Tíminn - 02.11.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.11.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Sunnudagur 2. nóvember 1975. NtJ ER kominn vetur ef maöur fer eftir almanakinu, en ef fariö er eftir veörinu er enn haust, og dapurleg skýín sigla inn yfir sundin og hella úrfelli yfir skelk- aöar manneskjurnar, þvi aö þaö er dimmt i sálinni, fiskurinn er aö drepast og blikur eru á iofti I landhelgismáiinu. Hundruö manna koma ofan úr Sigöldu á eftir fénu, sem nú hefur flestu veriö siátraö, þvi upp á hálendinu er ekkert hægt aö gera á vetrin, og þeir fara I ýmsa vinnu. Jarö- vegsmannvirki munu leggjast undir fönn ásamt tækjum og hús- um, svo veröur allt grafiö upp i vor, af sólinni og mönnunum, sem koma til þess aö taka til hendinni og Ijúka viö hana Sigöldu, sem breytir þunglyndislegum söng fallvatnsins i rafmagn, sem nú heitir orka. Fyrir noröan, norður i Kröflu, eru þeir liklega hættir að bora. Þeir gerðu tvær djúpholur i sum- ar, sem báðar settu á flot sögur. Hin fyrri sagði, að liklega myndi Kröfluvirkjun mistakast vegna gufuskorts, hin siðarnefnda benti til þess að fjallið springi i loft upp og með þvi draumurinn um hina snöfurlegu stórvirkjun, sem gengur dags daglega undir nafn- inu Krafla. Orka og þorskur t haust fórum við i Kröflu, en vegna stórtiðinda úr öllum áttum var ekki búið að skrifa allt, sem sagt var, og það sem verra er, eftir var aö lýsa þessari nýju gufuvirkjun, sem i rauninni brýt- ur blað i virkjunarsögu tslands, þvi að nú opnast (ef til vill) nýr möguleiki til stórfelldrar orku- vinnslu á Islandi og sumir halda jafnvel að gufan undir landinu sé ekki minna virði en þorskurinn og sildin, jafnist meira að segja á við oliulkndir rikja, sem hafa orðið rikar á þessum svarta legi, sem nú er dýrmætari en gull. Við slógumst i förina með Ingvari Gislasyni, alþingismanni upp að Kröflu, en hann er vara- formaöur Kröflunefndar. For- maður er nú Jón Sólnes, alþingis- maður, sem tók við starfinu af Páli Lúðvikssyni, vélaverkfræð- ingiog er Jón álika gamall i starfi og rikisstjórnin sem nú situr. Kröflunefnd hefur aðsetur sitt (skrifstofur) á Akureyri og i Kröflu. Við hittum ýmsa verkmenntaða menn og visindamenn að máli i Kröflu, þar á meðal Eirik Jóns- son, verkfræðing, en hans starf er að fylgjast með hagsmunum Kröflunefndar og þar með hags munum þjóðarinnar gagnvart verktökum, að farið sé eftir orð- anna hljóöan um gerð mann- virkja. Við báðum Eirik að lýsa Kröfluvirkjun fyrir lesendum, Vinna við Kröfluvirkj- un hófst i vor — Vinna við sjálfa virkjunina hefst með vinnubúðunum, sem reistar voru hér I vor. Aðdrag- andinn var auðvitað miklu lengri, en sjálfar virkjunarframkvæmd- irnar hófust þá. Rætt við Eirík Jónsson, verkfræðing Krafla verður þriðja stærsta orku- verið á íslandi r* ;C, , r fenginn sérstaklega til land&ins til þess aöhraöa fyrir . Hann getur boraiý2-t!U(kmetra niður i jörðina. Metrinn 2-:i00 þúsund kró»mi\ .«,* ■ • ; ♦ ,.:■ ■■'■■ .