Tíminn - 02.11.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 02.11.1975, Blaðsíða 15
Sunnudagur 2. nóvembcr 1975. TÍMINN 15 land, sem er að drukkna í auðæfum sínum í dýrindis kjólum með þungar gullkeðjur og armbönd taka ungar stúlkur þátt i útihátiðahöldum i Lagos. Aður var drukkinn bjór við slik tækifæri, nú má það ekki vera minna en kampavin á 4000,- krónur flöskuna. Skemmurnar eru fullar og vörurnar hrúgast upp á hafnarbakkanum. Sementið eyðileggst i hitabeltis- ioftslaginu og er selt á svörtum markaði inni i landinu. Þeim, sem særðust i Biafra striðinu, er hjúkrað og þeir iátnir iá nýja hjólastóla i búðum inni i frumskógunum. Þeir mega ekki vera manna á ineðal lil að minna á striðið. Þeir, sem vilja fara heim, veröa að skila hjólastólunum. valdamestu aðalsættum Norð- ur-Nigeriu og hann sé tortrygginn gagnvart hinum gáfuðu Iboum, bannaði hann stranglega, að skert yrði hár á höfði fyrrverandi óvina sinna. t „East Central State” er að visu mikil hervernd, en hiin er fyrst og fremst gegn ræningjum og óþjóða lýð en ekki af pólitisk- um ástæðum. Dr. Dric Agu, sem var formað- ur Biafra-nefndarinnar i Ham- borg, meðan á striðinu stóð, seg- ir: „Striðiðerbúið, Biafra er ekki lengur til.” Hann lærði til læknis i Þýzka- landi, er af Iboastofni, og kona hans er þýzk, lika læknir. Hann er skurðlæknir 'við háskólasjúkra- húsiö i Enugu. 22. ágúst gerði hann fyrstu mjaðmagræðingu, sem gerð hefur verið i svörtu Afriku. Dr. Agu segir: „Ef nýja stjórn- in heldur svona áfram, erum við ánægð.” Fyrrv. stjórn hafði að visu lokið Biafra-striðinu á friðsælan hátt og verið skynsöm i utanrikis- málum. Rikisleiðtoginn aðhafðist hinsvegar ekki neitt gegn verð- bólgunni, öngþveitinu i höfninni og alls konar spillingu. Fjárdrátt- ur var gifurlegur. Þrátt fyrir hið mikla magn oliu, sem Nigeria framleiðir, tæmast geymar bensinstöðvanna oft. Það er nefnilega ekki nema ein oliu- hreinsunarstöð i landinu, og hinum ofhlöðnu samgönguleiðum er ekki kleyft að anna eftirspurn. Þeir sem slikt geta leyft sér, fá nauðsynjavörur erlendis frá með flugvélum. A flugvellinum i Kano, sem er i Norður-Nigeriu, lenda upp undir 30 leiguflugvélar á dag. Þær flytja bjór frá Banda- rikjunum, fataefni frá Englandi, kjöt frá Argentinu, vélar til að smiða verkfæri og stundum Mercedes Benz bila frá Þýzka- landi. Peugeot-verksmiðjurnar, sem hafa samsetningarstöð i Kaduna, fá alla varahluti með flugvélum. Flugflutningarnir hækka verð^ lagið. En það er betra að fá dýra varahluti heldur en enga, Aður fyrr var Nigeria sjálfri sér nóg varðandi matvæli. Nú er flutt inn : mjólk, bjór, sykur, jafnvel mjöl og kjöt. Hækkað kaup hefur aukið matarlystina, oftar en áður er borðað kjöt og drukkinn bjór. Verzlunarfólk, embættismenn og liðsforingjar geta leyft sér að greiða hátt verð fyrir lifs- nauðsynjar, en ólærður verka- maður getur það ekki. I norður- hluta landsins i Zaria eru sjúkl- ingar sjúkrahússins hafðir Uti i garði, af þvi að rúm eru ekki fyrir hendi. Og i Oji River i austurhlut- anum er fri i skólanum á regn- dögum, þvi að sement vantar til skólabyggingar. Sú staðreynd, að 193 sementskip liggja á ytri höfn- inni i Lagos, breytir engu þar um. Þegar loksins er búið að afferma sementið, er það tiðum orðið ónýtt i hitabeltisloftslaginu. Nigeria hefur beinlinis orðið of rik af völdum hækkandi oliu- verðs. Landið getur ekki notfært sér þessi auðæfi. Fjórir fimmtu hlutar þjóðarinnar sjá minnst af hagnaðinum, er stanzar i höfufi- borginni. Sá landshluti, sem áður hét Biafra, verður enn verst úti. Þróunin þar er engin og aðstöð takmörkuð. Það stendur ekki i neinu sam- bandi við ættbálkaerjur. Einn Iboi á sæti i yfirherráðinu, sem ræður örlögum landsins. Það á að bæta úr öllu eins fljótt oghægt er: „Það verður að endurnýja Nigeriu, svo öll þjóðin geti átt þátt i hagnaði okkar", segir Obasanjo, sem er álitinn valdamestur i nýju stjórninni. Byrjunaraögerðir eru m.a. að hætta við „hátið svörtu Afriku", sem átti að vera i nóvember og hefði gleypt tugi milljarða, og að ákveða lagningu mikillar hring- brautar um Lagosborg, sem end- anlega veitir greiðari aðgang að höfninni. Enginn i Nigeriu, og heldur ekki fyrrverandi rikisstjóri. Gowon, sem stundar nú nám i stjórnmálafræðum i Englandi, ef- ast um góðan vilja stjórnarinnar. Spurningin er bara, hversu lengi áhugi þeirra, og sérstaklega „hreinlæti i fjármálum", endist. Ritstjóri Nigerian Times, sem er óháð blað, heldur fram: „Til að byrja með eru liðsforingjarnir. sem verða fylkisstjórar eða ráð- herrar, ekki mútuþægir og at- hafnasamir. Það voru Gowon og stjórn hans lika. Það væri krafta- verk, ef það ástand héldist lengur en i tvö ár, þegar valdamennirnir hafa vanizt völdum og rikidæmi, og kraftaverk gerast sjaldan i stjórnmálum."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.