Tíminn - 04.11.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 04.11.1975, Blaðsíða 20
( Þriðjudagur 4. nóvember 1975 SÍMI 12234 tíERRA GARDURINN AlD ALSTRfETI 9 SIS-FOMJll SUNDAHÖFN fyrirgóðan maÉ ^ KJÖTIDNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS SCHLESINGER OG COLBY REKNIR? allar líkur taldar á því Reuter/Washington. Tilkynnt var i gær, að Ford Bandarikjaforseti ætlaði sér að halda blaðamanna- fund klukkan 3 I nótt, þar sem gert var ráð fyrir, að hann myndi staðfesta þá ákvörðun sina, að William Colby, yfirmaður CIA, leyniþjónustunnar, og Schlesing- er varnarmálaráðherra yrðu látnir vikja ár embættum sfnum. Þá var og gert ráð fyrir þvi, að Kissinger utanrikisráðherra yrði látinn vikja sem yfirmaður öryggisráðs rikisins. Að undanförnu hafa harðvitug- ar deilur geisað milli Schlesing- ers og Kissingers um stefnu- mörkun i utanrikismálum, og svo eraðsjá,sem Kissinger hafi farið með sigur af hólmi i þeirri bar- áttu. Það er ekki talið skerða völd hans að neinu marki, þótt hann hafi látið af starfi sem yfirmaður öryggisráðsins. Taliö er, að Brent Scowcroft , hershöfðingi, taki við semyfirmað ur öryggisráðsins, en Scowcroft er kunnur fyrir fylgisemi við Gangan til Sahara: Spánverjar hóta að beita vopnavaldi! — stöðugar samningaviðræður deiluaðila Rcuter/Madrid. Juan Carlos, sem nú gegnir emb- ætti þjóðarleiðtoga Spánar, hélt i fyrradag til spænsku Sahara til fundar við yfir- menn herafla Spánverja i nýlendunni. Að heimsókn Carlosar til Sahara lokinni, lýsti sendinefnd Spánar hjá Sameinuðu þjóðunum þvi yf- ir, að spænska stjórnin hygð- ist beita vopnavaldi, ef þörf krefði til þess að hindra fyrirhugaða göngu 350 þús- und Marokkomanna inn i eyðimörkina. Talið er að óánægja sé inn an spænska hersins yfir þvi, að spænska stjórnin skuli ekki hafa tekið nægilega eindregna afstöðu i máli þessu. Forsætisráðherra Marokko, Ahmed Osman, flaug til Madrid i gær til fundar við Juan Carlos. Talsmaður sendiráðs Marokkó i Madrid sagði i gær, að forsætisráðherrann hefði fariö til Madrid sem sérlegur sendimaður Hass- ans konungs til þess að fá fram hjá spnskum yfirvöld- um, hver væri endanleg af- staða spænsku stjórnarinnar til deilunnar um yfirráðin yf- ir Sahara. Álitið var i siðustu viku, að spænska stjórnin hefði látið undan kröfum Marokko og Mauritaniu, en þessi riki gera bæði kröfu um yfirráð yfir Sahara. En greinilegt er, að spænska stjórnin hefur skipt um skoðun eftir að Mohamed Benahmde Abdelgahni, innanrikisráð- herra Alsir, kom til Madrid, til fundar við spænslc yfir- völd. Menntamálaráðherra Marokkó mun nú kominn til Alsir með skilaboð til Boumedienne, Alsirforseta, frá Hassan konungi. Engin tilkynning var gefin út um það i Madrid i gær, hvernig miðaði viöræðum Osmans og Carlosar. Sjálfboðaliðarnir 350 þús- und munu nú reiðubúnir að hefja gönguna og biða þeir við landamærin eftir skipun frá Hassan konungi. Herinn tekur völdin í Bangladesh. Ahmed gegnir þó enn forsetaembættinu Reuter/N tb/Nýju-Dehli. Herinn I Bangladesh hefur tekiö við æðstu stjórn I landinu, án þess, að til bldðugra átaka hafi komið, að þvl er haft er eftir diplomatiskum heimildum I Nýju Dehli I gærkvöldi. Sendiráðssta rfsmennirnir, sem fyrir fréttum þessum eru bornir, segjast hafa þær frá erlendum sendiráðum, og ræðismannsskrifstofum I Dacca, höfuðborg Bangla- desh. Segir í fréttum þess- um, aö Musjtak Ahmed, for- seti, gegni þvi starfi áfram, þrátt fyrir það, að herinn sé nú allsráðandi i landinu. Helzta breytingin á stjórn landsins felst i þvl,að hinir ungu sem áttu mestan þátt i þvi að koma Mujibur Rahman, frá völdum 15. ágúst i sumar, hafa verið geröir áhrifalausir. 