Tíminn - 02.11.1975, Blaðsíða 39

Tíminn - 02.11.1975, Blaðsíða 39
Sunnudagur 2. nóvember 1975. TÍMINN 39 iiiiiifiiii □II 59101 Félag framsóknarkvenna í Reykjavík Fundur um skattamál verður haldinn nk. fimmtudag 6. nóv. að Rauðarárstig 18 kl. 20.30. Frummælandi verður Halldór Asgrimsson alþm. Fjölmennið. Stjórnin. SVEFNBEKKJfl I Hðfðatúnl 2 - Slmi 15581 Reykjavík ATHUGIÐ! Nýir eigendur. — ödýrir svefnbekkir, einbreiðir og tvi- breiðir, stækkanlegir. Svefnstólarog svefnsófasett væntanlegt. Falleg áklæði nýkomin. Gjörið svo vel að lita við eða hringja. Sendum gegn póstkröfu um land allt. Opið til kl. 22 þriðjudaga og föstudaga og til kl. 1 laugardaga. — Athugiö, nýir eigendur. Dráttarvél óskast óska eftir notaðri dráttarvél, má vera gömul. Æskilegt að tætari og ámoksturs- tæki fylgi. Tilboð er greini verð og ásigkomulag vélarinnar sendist Timanum merkt Dráttarvél 1878. Verðlaunasamkeppni um þátt Þingholtanna í þróun vaxandi borgar Eyfirðingafélagið með basar og kaffisölu í Súlnasalnum KVENNADEILD Eyfirðingafé- lagsins i Rvik efnir til hinnar ár- legu kaffisölu eða fjölskyldukaffis i Súlnasal Hótel Sögu kl. 3 sunnu- daginn 2. nóvember. Félagið hef- ur efnt til þessarar kaffisölu ár- lega, sem hefur verið vel sótt af Norðlendingum búsettu,m hér syðra. Að þessu sinni verður bas- ar haldinn samhliða kaffisölunni, þar sem ýmsir eigulegir munir verða boðnir til sölu. Kvenna- deildin býður sérstaklega öllum Eyfirðingum 67 ára og eldri ókeypis veitingar á sunnudaginn i tilefni dagsins. Eyfirðingafélagið hefur að und- anförnu unnið að þvi að styrkja margvisleg liknar- og menning- arstarfsemi norðanlands, m.a. lagt fram fé til hjartabilsins á Akureyri, til Minjasafnsins og til fleiri mála. öllum ágóða kaffisöl- unnar verður varið til sambæri- legra mála norðanlands. Er þess að vænta að Norðlendingar og þá sérstaklega Eyfirðingar og Akur- eyringar fjölmenni i Súlnasalinn á sunnudaginn til þess að styrkja gott málefni um leið og þeir hitta vini og kunningja að norðan. Vetraróætlun Flugleiða gébé-Rvik. — Vetraráætlun Flug- félags tslands og Loftleiða gengur i gildi 1. nóvember. Breytingar verða ekki miklar, þó fljúga þotur Loftleiða allan veturinn til Chicago nú og i vetur verður ekki um beint flug að ræða til Stokkhólms yfir vetrarmánuðina. Félögin munu nota DC-8-63 þotur, Boeing 727 þotur og F-27 Friendship skrúfuþotur til áætlunarflugferða. Þá hafa Flugleiðir h.f. ákveðið sjö sólar- ferðir til Tenerife i vetur og verður sú fyrsta 14. desember og sú siðasta 4. april, eða um páskana. Vegna mikillar eftirspurnar og vaxandi vinsældir sólarferða i skammdeginu, hefur þessum ferðum farið fjölgandi á undan- förnum árum, en það var um ára- mótin 1970-1971 að Flugfélag ts- lands hóf skipulegar ferðir til Gran Canaria og eru þessar ferðir nú orðnar fastur liður i starfsemi Flugleiða hf. Mörg þúsund ts- lendinga hafa nú kynnzt Gran Canaria, og i vetur bætist blóma- eyjan Tenerife við sem viðkomu staður. Munu farþegar Flugleiða dveljast i ferðamannabænum Puerto de la Cruz, sem er á austurströnd eyjarinnar. A ÞESSU ári er I fyrsta skipti efnt til samkeppni um „Verðlaun Sig- urðar Guðmundssonar”. Arki- tektafélag íslands hefur, sam- kvæmt ákvæðum skipulagsskrár sjóðsins, skipað dómnefnd i sam- keppni þessari, og eiga sæti i henni arkitektarnir Gunnlaugur Halldórsson, formaður, Albina Thordarson og Vifill Magnússon, svo og Steinunn Marteinsdóttir leirkerasmiður og Guðni Guð- mundsson rektor, tilnefnd af sjóðsstjórninni. Samkeppnis- verkefnið er skipulagning Þing- holtsstrætis og Þingholtanna með tilliti til varðveizlu fornra húsa i vaxandi, nýtizku borg, eða eins og það er orðað i auglýsingu um samkeppnina: „Þáttur Þingholt- anna i Reykjavik i þróun vaxandi borgar”. Telur stjórn sjóðsins fara vel á þvi að efna til slikrar samkeppni á „byggingaverndarári” Evrópu- ráðsins. Samkeppnistillögum á að skila fyrir 4. mai nk. Leikfélag Hafnarfjarðar var endurvakið haustið 1973, er hópur ungs fólks samdi og sviðsetti barnasöguna Sann- leiksfestina. 