Tíminn - 04.11.1975, Side 8

Tíminn - 04.11.1975, Side 8
8 TÍMINN Þriðjudagur 4. nóvember 1975 Jón Skaftason, alþm.: Framkvæmdastofnunin hefur hvorki stuðlað að efnahagslegu jafnvægi né áætlunarbúskap Hér á eftir birtist ræða sú, er Jón Skaftason flutti i umræðum um Framkvæmdastofnun- ina i siðustu viku. í efnahagskreppu Virðulegi forseti. Það frumvarp til laga um breytingar á lögum um Framkvæmdastofnun rikis- ins, sem hér er til fyrstu umræðu, er i sjálfu sér ekki efnismikið eitt út af fyrir sig. En það er að minu viti borið fram á þeim tima i þjóðarsögunni, sem gerir efni þess athyglisvert og umræðuvert á hæstvirtu Alþingi. Ég lit svo á, að við sem lifum i þessu landi stöndum nú frammi fyrir og séum raunar komnir fyrir nokkru inn i einhverja þá mestu efnahags- kreppu, sem Islendingar hafa lif- að siðan þeir stofnuðu lýðveldi i landi hér og tóku stjórn eigin mála i sinar hendur. Ég ætla ekki að fara að rekja itarlega ástæðurnar fyrir þvi, að svo er komið högum okkar. Þær eru margar, flóknar og sam- slungnar. Ég vil þó aðeins segja i þessu sambandi, að veruleg ástæða fyrir þvi, hve erfiðlega gengur, liggur i þvi, að okkur hefur ekki tekizt að stjórna málum, m.a. héðan úr þessu húsi, eins og nauð- synlegt hefði verið til þess að komast hjá efnahagskreppu eins og þeirri, sem við nú stöndum i. Stef numarkandi frumvarp Ég lit þvi á þetta frumvarp sem frumvarp um stefnumál, sem okkur á hæstvirtu Alþingi ber skylda til að ræða af fyllstu hreinskilni og málefnalega. Eitt af þvi sem ég tel að sé m jög erfitt að sætta sig við og þurfi að bæta úr i stjórn efnahagsmála á íslandi, er sá skortur á trúnaðar- trausti, sem rikjandi er á milli stjórnvalda, og þá ekki sizt Alþingis og rikisstjórnar, annars vegar, og almennings hins vegar. Ég hygg, að það geti fleiri en ég tekið undir það, að það trúnaðar- traust, sem nú rikir á milli þess- ara aðila, sé i lágmarki og það þurfi að bæta. Þetta er svo m.ikil- vægt, að það er borin von, að við getum lagað margt það i okkar þjóðfélagi sem laga þarf, ef við getum ekki bætt úr þessum grundvallarveikleika i þjóðlifinu. Til þess að svo geti orðið, er m.a. nauðsynlegt, að til sé einhver sú stofnun, -sem gefur upplýsingar um efnahagsástand og gefur út leiðbeiningar um þær meginlinur, er æskilegt sé að fylgja i efna- hagsmálum landsins, upplýsing- ar sem almenningur leggur eyrun við og tekur tillit til. En ég hygg, að ég fari nokkuð nærri sann- leikanum, þegar ég segi, að nú sé ástandið þannig, að það sé næst- um þvi sama hvaða stofnun gefur út tölur um staðreyndir efnahags- mála landsmanna, að þá eru þær af stórum hluta landsfólksins tor- tryggðar og að litlu hafðar. Þar af leiðir, að við fáum iðulega ékki þann stuðning og aðhald i heil- brigðu almenningsáliti sem frjálsu löggjafarþingi, eins og okkar, er nauðsynlegt að hafa. Vinstri stjórnin og óætlunarbúskapur Þegar vinstri stjórnin var mynduð á árinu 1971, þá var það yfirlýst stefna hennar að taka upp skipulegan áætlunarbúskap á Islandi i auknum mæli. Ég var þvi algjörlega samþykkur, og er ennþá, að rekinn sé heilbrigðuf ög ' grundvallaður áætlunarbúskapur i þjóðfélagi okkar. Flest þjóðfélög reka áætlunarbúskap I meira eða minna mæli, og mörg stórfyrir- tæki viða um heim reka strangan áætlunarbúskap I starfsemi sinni. Það var þvi ekki neitt vandamál fyrir mig, sem stuðningsmann vinstri stjórnarinnar, að sam- þykkja aukinn áætlunarbúskap. En svo kom að þvi, að til þess að aðstoða hæstvirta þáverandi rikisstjórn við framkvæmd sliks búskapar, var