Tíminn - 04.11.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 04.11.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Þriðjudagur 4. nóvember 1975 LÖGREGLUHA TARLNN 57 Ed McBain Þýðandi Haraldur Blöndal — Var hann rúman hálftíma að skoða bíl varaborgar- stjórans? — Ekki mínútu skemur. Meyer stundi þunglega. — Þá verðum við að tala við hann sjálf an, sagði hann við Kling. Svo sneri hann sér að Coyle. — Hvað heitir eftirlitsmaðurinn, herra Coyle. — Hver? — Eftirlitsmaðurinn. Sá sem kom frá bifreiðaeftirlit- inu. — Eg veit það ekki. — Sagði hann ekki til nafns, spurði Kling. — Hann sýndi mér skilríki sín og sagðist vera kominn til aðyfirfara bílana. Þaðer alltog sumt. — Hvernig skilríki? — Prentuð skilríki. Þú kannast við þau. — Hvað er langt síðan hingað hef ur komið maður f rá bifreiðaeftirlitinu til að yfirfara bílana hér, herra Coyle? Kling þorði tæpast að sleppa spurningunni. — Þetta var í fyrsta og einaskiptið, svaraði Coyle. — Hafa þeir aldrei sent hingað eftirlitsmann fyrr? — Aldrei.' — Hvernig leit þessi maður út, herra Coyle, spurði Meyer þreytulega. — Þetta var hávaxinn náungi, Ijóshærður og með heyrnartæki í öðru eyra, svaraði Coyle. xxx Fats Donner var sögusmetta í húð og hár. Auk þess f éll honum best við heitt loftslag þrátt fyrir að hörund hans værieinshvítt og á óspjallaðri mey. Satt að segja var hann svo ámátlega fölur á allan sinn mikilfenglega skrokk, að Willis grunaði hann oft um að vera eiturlyfa- neytanda. Þó stóð honum raunar á sama um það. Hvern einasta sunnudag gat sæmilega árvökull lögreglumaður haft hendur í hári um sjötíu og fimm eiturlyfjaneyt- enda. Um níutíu og níu prósent þeirra voru nær undan- tekningarlaust með einhver eiturlyf í fórum sínum. En það var ekki eins auðvelt að f inna menn seríi komu upp um áætlanir og svikabrask félaga sinna — sögusmettur. Þegar hægt var að f inna Fats Donner var hann sú besta sögusmetta sem fundin varð. Gallin var bara sá að erfitt var að henda reiður á Donner. Þegar vetur var harðastur mátti telja einna líklegast að f inna hann í Las Vegas eða á Miami. Þar lá hann í forsælunni þar sem hvergi skein sólargeisli á rjómahvítan skrokk hans. Hann titraði af velsæld og svitinn streymdi af honum í stríðum straumum. Willis var því undrandi að hitta hann í borginni í kaldasta marsmánuði sem menn mundu til. Það kom honum hins vegar ekki á óvart, að Donner var í kapphituðu herbergi. Þrír rafmagnsofnar glóðu þar f yrir utan sjóðheita herbergisof nana. Það var tæpast að Willis gæti andað. Mitt í þessari hitasvækju sat Donner, íklæddur þykkum vetrarfrakka og þykkum hönzkum í þykkbólstruðum hægindastól. Hann var í tvennum ullar- sokkum og hvíldi fæturnar ofan á öðrum rafmagnsofn- inum. í herberginu var einnig ung stúlka. Líklegast var hún rúmlega fimmtán ára gömul og var í örsmáum bíkinísólfötum. Hún kippti sér ekkert upp við það er ókunnur maður kom inn í herbergið. Hún leit tæpast á Williser hanngekk inn. Donnerog Willis töluðust við rétt við gluggann, en stúlkan fór að taka til í herberginu og leit tæpast í átt til þeirra. — Hver er stúlkan, spurði Willís. — Dóttir mín, svaraði Donner og glotti. Donner var ekki geðugur maður, en hann var úrvals sögusmetta. Lögreglumenn velja sér oft einkennilega félaga í baráttu sinni gegn glæpum. Willis þóttist viss um að stúlkan væri götudrós á vegum Donners. Virðuleg sögusmetta þarf oftaukaskilding. Er þá nokkuð betra en að taka að sér unga stúlku f rá Ohio og kenna henni öll brögðstarfsins? Svo er næsti leikur að senda hana á göt- una og þar kynntist hún lífsins unaðssemdum. Willis kærði sig kollóttan um hvort Donner væri lyfjaþræll, hann