Tíminn - 02.11.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.11.1975, Blaðsíða 7
Sunnudagur 2. nóvember 1975. TÍMINN 7 Norrænt samstarf um textillist A NORÐURLöNDUM er sterk hefð ríkjandi i textillist, og finnst hlutaðeigendum mikilvægt að gefa yfirlit yfir, hvað komið hefur fram af slikum verkum. Þetta verður gert með þvi að stofna til sameiginlegrar sýningar þriðja hvert ár, til skiptis i hverju land- anna. Umsjón með sýningunni hefur samband textilhönnuða á hverjum stað, ellegar textillista- mennirnir sjálfir. A íslandi var stofnað Félag Textilhönnuða i april 1975. Stofn- endur voru sautján talsins, for- maður er Ragna Róbertsdóttir, en félagið er jafnframt aðili að Listiðn. Félagið hefur frá upphafi sýnt þessu máli mikinn áhuga og tekið þátt i undirbúningi. Fyrsti Textiltriennalinn, en svo ersýningin kölluð, þvi hún verður þriðja hvert ár, opnar i Listasafni Álaborgar, Jótlandssafninu, i júli 1976. Stjórn Dýravernd- unarfélagsins mótmælir hó- hyrningsveiðum A STJÓRNARFUNDI i Dýra- verndunarfélagi Reykjavikur var samþykkt að mótmæla harðlega aðferðum þeim við háhyrninga- veiðar, sem fram hafa farið við Suðausturland nú i haust. T.d. var einn hvalurinn bægslisbrotinn og sporðbrotinn, áður en yfirvöld staðarins tóku i taumana og fengu mann til að deyða dýrið með skoti. Félagið skorar á alla skjp- stjóra á fiskiskipum hér við land að þeir fari að hvalveiðum með meiri gát en hingað til i þvi að kvelja ekki dýrin. Ennfremur skorar félagið á yfirvöld á þeim stöðum, þar sem menn reyna að fanga háhyrninga, að sjá um að ekki séu brotin dýraverndunar- lög. Auk þess biður stjórn Dýra- verndunarfélagsins dýravini um land allt að vera vel á verði gagn- vart illri meðferð á dýrum. Þessi mynd var tekin af Hveravölluin úr flugvél fyrir fáum dögum. ' Timamynd MÓ. „DÝRÐLEGIR DAGAR Á HVERAVÖLLUAA" Mó—Reykjavik. 1 veðurat- hugunarstöðinni á Hveravöllum dvelja i vetur hjónin Auður Brynja Sigurðardóttir og Páll Kristinsson. Auður er Austfirð- ingur, en hafði verið kennari i Kópavogi, og Páll er vélvirki úr Reykjavik. Auk þeirra dvelur hundurinn Lubbi með þeim á Hveravöllum, en hann er búinn að vera þar um nokkurra ára skeið. Páll og Auður komu hins vegar til Hveravalla 17. ágúst s.l., og verða þar a.m.k. eitt ár. Við höfðum samband við Pál i gær,og lét hann vel yfir dvölinni þarna. Veðurbliða sagði hann að hefði verið einstök að undan- förnu og veturinn legðist vel i þau. Færu þau oft i laugina, en annars læsu þau bækur eða hlustuðu á útvarp, þegar tóm gæfist frá skyldustörfum. — Oft eru skemmtilegir þætt- ir i útvarpinu og þar heyrir maður margt svona i einver- unni, sem maður tók ekki eftir i ys og þys borgarlifsins. Og við teljum, að dagskráin hafi batn- að eftir að vetrardagskráin hófst. En það kemur lika stundum leiðinleg tónlist i útvarpinu hélt Páll áfram. Þá setjum við ann- að hvort plötu á fóninn, eða ég tek fram gitarinn og syng fyrir konuna, og auðvitað tekur Lubbi karlinn oftast undir. Hér er alltaf slæðingur af ferðalöngum, enda er vegurinn hingað uppeftir ennþá fær. T.d. koma sumir til að svipast um eftirrjúpu, en ekki mun þó feng- ur þeirra vera mikill. Hér er þvi nóg við að vera, og timinn liður fljótt. Skyldustörfin eru lika meiri en margan grun- ar. Við þurfum að taka veðrið á þriggja tima fresti allan sólar- hringinn, og þar fyrir utan gera ýmsar aðrar athuganir og ann- ast eftirlit. Að lokum bað Páll fyrir kveðjur þeirra Hveravallabúa til byggða. SKÍÐA OG SKEMMTIFERÐIR TIL AI STI RRIKIS Gran Canary er oft nefi.d eyja lii'.ii i . ulinu siranda og er það ekki að ástæðulausu. þar sem ótal strendur með gullmini -. ..ti eiM nieðfram evnni. Einna vinsælust er þó suðurströndin, Playa drl F'i les |. í >< ,. loistla" o- liit...tig t i hið ákjósanle-a-ia yfir vetrarmánuðiiia, þeg.'r skaimndi o- ry>jott veðráttd er >em mest hjá okkur. Sunna hefur gert samninga við mjög góð hótel og ibúðir á Playa del Ingies. Þar er hægt að velja um ibúðir með morgunmat cða hálfu fæði, smáhús „bungalows” með morgunmat og hótel með hálfu fæði. Einnig bjóðum við uppá góðar ibúðir og hótel i höfuðborginni, Las Palmas. Þar er mikið um skemmtanalif og verzlanir. Flogið verður á laugardögum og f lugtíminn er f imm klukkustundir. Brottf arardagar 8/11 —22/11 — 13/12 — 27/12 — 10/1 — 31/1 — 14/2 —6/3 — 20/3 — 10/4 — 24/4. Feróaskrifstofan Sunna mun í vetur bjóða uppá tveggja og f jögurra vikna ferðir til Austurríkis með íslenzkum fararstjórum. Beint þotuf lug. Hægter að velja um dvöl i ZELL AAA SEE og GASCHURN, einum ákjósanlegustu skíðasvæðum Alpanna. Þar er glæsileg skíða- aðstaða við allra hæfi í undur fögru umhverfi. Hvergi betra fyrir byrjendur. Hvergi betra fyrir þá, sem lengra eru komnir. Góðir skiðaskólar. Fjöldi góðra skemmtistaða. Brottför: 11/1, 23/1, 6/2, 20/2, 5/3. KIHMSKRIFSTOFAN SIINNA UEKJARGOTU 2 SIMAR 16400 12070

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.