Tíminn - 02.11.1975, Blaðsíða 19

Tíminn - 02.11.1975, Blaðsíða 19
Sunnudagur 2. nóvember 1975. TÍMINN 19 trtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: l>órarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargöty, simar 18300 — 18306. Skrifstofur f Aðalstræti 7, sfmi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð f lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Peningabruni Peningarnir brenna i eldi verðbólgunnar, segir fólk, og verða að reyk og ösku á skömmum tima. Þess vegna keppast allir við að koma þeim i lóg sem fyrst. Ekki skal þvi andmælt, að verðbólgan veldur miklum usla. Vissulega er hú skæð. En það eru fleiri eldar skæðir, þegar þeir komast i peninga- seðla fólks. Á borðinu fyrir framan mig liggja merkilegir út- reikningar, sem ekki er fjarri lagi að koma á framfæri, þegar jafnvel litil börn eru farin að reykja. Þar er tekið dæmi af manni, karli eða konu, er hætt hefði að reykja, eða minnkað reyk- ingar sinar um einn sigarettupakka á dag á miðju ári 1935, og sparað sér þennan sigarettupakka alla stund siðan. Þessu næst er reikningslega sannað, að sá hinn sami hefði um mitt þetta ár átt, þrátt fyrir alla verðbólgu, 623.316 krónur i banka, ef andvirði sigarettupakkans hefði verið ávaxtað þar, og 3.561.715 krónur, ef hann hefði hagnýtt verðtryggð spariskirteini rikissjóðs. Hefðu þúsund menn brugðið á þetta ráð, hefðu þeir samtals hálf- an fjórða milljarð króna til ráðstöfunar nú. Þannig er það ekki verðbólgubruninn einn, sem leikur peningaseðlana grátt — sigarettubruninn gerir það lika. En nú er hér fjallað um liðna tið og horfna milljarða. Þess vegna er lika þetta haft nokkru fyllra. Ef þúsund íslendingar færu nú að spara við sig einn sigarettupakka á dag og gerðu það til aldamóta (eða þúsund börnum væri forðað frá reykingum), myndi þetta fólk spara 18.641.009 krónur. Og þá er aðeins miðað við bankavexti og reiknað með óbreyttu verði á sigarettum. Eru þetta ekki tölur, sem tala? Leitað leiðréttingar Til skamms tima var sá hluti listamannalauna, er til rithöfunda gekk, helzta fjárframlagið, sem þeir gátu vænzt, auk ritlauna, sem jafnan hafa verið naum hér i landi fámennisins. Nú er þetta breytt á þann veg, að svonefnd viðbótarritlaun, er komið var á fyrir atorku og langa baráttu nokk- urra manna, eru orðin mun þyngri á metunum. Þar er miklu meira, er til skipta kemur. Þvi miður hafa þær reglur, sem settar voru um úthlutun þessara viðbótarritlauna, reynzt mjög gallaðar. Þeir einir koma til greina við úthlutun, er sent hafa frá sér bók næsta ár á undan. Þetta hefur haft mjög skaðleg áhrif. Menn hafa fallið i þá freistni að reyna að koma út bók árlega, svo að þeir kæmu til greina hjá úthlutunarnefndinni, og sumir hafa gripið til þess óyndisúrræðis að láta fjölrita litla bæklinga i litlu uppiagi i þessu skyni. Þetta er mannlegt, en óheppilegt fyrir bókmennt- irnar, þar sem fljótaskrift er sizt af öllu til þess fallin að auka veg þeirra og gildi. Gert hefur verið ráð fyrir, að þessari reglu yrði enn fylgt á þessu hausti. En nú hefur verið gerð til- raun til þess að fá þessu breytt, þannig að i stað bóka frá árinu 1974 einu, verði metnar gildar bæk- ur, sem komið hafa út á árunum 1970—1974. Stjórn Rithöfundasambands íslands samþykkti fyrir skömmu einróma að leita hófanna