nennti ekki heldur að ákæra stúlkuna fyrir vændi. Ekki hafði hann heldur hug á að kæra Donner fyrir að hafa tekjur sínar af vændiskonum. Grein 1148 í hegn- ingarlögunum. Áhugi Willis beindist einkum að því að taka af sér hattinn og fara úr frakkanum, en ekki hvað sístað þvíað komast að raun um hvort Donner gæti veitt honum einhverjar upplýsingar um mann að naf ni Dom. — Hvaða Dom, spurði Donner. — Við vitum aðeins að hann heitir Dom. Donner sneri sér að stúlkunni, sem var að sýsla með mat í ísskápnum: — Mercy, hversu margir menn heldur þú að séu í borginni sem heita Dom? — Ég veit það ekki, svaraði hún án þess að líta upp. — Hvað þekkir þú marga menn með þessu nafni, spurði hann. — Ég þekki engan Dom, svaraði stúlkan. Hún var mjóróma og framburðurinn greinilega úr suðurríkjun- um, ekki frá Ohio, heldur öllu fremur Arkansas eða Tennessee. Hundurinn minn er bezti hundurinn i öllum heiminum Bezti hundurinn? Hann er vitlaus og latur, allur i I flóm og kann ekkert og er forljótur! Vjæja, fyrir utan íþetta er hanni bezti' \ hundiir heiminum! Þriðjudagur 4. nóvember 7.00 Morgunútvarp. Veöur- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30 og 8.15 (og forustugreinar dagblaö- anna), 9.00 og 10.00. Morg- unbæn kl. 7.55. Morgun- stund barnanna kl. 8.45: Þingfréttirkl. 9.45. Létt lög milli atriðu. Fiskispjall kl. 10.05: Asgeir Jakobsson flytur. Hin gömlu kynnikl. 10.25: Valborg Bentsdóttir sér um þáttinn. Hljómplötu- safniö kl. 11.00: 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Viö vinnuna: Tónleikar. 14.30 Vettvangur. Umsjón: Sigmar B. Hauksson. í þætt- inum er f jallað um arkitekt- úr og sérþarfir. 15.00 Miodegistónleikar: ts- lensk tónlist. a. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). Tón- Ieikar. 16.40 Litli barnatlminn. Sigrún Björnsdóttir sér um timann. 17.00 Lagið mitt. Anne Marie Markan sér um óskalaga- þátt fyrir börn yngri en tólf ára. 17.50 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Kenning Tylers um námsskrárgerð. Guðný Helgadóttir flytur erindi. 20.00 Lög unga fólksins. Sverrir Sverrisson kynnir. 20.50 Að skoða og skilgreina. Kristján Guömundsson sér um þátt fyrir unglinga. 21.30 Tónlist eftir Robert Schumann. Wilhelm Kempff leikur á planó.. 21.50 Kristfræði Nýja testa- mentisins. Dr. Jakob Jóns- son flytur fyrsta þátt. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Kjarval" eftir Thor Vilhjálmsson.Höfundur les (9). 22.40 Skákfréttir. 22.45 Harmonikulög Laiho- bræður leika 23.00 A hljóöbergi. Sagan af Plútó og Próserpínu i endursögn Nathaniel Haw- thorne. Anthony Quayle les. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Þriöjudagur 4. nóvember 1975. 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Dagskrá og auglýsing- ar. 20.35 Þjóðarskiítan. Þáttur um störf Alþingis. M.a. verður viðtal viö Jón Arna- son formann fjárveitinga- nefndar og litið inn á fund hjá fjárveitinganefnd. Einnig verður fjallað um vandamál frystihúsanna. Umsjónarmenn: Björn Teitsson og Bjórn Þor- steinsson. 21.15 Svona er ástin. Banda- risk gamanmyndasyrpa. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.05 Utan úr heimi. Umræður' um Shakarof málið. Þátt- takendur: Gunnar Gunnarsson, Halldór Lax- nes og Matthias Jóhannes- sen. Stjórnandi Gunnar G. Schram. 22.50 Skólamál. Hlítarnám. i þættinum er fjallað um hlitarnám — megininntak kenningarinnar kynnt og sýnd dæmi. Þátturinn er gerður i samvinnu við Kennaraháskóla Islands og sendur út i tengslum við tvö útvarpserindi, sem flutt voru 2. og 4. nóvember. Umsjónarmaður Helgi Jónasson fræðslustjóri. 23.05 Hagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.