Tíminn - 02.11.1975, Blaðsíða 21

Tíminn - 02.11.1975, Blaðsíða 21
Spjallað við Stefán Ólafsson frá Kalmanstungu TÍMINN Sunnudagur 2. nóvember 1975. Sunnudagur 2. nóvember 1975. TÍMINN Maðuiinn, sem fann Stefánshelli Stefán Olalsson l'rá Kalmanstungu. Timamynd Róbert. VARLA ERU þeir Islendingar margir, sem komnir eru til vits og ára og hafa ekki heyrt talað um Kalmanstungu i Borgarfirði. Þar eru viðáttur miklar og land afar fjölbreytilegt að gerð og gæðum, og það orð hefur legið á, að innan landareignar Kalmanstungu sé fegursta fjall i heimi, Éiriksjök- ull. En samkvæmt þvi forna spakmaeli, að eigi skuli deila um fegurö á fjöllum, kvæðum eða konum, verður ekki felldur neinn dómur um þetta siðasta atriði hér, enda er fegurð afstætt hug- tak. Smekkur er og hefur löngum verið einstaklingsbundinn. í Kalmanstungu hafa þeir búið, mann fram af manni Það ætti ekki heldur vel við að fella dóma i greinarkorninu þvi arna, þvi að maðurinn, sem hér er rætt við, Stefán ölafsson frá Kalmanstungu, er einn hinna hógværu og yfirlætislausu manna. Honum er jafnfjarri skapi að dæma aðra og að ota sjálfum sér fram. Hann tók blaðamanni Timans vel og vin- samlega og kvað ekkert sjálf- sagöara en að við spjölluðum saman. En að hann færi að segja frægðarsögur af sjálfum sér? Nei, öldungis ekki. Eða lýsa van- þóknun sinni á mönnum eða mál- efnum? Nei, þvi siður. — Hér sat prúðmennskan sjálf i öndvegi, og þá er bezt að reyna að haga spurningunum i samræmi við það. Annað væri með öllu óviðeig- andi. — Fæddist þú i Kalmanstungu, Stefán? — Já, ég er fæddur þar og upp alinn, og faðir minn sömuleiðis. Afi minn bjó lika i Kalmanstungu. Hann hét Stefán Ólafsson, eins og ég. Hann kom i Kalmanstungu árið 1858, og siðan hefur ættin bú- ið þar, i beinan karllegg. Þegar faðir minn var ungur maður, var hann hjá Torfa i Ólafsdal við nám og störf. Þar var honum mikið verk ætlað. Hann skyldi gæta sauðfjár að vetrinum, en auk þess var hann látinn smiða plóga og herfi, allt undir leiðsögn Torfa, aö sjálf- sögðu, en annars haföi faðir minn mikla smiðahæfileika, eins og bezt sást á þvi, að Torfi skyldi velja honum slik verkefni. — Faðir þinn hefur verið vel undir það búinn aðhefjast handa i Kalmanstungu, eftir að hafa ver- ið hjá slikum manni sem Torfa I Ólafsdal? — Já, Torfi var afbragðsmaður, bæði sem lærifaðir og einstak- lingur, enda varð það mörgum bóndanum drjúgt vegarnesti að hafa verið undir handarjaðri hans. Snemma á búskaparárum sin- um i Kalmanstungu byggði hann steinhús á jörðinni. Það var hlað- ið úr hraungrýti, en limt saman með steinlimi, svokölluðu, eins og ekki var ótitt þá. Það var óhemju- mikið verk að flytja efni i húsið alla leið neðan úr Borgarnesi, og allt á hestum, auðvitað. En þar varpabbi ekki einn að verki, hann hafði marga ágæta hjálparmenn við flutningana, þvi að vinnu- menn hafði hann jafnan á búi sinu. — Hve langt er neðan úr Borgarnesi og upp I Kalmans- tungu? — Sjötiu kilómetrar. Og þótt leið sé fljótfarin með samgöngu- tækni nútimans, gegnir öðru máli, þegar farartækin eru þreyttir hestar undir þungum klyfjum. En menn og skepnur höfðu fengið vænan skammt af þoli og þrautseigju i vöggugjöf, — og komust ferða sinna, þótt hæg- ara væri farið yfir en nú gerist. Landshættir og bústærð En ibúðarhúsið var ekki eina framkvæmd föður mins i Kal- manstungu. Hann byggði þar hús yfir fjölda fjár og hlöðu, sem tók rúmlega þúsund hesta heys. — Hvað