*•*■ . mu ■ ■■ » ' -.. V- Kröfludalur, áður en virkjun þessa svæðis hófst. Þá var þetta rjúpnaland, en nú þruma þar orkuholur bormanua og blandast skrölti frá vinnuvélum og jarðvinnslutækjum. Jón G. Sólnes, alþingismaður, formaður Kröflunefndar i tið nú- verandi rikisstjórnar. Fyrsta verkefnið var að gera athuganir á landsvæðinu hér og velja stað fyrir stöðvarhúsið. Það var vandasamt verk, þvi að túr- binurnar þurfa helzt að vera á sem traustustum grunni. Þarna voru boraðar holur og tekin voru sýni og siðan var stöðvarhúsinu valinn staður. Alag á undirstöður slikra vélahúsa er mikið og þurfa þær að vera traustari en i venju- legum húsum. Bæði eru túrbin- urnar sjálfar á þungri undirstöðu og svo bætist við sveifluálag. f stöðvarhúsinu verða tvær gufutúrbinur, og inn á þær er tvö- falt þrýstikerfi. Túrbinur þessar minna á stóra þotuhreyfla að fyrirferð og afli. Með ofsahraða Þessar túrbinur snúast 3000 snúninga á minútu, sem er tals- vert meira en á vatnsaflsvélum. (Venjulegar gufuvélar og stórar disilvélar snúast um og innan við 100 snúninga á minútu til saman- burðar). Við þeskar túrbinur eru svo tengdir rafalar, einn á hvora afl- vél, og þessar vélar eiga að geta framleitt við venjuleg skilyrði 2x30 megavött, eða 60 megavött. Til samanburðar má geta þess, að Búrfellsvirkjun er með 220 metavött, uppsett, og Sogið er með 80—90 megavött, allar stöðv- arnar. Sigalda verður siðan 150. Laxárvirkjun er 20 megavött. Krafla verður þriðja stærsta rafstöðin þegar henni er lokið. Krafla er fyrsta stóra jarðgufu- stöðin hér á landi, en fyrir er litil gufuvirkjun i Bjarnarflagi, sem er 3 megavött. Hún hefur verið rekin i nokkurn tima. Túrbinur frá Japan — Eru þessar aflvélar svipaðar og notaðar eru i gufuaflsvirkjun- um erlendis og svipaöar þeim, sem' eru I túrbinustööinni viö Elliöaár? — Vélarnar, eða túrbinurnar, sem framleiddar eru I Japan, eru i meginatriðum svipaðar vélum i hinum therminskuorkuverum, en þær eru ekki eins. Til eru orkuver og vélar starf- andi úti i heimi, bæði i notkun og i byggingu. Td. er verið að reisa stöð eins og þessa núna á Filipps- eyjum. Við erum hér á „votu” svæði, og það sem kemur upp úr holun- um er blanda af vatni og gufu. Siðan er vatnið skilið frá i sér- stökum búnaði. Það er gufa með tvenns konar hitastigi, sem fer inn á vélarnar. Siðan fer gúfan út úr vélunum i sérstakan kælibún- að. Siðaner vatninu, sem er litið, veitt burtu, og fer það I læk undir Búrfellshraun og þaðan fer það á nokkrum áratugum út i Mývatn. Aður hafa ýmsefni (botn)fallið úr þvi. Með þvi að hafa vélarnar tveggja þrepa, þá eykst orkunýt- ingin um helming. — Annars vil ég taka það fram, að orkuvinnslan og það sem frá vélunum kemur er mál Orku- stofnunar, en ekki Kröflunefndar. Hvert fer rafmagnið? — Nú þcgar orkuvinnsla hefst, /aö verður þá um allt rafmagn- ið, sem framleitt verður? — Stöðin verður tengd dreifi- kerfinu og verður það Norður- landsvirkjun sem annast það, þegar hún hefur verið stofnuð. Um tvo möguleika virðist vera að ræða, að byggja linu beint héðan til Akureyrar en hinn möguleik- inn er að leggja linu i Laxárvirkj- un og veita raforkunni svo þaðan áfram, einsog nú er gert með raf- magnið frá Laxá. Þá er og gert ráð fyrir þvi i lög- um, að samtengt verði við Austurland. Rafmagn mun þvi fara i báðar áttir frá Kröflu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.