Tíminn - 04.11.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.11.1975, Blaðsíða 2
TÍMINN Þriðjudagur 4. nóvember 1975 Stórtjón á Eyrarbakka: ALLIR BATAR I EYRAR- BAKKAHÖFN EYÐILÖGÐUST — gífurlegar skemmdir ó öðrum mannvirkjum SJ-Reykjavik. t óveðri færðist siðan niður aft- og stórbrimi, sem varð ur og liggur nú utan i á Eyrarbakka i fyrri- honum. Báðar siður nótt, eyðilögðust þrir af sjö bátum þorpsbúa eða allir bátar sem i skipsins eru brotnar og sjór i vélarrúmi, lest- um og vistarverum. höfninni voru. Sólborg Tveir bátar voru innar 84 tn stálbátur, sem lá i höfninni, Skúli fógeti yzt við bryggjuna slitn- 27 tn og Sleipnir 11 tn. aði upp og fór upp á Sukku þeir i veðrinu og hafnargarðinn, en sást hvorki tangur af Stórstreymi, lágur loft- þrýstingur og suðvestan ofsaveður lögðust á eitt MÓ—Reykjavík. Markús Ein- arsson veðurfræðingur sagði i gær, aö lægðarmiöjan, sem var skammt suðvestan við landið, hefði þokazt norðaustur yfir Faxaflóa, norður yfir Húnaflóa og norður fyrir land. Af hennar völdum hefði suðvestan hvass- viðri og stormur gengið yfir, einkum suðvestanlands. Markús sagði, að ástæðan fyrir þvi, hve mikið tjón varð sums staðar, væri vegna þriggja samverkandi þátta. I fyrsta lagi hefði suðvestanáttin átt upptök sin alllangt suðvestur I hafi, og úthafsaldan þvi brotn- að af miklum þunga á landinu. 1 öðru lagi hefði lægðarmiðjan gengið mjög- nærri og þess vegna hefði sjávarborðið lyfzt um allt að hálfan metra. Loft- þrýstingurinn i lægðarmiðjunni var aðeins um 950 mb., sem er 50 til 60 mb.lægra en að meðal- tali. 1 þriðja lagi var svo siðla nætur stórstreymt, og hafði það að sjálfsögðu mikil áhrif. En nu sagði hann aö veðrið væri að ganga niður, og ætti þvi ekki að vera mikil hætta úr þessu. þeim né tetur siðdegis i gær, en þeir eru undir Sólborgu. Talið er að Sólborgin hafi borizt með veðrinu á og yfir minni skipin. Brjót garðar kringum hafnarkvina hafa riðl- azt og minni skipin og brú, sem var á milli þeirra á einum stað er aiveg horfin. Þá brotnaði veggur og gólf i saltfisk- geymslu frystihússins sjávarmegin, og voru þar tvennar dyr opnar inn i frystihúsið og þorpið siðdegis i gær. Unnið var að þvi að birgja dyrnar svo sjór gengi ekki þar einn óhindrað ef óveður skylli á aftur. Sömu- leiöis var innkeyrsla i frystihúsið ónýt. Auk þessa hafa varnargarðar við. Eyrarbakka rofnað á mörgum stöðum, vegir eru stórskemmdir, svo og rafmagnsiinur og vatnsieiðslur. Holræsa- kerfið er i ólestri og stóðu gosbrunnar upp úr þvi á mörgum stöð- um þegar þorpsbúar komu á fætur i gær- morgun. Sjór flæddi inn i tugi kjallara og skemmdust heimilistæki viða og oiiukyndingartæki og voru mörg hús óupphit- uð i gær af þeim sök- um. Landbrot hefur orðið á einum stað 10-15 metra inn frá fjörunni. — Ég kalla það vel sloppið ef tjónið, sem varð hér i óveðrinu i nótt nemur ekki meira en 100 milljónum króna, sagði Þór Hagalin sveitarstjóri Eyrar- bakkahrepps siðdegis i gær. — Við höfum einbeitt okkur að þvi að loka sjóinn úti, endurbæta varnargarða og fylla i sjávar- bakka sem sópazt hafa burt. Ekkert ráðrúm hefur gefizt enn til að kanna hve mikið tjón hefur