við mennta- málaráðuneytið um breytingu á reglunum, og fyrir fáum dögum átti hópur rithöfunda viðræðu um framgang þessa máls við menntamálaráð- herra og embættismenn i ráðuneytinu. Enn er timi til stefnu að breyta þessu viðsjár- verða ákvæði, sem vonandi er feigt, hvort eð er. —JH ERLENT YFIRLIT Sadat hefur unnið sér mikið dlit Hann hefur reynzt hyggnari en spáð var OPINBER heimsókn Sadats Egyptalandsforseta til Banda- rikjanna verður að teljast með sögulegri atburðum á þessu ári. Það hefði ekki þótt likleg spá fyrir 4—5 árum, að egypzkum þjóðhöfðingja hefði verið boðið til Bandarikjanna og honum tekið þar eins vel og Sadat það sem af er heimsókn hans. Enn siður hefði þótt lik- legt, að forseti Bandarikjanna legði frumvarp fyrir þingið, þar sem gerð væri tillaga um fjárhagsaðstoð bæði til tsra- elsmanna og Egypta. Þetta hefur forseti Bandarikjanna nú gert. Að visu gerir frum- varp hans ráð fyrir miklu meiri aðstoð til handa Israels- mönnum, en það er eigi að sið- ur jafn athyglisvert, að gert er ráð fyrir mjög miklu framlagi til Egypta. Þetta sýnir mikla stjórn- málalega breytingu, sem er að gerast i löndunum fyrir botni Miðjarðarhafsins. Við þessa breytingu eru bundnar vonir um friðsamlegra ástand þar, Enginn maður á meiri þátt i þessari breytingu en Sadat. Hlutur Kissingers er mikill i þessari breytingu. en þó ekki jafnmikill og Sadats. Það veltur nú mest á tsraelsmönn- um. hvort þessi breyting verður varanleg og nær tilætl- uðum árangri á þann hátt, að friðsamiegt ástand skapist á þessum slóðum til frambúðar. Slikt getur ekki orðið, nema tsraelsmenn sleppi að fuilu öllum landsvæðum. sem þeir hertóku i styrjöldinni 1967, og fallist á þá framtiðarstjórn i Jerúsalem, sem jafnt Arabar, Gyðingar og kristnir menn geta sætt sig við. Jafnframt verður að leysa málefni Pale- stinumanna þannig, að þeir fái sitt eigið riki. Ábyrgðin er nú mest tsraelsmanna, hvort friðarþróunin fyrir botni Mið- jarðarhaísins helzt áfram eöa hvort ófriðarhætta blossar þar upp að nýju. ÞAÐ HEFUR vissulega þurft til þess bæði forsjálni og hygg- indi að breyta utanrikisstefnu Egyptalands á þann hátt, sem Sadat hefur hér gert og leitt hefur til þess. að sambúð Bandarikjanna og Egyptalands er nú aftur orðin vinsamleg. Þetta héfði hann ekki getað gert einn, ef þeir Nixon og Kissinger hefðu ekki skilið, að þeir þurftu að koma til móts við hann og Ford siðan fylgt áfram þeirri stefnu, sem þeir Kissinger og Nixon voru búnir að marka. Hér má ekki gleyma þætti Nixons, sem oft reyndist raunsær stjórnmála- maður, þrátt fyrir alla galla sina. En hyggindi og forsjálni Sadats sést á fleira en þvi að hafa bætt sambúðina við Bandarikin. Það sýnir ekki siður þessa hæfileika hans, að honum hefur tekizt að gera þetta, án þess að óvingast að ráði við Rússa. Fyrst sendi hann rússneska sérfræðinga heim, þegar hann taldi Rússa sælast til of mikilla áhrifa. Rússar sýndu þau hyggindi að láta þetta gott heita, þótt á- reiðanlega þætti þeim þetta miður.Siðan hafa Rússar orð- ið að sætta sig við vaxandi samdrátt Egypta og Banda- rikjamanna. án þess að geta nokkuð að gert. Hámarki sinu náði þetta. þegar nýtt bráða- birgðasamkomulag var gert milli Egyptalands og Israels á siðastl. sumri. Rússar sýndu þá móðgun sina með þvi að neita að vera viðstaddir undir- ritun