heldur þú að bú föður þins hafi verið stórt að jafnaði? — Sjálfur mun hann oftast hafa átt um fjögur hundruð fjár, en svo voru auðvitað fleiri fjáreigendur á bænum, vinnumenn og aðrir. Hestarnir voru oftast fimmtán til tuttugu, en sumt af þvi var ótam- ið stóð, og þegar mikils þurfti með, eins og til dæmis þegar ver- ið var að flytja byggingarefniö neðan úr Borgarnesi, fékk hann hesta lánaða á nágrannabæjun- um. — Hvað var margt fólk i heimili hjá foreldrum þinum, þegar þú varst að alast upp? — Eitthvað mun það hafa verið breytilegt frá ári til árs, en oftast þó um tuttugu manns. Heimilið lifði að miklum meirihluta til á eigin afla, hvað mat snerti, en þó man ég eftir þvi að pabbi fékk úr kaupstað fullar tunnur af blaut- söltuðum fiski. Það var ágætur matur og geymdist von úr viti. — En hvaö er að segja um bú- skap sjálfs þin i Kalmanstungu? — Við bjuggum þar tveir bræð- ur saman, Kristófer bróðir minn og ég. — Þið hafiö haft stórt bú í sam- einingu, þegar allt var talið? — Nokkuð stórt, já, en þó ekki neitt ákaflega. Svona fimm-sex hundruð fjár i allt, það þykir ekki neitt sérlega mikið nú á dögum. — Eru samt ekki framúrskar- andi góð búskaparskilyrði i Kal- manstungu, bæöi hvað snertir heyskap og beit? — Jú, að mörgu leyti. Landrými er geysilegt og engjar viðlendar, að ekki sé minnzt á beitilandið. En fjárgæzlan er lika erfið, göngulag mikið, og yfirleitt mikil vinna við að halda fénu i heima- högum og vita hvað þvi leið. — Hver eða hverjir búa i Kal- manstungu núna? — Synir okkar Kristófers bróð- ur mins. Ég á son sem heitir Kal- man, og sonur Kristófers heitir Ólafur. Þeir búa þar núna, frændurnir, svo það virðist vera Glaðir feröalangar við svart og tröllslegt op Surtshellis. Borgfirzk skáldmennt — Næst langar mig að minnast á hina frægu borgfirzku menn- ingu: Er það ekki rétt, að i sum- um byggðum Borgarfjarðar hafi verið skáld á flestum bæjum? — Þessu er dálitið vandsvarað, þvi það er matsatriði hversi mik- ið eða vel menn þurfa að yrkja til þess að verðskulda skáldnafn. Hitt er staðreynd, að ákaflega viða voru menn, sem höfðu yrkingar um hönd, meira eða minna, og höfðu mikið vit á skáld- skap. 1 sumum byggðarlögum var skáld á öðrum hvorum bæ. — A hvaða borgfirzku skáldi hefur þú mestar mætur? — Ég veit ekki, við höfum átt marga ágæta menn og þjóð- kunna, og ég hef ekki löngun til þess að gera upp á milli þeirra eöa fara i mannjöfnuð. En fyrst við erum að tala um þetta, langar mig að minnast á ágætan mann og vin minn, þótt hann væri að visu ekki meðal mestu skálda, sem Borgarfjarðarhérað hefur aliö. Það er Þorsteinn Jósepsson, blaðamaður og ljósmyndari. Hann var frá Signýjarstöðum i Hálsasveit. Þorsteinn var ákaf- lega hugljúfur maður, greindur og skemmtilegur. En trúhneigður var hann vist ekki, og ekki lét hann ferma sig, það man ég — Voru ekki lesnar sögur og kveönar rimur á kvöldvökum, þegar þú varst að alast upp? — Ég man ekki eftir rfmna- kveðskap, en sögur voru alltaf lesnar upphátt á vökunni. Að þvi var ekki aðeins skemmtun, held- ur lika fræðsla og lærdómur, og ég minnist þeirra stunda alltaf með ánægju. Einu sinni kom Jón Trausti rit- höfundur til okkar. Þar hitti hann fyrir ungan mann, sem nýlega hafði birt eftir sig kvæði i Lög- bergi. Við þennan unga mann sagði nú JónTrausti: Guðmundur á Sandi kom til min fyrir skömmu, og okkur kom saman um að ráðleggja ungum mönnum að vera ekki að fást við yrkingar. — En