orðið i allt, en bátarnir þrir, sem eyðilögðust eru 70 milljón króna virði. Það er ekkert smávegis tjón, sem orðið hefur á Eyrarbakka, þar sem nú búa um 570 manns. Þegar Timamenn fóru þar um siðdegis i gær gat enn að lita þang og spýtnabrak á götum þorpsins, en búið var að ryðja burt stórgrýti, sem barst á land i sjóganginum. Brimið hamað- ist úti fyrir, en þó hafði mikið lægt frá þvi i fyrrinótt og gær- morgun. Viða voru sjóvarnargarðar rofnir og verið var að aka þang- að grjóti, sem sækja þurfti alla leið i Ingólfsfjall, og eins brugðu forráðamenn ístaks h.f., sem er aðili að hafnargerð i Þorláks- höfn við, og sendu marga bil- farma af grjóti þaðan. 1 miðju þorpinu hefur orðið mikið land- brot við sjóinn og ef það kemst nokkrum metrum lengra flæðir sjórinn hömlulaust inn i þorpið á flóði. Þarna var sem óðast verið að aka i grjóti og sandi. Vegirnir vestast i þorpinu við höfnina eru nánast horfnir. Þar sem áður voru upphlaðnir vegir eru nú niðurgrafnar slóðir I bakkana við ströndina. Vatns- leiðslur, sem voru á hálfsannars til tveggja metra dýpi i jörðu, fundust marga metra frá upp- haflegum stað sinum og ofan á jarðveginum. Var þetta á tvö- hundruð'.metra kafla. — Menh voru niðri á bryggju að reyna að binda bátana niður fram undir það að þeir slitnuðu upp, sagði Þór Hagalin sveitar- stjóri. En siðar varð ekki nokkr- um manni fært þarna fram, bryggjan var eins og eyja um- flotin sjó og mannhæðarháar öldur gengu þar yfir allt. Það var mesta guðsmildi að enginn var þar þegar veðrið var verst. Það veit enginn hvernig þetta hefur i raun og veru gerzt, en ummerkin sýna glögglega að mikið'hefur gengið á. — Það einkennilega var að flestir þorpsbúar höfðu ekki hugmynd um hvað átti sér stað hér þá þrjá, fjóra tima sem veðrið var verst. Þegar skip- stjórarnir á bátunum sögðu mér hvert stefndi um þrjúleytið töld- um við ráðlegast að kalla ekki út fjölda manns i næturmyrkri og óveðri, enda hefði það verið að bjóða aukinni hættu heim. Varzla var höfð á þorpinu það OHAPP VIÐ KRÖFLUVIRKJUN Þungur steinbiti brotnaði MÓ-Reykjavik. Það óhapp varð við Kröfluvirkjun i gær, þegar verið var að hifa upp þungan strengjasteypubita i þak stöðvarhiiss, að bitinn brotnaði og féll niður. Engan mann sakaði, en skemmdir urðu á bómustykki kranans, sem notaður var við hif inguna og gat kom á gólf hússins. Að sögn Sverris Þórólfssonar er ekkert vitað hvað óhappinu olli, en þetta var fyrsti bitinn, sem hifður var i þakið. Verið er að kanna hver ástæðan kunni að vera, og verða niðurstöður þeirrar rannsóknar væntanlega kunnar siðar i dag. Bitarnir eru framleiddir á Akureyri og bjóst Sverrir við að breyta þyrfti hifingarfestingum til að hægt væri að hifa bitana upp. Hætt er við að óhapp þetta valdi einhverjum töfum, en ekki var I dag vitað hvort þær yrðu mjög miklar. LjóðasafnMagnúsarÁs geirssonar í 2 bindum HENTAR I ALLT (ÆTTIAÐ Tvöföld ending öllumj' \uí J HELGAFELL hefur gefið út ljóðasafn Magnúsar Asgeirsson- ar, frumort rjóö og þýðingar, í tveimur bindum. Er þar kotnið á einn stað allt það, sem Magnús afrekaði á þessu sviði, og er það eins og sjá má ærið að vöxtum. Hitt