Tíminn - 04.11.1975, Page 4

Tíminn - 04.11.1975, Page 4
4 TÍMINN Þriöjudagur 4. nóvember 1975 Eftirlaunamanninn Nixon dreymir aftur um völd Fyrir nokkrum vikum voru nýjar myndir af Nixon sjald- gæfar. Ljósmyndari frá kaliforniska blaðinu „Sun Post” lá til dæmis i felum dögum saman með sterka aðdráttar- linsu til að ná mynd af fyrrver- andi forseta á sveitasetri hans i San Clemente. Upp á siðkastið hafa aftur verið teknar „opinberar” myndir af Nixonhjónunum. Sagt er frá lifi mannsins, sem eitt sinn var einn af voldugustu mönnum jarðarinnar, en lifir nú á eftirlaunum. Fljótt á litiö er Nixon hamingjusamur en bara fljótt á litið. Hinn gleiðbrosandi, fyrr- verandi forseti, sem sat fyrir hjá Ollie Atkins, fyrrverandi ljósmyndra Hvita Hússins, breyttist i graman gamlingja, þegar hann hélt að enginn tæki eftir. Hann eyðir orku sinni i at- 4 hafnir, sem hljóta að vera auka atriði fyrir hann. Hann skrifar minningar sinar — er núna með kaflann um Watergate — fer oft i gönguferðir og leikur golf i klukkutima á degi hverjum. Valdamissirinn virðist hafa gengið nær honum, heldur en hann viöurkennir. Sumir halda þvi fram, að hann hafi enn (i laumi) pólitisk áform. Nixonhjónin þykjast vera hamingjusöm. — Við elskum þennan stað, segir Pat Nixon. Hvað sem öðru liður, þá búa þau við öll þægindi. Húsið er risastórt, troðfullt af húsgögn- um, og garðurinn er svo stór, að Nixon notar vélknúinn golfvagn til aö fara frá ibúðarhúsinu niður á baöströndina. Nixon lætur ekkert i ljós um minningar sinar. Julie Eisen- hower, dóttir hans segir: — Það verður kjarngóð bók með miklu af uppljóstrunum. Nixon i vinnuherbergi sínu. Er hann aö leggja drög aönýjum stjórnmáiaferli? Nixonhjónin i garöinum og stássstofunni.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.