Tíminn - 04.11.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 04.11.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Þriöjudagur 4. nóvember 1975 Þriðjudagur 4. nóvember 1975 Enn sjatnar sýningaflóöið lit- iö i málverkasölum höfuö- borgarinnar, og blööin hafa ekki undan, fremur en fyrri daginn. Stórviöburöir sföustu vikna á stjórnmálasviöinu taka mikiö rúm, sem eölilegt veröur aö teljast. Viö þessu er ekkert aö gera, en ekki veröur unnt aö fjalla jafn ýtariega um hverja sýningu og vert væri. Auk sýninga, sem áöur hefur veriö getiö I fréttum, hafa a.m.k. tvær nýjar veriö opnaö- ar, Tryggvi ólafsson hefur opn- aö einh verskonar útibú á Mokka, þar sem hann sýnir teikningar, og Steingrfmur Sigurösson er kominn austur I Sigöldu — væntanlega meö viö- komu I Búðardal. Þar mun hann spreyta sig á portrettúm 'af þungavinnufólki. Ágúst Pétursson meö mynd sina af Eyjólfsstöðum i Vatnsdal. Ágúst Petersen Ágúst Petersen sýndi i Nor- ræna húsinu dagana 18. til 28. október. Var hann þar með ein- hverja albeztu sýningu, sem hann hefur haldið, en hætt er við að hún hafi ekki vakið verðuga athygli af þeim ástæöum, sem um var getiö í upphafi. Ágúst er ekki neinn nýgræðingur I mynd- list, þótt ekki séu nema tveir áratugir siðan hann fór að sinna myndlist einvörðungu. AgústPetersen fæddist i Vest- mannaeyjum árið 1909, og nálg- ast þvi eftirlaunaaldurinn. Hann stundaði nám i teikningu hjá hinum nafntogaða gullsmið og listmálara, Birni Björnssyni (1930-1931). í myndlistarskólan- um i Reykjavik var hann á árunum 1946-1953, og var aöal- kennari hans þá Þorvaldur Skúlason. Auk þess mun Ágúst hafa farið i námsferðir til Frakklands og Bretlands. A sýningunni i Norræna hús- inu sýndi hann 87 verk, sbr. sýn- ingarskrá, og voru þetta oliu- málverk, pastelmyndir og vatnslitamyndir. Aðal einkenni myndlistar Ágústs virðast vera einföldun. Þó er fyrirmyndinni fylgt af furðanlegri nákvæmni, það sést til að mynda á málverki af Eyjólfsstöðum i Vatnsdal, en þar mun málaripn vera tiður gestur. Lika má greina þetta á myndum af fólki, sem við þekkjum. Þegar einföldun er náö, leggsthinn mildi litur blið- lega á flötinn. Myndir hans eru aldrei „sætar”, ekki heldur grófar, litharpan gefur frá sér mjúka sellótóna og birtan stendur aldrei kyrr. Ég hef ekki fyrr séð vatnslita- myndir eftir Ágúst Petersen, svo ég muni. Þær eru mjög góð- ar, en pastelmyndirnar falla mér ekki eins vel i geð og hinar. Agúst Petersen er kominn langt að með þennan farangur, sem hann breiðir úr I Norræna húsinu, og hann er vel að slnu kominn. Rudolf Weissauer Þýzki málarinn og grafiker- inn Rudolf Weissauer opnaði á dögunum sýningu á vatnslita- myndum og grafik i vinnustofu Guðmundar Árnasonar að Bergstaðastræti 15 I Reykjavik, en Weissauer hefur sýnt nokkr- um sinnum hér á landi. Má hik- laust telja hann meðal þekkt- ustu erlendu málara hér á landi. Rudolf, sem er fimmtugur að aldri, stundaði að afloknu stú- dentsprófi myndlistarnám við listaakademiuna i Múnchen, en auk bess fór hann til eins árs Rudolf Weissauer dvalar viö listaháskóla I Banda- rikjunum og Frakklandi. Rudolf Weissauer er mjög