Tíminn - 02.11.1975, Blaðsíða 28

Tíminn - 02.11.1975, Blaðsíða 28
28 TÍMINN Sunnudagur 2. nóvember 1975. ANDATRÚ OG dáleiðsluástand 1 júnimánuði 1973 fór ég til Fil- ippseyja, en þar átti ég að hitta Manny Hofman. Flestir skurð- læknarnir halda til i Pangasinan- héraðinu, u.þ.b. 160 km fyrir norðan Manila. Náttúrulæknirinn David Oligani býr i borgarhlutan- um Toboya i Asignan, sem er borg með 200.000 ibúa. Hjá honum hafði Manny búið með dóttur sinni i átta vikur árinu áður. Við höfðum hugsað okkur að tala við og fylgjast með eins mörgum „náttúru’Tæknum og unnt væri. Við byrjuðum með Donald Winslow, þritugum Amerikana, sem sennilega er eini útlendingurinn með hæfileika til að framkvæma sálræna upp- skurði. Honum sagðistsvo frá, að hann hefði fyrst heyrt um lækningarað- ferðina 1971. Þá var hann slökkvi- liðsmaður i Eugene, Oregon, en er hann hafði séð nokkrar kvik- myndir frá Filippseyjum, fékk hann köllun frá Guði um að hann ætti að fara þangað og nema hjá „náttúru’Tæknunum. Hann sagði upp starf i sinu, fór til Filippseyja og eftir nokkurn tima hjá nokkr- um náttúrulæknum þóttist hann kunna nóg til að byrja upp á eigin spýtur. Winslow fullyrti, að hann gæti læknað með segulmagni — hann gæti dregið sjúkdóminn út úr sjúklingunum með þvi einu að draga hendurnar eftir likama þeirra. Einu sinni, er hann hafði framið lækningu með segul- magni, var hann næstum i dá- leiðsluástandi, og þegar honum var litið niöur á sjúklinginn, sem lá á borðinu, sá hann, að hendur hans höfðu þrengt sér undir húð sjúklingsins og voru reyndar komnar inn i maga Blóðið rann milli fingra hans, en sjúklingur- inn fann ekki til sársauka. Fyrstur „náttúru’Tæknanna var maður að nafni Terte. Hann öðlaðist hæfileikann 1943, og var, eftir þvi sem Donald sagði, sá eini, sem hafði hann i mörg ár. Næstur var Tony Agpaoa, og hann var enn starfsamastur „náttúru’Tæknanna á eynni. Venjulega hafði hann 200 sjúkl- inga i mánuði undir sinni hendi. Flestir þeirra eru frá Þýzkalandi og Sviss, en á siðari árum hefur fjöldi Amerikana og Kanada- manna, sem til hans hafa leitað, aukizt að mun. Tony er án vafa frægastur „náttúru’Tæknanna, en nú fer frægð hans dvinandi. Donald sagði okkur nöfn margra annarra: Joe Mercado, Juan Flores, David Oligani, kona að nafni Josephine og Placido Pa- litayan. Morguninn eftir að við töluðum við Winslow fórum við snemma á fætur og lögðum af stað til að ná tali af David Oligani. Hann er mjög þægilegur, lágraddaður maður með hin dæmigerðu ein- kenni Filippseyings, dökka húð og svart hár. Hann bauð okkur að koma með i læknisvitjun, og með- an David sjúki maðurinn töluðu saman á tagalog, hinu opinbera malayiska máli á Filippseyjum, sátum við allir i stofunni. David bað siðan sjúka manninn að fara inn i éitt af svefnherbergjunum og benti mér aö koma. Hann sagði, að sjúklingurinn hefði blóð- kekki i fótunum, sem hefðu i för með sér, að fótleggirnir bólgnuðu, og þetta væri mjög sársaukafullt. Ég fékk bæði leyfi til að rannsaka manninn og vera viðstaddur upp- skurðinn. Eftir rannsóknina komst ég að þeirri niðurstöðu, að sennilega væri sjúkdómsgreining Davids rétt. Mér til furðu fékk David sjúklinginn til að leggjast á mag- ann á meðan hann undirbjó upp- skurðinn. Ég var undrandi þar sem aðalblóðæöar i fótum eru framan á lærunum. Clorita, sem var David til að- stoðar, setti margar bómullar- rúllur á litið borð til hliðar við rúmið, svo og litla flösku, sem eftir öllu að dæma, innihelt alkó- hól. Fyrsthneigðu Ciorita og David höfuðin i hljóðri bæn. Siðan neri David alkóhóli á bakhluta læris sjúklingsins. Hann notaði vinstri hönd og renndi henni yfir þá staði, sem hann sagðist „skera” i. Siðan beindi hann visifingri hægri handar að læri sjúklingsins og gerði snögga höggvandi hreyf- ingu nokkra þumlunga fyrir ofan húðina. Hann pressaði húðina saman með fingrunum beggja teknar voru með sérstakri tækni, sem kallast „Kirlian” mynda- taka. Á þessum myndum á að vera mögulegt að sjá kraftasvið, sem ljómaði út frá fingrum Joes áður en hann gerði uppskurð, og þetta kraftasvið á að hafa rýrnað eftiraðhann lauk uppskurðinum. Joe og aðstoðarfólk hans kom sér fyrir fremst i kirkjunni. Ein aðstoðarstúlkan, Maria, sagði: — Allir, sem vilja fá andlegar sprautur, mega stiga fram. U.