Tíminn - 02.11.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.11.1975, Blaðsíða 5
Sunnudagur 2..nóvember 1975. TÍMINN 5 -skrifstarfmiðstöðvar. Það er vegna þess, sem ekki er hægt að þvinga örvhenta til að læra að beita hægri höndinni. Ósamræmið f likamsbyggingu mannsins er athyglisvert um margt. Hjartanu er t.d. skipt i tvo hluta, vinstri helming, sem slagæðar liggja um, og hægri helming, sem bláæðar liggja um. Stóra slagæðin liggur vinstra megin við hryggsiiluna ogstóru bláæðarnar tvær hægra megin. Lifrin, sem er bláæðallf- færi, er á samsvarandi hátt hægra megin i likamanum. Þetta stafar af mörgum orsök- um, m.a. af möndulsnúningi jarðar. Enn vitum við siður en svo allt um byggingu mannslikamans og starfsemi. M.a. þarf að rannsaka áhrif segulsviðs, aödráttarafls jarðar og „samspils” jarðar og annarra stjarna á mannslikamann auk margs annars. Michelangelo — enn einn örv- hentur sniliingur. á örvhenta óvirðingaraugum og álitur þá klaufa. Börnum er kennt aö rétta fram „réttu” höndina. Og þó hafa örvhentir við nóg að striða þar fyrir utan. Hvort sem það eru hurðarhúnar, eða . tappatogarar armbandsúr eða girskipting, verkfæri eða vopn, allt er — með örfáum undan- tekningum — ekki miðað við örvhenta minnihlutann. Þetta getur leitt til geðflækju og minnimáttarkenndar hjá þeim örvhenta. En það getur lika haft alveg þveröfug áhrif, þannig að hinn örvhenti keppist við að sýna hinum i tvo heim- ana. Þetta gerist mjög oft. Þar sem örvhentir eru oftast nær þjálfaðir til þess að nota hægri höndina, eru þeir oftast jafnvig- ir á vinstri og hægri. Það er mjög hagkvæmt, ekki sizt ef menn missa hendi. Enskur sálfræðingur telur sig hafa komizt að þeirri niður- stööu, að arvhent skólabörn hafi meiri orðaforða og séu gáfaðri en hin. Sennilega skýring á þvi er eins og minnzt var á, að örvhentu börnin veröa að leggja sig meira fram. Paul McCartney Leonardo da Vinci málaði Mónu LIsu með vinstri hendinni. Michelangelo hafði hamarinn i vinstri en meitilinn i hægri hendinni. Þegar Charlie Chaplin sveiflar stafnum sínum, er það meö vinstri hendi. Gerald Ford skrifar undir öll skjöl með vinstri hendi, og Paul MacCartney slær strengina á gítarnum með vinstri hendi. Tennismeistarinn Jimmy Conn- ors heldur á spaðanum með vinstri hendinni. Þessi fáu en afdráttarlausu dæmi sýna, aö örvhent fólk hefur ekki verið hindrað á framabrautinni I listum, stjórnmálum eða iþróttum. Samt er enn til fólk, sem lítur Ekki er hægt að mæla með að æfa öll örvhent börn til þess að nota hægri hendina, þvi aö það er svo misjafnt, hvernig barnið er örvhent. Hjá flestu fólki er mál- og hreyfingamiðstöðin vinstra megin I heilanum. Hjá örvhent- um hægra megin. Hvemig á svona umsnúningi stendur hefur ekki verið visindalega skil- greint. Jimmy Connors. Charles prins var skrýddur hitabeltisblómum við komuna til Port Moresby. CHARLES PRINS HRYGGBRAUT HANA Myndræn fegurðardis með brúnan kropp kom Charles Bretaprinsi i vanda i skógum Papua-Nýju-Guineu. Hún játaði honum ást slna og bauðst til að verða konan hans. Charles, tilvonandi erfingi ensku krúnunnar, gat ekki gefið bindandi svar, svo að stúlkur um allan heim, sem dást að honum, geta andað léttar. Eftirsóttasti piparsveinn i heimi lagði undir sig frum- skógahæðir Goroka, sem eru erfiðar aðgöngu og voru til skamms tíma álitnar mannætu- svæði. Hann tók þátt i sjálfstæðis- hátlð landsins og hélt setningar- ræðu þingsins. Hér er hvlta manninum ekki úthýst, um leið og sjálfstæði, Kwimba bauðst til að verða kona Charles prins. fæst, eins og i Afriku. Charles var þvert á móti fagnað ákaft. Hann þurfti að kjósa fegurðar- drottningu, og hann var skrýddur blómum. A Pidgin-ensku er hann kallaður „Nabbawan-Pikinini bilong Misis Kwin”, sem þýöir: „Barn númer eitt tilheyrir drottningunni”. t Papua-Nýju Guineu eru 3 milljónir ibúa, og þeir skiptast i 1000 stofna, sem tala 700 mis- munandi tungumál og mál- lýzkur. Leiðir þetta stundum til bardaga, milli ættflokkanna, en verst verða trúboðarnir úti, sem stundum hverfa á dular- fullan hátt.... Striðsdans til heiðurs „hvita höföingjanum.” Innfæddir héldu hátið vopnaðir boga og örvum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.