Tíminn - 04.11.1975, Side 9

Tíminn - 04.11.1975, Side 9
Þriðjudagur 4. nóvember 1975 TtMINN 9 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargöty, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði. Biaðaprent tí.f. Eðlileg verkaskipting I fjárlagafrumvarpinu fyrir 1976 er gert ráð fyr- ir þeirri breytingu, að sveitarfélögin fái aukna hlutdeild i söluskattinum. Um þetta fórust fjár- málaráðherra svo orð i fjárlagaræðu sinni: „Eins og fram kemur i athugasemdum frum- varpsins, hyggst rikisstjórnin beita sér fyrir þvi, að hlutur sveitarfélaganna i söluskattstekjum verði aukinn þannig, að Jöfnunarsjóður sveitarfé- laga fái endanlega 8% af hverju söluskattsstigi, en nú hefur sjóðurinn ekkert af þeim 4 stigum, sem nefnd eru söluskattsauki, né hinum 3 stigum, sem renna i Viðlagasjóð og til greiðslu oliustyrkja. Þessi ráðstöfun eykur tekjur Jöfnunarsjóðs. Á móti þessari tek juaukningu sveitarfélaganna 'yrðu þeim fengin aukin verkefni sem þvi svaraði. Þau verkefni eru ekki enn ákveðin, en að sjálfsögðu mun sú ákvörðun tekin fyrir afgreiðslu fjárlaga og i samráði við Samband islenzkra sveitarfélaga. Ég tel, að taka þurfi til gagngerðrar endurskoð- unar allar þær mýmörgu reglur, sem fjalla um samaðild og kostnaðarskiptingu rikis og sveitarfé- laga i ýmsum greinum þjónustu og framkvæmda, með það i huga að ná skýrari verkaskiptingu og betra f járhagsaðhaldi. Samstarfs verður leitað við sveitarfélög og samband þeirra i þessu máli.” Fjármálaráðherra vék jafnframt að þvi, að heppilegt væri að marka gleggri stefnu um verka- skiptingu opinberra aðila og einkaaðila. Um þetta fórust honum orð á þessa leið: ,,Um þátttöku hins opinbera i atvinnurekstri al- mennt hefur til þessa ekki verið mótuð nein stefna til frambúðar, enda varla von, þar sem sjónarmið einstakra stjórnmálaflokka eru eða virðast ærið ólik i þessum efnum. Slik stefnumörkun er þó að minu mati nauðsynleg hverri rikisstjórn, eigi hún að vera sjálfri sér samkvæm i slikum málum. Sú skoðun á rétt á sér, að hið opinbera eigi ekki að stunda atvinnurekstur — framleiðslu eða þjónustu i samkeppni við einstaklinga eða félög þeirra, — nema fullgild rök séu fyrir... Til þess að rikið gripi inn i atvinnustarfsemina með beinni þátttöku, þurfa þvi að vera fyrir hendi mjög þungvægir almenningshagsmunir. Um þátt- töku rikisins i stóriðnaðarrekstri geta þó gilt sér- stök sjónarmið. Uppbygging og rekstur stóriðnað- ar er oft ekki á færi annarra aðila i landinu en þess opinbera, og i slikum atvinnurekstri er þátttaka þess nánast spurning um það, hvort slik atvinnu- starfsemi skuli vera i landinu. í öðrum tilvikum á sú meginregla, sem ég lýsti áðan, tvimælalaust að gilda. í samræmi við það tel ég, að athuga þurfi gaum- gæfilega á hverjum tima, hvort grundvöllur sé fyrir ýmissi atvinnu- og þjónustustarfsemi, sem hið opinbera hefur með höndum, og hvort það þjóni betur almannahagsmunum,að sú starfsemi skuli vera i höndum einstaklinga eða félaga þeirra.” Það er vafalaust rétt að láta slika athugun fara fram. T.d. má benda á, að Framkvæmdasjóður hefur tekið að sér atvinnurekstur, án þess að Alþingi hafi verið um það