skiptir þó meginmáli, að þýð- ingar Magnúsar eru meðal þess, sem hæst ber i bókmenntum okk- ar á þessari ölii. Um útgáfuna sáu þau Anna Guðmundsdóttir, ekkja Magnús- ar, og Kristján Karlsson bók- menntafræðingur. Er útgáfunni fylgt úr hlaði með nokkrum formálsorðum Onnu og ritgerð útgefandans, Ragnars Jónssonar, er upphaflega birtist sem eftir- mælagrein við andlát Magniísar. Bækur Magnúsar bæði æskuljóð hans frumsamin, Siðkveld, og þýðingar, hafa lengi verið ófáan- legar langflestar, nema örsjald- ar, að þeim bregður fyrir í fornbókaverzlunum, og þá á þvi afarverði, sem gamlar og eftir- sóttar bækur hafa komizt i á sið- ari árum. Verk hans hafa þess vegna fáum verið tiltæk á seinni árum, nema i bókasöfnum og á heimilum bókamanna. Það er þess vegna hið mesta þarfaverk að gefa þau út i heild, svo að almenningur geti á ný átt kost á þvi að eignast ljóðaþýðing- ar hans og ljóð i heild, svo að verk hans megi halda áfram að vera gleðigjafi nýrri kynslóð, glæða fegurðarskyn hennar og mál- smekk og vera henni brunnur hugmynda. Magnús Asgeirsson Vatnslaust í Eyjum! Mó.-Reykjavik.Vatnslaustvarð i Vestmannaeyjum 1 gær. Leiðsla fór sundur fyrir neðan bæinn Bakka á Landeyjum, en búizt var við að viðgerð yrði lokið siðdegis i gær og eðlilegt vatnsrennsli kom- ið á i dag. Venjulega eru til i Eyjum vatns birgðir, sem endast i hálfan ann- an sólarhring þó að bili vatns- leiðsla, en nú voru litlar birgðir til, og lágu til þess margar sam- verkandi ástæður, að sögn Páls Zophoniassonar bæjarverkfræð- ings i Vestmannaeyjum. Ekki mun vatnsleysið hafa haft neinar alvarlegar afleiðingar, t.d. gátu frystihúsin notað sjó á vélarnar. Ármannsfellsmálio aftur til saksóknara BH— Reykjavlk. — Armannsfells- málið er komið aftur frá saka- dómaraembættinu til rikissak- sóknara, eftir að fram hafði farið itarlegri könnun á tilteknum at- riðum þess. Þórður Björnsson, rikissaksóknari tjáði Timanum i gær, að málið væri nú i athugun hjá embættinu. MIKIÐ BYGGT I VOGUAA EN MINNKANDI SJÓSÓKN Mó—Reykjavfk. Það er mikið byggt i Vogum á Vatnsleysu- strönd, og munu nú vera 15 til 20 ibúðarhús þar i byggingu, að sögn Guðlaugs Aðalsteinssonar. Hins vegar er mjög dökkt útlit með vinnu i frystihúsunum. Frystihúsið Vogur hf. hefur lokað og sagt öllu starfsfólki upp, og Guðlaugur Aðalsteinsson hefur leigt hraðfrystíhús sitt hluta- félaginu Léttmink. Er það nú ' notað sem minkafóðurstöð, og fiskúrgangur og annað minnka- fóður malað þar og blandað bæti- efnum. Siðan er það flutt tilbúið i minkabuin. Tveir bátar gera nú út með ýsunet, en afla ekki nema rétt i soðið. Er það mikill munur, eða á sama tima og i fyrra, þegar bát- arnir komu iðulega með 11 tonn úr róðri. Þrátt fyrir þetta eru engir menn á atvinnuleysisskrá, enda vinna menn úr Vogum á Kefla- vikurvelli, i Straumsvik eða jafn- vel uppi i Sigöldu. En það er al- varlegt mál, sagði Guðlaugur þegar fullfriskir sjómenn og af- burða skipstjórar hætta að sækja sjóinn og fara að vinna i landi. Það er þó ekkert undarlegt við það, þegar þeir geta haft betra kaup i landi fyrir styttri vinnu- tima.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.