Framkvæmda- stofnun rikisins sett á laggirnar. Henni var með lögum fengið meira vald heldur en ég hygg, að nokkur stofnun hafi fengið nema e.t.v. fjárhagsráð hafði á sinum tima, um efnahagsmál og hvernig að stjórnun þeirri skyldi staðið. Þessi stofnun átti m.a. að vinna að því, að horfið yrði frá þvi handahófi, sem uppbygging isl. atvinnulffs hefði alltof mikið ein- kennzt af á undanförnum árum. Lögin um Framkvæmdastofnun rikisins bera það með sér, að hér var gifurlega miklu'valdi safnað á hendur einum aðila. Það fór heldur ekki á milli mála, að það skipti að sjálfsögðu höfuðmáli, að þeir sem slikri stofnun stjórnuðu, tækju hlutverk sitt alvarlega og störfuðu á grundvelli almennra reglna og létu þá persónulegu fyrirgreiðslupólitik, sem þvi mið- ur hefur einkennt þjóðfélag okkar marga áratugi, koma sem minnst við sögu. Það var mér þvi afar mikill þyrnir i augum, þegar ég sá i frumvarpinu ákvæðið um framkvæmdaráðið svokallaða. Mér fannst þetta bera keim af þeirri áráttu islenzkra stjórnmálamanna um margra áratuga skeið, að hugsa í of mikl- um mæli um það, hvernig þeir geti tryggt sér fylgi við sig og sfna flokka með alls konar fyrir- greiðslupólitik, sem þegar allt er skoðað ofan i kjölinn, hlýtur að koma niður á almennum hags- munum landsmanna. Ég varaði f þvi við þvi I þingflokki okkar 1971, að þetta framkvæmdaráð yrði sett á laggirnar, og lagði til að það yrði tekið út úr frumvarpinu. Mér var ljóst, að þótt I það kynnu að veljast ágætir menn, þá þóttist ég þó sjá i hendi mér, ög miðaði þá við reynslu undangenginna ára, að freistingarnar og tækifær- in til þess að reka hreppapólitik kynni að verða svo sterk að við það yrði ekki ráðið. Ég ætla að reyna að finna þess- um orðum stað i ræðu minni hér siðar, og ég bið þá háttvirta þing- menn, sem skipa framkvæmda- ráðið, að skoða þessi orð min á engan hátt sem persónulega árás á sig eða aðra þá einstaklinga, sem framkvæmdaráðið hafa skipað. Ég býst við þvi, að þeir séu hvorki betri né verri en hverj- ir aðrir, þeir sem settir væru i þá stööu, sem þeir hafa verið settir i miðað við þær kröfur, sem þeir flokkar, sem stóðu og standa að rikisstjórn á hverjum tima og vilja nota sér þetta kerfi, gera til þeirra. Þýðing óætlana- gerða mikil Aætlunargerð er vandasöm og þýðingarmikið hagstjórnartæki. Eins og ég sagði áðan, er ekki um það deilt, út af fyrir sig, að áætlunargerð sé nauðsynleg. Það er eöli áætlunargerðar, ekki sizt i þjóðfélögum, sem eru nýbúin að fá frelsi og eru að risa á legg og eru að byggja upp hja sér, að áætlunargerð — hagkvæm áætlunargerð — jákvæð áætlunargerð, um þróun þjóðar- búskaparins verður ekki hrist fram úrerminni eins og kanina úr hatti töframanns. Hún þarf að Jtín Skaftason. þróast á löngum tima. Hún þarf að bætast si og æ af reynslunni, og hún þarf umfram allt að byggja á almennum reglum. Mér kom það þvi dálitið á óvart, að i ákvæðinu um framkvæmdaráðiðer gert ráð fyrir, að framkvæmdastjórarnir séu æðstu menn þessarar valda- miklu áætlunardeildar, þvi að þeir áttu aðeins að ráðast til skamms tima, eða jafnlangs tima og viðkomandi rikisstjóm situr. 1 4. gr. laganna um Framvkæmda- stofnun rikisins segir: „Rikis- stjórnin skipar þriggja manna framkvæmdaráð, er annast dag- lega stjórn Framkvæmdastofn- unar rikisins. Framkvæmdaráðið má leysa frá störfum með mánaðarfyrirvara, og eiga þá framkvæmdaráðsmenn rétt til óskertra launa i þrjá mánuði. Stjórn Framkvæmdastofnunar tekur ákvörðun fyrir hönd stofnunarinnar um launakjör framkvæmdaráðs, forstöðu- manna deilda og annarra starfs- manna stofnana.” 