Tíminn - 04.11.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 04.11.1975, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Þriðjudagur 4. nóvember 1975 FH ÆTLAR AÐ VERA MEÐ í TOPPBARÁTTUNNI Sigraði Val 21:16 KH-ingar sýndu loks sitt rétta andlit á laugardaginn, þegar liðið vann veröskuldaðan sigur yfir Valsmönnum i Laugardals- höli. Meö sigri sínum eru KH- ingar enn með í toppbaráttunni, en tap i þessum leik hefði þýtt það, að möguleikar liðsins til að keppa um islandsmeistaratitil- inn væru harla litlir. Sigur KH- inga var þó ekki auðveldur, lengst af var leikurinn hnifjafn og það var ekki fyrr en á siðasta stundarfjórðungi, að KH sigldi fram úr og tryggði sér sigur, 21:16. Það kom þegar i ljós á fyrstu minútum leiksins, að hann var þýðingarmikill fyrir bæði liðin, þo sérstaklega fyrir FH. Nokkurrar taugaspennu gætti meðal leíkmann og mistök voru á báða bóga. Liðin skiptust á að hafa forystuna i fyrri hálfleikn- um og aldrei var munurinn meira en eitt mark. Bæði liðin lögðu sérstaka áherzlu á varnarleikinn og bar leikurinn einkenni þess. FH vörnin, sem ekki hefur þótt burðug i vetur, var nú ágæt og vel má vera að þetta sé byrjun á nýrri „mulningsvél" eins og sagt hef- ur verið. Sóknarleikur beggja liða var hins vegar langt frá þvi að vera skemmtilegur og mega bæði liðin muna sinn fifil fegri á þvi sviði. 1 hálfleik var staðan jöfn, bæði lið höfðu skorað átta mörk. FH-ingar skoruðu fyrstu tvö mörkin i siðari hálfleik og þar með tekið mestu forystu til þessa i leiknum. Liðin skiptust siðan á að skora um stund, en mörk frá Geir og Guðmundi Sveinssyni nokkru siðar komu FH i þriggja marka forystu 13:10. Þá gripu Valsmenn til þess ráðs að setja menn til höfuðs Viðariog Geirog gaf sú ráðstöf- un það góða raun, að um miðjan hálfleikinn hafði Valsmönnum tekizt að minnka muninn aftur niður i eitt mark, 14:13. Hættu þeir siðan gæzlunni, en það varð þeim dýrkeypt, þvi að á næstu minútum gerðu FH-ingar út um leikinn með þremur mörkum i röð, þaraf tveimurfrá Viðariog Geir.og staðan var orðin 17:13, og aðeins átta minútur til leiks- loka. Jafn leikreynt lið og FH ætti ekki að eiga i erfiðleikum með að halda sliku forskoti, < enda reyndist það þeim auðvelt. Þegar Valsmenn sáu að aftur var komið i óefni, gripu þeir aft- ur til þess ráðs að setja „yfir- frakka" á Geirog Viðar.en nú hafði það þveröfug áhrif miðað við áður, þvi að FH-ingar héldu forskoti sinu og þegar flauta timavarðanna galla var munur- inn orðinn fimm mörk, 21:16 og var siðasta mark FH skorað á siðustu sekúndu leiksins. Valsliðið var mjög mistækt i þessum leik og sóknarleikurinn i molum. Guðjón Magnússon hefur enn ekki náð sér á strik og „primus motor" þeirra Vals- manna, Jón Karlsson var ekki nema svipur hjá sjón. Að visu skoraði hann sjö mörk, en þar af fimmúrvitum. Mesta athygli i Valsliðinu vakti Jón Pétur Jóns- son.bróðir Ólafs, sem er mjög vaxandi leikmaður og lofar góðu. öll mörk hans voru falleg og hann