Tíminn - 02.11.1975, Blaðsíða 40

Tíminn - 02.11.1975, Blaðsíða 40
- ....................... ' Sunnudagur 2. nóvember 1975. f SÍMI 12234 ■HERRA GARBURINN AflALSTRFETI a fyrir góAan mat $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS - SAAASTARFSNEFND TIL AÐ STUÐLA AÐ JAFNARI LAND- BÚ NAÐARFRAMLEIÐSLU OG GERD LANDSHLUTAÁÆTLANA Reisulegur — Með þeim öru framförum á sviði afurðasemi og bústærðar, sem hefur verið og er i landbún- aði, þarf jafnan að gæta þess, að sölumöguleikar séu fyrir hendi fyrir þá framleiðslu, sem til fell- ur, en einnig er mikilvægt, að ekki komi upp staðbundinn skort- ur, einkum mjólkur, svo sem dæmi eru til um. Þá getur verið nauðsyn á að stuðla að jafnari framleiðslu eftir landshlutum. Þetta sagði Guðmundur Sig- þórsson, deildarstjóri i land- búnaðarráðuneytinu, i viðtali við Timann. — Þvi var skipuð sam- starfsnefnd til að vinn á sviði skipulags- og áætlunarmála i landbúnaði, siðari hluta árs 1974. Nefndin er skipuð aðilum frá Stéttarsambandi bænda, Búnaðarfélagi Islands, Fram- leiðsluráði landbúnaðarins, Landnámi rikisins, Áætlanadeild Framkvæmdastofnunar rikisins og Landbúnaðarráðuneytinu. Nefndin hefur unnið heildarupp- lýsingar um tekjur bænda i ein- stökum sveitarfélögum, breytingar á bústofni og ibúa- fjölda og framkvæmdir i útihúsa- byggingum og ibúðarhúsabygg- ingum i einstökum sveitum. Við þá úrvinnslu hefur hún notað upp- lýsingar frá Hagstofu íslands, Fasteignamati rikisins og fleiri stofnunum. Með söfnun þessara upplýsinga er fenginn grundvöll- ur til samanburðar á búrekstri og búsetuþróun i einstökum lands- hlutum, og betur séð en áður, hversu er ástatt með byggingar i landbúnaði. Einnig hefur nefndin unnið að skýrslu um markaðs- horfur og framleiðsluhorfur i landbúnaði. — Hvert er annað aðalverkefni nefndarinnar? — Það er að vinna að gerð landshlutaáætlana, en i þeim er tekin fyrir svæðisbundin þörf skipulegra aðgerða i landbúnaði til að bæta afkomu bændanna og stuðla að öruggari búsetu. í þvi sambandi hefur landbúnaðarráð- herra skrifað til búnaðarasam- banda og samtaka sveitarfélaga, þar sem óskað er eftir að tekið sé upp náið samstarf milli nefndar- innar og þeirra um þessar áætlanir, þar sem þær fara fram. Nefndin hefur þegar hafið undir- búning áætlunar fyrir Árnes- hrepp i Strandasýslu, skv. ákvörðun ráðuneytisins, og upp- lýsingasöfnun i nokkrum sveitar- félögum á Vesturlandi, Norður- iandi og Austurlandi. Samtök sveitarfélaga og búnaðarsam- bönd á þessum svæðum hafa snú- ið sér til nefndarinnar með til- mæli um að gerð verði land- búnaðaráætlun fyrir afmörkuð svæði til að tryggja búsetu á þeim og bæta kjör bændanna. Nefndin hefur þvi hafið upplýsingasöfnun á þessum svæðum i samvinnu við samtökin og 'búnaðarsamböndin til að fá fram, hver sé sérstaða svæðanna og hvaða umbætur megi gera, án þess að hætta sé á að vandi landbúnaðarins i fram- leiðslu- og markaðsmálum verði aukinn. Þar er einkum lögð áherzla á að leita eftir leiðum til að bæta nettótekjur bændanna, án þess aö stofna til stórfellds brúttóauka i framleiðslu. Til að vinna að þessum verkefnum eru sérfræðingar hjá þeim stofnun- um, sem aðild eiga að nefndinni. Auk þess er starfandi sem sér- stakur starfsmaður nefndarinnar Baldur Kristjánsson félags- fræðingur. bær Á HLAÐINU á Sturluhóli i Austur-Húnavatnssýslu má sjá þenn- an litla en reisulega bæ. Ekki er hann notaður til ibúðar i venju- legum skilningi þess orðs, heldur var hann byggður fyrir börnin á bænum, og heitir að sjálfsögðu Burstafell. Upphaflega