Tíminn - 04.11.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.11.1975, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 4. nóvember 1975 TÍMINN Fé flæddi við Ölfusá — aldrei komið annað eins flóð í ána PÞ-Sandhóli. — Mó-Rvik— Fimmtán kindur hafa fundizt dauðar i ölfusforum af völdum fltíðsins aðfaranótt mánudagsins. Eftir hádegi á mánudag var farið á báti um flóðasvæðið og rekið upp fé og hestar er himdu á skuröruðningum. óttazt er að fleira fé finnist dautt, þégar flóðið sjatnar, og einnig er saknað nokkurra hrossa. Kindurnar, sem hafa fundizt dauðar.eru frá Arnarbæli og Kröki. Olfusforir eru vestan ölfusár niður við ósa, en austan árinnar eru Kaldaðarnesengjar og Eyrarbakkaengjar. Brynjólfur Þorsteinsson bóndi á Hreiður- borg sagði', að hann hefði átt um eitt hundrað fjár á Eyrabakka- engjum. Hefði hann farið þangað i gærmorgun,og hefði hann aldrei séð ölfusá, svo hátt uppi. Hefði áin verið 4 til 5 km frá sínum venjulegu bökkum, þar sem hún gekk lengst á land Ekkert hefði hann séð af fénu, en taldi að sumt af þvi hefði bjargzt upp á skurðruðninga og aðrar hæðir, en trulega hefði eitthvað af þvf farizt. Hins veg- ar hefði hann smalað engjarnar á laugardaginn. Ef hann hefði ekki smalað þá, væri hætt við að margt fé hefði verið aiveg niður á árbakkanum og allt farizt. Átta hross stóðu ut I vatninu i morgun og bjargaði Brynjólfur þeim. Eyþór Einarsson tók i sama streng og Brynjólfur, að annað eins flóð hefði aldrei f ána komið. En það væri þar alltaf ftóðhætta ef hann kæmi stifur á suðaustan. Það var hrein hundaheppni að ekkert fé var frá mér niöur á engjum en eg smalaði þær i gær og þegar svo illa leit út með veður þótti mér réttara að hafa féð heima í nótt. Ef ég hefði ekki smalað er ég sannfærður um að a.m.k. 50 kindur hefðu farizt og jafnvel fleiri. Stokkseyri slapp tiíiöiulega vel Stokkseyri slapp furðanlega vel, að sögn Jóhannesar sveitar stjóra. Vegur fór að visu sundur vegna sjógangs við Hraunsá, sem er rétt fyrir utan þorpið, og svolitið tók úr varnargörðunum. Mi'kiii þari', rek og spýtnabra'k rak upp á götur, enda gekk sjór- inn langt upp og fólk flutti Ur einu húsi, eftir að sjórinn fór að bylja á húsveggjum. Hvergi rann þó sjór inn i hús, og ekki sakaði bátana i höfninni. Þakk- aði sveitarstjóri það þvi að auk þess að vera bundnir við bryggju, eru bátarnir bundnir með vfrum yfir i varnargarðinn. Sllkt mun þó vera sjaldgæft i höfnum landsins, en Stokks- eyringar hafa lært af reynslu liðinna ára. Hörður Sigurgrimsson Holti við Stokkseyri sagði, að þetta veður væri það versta, sem yfir hefði gengið siðan 1925. Sjór hefði nú gengið á land og kastað grjóti og þara og drasli svo tug- um metra skipti. Mikið tjón hefði þviorðið á grónu landi, og allar girðingar meðfram sjón- um væru i rúst. Sömu sögu fengum við vlða að, og dæmi eru um að fölk hafi yfirgefið hús af öryggisástæð- um. sem