1974 sýndi L.H. „Leif, Lillu, Blóma og' Brúði” eftir Suzanne Osten i þýðingu Harðar Torfasonar undir stjórn Kára Halldórs. Sýnt var i Hafnarfirði og farið i leikför um Austur- og Norð- urland. Laugardaginn 1. nóvember n.k. kl. 14.00 verður 1. sýning L.H. Barnaleikhússins á „Halló krakkar” i Bæjarbiói i Hafnarfirði. Höfundur er Leif Forstenberg, en Guðlaug Her- mannsdóttir islenzkaði. Leik- stjórn annaðist Magnús Axels- son, lýsingu Lárus Björnsson. Leikendur eru: Sigriður Ey þórsdóttir, Kjuregej Alexandra, Finnur Magnús- son, Kári Halldór og Ingólfur Steinsson, sem hefur haft umsjón með tónlist og einnig samið nokkur lög i leikinn. önnur sýning á „Halló krakkar” verður i Breiðholts- skóla, sunnudaginn 2. nóvem- ber kl. 16.30. Fyrirhugað er að sýna á laugardögum i Bæjarbiói, en á sunnudögum i skóium og nær- liggjandi byggðarlögum. Aðalfundur í Árnessýslu Aðalfundur Félags ungra Framsóknarmanna I Arnessýslu verð- ur haldinn að Flúðum þriðjudaginn 4. nóv. kl. 21,30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. Halldór Ásgrimsson alþingism. ræðir stjórnmálaviðhorfið Magnús ólafsson form. SUF. greinir frá starfi sambandsins önnur mál. Ungt fólk er hvatt til að fjölmenna. Ungar konur! Fjölmennið á fundinn og hefjið virkari þátttöku i þjóðfélagsmálum i framhaldi af velheppnuðum aðgerðum i kvennafrii. Stjórnin. Akureyri — nógrenni Haustfagnaður framsóknarmanna i Norðurlandskjördæmi eystra verður haldið að Hótel KEA laugardaginn 8. nóv. og hefst með borðhaldi kl. 20.00. Ræðumaður Þórarinn Þórarinsson alþingismaður. Skemmtiatriði — dans. Þátttaka tilkynnist Hótel KEA fyrir föstudaginn 7. nóv. Stjórn Kjördæmissambandsins. Akranes Framsóknarfélag Akraness heldur Framsóknarvist i félags- heimili sinu að Sunnubraut 21 sunnudaginn 2. nóv. kl. 16.00. Kvöldverðlaun og heildarverðlaun að loknum 5 vistum. Þetta er 2. vistin af 5. öllum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Fyrirlestur Kristjáns Friðrikssonar Flyt fyrirlestur minn um nýskipan efnahagsmála, einkum sjáv- arútvegs-og iðnaðarmála, á Akureyri sunnudag kl. 15.00 að Hótel KEA. Kristján Friðriksson. Árnessýsla Akveðið er aö Framsóknarfélag Arnessýslu haldi sin árlegu spilakvöld i nóvember. Hiö fyrsta verður að Aratungu 14. nó v, annað að Rorg 21. nóv. og þriöja og siðasta spilakvöldið i Arnesi 28. nóv. Nánar auglýst siðar. Stjórnin. Kjördæmisþing Norðurlands eystra Þingiðhefstlaugarsaginn 8. nóv kl. 13. Þátttakendum stendur til boða gisting á Hótel KEA á hagstæðu verði. Hafnarf jörður Viðtalstímar bæjarfulltrúa Framsóknarfélögin i Hafnarfirði hafa opið hús að Strandgötu 11, 2. hæð á hverjum fimmtudegi kl. 18—19. Þar verða til viðtals bæjarfulltrúi flokksins og varafulltrúi, svo og nefndarmenn. Simi 51819. Framsóknar- menn Suðurlandi Kjördæmisþing framsóknarmanna i Suðurlandskjördæmi verður haldið að Hvoli, Hvolsvelli, sunnudaginn 9. nóv. og hefst kl. lOf.h. Auk venjulegra þingstarfa verða tekin til meðferðar orku- og menntamál. Framsögumenn verða Helgi Bergs banka- stjóri og Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra. Allt framsóknarfólk velkomið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.