Tíminn - 04.11.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.11.1975, Blaðsíða 6
ó TÍMINN Þriðjudagur 4. nóvember 1975 Gylfi Kristinsson, formaður hagsmunanefndar SHÍ: Stefna vinstri manna í stúdentaráði grundvallast á hugsjóninni um efnahags- legt jafnrétti til náms Sjálfstæðismönnum brá heldur en ekki i brún, þegar þeir fréttu af afhroði hjáleigu flokksins i Há- skólanum, Vöku, félagi „lýðræðissinnaðra” stúdenta, i kosningum um hátiðanefnd 1. desember, sem fram fóru 22. október s.l. Hlaut Vaka aðeins tæp 36% at- kvæða, en framboð Verðandi, fé- lags róttækra stúdenta, 64% greiddra atkvæða. Eins og les- endum Timans er kunnugt, hefur Verðandi haust hvert undanfarin 4 ár staðið að sjálfstæðu framboði til hátiðanefndar 1. des., og ætið sigrað. Verðandi hefur hins vegar ekki staðið sjálfstætt að framboðslista i stúdentaráðs- kosningum, en stúdentaráð er æðsti fulltrúi stúdenta H.i. út á við. Einstakir stúdentar i Verðandi, og ekki siður aðrir vinstri sinnað- ir stúdentar, svo sem þeir er ekki hafa treyst sér til að skrifa undir stefnuskrá Verðandi, hafa hins vegarstaðið að samfylkingarlista undir heitinu Listi vinstri manna i stúdentaráðskosningum. Þessi listi hefur boðið fram tvö undan- farin ár og sigrað framboðslista Vöku glæsilega i bæði skiptin. Astæða þess, að á þetta er minnzt er sú, að i Morgun- blaðinu, þriðjudaginn 28. októ- ber, eru tveir skjólstæðingar blaðsins, formaður Vöku og odd- viti félagsins i stúdentaráði, krafðir skýringa á afhroði ihalds- útibúsins i kosningunum. Greini- legt er af uppsetningu viðtalanna við þá félaga, að úrslitin eru Morgunblaðinu mikil vonbrigði. Skýring formanns Vöku á tap- inu er einföld og vafalaust rétt. Hann bendir á, að lánamála- barátta stúdenta hafi blandazt inn i kosningabaráttuna, en um- ræöur um þau mál eru afar óhagstæð Vöku, ýmissa hluta vegna. Meðal annars vegna þess, að stefna félagsins i lánamálum hefur einkennzt af þvi að heimta sem mest af þjóðfélaginu i hlut stúdenta, án þess að þeir létu nokkuð i staðinn. Sem sagt heimtufrekjustefna, eins og hún gerist verst. Það sem gerðist i kosningunum, var það, aö stór hluti stúdenta, sem fram að þessu hefur kosið lista Vöku sneri baki við félaginu. Þar hefur vafalaust verið þyngst á metunum starfs- leysi fulltrúa þess i stúdentaráöi og blinda frekjustefnan i lána- málunum. Þetta ábyrgðarleysi Vöku, sem greinilega hefur ekki farið framhjá stúdentum, kom framboði Verðandi til góða. Sér- Gylfi Kristinsson, formaður hagsmunanefndar SHt. staklega vegna þess, að vinstri meirihlutinn i stúdentaráði mót- aði fyrir tveimur árum nýja stefnu i lánamálum námsmanna. Þessi stefna felur i sér þá breyt- ingu-að námslán verði visitölu- bundin, en vaxtalaus. í öðru lagi gera tiílögurnar ráð fyrir þvi, að námslán nái að brúa að fullu svo- nefnda umframfjárþörf náms- manns. i þriðja lagi, að við endurgreiðslu lánanna verði tekið tillit til tekna og fjölskylduað- stæðna lánþega. Þessar tillögur kölluðu Vökumenn s.l. vor kjara- skerðingarstefnu rikisstjórnar- innar og vinstri meirihlutans i S.H.Í. Sigur Verðandi var traustsyfirlýsing á sanngjarna stefnu vinstri meirihlutans i S.H.l. i lánamálunum. Stefnu, sem grundvallast á hugsjóninni um efnahagslegt jafnrétti til náms. Skýringar oddvita Vöku i stúdentaráði eru af öðrum toga spunnar en skýringar formanns- ins. Oddvitinn fléttar á lævislegan hátt Gróusögum og dylgjum um Verðandimenn og þá sem skipa vinstri meirihlutann i S.H.l. inn i skýringar sinar á tapi Vöku. Til dæmis fullyrðir hann rakalaust, að vinstri menn i S.H.