virðist hafanæmtauga fyrir samspili. Sii'indór Gunnarsson átti einnig ágætan leik, og er hann orðinn ein styrkasta stoö Valsliðsins i vörninni, ásamt Stefáni Gunnarssyni. FH liðið hefur nú lagfært sinn veikasta hlekk — vörnina — og það gaf þeím bæði stigin út úr þessum leik, svo og góð mark- varzla Birgis Kinnbogasonar i siðari hálfleik. Mjög erfitt er að henda reiður á getu FH liðsins, þar sem frammistaða þess er mjög misjöfn. Engu að siður er ljóst að FH liðið getur hvenær sem er orðið okkar bezta lið. Þeir hafa úrval ágætra leik- manna, en þvi miður, eru þeir flestir mun lakari nti en á undanförnum árum. Geirer t.d. ekki nema skugginn af sjálfum sér, Viðarhefur oft verið miklu betri og i heild vantar liðið þann kraft og þá snerpu sem oft hefur einkennt það. Guðmundur Svcinsson verður eflaust mikil- vægur fyrir FH liðið þegar hann verður kominn i næga æfingu, en um aðra unga leikmenn FH liðsins er erfitt að spá um. Sæ- mundur er hins vegar mjög vaxandi leikmaður, og er hans Fáir handknatt- leiksmenn hafa valdið jafnmiklum vonbrigðum I vetur og Geir Hallsteins- son í KH. Þessi frá- bæri leikmaður, sem var stjarna i islenzkum hand- knattleik um ára- raðir, er nú aðeins eins og skugginn af sjálfum sér. hlutverk stórt i vörninni. Varnarkóngurinri Gils Stefáns- son minnir hins vegar litið á handknattleiksmann. Mörk KH: Geir 5, (1 vlti) Viðar 4, Guðmundur Sveinsson 4, Sæmundur 3, Þórarinn 2, Orn, Guðmundur og Gils 1 hver. Mörk Vals: Jón Karlsson 7, (5 viti) Jón Pétur Jónsson, 4, Guð- jón 2, Gunnsteinn, Stefán og Steindór 1 hver. Dómarar voru Björn Kristjánsson og Óli Ólsen og orkuðu margir dómar þeirra tvimælis. — Gsal — ELÍAS JÓNSSON.... þjálfari pg leikmaður Haukaliðsins hefur náð undraverðum árangri með liðiö, jafnframt sem hann er aö verða einn af okkar albeztu handknattleiksmönnum. HAUKA-LIÐIÐ stendur enn bezt að vigi f 1. deildar keppninni i handknattleik, eftir góðan sigur yfir Kram f iþr.húsinu I Hafnar- firði um helgina, 20:18. Sigur Haukaliðsins er sfzt of stór miðað við gang leiksins, og var sigur þeirra nánast aldrei i hættu. Yfir- leitt höfðu Haukarnir 3-4 mörk yfir og aðeins einu sinni — i byrj- un leiksins —hafði Kram forystu, 2:1. Maukaliðið er orðið eitt albezta og jafnframt eitt skemmtilegasta Haukarnir standa eftir góðan sigur yfir Fram (20:18) liöið i 1. deildar keppninni. Liðiö er mjög jafnt og augljóst er, að liðsandinn er frábær. Vörnin er mjög góð, svo og markvarzla Gunnars Einarssonar, — og sóknarleikurinn er skemmtilega útfærður. T.d. mátti sjá margar laglegar sóknarfléttur af hálfu Haukanna i þessum leik. Linu- mennirnir eru óspart notaðir, — þeir skoruðu 6 mörk i þessum leik, og „fiskuðu" þar að auki nokkur víti, sem öll gáfu mörk. Elias Jónsson, þjálfari þeirra og leikmaður, hefur náð undraverð- um árangri með Hauka-liðið, auk þess sem hann sjálfur er nú i mjög góðri æfingu. Það verður áreiðanlega erfitt að ganga fram hja Eliasi við val á landsliði