þ.b. 60 manns fóru i biðröð i miðganginum. Jafnóðum og að hverjum og einum kom, benti Mercado með vinstri visifingri á hina ýmsu staði á likamanum, þar sem viðkomandi sagðist finna til. Eftir að ég hafði tekið myndir af skrúðgöngunni, kom ég mér fyrir f biðröðinni. — Hvað getum við gert fyrir yð- ur? spurði Maria. — Ég veit ekki, hvort þið getið hjálpað mér, sagði ég, — en ég vona það. Ég hef of háan blóð- þrýsting. Siðan benti ég á vinstri siðu. — Sennilega veikur i nýrum, bætti ég við. — Engin vandræði eru með blóðþrýstinginn, sagði Maria. — Hvað hitt snertir, sjáum við til. Gerið svo vel að fá yður sæti. Við munum láta yður vita. Joe „rannsakaði” mig, og felldi skjótt dóminn: — Það verður að skera yður upp. — Ffnt, sagði ég. — Hefjizt handa. SKORINN UPP uppréttur En Joekomst að raun um, að ég var of langur til að komast fyrir á uppskurðarborðinu, og hann ákvað að skera mig upp upprétt- an. Þegar hann byrjaði, sá ég, að hann hafði einhvern gulrauðan hlut í hnýttum hægri hnefa. Eftir að hann hafði kreist magann á mér smástund, varð húðin þakin „blóði”. Nú ættu hendur hans að vera komnar inn i maga á mér. Hann dró fram mörg stykki af dökkrauðum bómullarhnoðrum, og hélt þeim uppi, svo að ég gæti virt þá fyrir mér. Svona nærri gat ég með vissu séð, að þetta voru fituklumpar, sem dýft hafði verið I einhverja rauða upplausn. Maria leit stolt á mig ogsagði: — Æxli. Mjög alvarlegt. Þér eruð heppinn. Ég hefði gjarna viljað koma höndum yfir þennan „blóðkökk”, en Joe henti honum snarlega i dollu á bak við sig, og þar vætti aðstoðarmaður hans hann með alkóhóli og kveikti i öllu saman. — Komdu, sagði ég við Manny. — Förum til þess næsta. Sá næsti, Flores, vann á likan hátt og Mercado. Mér til undrun- ar tók ég eftir, að Cunanan var lika þar. Flores framkvæmdi tvo maga- uppskurði á hinn venjulega hátt, og siðan settist Cunanan á stól. Flores átti að gera á honum augnauppskurð. Flores kom sér fyrir milli okkar og sjúklingsins. Þegar hanri steig eitt skref til Þessi kona kom frá Slokkhólmi til aöláta skera sig upp viö magakrabba. megin við lærið og milli fingranna sá ég mjótt rautt strik, u.þ.b. tvo þumlunga á lengd, rétt eins og nálarrispa. En David hafði greinilega fengið það fram án þess að snerta sjúklinginn. Er hann hafði teygt eins mikið á húðinni og mögulegt var, fékk hann drykkjarglas og svolitla bómull. Hann tróð bómullinni i glerglasið, kveikti i og færði flátið upp og niður yfir farið á lærinu, en ýtti fast á um leið. Húðin og vefimir næstir henni lyftust strax u.þ.b. hálfán þumlung inn i glasið, þannig að húðin myndaði eins konar hól. Að nokkrum sekúndum liðnum fór dökkt blóð að vella út úr farinu. David leit rólega á mig og sagði: — Þarna er einn af kekkjunum, sem leiða af sér sársaukann. Það, sem David hafði gert, var að notfæra sér mörg hundruð ára gamla aðferð, sem kölluð er „að setja blóðhorn.” Fram að þessu var farið það eina óútskýranlega við lækninguna. Hvernig hafði David gert það án þess að snerta sjúklinginn? BÓMULL OG særingar Ég naut þeirra yfirburða fram yfir aðra, sem horft höfðu á „náttúru’Tæknana að starfi, að vera sjálfur skurðlæknir. Meðan Davið nuddaði bakhluta sjúkl- ingsins með alkóhóli, hafði ég auga með vinstri hendi hans, sem virtist vera tóm. En þegar hann dró aftur að sér höndina, sá ég næstum ósýnilegt far á bakhluta sjúklingsins. Ég leit á vinstri hönd Davids um leið og hann lét hana falla niður i rúm sjúklings- ins, og kom þá auga á litinn, glampandi og flugbeittan hlut, sem falinn var milli tveggja fingra hans. Siðan lyfti David hægri hendi og gerði aftur nokkrar höggvandi hreyfingar i loftinu yfir bakhluta sjúklingsins. Hann lét glampandi hlutinn liggja kyrran á lakinu, þegar hann lagði vinstri hönd á lærið og fór að strekkja á húðinni. U.