1 lögunum er sem sagt ákveðið, að æðstu menn þessarar valdamiklu stofnunar skulu ráðnir lausri ráðningu og þeir skuli fara fljótlega eftir að stjórnarskipti verða, ef ekki tekur við ný stjórn, sem vill endurráða þá. Mér fannst þetta stangast á við tilgang og eðli áætlanagerða, sem er langtimaáætlun og þarf að byggja á vissum stöðugleika, ef vel á að fara. Framkvæmdaróðið geysilega valdamikið Framkvæmdaráðið haföi, eins og ég sagði, geysimikil völd. Verkefni þess eru skilgreind i 5. gr. laganna. Þar segir svo, með leyfi hæstvirts forseta: „Verkefni framkvæmdaráðs eru m.a.: 1. Að láta gera áætlanir á vegum stofnunarinnar og leggja þær fyrir stjórn hennar. 2. Að gera tillögur til stjórnarinn- ar um rekstraráætlanir og starfsáætlanir fyrir stofnunina. 3. Að gera tillögur um árlega heildaráætlun fyrir Fram- kvæmdasjóð og Byggðasjóð, svo og um einstakar lánveiting- ar úr þeim. 4. Að ráöa stofnuninni starfsfólk innan ramma fjárhags- áætlunarinnar, að fengnum til- lögum forstöðumanna deilda sbr. þó 3. gr. 1. tölulið.” Það er ljóst af þessu, að það voru engin smávöld , sem fram- kvæmdaráðsmönnum voru fengin með lögunum. Reynslan Þessu næst langar mig til þess að vikja að þvi, hvernig mér sýn- ist að reynslan hafi verið af störf- um þessarar stofnunar, og fram- kvæmdaráðsmeðlimina ekki sizt. Það kann að vera, að eitthvað i þvi sé byggt á misskilningi, og verður þá væntanlega leiðrétt, en um sumt hef ég glöggar upplýsingar, sem ég hygg að verði ekki hraktar. ■ Það er þá i fyrsta lagi að fljót- lega komust menn að þvi, að þetta mikla vald hjá einni stofnun væri ekki á allan máta hag- kvæmt. Þvi gerðist það, að nokk- uð snemma var ákveðið að taka eina af þremur deildum Fram- kvæmdastofnunarinnar, þ.e.a.s. Hagrannsóknadeild, undan henni og gera hana alveg sjálfstæða. Losa hana algjörlega frá þessari miklu valdastofnun. Ég leit á það sem jákvæða aðgerð, þvi það hafði sýnt sig að hagrannsókna- deildin naut ekki þess sjálfstæðis, sem nauðsynlegt var að starfs- menn hennar hefðu , þótt hún væri ekki I fullkomnu sambýli við Framkvæmdastofnunina, þvi hún heyrði aldei undir framkvæmda- ráðið, heldur heyrði hún undir rikisstjórnina sem heild. Það var þvi horfið að þvi 1. ágúst 1974 að stofna þjóðhagsstofnunina, sem ég tel, að sinni afar þýðingar- miklu verkefni i þjóðarbúskap okkar, og ég vil sérstaklega að það komi fram hér, af þvi ég veit, að þar mæli ég rétt, og mæli fyrir munn margra annarra, að sá maður, sem valizt hefur til for- stöðu i þjóðhagsstofnuninni, Jón Sigurðsson, er að flestra ef ekki allra dómi, hinn ágætasti I alla staði. Þeirra eigin dómur Annað, og sennilega veiga- mesta verkefni Framkvæmda- stofnunarinnar, er gerð áætlana um þróun þjóðarbúskaparins. Það gecur verið að mönnum sýn- istsitthvað um það, hvernig starf þeirrar deildar hefur gengið. En til þess að ég þurfi ekki sjálfur að leggja sérstakan dóm á það, þá langar mit til þess að lesa hér upp, meö leyfi hæstvirts forseta, úr skýrslu stjórnar Fram- kvæmdastofnunarinnar fyrir árið 1974, þar sem fram kemur, hvernig sjálft starfsfólkið, sem vinnur i þessari deild, eða þeir sem samið hafa þessa skýrslu, telja að starfsskilyrði hafi verið tilþess að sinna þessu veigamikla verkefni. Ég vek athygli á, að bæði stjórn og framkvæmdaráð hafa samþykkt skýrsluna. í inn- gangsorðum að starfsemi áætlunardeildar 1974 segir m.a. þetta: „Áætlunargerðinni hefur helzt staðið fyrir þrifum vöntun á heilstæðum ramma um saman- burð og mat á