaradóms Gsal—Reykjavik. — Það borgar sig hvorki að vera með hrak- spár né að vera bjartsýnn, sagði Haraldur Steinþórsson, framkvæmdastjóri BSRB, þeg- ar Timinn innti hann frétta af samningafundi hjá rikissátta- semjara með fulltrúum samninganefndar rikisins i fyrrakvöld, en þeim fundi lauk kl. 02.00. Að sögn Haralds lagði samninganefnd rikisins fram tilboð og þvi var svarað af hálfu fulltrúa BSRB. — Það komu yfirlýsingar frá fulltrúum beggja aðila þess efnis að halda beri samninga- umleitunum áfram og koma til fundar, ef annar hvor aðilinn óskar eftir þvi, sagði Haraldur. Samkvæmt lögum fór deila rikisins og BSRB til kjaradóms á miðnætti á föstudag, en hins vegar er óljóst hver er lögsaga dómsins, þar eð BSRB hefur nýlega kallað fulltrúa sina úr dómnum. 1 fyrrakvöld voru ennfremur fundir hjá sáttasemjara með samninganefnd rikisins og fulltrúum Bandalags háskóla- manna og lækna, og fundum verður haldið áfram. BHM og fulltrúar samninganefndar rikisins sátu á fundi i gærdag, og i dag er áformaður fundur með fulltrúum lækna og samninganefnd rikisins hjá sáttasemjara. Auglýsid iTimamim KeykjAvík ÞLIÖIRNAR Sýning d vatnslitamyndum opnuð í Ásgrímssafni í dag Sýning á vatnslitamyndum heimili hans, hafa ekki verið eftir ollumálverki fr Sýning á vatnslitamyndum opnuð i Ásgrfmssafni i dag. t dag verður haustsýning Asgrimssafns opnuð. Er hún 43. sýning safnsins siðan það var opnað almenningi árið 1960. Aðaluppistaða þessarar sýningar eru vatnslitamyndir sem Asgrimur Jónsson málaði á árunum 1940—50, og flestar af þeim sem til sýnis eru á heimili hans, sýndar áður. Fjórar myndir á haustsýn- ingunni eru gerðar I Róm árið 1908, m.a. ELDGOS og HVERIR. Asgrimur teiknaði og málaði töluvert þar á þessu ári, og var viðfangsefnið aðal- lega islenzkar þjóðsögur. Eins og undanfarin ár kem- ur út á vegum Asgrimssafns nýtt jólakort. Er það prentað eftir oliumálverki frá Horna- firði, sem Ásgrímur Jónsson málaði árið 1912, og er þetta kort fyrsta kynning kortaút- gáfunnar frá þessum slóðum. Asgrimssafn, Bergstaða- stræti 74, er opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 1.30—4. Aðgangur ókeypis. Myndin er af málverki Ás- grims af Háamúla I Fljótshlið, sem var málað 1916. Bilalest að fara frá Hvitanesi. ;Guðmundur Finnbogason verkstjóri vinnuflokksins ræðir við Her mann t.v. og Ilauk t.h., starfsmenn Vegagerðarinnar. Helgi Jóhannsson, starfsmaður Vegagerðarir.nar tekur saman vatns leiðslu vegagerðarmanna, Hvitanes i baksýn. Fram- kvæmdir við Djúpveg H.G.-Súðavik. 1 byrjun mánaðar- ins var Djúpvegur formlega opn- aður til umferðar, og fór athöfnin fram við Hvitanes i Skötufirði, en þar hefur vegavinnuflokkur Guð- mundar Finnbogasonar haft að- setur seinnihluta sumars, en framkvæmdir hafa aðallega verið i Hestfirði og Skötufirði. t Hest- firði voru byggðar tvær brýr yfir Rjúkanda og Hestfjarðaá en Hestfjarðará var mesti farar- tálminn á veginum. Þó að Djúpvegurinn hafi nú verið formlega opnaður umferð, eru miklar framkvæmdir eftir til að gera þennan veg þannig úr garði að hann geti þjónað þeim tilgangi, að tengja þéttbýlisstað- ma viö Djup vegakerfi landsins. Meðfylgjandi myndir tók Heið- ar Guðbrandsson, fréttaritari Timans i Súðavik, þegar vega- gerðarmenn i Djúpinu voru að flytja inn i Mjóafjörð, en þar hafa þeir verið að lagfæra veginn. Vegurinn um Mjóafjörð er orðinn mjög gamall og lélegur og alls ekki gerður til að bera þá um- ferð, sem á honum er.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.