spurt, en til þess.hefur hann lagaheimild frá tið viðreisnarstjórnarinnar. Rikisrekstur á rétt á sér undir vissum kringum- stæðum, eins og fjármálaráðherra bendir á, en slikt skref á að stiga með aðgætni og samþykki Al- þingis hverju sinni — Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Eiga Grænlendingar eða Danir Grænland? Grænlendingar krefjast eignarréttarins Reitirnir sýna svæðin, þar sem olluleit hefurveriðleyfð við Grænland. ÞAÐ ER ekki oft sem Græn- landsráðið (Grönlands lands- rSd) lætur til sin heyra á þann hátt, að það veki ekki aðeins athygli I Danmörku, heldur miklu viðar. Þetta gerðist þó i siðustu viku. Þá hélt Græn- landsráðið fund, sem sam- þykkti ályktun þess efnis, að öll námuauðæfi Grænlands væru eign grænlenzku þjóðar- innar. Þetta þýddi i reynd, að þessi auðæfi væru ekki eign danska rikisins, sem Græn- land tilheyrir nú stjórnarfars- lega, heldur séreign Græn- lendinga. Ályktun þessi var samþykkt einróma i landsráðinu. Lands- ráðið, sem er kosið af Græn- lendingum, hefur mjög tak- mörkuð völd, en Danir taka þó verulegt tillit til þess i löggjaf- armálum, er varða Grænland sérstaklega. Þess munu fá dæmi, að Danir hafi snuizt gegn einróma ályktun lands- ráðsins, enda hafa þeir jafnan átt þar vinveitta menn, sem hafa viljað halda óbreyttum tengslum við Danmörku. Þess vegna hefur framangreind á- lyktun komið Dönum talsvert á óvart. Vinstri menn á Græn- landi hafa um skeið barizt fyrir þvi, að eignarréttur Grænlendinga einna til námu- auðæfa landsins og land- grunnsins væri viðurkenndur, en alger samstaða græn- lenzkra forustumanna hefur ekki náðst um þetta mál fyrr en nú. Það var formaður grænlenzka Alþýðusambands- ins (Grönlands Arbejder- sammenslutning), Odag Olsen, sem beitti sér fyrir á- lyktuninni i landsráðinu og fékk hana samþykkta. Þegar formannskjör fór siðast fram i landsráðinu, munaði ekki nema einu atkvæði á honum og núverandi formanni þess, Lars Chemnitz. Ef dönsk stjórnarvöld fall- ast á þessa einróma samþykkt grænlenzka landsráðsins, verður danska þingið að breyta núgildandi námalög- um, sem gilda um Grænland. Samkvæmt þeim á rikið öll þau auðæfi, sem finnast neð- anjarðar á Grænlandi. ÁSTÆÐAN til framangreind- rar ályktunar landsráðsins mun einkum vera sú, að lik- legt þykir, að mikíl olia eigi eftir að finnast á grænlenzka landgrunninu. Að visu hefur engin olia fundizt þar ennþá, en jarðfræðingar telja eigi að siður, að mikla oliu sé að finna undan vesturströnd Græn- lands, einkum á svæðinu und- an Holsteinsborg. Þar mun hefjast oliuleit næsta sumar. Þrettán oliufélög hafa fengið leyfi til þess að leita á 46 ollu- leitarsvæðum, en hvert þeirra er um 400 ferkilómetrar. Leyf- in voru veitt á siðastliðnu vori, og voru þau öll borin undir landsráðið og samþykkt þar, áður en dönskstórnvöldgengu formlega frá þeim. Danir hafa sýnt, á þennan og annan hátt, að þeir vilja hafa samvinnu við Grænlendinga um þessi mál, en annað mál er, hversu fúsir þeir verða til að fallast á, að Grænlendingar fái fu 11 eignarráð yfir námuauðæfum Grænlands. Margt bendir til þess, að Danir hafi hugsað sér að njóta góðs af þvi, ef veruleg oliuvinnsla hæfist á græn- lenzka landgrunninu. 