samkomulagsins. þegar sú athöfn fór l'ram i Genl. i tyrstu hófu lika rússneskir ljölmiðlar að gagnrýna sam- komulagið. Þetta breyttist þó fljótlega eftir að Sadat hafði svarað i sömu mynt. Siðan hafa rússneskir fjölmiðlar lit- ið minnzt á samkomulagið og varast að gagnrýna Sadat nokkuð. Sennilega stafar þetta af þvi, að Rússar telja slikt ó- klókt. og ef til vill hefur Sadat eitthvað komið til móts við þá bak við tjöldin. ERINDI Sadats til Bandarikj- anna er ekki eingöngu að treysta bætta sambúð milli Egyptalands og Bandarikj- anna. Hann kemur jafnframt fram sem fulltrúi þeirra Araba. sem eiga i höggi við ísrael. Hann leggur að Banda- rikjamönnum að þeir knýi Israelsmenn til að láta Sýr- lendinga fá.meira af Golan- ha'ðum, svo að nýtt samkomu- lag milli Sýrlands og tsraels verði mögulegt. Þá leggur hann fast að Bandarikja- mönnum að viðurkenna ■samtök Paiestinumanna á einhvern hátt og gera þannig mögulegt að þeir geti tekið þátt í Genfarráðstefnunrii um deilu Israel og Araba- rikjanna. Þetta hafa tsraelsmenn ekki mátt heyra nefnt. Loks leggur Sadat áherzlu á að Genfarráðstefnan verði kölluð saman að nvju, en hún hefurekki komiðsaman siðan i árslok 1973. Þetta er Rússum mikið áhugamál að sögn. þvi að þá fá þeir aðstöðu til þátt- töku i viðræðum um þessi mál. Annars er það athygiisvert. hvað Rússar hafa farið sér hægt i þessum málum að und- anförnu. Alveg sérstaklega hefur það þó vakið athvgli. að fulltrúar Rússa og tsraels- manna hafa ræðzt við. E.t.v. á það að vera Sadat og fvlgis- mönnum hans til viðvörunar. En verið getur lika, að Rússar hafi áhuga á, að deilan fyrir botni M iðjarðarhafsins leysist, en hún er búin að vera þeim kostnaðarsöm og veldur erfiðleikum i sambúð þeirra og Bandarikjanna. Óttinn við Kina getur vel haft áhrif á Rússa á þennan hátt, en þeir telja sér tvimælalaust stafa aðalhættan úr þeirri átt ÞEGAR SADAT tók við for- setaembættinu við fráfall Nassers. efuðust margir um. að hann myndi revnast vand- anum vaxinn. Sadat. sem verður 57 ara i næsta mánuði. þótti lengi vel bæði ógætinn og öfgaíullur. Upphaflega hafði hann áhuga á að gerast leik- ari, en efnahagurinn leyfði það ekki. og hóf hann þvi nám i herskóla 18 ára gamall. Þar kynntust þeir Nasser og önnur þau liðsloringjaefni. sem siðar stóðu að bvltingunni 1952. A heimssiyrjaldarárunum var Sadat mjög andvigur Bretum. sem tóku hann l'astan vegna undirróðurs og höfðu hann i fangelsi i tvö ár. Eftir heims- styrjöldina var hann aftur grunaður um græsku og enn hnepptur i langelsi og stóð fangavist hans i það skipti i tvö og hálft ár. Árið 1948 var honum sleppt lausum og toku þeir Nasser þá höndum saman um að undirbúa byltinguna. Sadat fékk það hlutverk að taka útvarpsstöðina i Kairó og tilkvnna byltinguna. Sam- starfsmenn hans biðu þá milli vonar og ótta. þvi að hann til- kynnti byltinguna hálftima seinna en ákveðið hafði verið Astæðan var sú. að hann vildi ekki stöðva lestur úr kóranin- um. sem hafði verið byrjaður i útvarpinu. áður en hann her- tók það. Eftir bvltinguna gegndi Sadat yfirleitt litilvæg- um embættum. unz Nasser skipaði hann varaforseta i desember 1969. Nassar lézt ó- vænt tæpu ári siðar og komst Sadat þannig til valda. þótt aðrir væru taldir standa nær þeim. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.