eftir var nætur og það var eðeins um tugur manns, sem við það starfaði. t býtið i gær hófust siðan framkvæmdir við neyðarráð- stafanir á Eyrarbakka. Sima- kerfið brást algerlega, en Eyr- bekkingum gengur oft illa að ná simasambandi við aðra staði undir venjulegum kringum- stæðum hvað þé þegar ættingjar og vandamenn þorpsbúa keppt- ust við að hringja og spyrja frétta eftir að fréttir bárust um viðburði næturinnar. Um hádegi var bein lina tengd við Eyrar- bakka og auðveldaði það starfið i þorpinu. 1 einu húsi á Eyrarbakka, Sól- Frh. á bls. 19 5 BÁTAR SUTNUÐU UPP í SANDGERÐI — bíl tók út af bryggjunni Hrafn náðist ekki á flot Hjá lögreglunni i Grindavik fengum við þær upplýsingar, að Hrafn GK 12, sem er 330 lesta bátur, hefði slitnað upp og rekið upp i fjöru. Ekki skemmdist báturinn þó mikið og siðdegis i gær átti að reyna að ná bátnum á flot en það tókst ekki. Þá fóru tveir borar sem vitamálastjórn átti i sjóinn, en þeir stóöu á vesturgarðinum. Til marks um hve veðrið var mikið gat lög- reglan þess, að stórgrýti hefði oltið úr hafnargarðinum og upp á bryggjuna. Nýi hafnargarður- inn bjorgaði bátum í Þorlákshöfn Siguröur Jónsson hafnarstjóri I Þorlákshöfn sagði að veðrið þar hefði verið með þvi versta sem gerðist, en samt hefðu orðið sáralitlar eða engar skemmdir i Þorlákshöfn. Um 22 bátar voru þó i höfninni, en það sem öllu bjargaði var nýi hafnargarður- inn, sem nú er verið að byggja. Kemur hann I beinu framhaldi af syðri hafnargarðinum. Fyrst koma þar tæpl. 200 m af steypt- um kerjum, sem sökkt hefur verið og eru notuð sem bryggja, en þar fram af kemur 200m langur grjótgarður. Kvaðst Sigurður sannfærður um, að ef þessa garðs hefði ekki notið við hefði mikið tjón orðið. Foraðsveður í Vík og a Höfn Fimm bátar slitnuðu frá bryggju I höfninni i Sandgerði ográkuupp I garð i einni bendu. Fjórirþeirra náðust strax á flot en einum tókst ekki að ná fyrr en á flóðinu i gærkvöldi. Ekki er vitað hvort bátarnir eru mikið skemmdir, en þó er vitað, að skrufa hefur skemmst á einum þeirra. Að sögn Þórhalls Glsla- sonar, hafnarvarðar I Sand- gerði, er þó ekki hægt að segja um skemmdir fvrr en búið er að taka bátana i slipp. Þá tók einn bíl út af bryggjunni og lenti hann i sjónum. Ekki hafði tekizt að finna hann i gær, enda var sjórinn gruggugur i höfninni. 1 Höfn i Hornafirði rigndi geysimikið og vegir spilltust eitthvað, en aðrir skaðar urðu ekki. 1 Vik I Mýrdal var gifurleg veðurhæð, en ekki urðu þar heldur neinir skaðar. Annasamt hjá sátta- semjara BH-Reykjavik. — Torfi Hjartar- son, rikissáttasemjari, hefur i nógu að snúast þessa dagana. Tíminn ræddi við hann um fimm-leytið i gær. Þá sat hann á fundi með samninganefndum hins opinbera og Bandalags há- skólamanna, og átti von á lækn- um og samningsaðilum þeirra á hverri stundu, en læknar þurfa að semja bæði við riki og borg. Þá hafðiTorfi setið á samningafund- um