1 fyrsta lagi hafi það verið ætlun þeirra, að oliugróðinn yrði notaður til að mæta þeim út- gjöldum sem nú hljótast af yfirráðum þeirra á Græn- landi, og sögð eru nema samanlegtum einum milljarði danskra króna á ári. Þá komi til greina, að fyrri framlög verði að einhverju leyti endur- greidd. Að öðru leyti yrði gróðinn notaður bæði Græn- lendingum og Dönum til hags. A GRÆNLANDI er litið mis- jöfnum augum á fyrirhugaða oliuvinnslu á grænlenzka landgrunninu. Flestir renna að visu hýru auga til gullsins, sem olian er likleg til að færa landsmönnum, en ýmsir efast þó um, að það verði til góðs, nema farið verði að með fullri gát. Það geti haft alvarlegar menningarlegar afleiðingar, ef grænlenzk þorp breytast i eins konar gullgrafarabæi á stuttum tima. Þá geti náttúra landsins orðið fyrir meiri eða minni skakkaföllum. Þess vegna beri Grænlendingum að fara sér fremur hægt en hratt i þessum efnum. Það þurfi að búa hið veikbyggða, græn- lenzka þjóðfélag vel undir það að þola góða daga, ef það yrði afleiðingin af oliugróðanum. Eitt af þvi, sem Grænlend- ingar óttast er það, að veru- legur fjöldi erlends verka- fólks kæmi til Græn- lands og settist þar að um Jörgen Peder Hansen Græn- landsnt álaráðherra. lengri eða skemmri tima, ef til meiriháttar oliuvinnslu kæmi. Að visu er það skilyrði sett i sambandi við oliuleitarleyfin, að Grænlendingar skuli hafa forgangsrétt til vinnu umfram aðra. Þetta er þó reyndar meira i orði en á borði. Græn- lendingar hafa t.d. ekki þá sérkunnáttu, sem krafizt er af slikum mönnum. Þvi er nú i undirbúningi að þjálfa unga Grænlendinga til þessara starfa. Verði það gert i rikum mæli, getur það eitt orðið til að breyta grænienzku þjóðiifi i verulegum mæli. GRÆNLAND var nýlenda þar til á árinu 1953, þegar það var formlega gertaðhluta danska rikisins, að fengnu samþykki Sameinuðu þjóðanna. Danir nutu þess, að þjóðir Afriku og Asfu áttu þá fáa fulltrúa á þingi S.Þ. Annars hefði þessi innlimun ekki verið sam- þykkt. Tilgangur Dana hefur vafalaust verið sá, að tryggja sér framtiðaryfirráð yfir Grænlandi á þennan hátt. Vafasamt er, hvort þetta á eftir að reynast þannig. Engin sérstök form nægja til að halda þjóð i böndum, ef hún vill á annað borð vera frjáls. Bersýnilegt er, að sjálfstæðis- vitund Grænlendinga fer nú vaxandi. Þvi verður að treysta, að Danir geri sér grein fyrir þessu, og að sam- búð þeirra og Grænlendinga þróist samkvæmt þvi. Frá islenzku sjónarmiði hlýtur það að teljast mikil- vægt, hvernig sem sambúðar- mál Dana og Grænlendinga þróast, að Grænlendingar haldi áfram að vera innan samfélags norræhna þjóða. Þess vegna er t.d. kominn timi til þess að þeir fái aðild að Norðurlandaráðinu. Það var rétt ráðið að veita Færeying- um og Alandseyingum aðild að ráðinu, en það gildir ekki siður um Grænlendinga. Þá er það mjög til athugunar, hvort eyþjóöirnar á Norður-Atlants- hafi, Islendingar, Færeyingar og Grænlendingar, eigi ekki að tengjast nánari vináttubönd- um. Það gæti orðið ávinningur að þvi, bæði félagslega og menningarlega. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.