næst, þvi bæði er hann klettur i vörninni og stórhættulegur I sókninni. Fram-liðinu fer litið fram. Leikur þess er tilviljanakenndur, og þeirra beztu menn eru nú mun lakarí en i fyrra. Það er t.d. erfitt að þekkja Ilannes Leifsson fyrir sama mann, og sömu sögu má raunar segja um Pálma og Arnar. Eini Fram-leikmaðurinn, sem eitthvað kvað að i þessum leik, var Kjartan Glslason, sem skoraði lagleg mörk. Haukarnir náðu strax i upphafi Ármannsliðið miðlungs skól mmmm ..immmmemwmm og Grótta sigraði me LEIKMENN Gróttu áttu ekki I neinum erf iðleikum með að sigra Armenninga i tþróttahúsinu I Hafnarfirðium helgina, enda var ekki heil brú I leik Armannsliðs- ins og er vafamál hvort nokkurt liðhefur leikið jafn herfilega illa I 1. deild I handknattleik. Ar- mannsliðið var eins og miðlungs- gott skólalið og Gróttumenn hirtu sin fyrstu stig I mótinu, sigruðu með yfirburðum, 25:13. Það er raunar sérstakt rann- sóknarefni út af fyrir sig, að at- huga hvað olli þvi, að Armenning- ar voru jafn lélegir og raun bar vitni. Liðið hefur leikið þokkalega það sem af er tslandsmótinu, en i þessum leik brást allt, vörnin, sóknin og markvarzlan. Leikmenn Gróttu komu hins vegar á óvart og áttu margir hverjir sklnandi leik, sérstaklega Magnús Sigurðsson, Björn Pét- ursson og tvar Gissurarson I markinu. Vörnin var samstillt og hreyfanleg, — og Ármenningar sem ekki eiga eina einustu lang- skyttu tókst aldrei að finna sér leið gegnum varnarmúr Gróttu. Sóknarleikur Gróttu var einnig allt annar og betri nú en i fyrri leikjunum, og það hafði mjög tak- mörkuð áhrif að taka Björn og Magnúsúr umferð, þvi aðrir leik- menn Gróttu fylltu þá upp I þeirra ð tólf marka mun (25:13) skörð. '¦ Grótta tók þegar forystu I leikn- um og um miðjan fyrri hálfleik var staðan orðin 6:1, og þegar 9 mín. voru til leikhlés var staðan orðin 9:2. Sfðustu mínútur leiks- ins héldu Armenningar I við Gróttu og staðan i hálfleik var 12:5. Leikmenn Gróttu byrjuðu síð- ari hálfleikinn af miklum krafti og mörkin komu eins og af færi- bandi. Þegar 13 min. voru liðnar af síðari hálfleik var staðan orðin 20:7 og nokkru siðar mátti sjá á markatöflunni 22:8, eða fjórtán marka mun. Grótta hafði þvi skorað 9 mörk a móti 3 I siðari hálfleik, og öll mörk (þessi þrjú) Armanns hafði Höröur Kristins- sonskorað úr vitum. Siðari hluta seinni hálfleiks jafnaðist leikurinn og I leikslok skildu tólf mörk milli liðanna, 25:13. t var Gissurarson kórónaði sigur Gróttu með þvi að verja glæsilega skot úr hraðaupphlauði frá Armanni, þegar 4 sek. voru til leiksloka. Mörk Gróttu: Björn Pétursson 9, (4 víti), Magnús Sigurðsson 6, Axel Friðriksson 5, Halldór Kristjánsson 3, Atli Þór Héðins- son 1 og Hörður Már 1. Mörk Armanns: Hörður Kristinsson 5 (5 viti), Jens Jens- kingur átti í basli me Reynsluleysið varo Þrótti að falli og Víkingar fóru með sigur af hólmi (24:20) Staðan var 18:15 og siðari hálf- leikurinn var hálfnaður. Þá höfðu Þróttarar skorað 18 mörk, Vfkingar 