sjálfur var Jón Trausti harla ungur, þegar hann byrjaði að skrifa, og hann andaðist aðeins hálf-fimmtugur að aldri, eftir að hafa afkastað miklu starfi sem rithöfundur, eins og alkunna er. — Manstu, hverra erinda Jón Trausti kom til ykkar? — Já, það man ég glöggt. Hann kom til þess að ganga á Eiriks- jökul. Hann var ákaflega mikill Er Eiriksjökull fegurst fjalla i heimi? Þvi veröur ekki svaraö hér, enda spurningin afstæð. Hitt er vist, að þangað hefur margur maðurinn lagt leið sina og hafa vist fáir orðið fyrir vonbrigðum. Eiriksjökull og Eiriksnipa séð frá Strútnum. Ilraunkarl i Hallmundarhrauni. Ekki er hann nú beint smáfriður þessi, en þóer „andlitið” engan veginn ólögulegt. ferðamaður, og lagði ekki sizt mikla stund á fjallgöngur. Nú þurfti hann fylgd, og fékk hana að sjálfsögðu. Við fórum með hon- um, bræðurnir. Hann var ákaf- lega hrifinn af útsýninu, 'þegar upp var komið, og skrifaði' um það seinna. En eftir þvi sem ég veit bezt, þá var þetta hans sið- asta fjallganga. Og þá má segja, að fjallaferðir skáldsins hafi end- að vel, þvi að útsýn af Eiriksjökli er bæði mikil og fögur. — En ertu sammála þvi að hann sé fallegasta fjall i heimi? — Svona stórri spurningu þori ég hvorki að svara með jái eða neii, en hitt er ég óhræddur við að segja, að fegurð Eiriksjökuls er bæði mikil og sérkennileg. sanni sagt, að alþingismenn eru ekki verr innrættir en annað fólk, nema sfður sé. En auðvitað eru þeirmisjafnireinsogaðrir menn, og vist hef ég á þeim misjafnlega miklar mætur, þótt samstarf mitt við þá væri með ágætum. Þaö er nú svo, þótt almenningi gleymist það stundum, aö stjórnmálamenn eru manneskjur eins og við hin, þar sem hver einstaklingur hefur sina kosti, annmarka og ágalla. — Og nú ert þú sjálfur hættur „þingstörfum”? — Já, o;g nú geri ég ekki neitt, — nenni elvki nokkrum sköpuðum hlut, get varla sagt að ég grúski i fróðleik, hvort sem þú trúir þvi eða ekki. Kalmanstunga i Hvitársiðuhreppi i Mýrasýsiu. Hér hafa ágætir bændur búið mann fram af manni, sama ættin i beinan karllegg, enda hefur staöurinn upp á mikið að bjóða: landrými ærið og náttúrufegurð mikia. — Ljósm. Páll Jónsson. mikil von til þess að jörðin haldist i ættinni enn um sinn. Stefánshellir — Er ekki þarna uppfrá hellir einn mikill, sem kenndur er við þ>g? — Jú, Stefánshellir i Hall- mundarhrauni ber mitt nafn, en þaö er ekki neitt sérstaklega merkilegt. Égfannhann af tilvilj- un einu sinni i smalamennsku, og Matthias heitinn Þórðarson þjóð- minjavörður sagði, að fyrst ég hefði orðið fyrstur til þess að finna hann og fara um hann, væri bezt að hann héti i höfuðið á mér. — Bar hellirinn ekki nein merki þess, að þar hefði maður komið á undan þér? — Jú, einhvern tima hefur það gerzt, þótt enginn viti nú, hvenær það hefur verið. Inni i hellinum voru tvær vörður, þegar ég kom þangað fyrst, og þær taka af öll tvimæli um það, að þar hefur ein- hver maður einhvern tima stigið fæti, vafalaust fyrir mjög löngu, því að enginn núlifandi maður vissi til þess að þarna ætti að vera hellir. En annars er mikiö af hell- um á þessum slóðum. — Heldur þú að menn hafi hafzt við í einhverjum þeirra um lengri eða skemmri tima? — Já, vafalaust i sumum, en þó hvergi nærri i öllum, og ti) dæmis alls ekki i honum nafna minum, Stefánshelli. Ég ferðaðist þarna um með Ólafi Briem, mennta- skólakennara, þegar hann var að vinna að bók sinni Útilegumenn og auðar tóttir. Við sáum þá nokkur