Í. hafi mis- notað ráðiö óspart. Fróðlegt væri að vita, i hverju sú misnotkun hafi falizt? Þá ber oddvitinn saman þátttöku i kosningum um hátiðanefnd 1. des. og stúdenta- ráðskosningum, þó að hann viti, að þær eru ósambærilega (kosn- ing á fundi i fyrra tilvikinu, en kjörfundur, sem stendur i heilan' dag, i þvi siðara). Annars ætla ég ekki að eltast við að svara hugarórum oddvit- ans um ástæður fyrir tapi Vöku og þeim fógi, sem hann fléttar inn i þær vangaveltur. Aðrir verða vafalaust til þess. Það eru þó einkum tvö atriði i málflutningi Vökuoddvitans i Morgunblaðinu, sem ég vil gera athugasemdir við. I fyrsta lagi segir oddvitinn, að ákvarðanataka i lánamála- baráttu stúdenta hafi verið flutt úr hagsmunanefnd S.H.I. i hina „einlitu” kjarabaráttunefnd,” eins og hann orðar það. Þetta er alrangt. Kjarabaráttunefnd er aðeins vinnu- og samstarfsnefnd, sem i eiga sæti fulltrúar þeirra skóla, sem eiga aðild að Lána- sjóði isl, námsmanna. Fulltrúar S.H.Í. i kjarabaráttunefnd starfa . þannig að lánamálunum innan þess ramma, sem S.H.I. og hags- munanefnd S.H.l. ákveður. Þann- ig geta fulltrúar Vöku i stúdenta-, ráði haft full áhrif á starf kjara- baráttunefndar með virkari þátt- töku i stúdentaráði og hagsmuna- nefnd stúdentaráðs, ef vilji er fyrir hendi. I öðru lagi lætur oddviti Vöku og þvi liggja, að Verðandi hafi tekizt að fá til liðs við sig menn, sem gegna trúnaðarstörfum fyrir unga framsóknarmenn, og beitt þeim fyrir sinn pólitiska vagn. Þetta er einnig rangt. Ég get fullyrt að enginn ungur fram- sóknarmaður er félagsbundinn i Verðandi. Annað mál er, að ýmsum ungum framsóknar- mönnum hefur fundizt fýsilegra að styðja framboð Verðandi i kosningum um hátiðanefnd 1. des., þótt rautt sé, frekar en styðja sótsvart ihaldsframboð Vöku. Hvort framhald verður á þeim stuðningi, er engu hægt að spá um, Um framboðslista vinstri- manna til stúdentaráðs er það að segja, að þeir framsóknar- menn, sem tekið hafa þátt i þeirri samfylkingu, eru ánægðir með, hvernig til hefur tekizt með sam- starf við aðra einstaklinga, sem i henni hafa tekið þátt. Framhald þeirrar samfylkingar, og yfir hversu breiðan pólitiskan grund- vö!l hún kemur til með að ná næsta vor, ræðst af þeim málefn- um, sem aðilar eru tilbúnir til að fallast á og gera að sinum. Reykjavik, 30. okt. 1975 Kiwinisklúbbur Hafnarf jarðar: Safnar til líknar- og velferðar- mála Kiwanisklúbburinn Eldborg Hafnarfirði ráðgerir að halda bingó I Skiphól i vetur til fjársöfn- unar i styrktarsjóð. Agóða verður varið til liknar og velferðarmála. Eldborgarfélagar hafa á undanförnum árum farið i skemmtiferð með aldrað fólk úr Hafnarfirðiéinnig stutt með gjöf- um og fjárframlögum Styrktar- félag aldraöra i Hafnarfirði, Sól- vang og St. Jósefsspitala. Fyrsta bingó vetrarins verður i kvöld, þriöjudagskvöld. 1. vélstjóri Fyrsta vélstjóra vantar til starfa við væntanlegt Vestmannaeyjaskip. Viðkom- andi þarf að hafa full vélstjóraréttindi (stærð vélar 2300 hestöfl) og vera viðbúinn að fara til Noregs til eftirlits fyrrihluta næsta árs og dvelja þar meðan á smiði skipsins stendur eða til 15. júni n.k. Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf sendist stjórn Herjólfs h.f. pósthólf 129 Vestmannaeyjum, fyrir 1. des. n.k. Frekari upplýsingar veitir formaður stjórnarinnar Guðlaugur Gislason, simar 91-11560 eða 91-21723. Stjórn Herjólfs h.f. Vestmannaeyjum. Upphafið að fundar- og bréfabók Seltjarnarnesshrepps 1875. 