með skriftvélavirkjum og samningsaðilum þeirra frá klukkan fjögur á sunnudag þang- að til kl. Iiiill' átta i morgun. Loks er þess ógetið, sem ekki skiptir þó minnstu máli, að sátta- semjari sat á fundum með samninganefndum rikisins og Bandalags starfsmanna rikis og bæja til kl. tvö aðfaranótt mánu- dags, en þá var staðið upp að sinni. Fara nú kjaramál þeirra — og raunar BHM-manna lika — fyrir kjaradóm, en eins og sátta- semjari sagði við Timann i gær, ,,þó er ekki þar með sagt, að menn hætti að ræðast við, þótt málið sé komið fyrir dóm." Guðmundur enn í 1-2. sæti s.l-ltcykjavík.Guðmundur Sigur- jónsson gerði jafntefli á svæðis- mótinu i BUlgariu i gær og er enn i 1.-2. sæti. 28 teknir fyrir ölvun við akstur í Reykjavík Þetta er ein af höfuðborgarumferAarmyndum helgarinnar. sem var viðburöarik. Allmörg umferöaróhöpp urðu, þar af má geta þess, að ekið var á eídri hjón á Grensásvegi í gær um hálfsjöleytið. Þá voru 28 oktimenn teknir l'yrir ölvun við akstur. — Enn virðist svo, aö ærið mörgum gleymist það, að veturinn er kominn með vætu sina, móðu. regnógmyrkur, og llf okkar sjálfra og meðborgara okkar eru isifelldri liættu, nema þvi aðeins að við gefum okkur tima til að huga að að- stæðum og förum hægar yfir. Tímamynd: GE. Svæðismótið í skák Parma vann van den Broeck i 35 leikjum I 11. umferð. Björn vann Laine i 43 léikjum. Liber- zon vann Hamann i 42 leikjum. Jafntefli gerðu Jansa og Ribli I 52 leikjum, Murray og Hartston i 40 leikjum og Ostermeyer og Poutiainen I 19 leikjum. Timm- an og Fr iðrik eiga biðskák. Parma vann van den Broeck eftir skemmtilegar sviptingar. Björn náði smám saman yfir- burðastöðu gegn Laine og hafði skiptamann yfir þegar Laine gafst upp eftir 43 leiki. Liberzon náði snemma betra tafli gegn Hamann og herti tökin þar til yfir lauk. Jansa náði vinnings- stöðu gegn Ribli, en slakaði á og Ungverjinn slapp með skrekk- inn. Murray og Hartston tefldu fjöruga skák, sem leystist upp i jafntefli eftir 40 leiki. Oster- meyer og Poutiainen sömdu um jafntefli eftir 19 leiki i þekktri jafnteflisstöðu. Friðrik átti I vök að verjast gegn Timman. Hann lenti i miklu timahraki. Biðstað- an virðist betri fyrir Hol- lendinginn. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 1. Ribli 1 1 1 1/2 1 1 1/2 1 1/2 1/2 2. Poutiainen °I 1 V 0 0 1 1 0 1 1/2 1 3. Hartston 0 0 | | 0 0 1 0 1/2 1 1 4. Hamann 0 1 1 | Jl/2 0 1 1/2 1 5. Friðrik 1/2 1 1 I/2J jl/2 0 1 1 1/2 6. Zwaig 0 0 0 1 1/2| 1 1/2 1/2 1 1 7. Timman 0 0 1 1 1/2 1/2 1 0 1 1 8. Liberzon 1/2 1 1 1/2 1/2 1/2 1 1 1 9. Murray 0 0 0 | 1/2 0 0 1/2 r 0 10. Ostermeyer 1/2 0 1/2 1/2 j ll/2 1/2 1 1 1 11. Jansa 0 1/2 1/2 1 1/2||l/2 1 1 1 12. Parma 1 1/2 1/2 1/2 1 1/2 l/2l | 1 1 1 13. Björn 0 0 1/2 0 0 1/2 0 0 0 | | 1 14. Laine 0 1/2 0 0 \ 0 0 0 0 0 • 0 I 15. van den Broeck 0 0 0 1/2 0 0 0 1 0 0 0

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.