merki um mannavist. — Eru heliarnir ekki hættuieg- ir, til dæmis vegna hraps úr lofti eða veggjum? — Nei, það held ég hreint ekki. — Hlóðstu vörðu hjá hellis- munnanum.eða auðkenndir stað- inn á einhvern hátt, þegar þú hafðir fundir Stefánshelii? — Nei, það gerði ég ekki, þvi ég var alveg viss um að finna stað- inn aftur, eins og lika varð. Við fórum þangað nokkur saman rétt á eftir og skoðuðum okkur um þarna. — Hvenær var þetta? — Það var árið 1917, — fer senn að nálgastsextiu ár siöan. Timinn er fljótur að liöa. Matthias Þórðarson skrifaði grein um þennan hellisfund i Eimreiðina 1920, og þar geta þeir sem áhuga hafa, lesið meira um þetta. Land, sem heillar ferðafólk, en er hættulegt sauðkindum — Er ekki hætta á þvi aö fé lendi niður i þessa helia og komist ekki upp úr þeim aftur? — Jú, ef gróður er niðri i gjót- um, en ófærtupp úr þeim. Ég hef fundið allt upp i tiu kindaræfla i einni gjótu, en vitanlega er óal- gengt að svo margar kindur farist þar i einu. Hitt er oftar, að leifarnar bera það með sér, að mjög misjafnlega sé langt siðan kindurnar drápust. — Voru kindabein I Stefáns- helli, þegar þú komst þangaö fyrst? — Nei, engin, enda er enginn gróður niðri i honum, né neinni kind fært niður i hann. — Varekki algengt, að þú værir beðinn að fýlgja ferðafólki um þennan helii, sem þú hafðir sjálf- ur fundið? — Jú, það kom oft fyrir. Og ég held, að flestum hafi þótt gaman að koma þangað. ,,Ég þakka þér kærlega fyrir, þetta var ágæt skemmtun”, voru algengustu oröin, sem sögð voru við mig að slikum skoðunarferðum afstöðn- um. En það komu fleiri til okkar en þeir, sem áhuga höfðu á þvi að skoða hella. Kona frá Wales, grasafræðingur að mennt, kom tVisvar að Kalmanstungu, og það kom I minn hlut að fylgja henni um allar trissur, upp um fjöll og firnindi, þar sem hún kynnti sér gróður jarðar með nákvæmni visindamannsins. Og þessi ágæta kona tók svo mikilli tryggð við okkur hjónin, að hún hefur skrif- azt á við okkur fram á þennan dag. Reykjavik, — störf i Alþingishúsinu — Segöu mér nú eitt, Stefán: Var þér ekki erfitt að yfirgefa annan eins stað og Kalmanstungu og flytjast hingað á malbikið i Reykjavik? — Allt læt ég það vera. Ég stóð upp og lét son minn taka við. Það fannst mér skynsamleg ráðstöf- un. Að skila ævistarfi sinu i hend- ur góðs sonar, ætti að vera hverj- um manni ánægjuefni, en ekki öfugt. — En hvað tókst þú þér fyrir hendur, þegar til Reykjavikur kom? — Það var nú fleira en eitt. Ég vann i Sundhöllinni i Reykjavik, og ég var lengi þingvörður. — Þú hefur þá kynnzt alþingis- niönnum vorum? — Já, hvort það nú var. Ég kynntist þeim öllum, og get með Með glöðum hug — Við höfum nú rætt hér um sitt af hverju, þótt margt sé vitanlega ósagt enn. En viltu ckki að iokum segja mér, hvort þú ert ánægður, þegar þú litur um öxl yfir farinn veg? — Anægður? Jú, vitanlega er ég það. Harðánægður, meira að segja. Ég eignaðist ágætan lifs- förunaut og með henni þrjú góð og vel gerð börn, sem öll hafa staðið sig með prýði i lifinu. Ég naut þeirrar hamingju að fæðast, alast upp og eyða manndómsárum minum á glæsilegri og kostamik- illi jörð i einu fegursta héraði Is- lands. Hver myndi ekki vera ánægður með slikt hlutskipti? Jú, ég er ánægður með útkomuna úr þessu öllu saman, og ég er tilbú- innaðleggjameðglöðumhug upp i þá ferð, sem okkur er öllum jafnvis, þegar röðin kemur að mér. — VS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.