kunnur grafiker I heimalandi sinu, og myndir hans er að finna i listasöfnum viðsvegar um heim, nægir að nefna Museum of Modern Art i New York, Listasafn bandariska þingsins (Congress) i Washington og Konunglega danska listasafnið. Weissauer hefur sýnt viða um heim, beggja megin Atlants- hafsins, og hann hefur haldið sýningar á öllum Norðurlöndun- um. Hann er búsettur i MÍinchen, en vinnur auk þess mikiö að list sinni i Parfsarborg og á Spáni. Hann er um þessar mundir við kennslu i Myndlista- og hand- iðaskólanum, þar sem hann var fenginn til þessaö kenna grafik, en talsverð áherzla er lögö á hana við skólann um þessar mundir. Myndir Rudolfs Weissauer eru yfirleitt abstraktionir, draumkennd veröld, landslag ógatvinnulif. Hann hefur orðið fyrir sterkum áhrifum frá is- Yenzkri náttúru, auön og óbyggðum, eldgosum og hraun- um. Svarrandi brimið við ströndina og stormskýin hafa lika heillað hann, sem og kvöld- kyrröin, þegar fjöll standa i vatni. Weissauer ræður yfir sjald- gæfri tækni I teikningu og form- fræði, og liturinn er mildur og yfirvegaður. Myndir hans eru blessunarlega lausar við þann vandræöagang, sem oft ein- kennir myndir frá Islandi, sem málaðar hafa verið af erlendum mönnum. Hann hefur upplifað þetta land og skilið það eins við hin. Þetta var um grafikina. Um vatnslitamyndirnar er það að segja, að þær eru veru- lega áhugaverðar. Tækni hans i meðferö vatnslita stendur oft feti framar. Einnig þar kemur fram þessi ótrúlega mýkt i teikningu, sem hann hefur til- einkað sér. Myndirnar eru allar málaðar á Islandi af islenzkum mótivum, en málarinn hefur sem kunnugt er oft dvalizt hér langdvölum. Sýningu Weissauer lýkur i næsta mánuði, þegar hann hefur lokið störfum við Myndlista- og handfðaskólann. Hún er opin daglega frá kl. 10-18, en lokað er á sunnudögum. Ein af myndum Tryggva ólafs- sonar. Hún er af Þorgeiri Þor- geirssyni, rithöfundi. Tryggvi ólafsson opnar útibú Tryggvi Ólafsson listmálari hefur opnað nokkurskonar útibú frá sýningu sinni i Galleri Súm. Eru það rúmlega 20 tússmyndir, teikningar. Myndir þessar gerir Tryggvi með sérstökum hætti. Hann teiknar fyrirmyndinaoftast eftir ljósmynd. Ef gjöra þarf lag- færingar, sker hann með rak- blaði burtu það sem hann telur, að betur megi fara, en limir hvitt blað undir. Þegar myndin er fullgerð, tekur hann af henni ljósmynd, og vinnur endanlega mynd eftir henni. Teikningar Tryggva eru af þekktum kommúnistum, lista- mönnum og svo ýmsum snill- ingum öðrum, mönnum sem haft hafa djúp áhrif á hann meö persónu sinni, eða með öðrum kynnum. Þessar teikningar bera svip af oliumálverkum Tryggva, eru litleysingjar þeirra, væri nær að segja. Syning Tryggva i Galleri Súm stendur enn, og hefur hún vakið nokkra athygli og margar myndir hafa selzt. Drifu — börn halda sýningu Börn Drifu heitinnar Viðar héldu sýningu á nokkrum verk- um móður sinnar i Bogasal Þjóöminjasafnsins á dögunum. Var það Þorvaldur Skúlason] sem lagði ráðin á, valdi myndirnar og bjó þeim röð og stað. Drifa Viðar hlaut góða mennt- un I myndlist, bæði vestan hafs og austan, þar sem hún lærði hjá ágætum kennurum og Verk Drifu Viöar hengd upp. SÍDBÚIN UMMÆLI UM KÚNST Mynd frá Lundúnaárum Kjarvals 1912. „Himininn er hvltur og hcimingi mjórri”, skrifar listamaöurinn. mynd, sem hangir á fyrsta skil- rúmi til vinstri, þegar gengið er inn. Halla Haraldsdóttir steypir myndir sinar og málar yfir, hún limir upp miða (mosaik).