100 ár frá fyrsta formlega fundi hreppsnefndar á Seltjarnarnesi Þriðjudaginn 4. nóv. eru liðin rétt 100 ár, siðan hrepps- nefnd kom i fyrsta sinn saman til fundar á Seltjarnarnesi. Forsaga þess var i stuttu máli sú, að konungleg tilskipun var gefin út 4. mai árið 1872 um skipun sveitarstjórnarmála, þar sem ákveðið var ger- breyting i þessum efnum um land allt. Sagöi i tilskipuninni, að héraðsstjórn ætti að vera i höndum hreppsnefnda, sýslu- nefnda og amtsráða, sem ættu aftur að lúta yfirstjórn lands- stjórnarinnar og vera háð eftir- liti hennar við störf sin. Með þessu var atkvæðisbærum ibú- um einstakra hreppa fengiö i vald I eigin málum, og áttu hreppsnefndir að vera skipaðar eigi færri fulltrúum en þrem, og ekki fleiri en sjö, sem kjörnir væru til sex ára I senn. Hreppsnefnd Seltjarnarness- hrepps var svo samkvæmt þessu skipuð fimm mönnum og var svo alla tið eða þangað til hreppurinn fékk kaupstaðar- réttindi á siðast liðnu ári. Þessir menn sátu i fyrstu hrepps- nefndinni: Kristinn Magnússon i Engey, Ólafur Guðmundsson á Mýrarhúsum, Ingjaldur Sig- urðsson á Lambastöðum, Er- lendur Guðmundsson á Skildinganesi og Ólafur ólafs- son á Vatnsenda. Eru gerða- bækur hreppsnefndarinnar til frá upphafi og segir svo i fyrstu fundargerðinni, að séra Hall- grimur Sveinsson — siöar biskup — hafi stýrt þessum fyrsta fundi hennar. Eins og kunnugir munu átta sig á af heimilisföngum nefndarmanna, var Seltjarnar- neshreppur mun viðáttumeiri fyrir réttri öld en siðar varð, þvi að lengi vel náði hann — þótt með frávikum væri — alla leið að Lækjarbotnum —sem margir munu átta sig á, ef Lögberg er nefnt) Verulegur hluti þess landrýmis, sem höfuöborgin hefur siðan þanist yfir, tilheyrði þá Seltjarnarneshreppi og land hans hafði raunar verið skert tvivegis I þágu Reykjavikur, þegar hér var komið sögu. Má segja með nokkrum sanni, að stækkun Reykjavikur og skerðing á landrými hreppsins hafi haldist i hendur á liðnum áratugum — en þaö er önnur saga,semhér verðurekki sögð. Hér eru að sjálfsögðu ekki heldur tök á eða ástæða til að rekja allar þær fjölþættu breytingar, sem orðið hafa á högum og háttum I Seltjarnar- neshreppi á þeirri öld, sem liðin er frá upphafi þeirrar skipunar mála, sem getið er hér að framan, en ein merkasta breytingin varð 9. april 1974, þegar Seltjarnarnes varð kaupstaður. Ætlar bæjar- stjórnin nú að minnast þessa merka aldarafmælis með ýms- um hætti. Er þar fyrst að geta, að efnt verður til sérstaks hátiðar- fundar i félagsheimili bæjarins kl. 17.15 þriðjudaginn — 4. nóvember — þar sem litið verður yfir farinn veg af þessu tilefni og reynt að skyggnast eitthvað fram I timann. Annars hyggst bæjarstjórnin einkum minnast afmælisins með þrenns konar móti, sem hér skal getið: 1. Samin verði 100 ára saga hreppsins og Mýrarhusaskóla, sem fyllti öldina i sl. mánuði. 2. Skólanum skal fært að gjöf listaverk eftir Asmund Sveins- son myndhöggvara. 3. Aðalskipulag bæjarins verði tekið til endurskoðunar og efnt til hugmyndaamkeppni i sam- bandi við það. Hvað snertir siðastnefnda at- riðið má jafnframt geta þess, að heitið verður verðlaunum, sem nema i heild rúmlega milljón króna, og á samkeppninni að vera lokið 15. júni aö ári. Sjö manna dómnefnd mun fjalla um tillögur, sem berast, og eru þeir þessir. Fyrir bæjarstjórnina Steindór Haarde verkfræðingur, Karl B. Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar, Njáll Þorsteins- son bæjarfulltrúi og Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri, og fyrir Arkitektafélag Islands Guðrún Jónsdóttir, Pálmar ólason og Stefán Benediktsson arkitektar. Bæjarstjórn Seltjarnarness skipa eftirtaldir menn: Karl B. Guðmundsson, Snæbjörgn As- geirsson, Sigurgeir Sigurðsson, Magnús Erlendsson, Viglundur Þorsteinsson, Njáll Ingjaldsson og Njáll Þorsteinsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.