gildi framkvæmda og atvinnurekstrar, og ekki hefur slður skort á beint og lifandi sam- band viö töku ákvaröana i þess- um efnum. Á þetta ekki slður við um opinberar framkvæmdir og starfsgreinar en þær, sem eru á vegum einkaaðila. Er mjög tilviljunum háð, hvaða fram- kvæmdir koma til skipulegs mats eftir árangri eða arðsemi. Á það takmarkaða mat, sem lagt er á framkvæmdir skortir alla sam- ræmingu og samanburð, ekki að- eins milli framkvæmdagreina, heldur einnig innan sömu grein- ar, sem þó lúta sameiginlegri yfirstjtírn ráðuneytis eða annarr- ar hliðstæðrar stofnunar. Við þessi skilyrði stefnumtítunar og ákvörðunartöku er i reynd mjög treyst á atfylgi og þrýsting at- vinnugreina landshluta og ann- arra hagsmunaaðila til að fá mál- um sinum framgengt, einkum fyrir atbeini þingmanna og ann- arra áhrifaaðila. Með þvi móti er að sjálfsögðu, engin trygging fyrir að hagstæðustu fram- kvæmdirnar gangi fyrir. Kraftar stjórnkerfisins fara i langdregin fundahöld til að vega og meta styrk þess atfylgis, sem hvert mál nýtur, og vandséð venær og hvernig niðurstaða er fengin. Margt i þessum starfsaðferðum er beinlinis andstæða allrar áætlunargerðar, svo sem þegar margar framkvæmdir til sömu nota eru i undirbúningi til fram- kvæmdar samtimis, eða þegar stórfelldar framkvæmdir eða tækjakaup einkaaðila koma til af- greiðslu pólitiskra yfirvalda án skipulegs mats á vænta.nlegum árangri fjárfestingarinnar af hálfu stofnlánasjóða eða annarra faglegra aðila. Áfleiðingar þess- ara starfsaðferöa eru á margan hátt óæskilegar. Algengast er, að árlegar framkvæmdaáætlanir séu rifnar upp til endurskoðunar og niðurskurðar jafnharðan og þær hafa verið afgreiddar. Er þá niðurskurðurinn handahtífskennt flýtisverk og niðurstaöa flókinnar togstreitu áhrifaaðila. Bið eftir siðbúnum áætlunum, og siðan niðurskurði þeirra, spillir undir- búningi framkvæmda stórlega, svo að i reynd verða skuldbind- andi aögerðir að hefjast áður en endanleg niðurstaða er fengin. Það hefur aftur á móti i för með sér, að ekki reynist unnt að fresta framkvæmdum eða skera þær niður nema valda með því veru- legu tjóni eða kostnaðarauka, enda verður reyndin gjarna sú að tilætlaður niðurskurður sé ófram- kvæmanlfegur svo reynt er að liðka til fyrir einstökum fram- kvæmda- og lánaflokkum, þegar á árið liður. Hliðstæðir örðugleik- arreynastvera á þviað halda sér við árlega áfanga áætlana til langs tima, t.d til 4 eða 5 ára áætlana. Fjárhagsörðugleikar og rýrnun framkvæmdafjár af völd- um verðbólgu eru þá látin bitna á fyrri framkvæmdaáætlunum, enda þótt aðrar nýjar séu sam- timis að ryðja sér til rúms og látnar hafa forgang.”. Þetta er ekki fallegur lestur, sem ég var að lesa upp um reynsluna hjá þeim, er vinna að þessu verki i sjálfri Fram- kvæmdastofnun rikisins. Ég hygg, að háttvirtir þingmenn mættu gjarna leiða hugann meira að þvi, hvort ekki sé tíma- bært, og á okkar færi“-að koma i veg fyrir fleiri efnahagsóhöpp i þjóðfélagi okkar, sem verða vegna svona vinnubragða. Nú, ég skal ekki fara fleiri orð- um um áætlunargerðina. Starfsemi Byggðasjóðs Þá kem ég að öðrum þætti i starfsemi Framkvæmdastofnun- ar rikisins, sem hér hefur mikið verið lofaður og prisaður af mörgum. Ég skil þá mörgu hátt- virta þingmenn, sem hafa lofað og prisað starfsemi Byggðasjóðs. Hvað hann hafi staðið að miklum og góðum framförum viðast um landið o.fl., o.fl. Háttvirtur síðasti Framhald á bls. 13 li|l ■tt fil| iiniLCELEunHn., Eul i.. EOl. 2ECL 231231

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.