Ég hef áður fundið að þvi, að ýmsar nýjungar i efni geta verið hættulegar. Maður veit ekki, hversu þær standast i timans flaumi. Mé viröist sem mark- mið Höllu Haraldsdóttur hlióti að vera mosaik, sem hún annað hvort gerir sjálf, eða lætur gera. Ein mynd er gerð i Þýzkalandi eftir upplimingu, og sýnir hún, að ýmis framvinda er hugsanleg i gerð slikra mynda. Sýning^Höllu hefur hlotið lof- samlegar viðtökur hjá al- menningi, og mörg verk hafa selzt, en menn eru ekki á einu máli um gildi þess. Það er ýmist talið vera algildur mælikvaröi á lágkúru, eða hin eina og sanna viðurkenning. Kjarval eftir dúk og disk Sýningu barna Jóhannesar Kjarvals hafa ekki verið gerð sérstök skil i þessum þáttum, þótt reynt hafi verið með skrif- um að vekja athygli á afmæli Kjarvals, að hann hefði orðið niræður 15. október s.l. ef hann hefði lifað. Sýningin er uppsóp, ef svo má að orði komast, á þvi siðasta, sem eftir meistarann liggur eða kemur fram. Þarna erumargar dýrðlegar, litlar myndir. Þrátt fyrir þetta verður ekki sagt, að neitt verulega nýtt komi þar fram, en áhugaverðir hlutir eru á sýningunni, eins og ávallt, þar sem myndir Kjar- vais koma saman. Hér verður ekki fjallað um sýninguna, við það er engu að bæta I sjálfu sér, en á hitt er að lita, að þarna er sýnt eitt og annað af persónulegum skjölum Jóhannesar Kjarvals. Bækur frá skólaárum, eintak af blaði um listir, skjöl frá veðlánurum, bréf, sem hann fékk. o. fl. Ég hef áður vikið að þvi, að reynt verði að koma Kjarval „öllum tii skila” við næstu kynslóðir. Þeim, em áttu hann að vini og samferðamanni, verðura.m.k. aðendastaldur til þess. Við vitum, að þeim er nú sópað ofan i grafir, sem tilheyra gullaldartimum Kjarvals sem málara, og upp eru að vaxa ungmenni, sem eru hærri til hnésins en við, stóreygar ungar manneskjur, sem hafa ekki heyrt á Kjarval minnzt, nema sem listmálara, ef að þau þá vita það. Ég veit ekki, hvort þessi skjöl eru föl, eða hvort fleiri eru til en sýnd voru almenningi i sjón- - varpinu,seinasti Vöku. En alla- vega varða þau almenning lika, ekki siður en afkomendur Kjar- vals, þvi að i sumu tilliti eru allir íslendingar afkomendur Kjarvals og annarra mikilmenna, sem lifað hafa i landinu. Skjölin þyrftu að komast i örugga vörzlu, ef þau eru á annað borð föl. Auðvitað mun Kjarval lifa i þúsundum mynda, sem hann gerði, en myndirnar voru að- eins hluti af meistaranum, manneskjan bak við þær er lika mikils virði fyrir stil samtiðarinnar. Jónas Guömundsson. Einar Hákonarson Málverkasýning Einars Hákonarsonar stóð dagana 18.