var bærinn byggður fyrir um það bil tiu árum og var þá reistur nokkuð langt frá ibúðarhúsinu, en í sumar var hann tekinn og fluttur heim i hlaðið. Áður fyrr var barnaheimili á Sturluhóli, og þá var oft mann- margt i litla bænum. Þar fóru börnin i margs konar leiki, enda auðvelt að láta hugmyndaflugið starfa, þegar aðstaðan er svo lík i lífi og starfi fullorðna fólksins. Inni i húsinu eru bæði borð, stólar og bekkir, og æði mikið at- hafnasvið fyrir börnin. Og vist er um það, að svona „leikfang” er mjög þroskandi fyrir sérhvert barn. Mættu þvi fleiri huga að þvi að gera jafngóðan leikvöll fyrir sin börn. Húsið var byggt á likan hátt og gert var á fyrstu ártugum þessarar aldar, með hlöðnum torfveggjum, þótt þakið sé hins vegar úr járni. Á Sturluhóli búa hjónin Erla Aðalsteinsdóttir og Snorri Bjarnason. A myndinni hér fyrir neðan sjást ibúarnir i Burstafelli, Bjarni Snorrason og Steinunn Snorradóttir, ásamt vinalegum seppa. Timam. MÓ. Þetta kalla ég náttúruundur, segir Halldór Pálsson búnaðarmálastjóri — um sauðfjárrækt Leifs í Keldudal HHJ-Reykjavik. Timinn fregnaði ekki alls fyrir löngu, að Leifur bóndi Þórarinsson i Keldudal i Hegranesi, Skaga- firði hefði nú i haust lagt inn hjá sláturhúsi, Kaupfélags Skag- firðinga á Sauðarkróki, i ellefta skiptið i röð, þyngsta dilkinn i húsinu. t tilefni af þessu hafði Timinn sambandi við Leif og innti hann nánar eftir þessu. Staðfesti hann, aö rétt væri að hann hefði nú átt þyngsta dilkinn i slátur- húsinu, og væri þetta i ellefta skiptið, sem svo væri. Hefði dilkurinn nú vegið 35,2 kg, en meðalvigt hjá sér sagði Leifur að hefði verið 20,96 kg. í fyrrahaust átti Leifur, eins og menn rekur kannski minni til, þyngsta dilkinn hjá Slátur- húsi KS á Sauðarkróki, en sá dilkur vó 39,4 kg, og var það þyngsti dilkur, sem lagður hefur verið inn til slátrunar hér á landi. Timinn innti Leif eftir þvi, hvað hver vetrarfóðruð kind hjá honum gæfi af sér, og taldi hann nærri lagi að ætla, að eftir hverja vetrarfóðraða kind lægju um 33 kg. 1 tilefni af þessu leitaði Timinn álits Halldórs Pálssonar búnaðarmálastjóra. Sagði hann, að árangur sá, er Leifur hefði náð á undanförnum árum i sauðf járrækt, væri þvi sem næst einstæður, þvi Leifur hefði ár eftir ár verið með þyngsta og vænsta féð hjá sláturhúsi KS. Varöandidilkinn i fyrra, sem vó 39.4 kg, sagði búnaðarmála- stjóri, að hann mætti kalla hreint náttúruundur. Kjötið af þeim dilk hefði hvergi verið of feitt og hlutföll milli vöðva og fitu mjög góð. Er Timinn spurði búnaðar- málastjóra, hverju hann vildi þakka þennan mikla árangur Leifs, sagði hann, að þar færi tvennt saman. Annars vegar það, að Leifur væri einstaklega glöggur fjárræktarmaður, og svo hitt að meðferð sú, er fé hans fengi, hlyti að vera einstaklega góð. Enda kæmi það og á daginn, að framleiðsla hjá Leifi eftir hverja kind væri meiri heldur en hjá öðrum bændum. Sagði búnaðarmálastjóri það mikið atriði, að Leifur beitti fé sinu á ræktað land, og svo kvað hann það ekki siður mikilvægt, að fénu liði vel fyrir slátrun. Ekki taldi búnaðarmálastjóri, að kjöt af dýrum sem beitt væri á grænfóður, væri verra heldur en annað kjöt á markaðnum, taldi hann það jafnvel betra. Að lokum sagði búnaðarmálastjóri, að árangur Leifs i Keldudal sýndi glöggt, hve vaxtargeta islensku sauðkindarinnar væri mikil, ef rétt væri á málum haldið. Leifur Þórarinsson I Keldudal. Búnaðarmálastjóri jafnar árangri Leifs I sauðfjárrækt við náttúruundur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.