Tíminn - 02.11.1975, Blaðsíða 27

Tíminn - 02.11.1975, Blaðsíða 27
Sunnudagur 2. nóvember 1975. TÍMINN 27 Zoéga nafnið hefur nú verið tengt ferðamálum á Islandi í heila öld. Að þeirri reynslu býr ferðaþjónusta Zoéga i dag. Húnerung í anda, fersk og hugmyndarík. Við bjóðum yður ferðir jafnt til fjölsóttra staða sem lítt þekktra, innan lands og utan. Við tryggjum yður góðan aðbúnað bæði á leiðinni og í áfanga. Húnerauöug af reynslu heillar aldar. Viðskipta- sambönd okkar erlendis hafa staðið í allt að 100 ár. Við vitum af reynslunni hvaða þjónustuupp- lýsingar eru áreiðanlegar. Hverjum sé treystandi til að veita yður þá þjónustu sem þér óskið. Húnervirt Spurningin um hvort þér séuð á vegum áreiðanlegrar ferða- skrifstofu, sem standi við sínar skuldbindingar skýtur ekki upp kollinum. Slíkt er löngu hafið yfir allan efa. Húneryðar ef þér óskið. Við höfum aðstöðu til að taka vel á móti yður í Hafnarstræti 5. Gjörið svo vel. Komið og veljið yðar ferð hjá okkur. , FERÐASKRIFSTOFA HAFNARSTRÆTI 5 þér fáið yðarferð hjáokkur hringió í síma 25544 SKER UPP tómhentur Charlotte, hin sex ára gamla dóttir hans, dó tveim árum eftir að hún var „skorin upp” við heilaæxli. Vegna sjúkdóms dótt- urinnar hafði Manny komizt i kynni við annað fólk, sem hafði llka verið á Filippseyjum og verið i meðferð hjá ,,náttúru”læknum. Vinur hans, Louis Stein að nafni, hafði farið með konu sina, Marsha, til Filippseyja i árslok 1971. Marsha leið af svo erfiðum hjartasjúkdómi, að hún varð að vera i hjólastóli. Arangurinn af meðferðinni var svo undraverð- ur, aðLouis hafði krafizt þess, að Manny kæmi sjálfur til að sjá hann. Marsha, sem áður hafði verið öryrki, leit prýðilega út, og sagðist vera farin að leika golf á ný. Louis hafði tekið kvikmynd af uppskurðinum: sjá mátti skurð- lækni, sem skar upp án áhalda, tók burt veiku liffærin og fékk sárið til að gróa, án þess, að svo mikið sem ör sæist. Laura Wise hafði fengið sama úrskurö hjá öllum sérfræöingum, sem hún hafði leitað til, hún hafði æxli á bak við annað augað og uppskurður var óumflýjanlegur, augað varð að taka. „Náttúru”- læknirinn á Filippseyjum skar hana upp, lét augað kyrrt á sinum stað og hún fékk fulla sjón. Sérfræðingurinn, sem skoðaði hana siðar, viðurkenndi, að æxlið væri horfið, en var samt sem áður ófús að gefa „lækninum” á Fil- ippseyjum nokkra viðurkenningu fyrir. HVÍLD FRA starfi Eftir að hafa heyrt Manny Hof- man segja frá, ákvað ég að taka mér hvild frá starfi, halda áfram athugunum minum og safna efni i bók. Ég vissi, að það gæti skaðað orðstir minn sem viðurkenndur rithöfundur um læknisfræðileg efni, ef ég gerði kannanir á og skrifaði um sálrænar skurðlækn- ingar. En i april 1973 flaug ég til Det- roit og hitti Manny heima hjá Louis Stein. Stein sýndi kvik- myndirnar sinar. Þær hófust með nærmyndum af ,,náttúru”læknin- um Tony Agpaoa, sem var u.þ.b. 35 ára, meðalhár, brosandi og svarthærður, aðlaðandi maður. Þegar Tony hófst handa við vinnuna, fóru hlutirnar að gerast hratt. Auk hjartasjúkdómsins, var Marsha augsýnilega með ristilbólgu. Tony réðst til atlögu viö þann sjúkdóm fyrst. Kiöstofa Juans Blancs i Manila er alltaf þéttsetin af sjúklingum. í myndinni sáum við Marsha liggja endilanga á „skurðar”- borðinu. Siðan sáum við Tony stinga höndunum inn i kviðarhol hennar og hreyfa þær, svipað og hann væri að hnoða deig. Að nokkrum sekúndum liðnum fór rauður vökvi, svipaður blóði, að vætla fram á milli fingra hans. Stuttu siðar virtist hann draga eitthvað, sem liktist fituklump- um, út úr kviðarholinu. U.þ.b. hálfri minútu eftir að upp- skurður hófst, var honum lokið, og einu sýnilegu merkin um hann var þunnt lag af þessum rauða vökva, sem Tony þurrkaði snar- lega af. Marsha fullyrti sjálf, að hún hefði ekki fundið neinn sársauka, og að hún væri handviss um, að Tony hefði verið með hendurnar inni i henni. Allir leikmenn sem sáu mynd- ina með mér, voru sannfærðir um, að þeir hefðu orðið vitni að raunverulegum uppskurði. Ég var efins. - Enginn þeirra hafði nokkurn tima séð ristil, eða innri hluta hnés, eða hjarta, sem slær. En það hafði ég séð. Ég vissi, að ekki er unnt að lækna ristilbólgu bara með þvi að taka fituklumpa úr maganum. Það eina, sem ég gat sagt, var, að slikur uppskurður, sem Tony hafði gert, liktist engu, sem ég hafði áður séð. — Þú verður að fara til Filipps- eyja og sjá hann i starfi, — verra er það ekki, sagði Louis. Öld aöbaki ogennung Alc\ Orbito ferhöndum um tá á blaöamanni til aö lækna gigt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.