-30. október, að báðum dög- um meðtöldum. Sýningin var haldin I sal, sem byggingaþjón- usta Arkitektafélags Isiands hefur til umráöa og lánar FIM til afnota fyrir félagsmenn. Sýningarsalurinn er allgóður, en fyrst gengur maður gegnum forsal, þarsem ýms innyfli húsa er til sýnis, fittingsrör og kló- sett, og annar lager húsbygg- inga. Þessi áhrif leiða hugann Það sem einkum vekur at- hygli okkar er, að núna sýnir hann minni myndir en oft áður. Þaö tekur svolitinn tima áö venjast þessum smámyndum, þvi maður var ef til vill enn með hugann viö þjóðhátiðarmynd- ina, sem nú er i Vegamótaútibúi Landsbankans, eöa hina mynd- ina, sem hann gerði i tilefni þjóðhátíðarinnar. Þótt Einar sé ungur að árum, hafa afskipti hans af myndlist haft töluverð áhrif hér á landi. Hann verður fyrstur manna hér á landi til þess að tileinka sér stiltegund, sem fer einhverja millileið milli súrrealisma, ab- straktlistar og realisma. Myndirnar eru oft einfalt tákn- mál, örlitil saga, en stundum eru þær hreinar abstraktsjónir. Það skal játað, strax, að manni finnst kröftugur still málarans henta betur i stórar myndir en litlar, og liturinn er oröinn of einhæfur. Þegar hann er búinn úr þeim túbum, sem hann á, ætti að hann að fá sér nýja liti. Þessu til stuðnings skal bent á eina brúna mynd, sem virtist áhugaverðari en hinar. Sú mynd hékk frammi við dyr. Allir málarar eiga sér sina liti, sem eru hluti af þeim sjálf- um, hugsun þeirra og eöli. Þrátt fyrir margvisieg myndefni, verða myndirnar of einhæfar, ef alltaf er verið meó það sama i penslunum. Einhversstaðar sá ég það á prenti, eöa heyrði i samtali, að nýrra tiðinda væri að vænta úr húsi Einars Hákonarsonar, þetta væri sem- sé kveðjusýning til þessa lita- timabils i ævi málarans. Það eru út af fyrir sig góð tiðindi. Það sem einkum gleöur mann á sýningu Einars Hákonarson- ar, er það, hversu markviss vinnubröð hans eru orðin. Af miklu öryggi segir einn pensildráttur stóra sögu: verð- ur fjall, sjór eða blóm. Einar Hákonarson. meisturum. Hún mun á hinn bóginn ekki hafa getað sinnt myndlist sem skyldi. Um það eru fjögur börn (sem voru að vinna að sýningunni) ef til vill nærtækasta vitnið. Drifa Viðar hefur ekki sett ár- töl á myndir sinar, og Þorvaldur Skúlason hefur ekki raðað þeim eftir röð áranna. Þessvegna er erfitt fyrir mann, sem vindur sér inn úr dyrunum og gerir stuttan stanz, að dæma um þró- un og möguleika Drifu Viðar sem málara. Nógu mikið fáum við þó að sjá, til þess að skilja, að þarna voru hæfileikar og sú viðsýni, sem nauðsynleg er til árangurs I myndlistarstarfi, og reyndar öllu starfi að list. Ég veit ekki hvort Drifa Viðar hélt málverkasýningar, en ég vissi, að hún málaði myndir. Af . þeim myndum, sem þarna voru saman komnar, má ráða, að þarna hafi hæfiíeikamanneskja farið með liti og form. aö þvi, að um margt má telja málverk til byggingavöru, þvi talsverður munur er á húsum eftir þvl hvort listaverkum eða listmunum er þar fyrir komið eöa ekki. Einar Hákonarson verður að teljast i hópi yngri málara, þótt ekki sé hann lengur yngstur i þeirra hópi, og hann er vel sjóaöur I list sinni og nafn hans er þekkt viða. Ilalla Haraldsdóttir. Halia Haraldsdóttir — myndir á bannsvæði Þá langar mig til þess að minnast á Höllu Haraldsdóttur, sem nú sýnir á bannsvæðinu, Kjarvalsstöðum. Halla er á miðjum aldri, ættuð frá Siglufirði, þar sem hún að sögn vakti dálitla athygli fyrir mynd, sem