15! Hver skyldi hafa búizt við þvf að Þróttarar myndu veita tslandsmeisturun- um svo harða keppni? Káir, — og miðað við leiki þessara liða að undanförnu mátti ætla að Vfkingssigur yrði auðveldur. — Vfkingar sigruðu aö vlsu i þess- um leik, en það var ekki leikni leikmanna Vfkings ein sem þar réöi úrslitum, — reynsluleysi Þróttara kom þar Ifka til. Hefðu Þróttarar haldið betur á spilun- um, þegar þeir höfðu ná þriggja marka forskoti um miðjan sið- ari hálfleik, væru bæði stigin að öllinn likindum Þrdttar. En leikmenn Þróttar þoldu ekki á- Iagið, þegar staðan var 18:15 þeim i vil, og það notfærðu Vlk- ingar sér út I ystu æsar, — og skoruðu næstu 6 mörk!! 18. mark Þróttar hafði komið á 15. min. 19. markið skoruðu þeir þegar rúmlega tvær minútur voru til leiksloka, og höfðu þá ekki skorað mark I tæplega 13 minútur! Ja, Þróttararnir voru sann- kallaðir klaufar að halda ekki forskotinu út leikinn. Þeir höfðu leikiðskynsamlega allan leikinn og haft i fullu tré við tslands- meistarana. Svo virðist sem Þróttarliðið fari batnandi með hverjum leik, og vist er það, að ekkert lið getur eftir þennan leik, gengið að visum sigri á móti Þrótti. Vlkingar hafa eflaust van- metið andstæðingana, enda mátti sjá, að bæði sóknarleikur- inn og varnarleikurinn var mun verri en I leiknum við FH á dög- unum Vikingar höfðu alltaf yfirhöndina I fyrri hálfleik, utan hvað Þróttur komst I 2:1 I byrj- un. Yfirleitt hafði Vikingur eitt eða tvö mörk yfir, annars var staðan jöfn, 4:4, 7:7, 8:8. Nokk- ur mörk Þróttara i seinni hluta fyrri hálfleiksins voru algjör heppnismörk, tvö mörk Hall- ddrs Atlasonarvöktu hlátur hjá áhorfendum, enda tilviljun ein sem þar réði, og jöfnunarmark Bjarna Jónssonar, 8:8 var af sama toga spunnið. Siðustu þrjár miniitur fyrri hálfleiks áttu Vlkingar algjör- lega. Þá skoruðu þeir fjögur mörk og breyttu stöðunni I 12:8 og þarnig var staðan i hálfleik. Þróttarar komu tviefldir til leiks I síðari hálfleik, og að sjö mlniitum liðnum hafði þeim aft- ur tekizt að jafna, 13:13, en Páll hafði skorað eina mark Vikings úr vlti. Vikingar höfðu sett „yfirfrakka" á skæðustu sókn- armenn Þróttara og það gaf ekki góða raun. Á töflunni mátti sjá 14:14, 15:15 og nokkru siðar 18:15 fyrir Þrótt, og hafði Jó- hann Krímannssonskorað fjög- ur af fimm slðustu mörkum Þróttar úr vinstra horninu. Næstu 6 mörk voru frá Viking- um og úrslitin ráðin, og I lokin bættu þeir þremur við á móti einu marki Þróttara. Úrslitin urðu þvl 24:20. Leikurinn var skemmtilegur á að horfa, þótt ekki færi ávallt mikið fyrir góðum handknatt- leik. A stundum fór leikurinn Ut I hreina vitleysu, enda réðu dómararnir, Hannes Sigurðsson og Kristján örn Ingibergsson ekki við hlutverk sitt og hagnað- ist Þróttur nokkrum sinnum berlega á dómum þeirra. Vfk- ingar léku ekki sannfærandi i þessum leik, og voru þeim sér- staklega mislagðar hendur i sókninni, t.d. skoraði landsliðs-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.