þ.b. 20 sekúndum siðar var hið næstum ósýnilega far komið. Kona sjúklingsins var skorin upp á sama dularfulla máta. Hún átti að vera með veikindi i maga, og að þessu sinni hurfu fingur Davids inn i fitufellingarnar á maga sjúklingsins, og á meðan vætlaði dökkrauður vökvi milli fingra hans. Ég viðurkenni, að sá, sem ekki hefði horft á uppskurö fyrr og væri fyrirfram ákveðinn i, að um eitthvað óskiljanlegt væri að ræða, gæti auðveldlega orðið sannfærður um, að fingurnir væru raunverulega inni i magan- um og að rauði vökvinn væri blóð. En honum tókst ekki að sann- færa mig um, að það væri blóð- kökkur, sem hann dró út úr húð- fellingunum. Ekki var nauðsyn- legt að vera skurðlæknir til að sjá, að það var dökkrauður filt- bútur. „Uppskurði” var lokið u.þ.b. þrem minútum eftir að hann hófst. David tók hendurnar af maganum, sem fékk strax sitt venjulega útlit. Ekki var ör að sjá, ekkert far af neinu tagi. Sfðari hluta dagsins vorum við aftur komnir i hús Davids. — Kraftar minir koma frá Guði, en ég hef lika verndara, dýrling, sem stýrir höndum minum, sagði David. — fyrir kemur, að ég vinn i dáleiðsluástandi. — Hvernig getur þú fundið sjúku líffærin, ef þú ert i dá- leiðsluástandi? spurði ég. — Ég miða við hitastigið, sagði hann. —- Þegar höndin á mér er inni i maganum, finn ég hitann leggja frá sjúka liffærinu. Þá tek ég það burt. — Það hlýtur að vera stórkost- legt að fá allan þennan kraft frá Guöi, sagði ég, — svo að óþarft er að læra og leggja hart að sér og hafa áhyggjur af flóknum vanda- málum. SJÚKLINGAR VÍÐA að Siðar náði ég sambandi við lækni á Filipsseyjum, dr. Raul Otillo, sem var fáanlegur til að segja mér frá hinum sálrænu „starfsbræðrum” sinum. Hann sagði, að smám saman hefðu sál- rænu skurðlæknarnir hlotið slika heimsfrægð, að leiguflugvélar komi frá Þýzkalandi, Kanada, Japan, og upp á siðkastið Banda- rikjunum, með fólk, sem leiti hjálpar þeirra. Arið 1967 hafði læknafélagið á staðnum, sem dr. Otillo var þá formaður i, haft samband við Tony Agpaoa og spurthann, hvort hann gæti hugsað sér að sýna meðlimum læknafélagsins 'lækningarlist sina. Gæti hann sýnt þeim, að hann væri virkilega fær um að gera uppskurði, sem ekki blæddi úr, án verkfæra og deyfingar, væri ekkert þvi til fyrirstöðu, að hann ynni i Baguio. M.a.s. myndu læknarnir visa sjúklingum til hans. Tony hafði tjáð sig fúsan til að hafa sýningu, og náð var i þekkt- an vefjafræðing, sem átti að vera viðstaddur ásamt dr. Otillo. I tvigang beiddist Tony undan þessu á siðustu stundu án skýringa. í þriðju atrennu sýndi hann sig ekki og hafði ekki fyrir þvi að biðjast afsökunar, eða gefa skýringar. Þar af leiðandi fékk læknafélagið honum visað úr Baguio. Daginn eftir sagði ég Manny Hofman hvað dr. Otillo hefði sagt. — Þetta hljómar tortryggilega, Bill, sagði hann. — Það litur út fyrir, að ég hafi verið hafður að ginningarfifli. — Við skulum ekki vera of viss- ir um það, sagði ég. — Ef til vill verður Joe Mercado sá, sem sannfærir mig. Þú hefur sjálfur sagt, að hann sé meðal þeirra beztu, og ég hef fengið hugmynd, sem i eitt skipti fyrir öll, a.m.k. hvað mig varðar, getur útkljáð, hvort nokkurt vit er i þessum sál- rænu skurðlækningum. Ég ætla að láta Joe Mercado skera mig upp! LÆKNIRINN VERÐUR sjúklingur Við komum til kirkju Mercados klukkan tiu, og að aflokinni bæn hélt Joaquin Cunanan, yfirmaður Espiritista-kirkjunnar á Filipps- eyjum, tiu minútna langt erindi og sýndi greinar úr ýmsum tima- ritum, þ.a.m. „Time”, sem áttu að sanna að „náttúru’Tæknarnir raunverulega hafi yfirskilvitlég- ar gáfur. Greinarnar i „Time” voru myndskreyttar með myndum af fingrunum á Joe Mercado, sem Og hér cr Alex Orhito að Iramkvæinda skurðaögerðina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.