hún gerði fyrir spitalann þar. Alla tið sföan hefur hún unnið að myndlist, og nú sýnir hún 81 verk að Kjar- valsstöðum. Myndir Höllu er gerðar úr steypu (flestar), Þar eru mótuð ýms form, og siðan er litað yfir með oliu eða acryl-litum. Aðrar myndir eru limdar upp með lituðum smámiðum. Um fyrri gerðina vil ég vera fáorður, en uppllmingar Höllu, eru öllu betur i stakk búnar. Sumar eru vel unnar, bæði að formi og lit. Vil ég þar til nefna mynd, er hún nefnir „í tungiskini nætur”, og landslags- WéIs TÍMINN 11 Flautusónötur Bachs á fyrstu tónleikum Kammermúsíkklúbbsins Kammermúsikklúbburinn er nú að hefja tónleikahald sitt á nýju starfsári. Fyrstu tónleikarn- ir veröa hinn 16. nóv. n.k. Verða þá fluttar tvær af flautusónötum Jóhanns Sebastians Bachs og auk þess partita fyrir einleiksflautu. Flytjendur verða Manuel Wiesler (flauta), Heiga Ingólfsdóttir (sembal) og Pétur Þorvaldsson (selló). A timum Bachs tiðkaðist mjög að semja tónverk fyrir flautuleik. Nokkur óvissa rikir um það, hve margar flautusónötur Bach samdi. Þær hafa oft verið taldar sex. Af einni eru reyndar aðeins tiitveirkaflar. í þrem af sónötun- um er leikið á sembal með flaut- unni, en i hinum þrem er gert ráð fyrir „basso Continuo” með flaut- unni. Til þess voru áður notuð sembal og eitthvert bassahljóð- færi, t.d. fagott eða „viola da gamba”, strengjahijóöfæri svip- aö litlu selló en með fleiri strengj- um. Vioia da gamba er fágætt hljóðfæri nú og er oftast leikið á selló I staðinn. Flautusónötur Bachs eru taldar meðal merkustu tónverka, sem samin hafa verið fyrir flautu. Kammermúsikklúbburinn beitir sér nú fyrir þvi, að þær verði allar fluttar hér, likt og hann hefur gert um Brandenborgar-konserta og sellósvitur Bachs. Er ráðgert, að þær fjórar flautusónötur, sem eft- ireru, verði fluttar siðar á vetrin- um. Eftir nýár er ennfremur gert ráö fyrir tónleikum, sem helgaðir verða kammertónlist eftir Brahms. í stjórn Kammermúsikklúbbs- ins eru Guðmundur Vilhjálmsson lögfræöingur, formaður, Einar B. Pálsson verkfræðingur, Dr. Jakob Benediktsson og Þórarinn Guðnaspn læknir. Öld aðbaki ogennung Zoéga nafnið hefur nú verið tengt ferðamálum á íslandi í heila öld. Að þeirri reynslu býr ferðaþjónusta Zoéga i dag. Húnerung í anda, fersk og hugmyndarík. Við bjóðum yður ferðir jafnt til fjölsóttra staða sem lítt þekktra, innan lands og utan. Við tryggjum yður góðan aðbúnað bæði á leiðinni og í áfanga. 2 Húnerauöug 1 af reynslu heillar aldar. Viðskipta- I sambönd okkar erlendis hafa | staðið í allt að 100 ár. Við vitum g af reynslunni hvaða þjónustuupp- lýsingar eru áreiðanlegar. Hverjum sé treystandi til að veita yður í þá þjónustu sem þér óskið. þérfáið yðarferð hjáokkur hringið í síma 25544 Húnervirt Spurningin um hvort þér séuð á vegum áreiðanlegrar ferða- skrifstofu, sem standi við sínar skuldbindingar skýtur ekki uþp kollinum. Slíkt er löngu hafið yfir allan efa. Húneryðar ef þér óskið. Við höfum aðstöðu til að taka vel á móti yður í Hafnarstræti 5. Gjörið svo vel. Komið og veljið yðar ferð hjá okkur. FERÐASKRIFSTOFA HAFNARSTRÆTI 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.