1 átökum þeim, er urðu 15. ágúst, var Mujibur Rahman fursti og forseti Bangladesh, tekinn af lifi, en Kondakar Musjatka Ahmed, þáverandi viðskiptaráðherra, gerður að forseta. Herforingjarnir 7, sem stóðufyrir valdaskiptunum I ágúst sl. hafa verið hand- teknir. Einnig hefur Ziau Rahman, sem útnefndur var sem æðsti yfirmaður herafla Bangladesh i ágúst, verið handtekinn. Vopnaður hervörður var um forsetahöllina og fleiri mikilvægar byggingar i miðborg Dacca i gær. Kissinger. Það hefur lengi legið i loftinu, að Colby yrði látinn vikja sem yfirmaður leyniþjónustunn- ar, þar sem ýmislegt miður fag- urt þykir hafa komið fram við rannsókn þá á starfsemi CIA, sem framkvæmd hefur verið af þingnefnd að undaförnu. Óstað- festar fregnir herma, að George Bush taki við að Colby. Schiesingar átti langar viðræð- ur við Ford sl. sunnudag, en ekki er ljóst hvort forsetinn tók þessa ákvörðun þá eða ekki. Hvlta húsið hefur ekkert viljað tjá sig um málið, en fréttirnar munu komn- ar frá Henry Jackson, öldunga- deildarþingmanni. Beirut: Frestur til rs Reuter/Ntb/Beirut. Rashid Karami, forsætisráöherra Libanons gaf i gær hinum strið- andi aðilum i höfðuborg landsins, vinstri-sinnuðum múhameðs- trúarmönnum og hægrisinnuðum kristnum mönnum, frest til sól- seturs til þess að leggja niður vopn og hætta átökum i höfuð- staönum. Forsætisráðherrann flutti ræðu i útvarpið i Beirut eftir að hafa þingaö meö fulltrúum beggja deiluaðila. Rockefeller ætlar ekki frammeð Ford — gegnir varaforsetaembætti, þar til kosningar hafa farið fram Reuter/Washington. Nelson Rockefeller, varaforseti Bandarikjanna, tilkynnti Ford forseta I gær, að hann hyggðist ekki gefa kost á sér til embættis varaforseta fyrir Republicanaflokkinn I forsetakosningunum, sem fram eiga að fara I Banda- rikjunum á næsta ári. Aður hafði Rockefeller lýst bvi yfir, að hann yrði i fram- boði með Ford í forseta- kosningunum á næsta ári. Talið er, að mestu ráði hér um, ágreiningur milli Fords og Rockefellers vegna neitunar Fords um að al- rlkisstjórnin i Washington komi New York borg til hjálpar i þeim fjárhags vandræðum, er borgin hefur átt við að striða að undanförnu. í bréfi því, er Rockefeller sendir Ford, þar sem hann tilkynnir honum framan- greinda ákvörðun sfna, minnist Rockefeller ekki á neitt ósamkomulag við Ford forseta. Segist Rockefeller bera mikla virðingu fyrir embættisstörfum Fords, hugrekki hans, einbeittni og hreinskílni. Þá segir Rockefeller: „Akvörðun min um að taka við varaforsetaembættinu, var.eins og yðurerkunnugt, byggð á þeirri sannfæringu minni og von, að auka mætti einingu meðal banda- risku þjóðarinnar og trú hennar á æðstu mönnum þjóðarinnar, vegna þeirra reynslu, er þjóðin varð fyrir vegna Watergate málsins.” Sagði Rockefeller loks, að hann myndi gegna embætti varaforseta, þar til þjó'ðin hefði að nýju valið i kosning- um menn til að gegna embættum forseta og vara- forsta. Argentina: AAARIA ESTELLA PERON Á SJÚKRAHÚSI Iteuter/Bucnos Aires. Maria Estella Peron, forseti Argentinu, var I gær lögð inn á sjúkrahús vegna verkja I gallblöðru, að þvi er segir I fréttum frá Argentinu i gær. Peron, sem núer 44ára gömul, var flutt i skyndi til einka- sjúkrahúss I Buenos Aires I gær, er hún sneri heim til skyldustarfa eftir að hafa hvilzt yfir helgina i Mad del Plata. Sagði i tilkynningu lækna, kl. 11.15 i gær, að veikindi forsetans væru ekki alvarleg og búizt var við þvi, að nokkur bati kæmi i ljós, er liði á daginn. öflugur lögregluvörður er við sjúkrahúsið, þar sem Peron dvelst, og var fréttamönnum ekki leyft að koma nær húsinu en 100 m. Þeir einu, sem fengu að heimsækja forsetann, voru ráðherrar úr rikisstjórn hennar og háttsettir embættismenn. Estella Peron stendur nú frammi fyrir alvarlegum vanda- málum I stjórnmálum landsins, einkanlega vegna ásakana, sem nýlega hafa komið fram um að misferli hjá opinberum starfs- mönnum hafi átt sér stað með fjármuni rikisins. Stuðningsmenn forsetans reyndu i siðustu viku að koma i veg fyrir aðályktun neðri deildar þings Argentinu um opinbera rannsókn á fjárreiðum velferðar- ráöuneytisins, verði hrundið i framkvæmd. Þá hafa stjórnar- andstæðingar i Argentinu einnig farið fram á, að ýmis atriði varðandi fjárreiður forsetans verði rannsökuð. Model: Aida 460 IGNIS Stórglæsileg og vönduð uppþvottavél IGNIS • Ur ryðfríu stáli að innan • Hljóðlát og auðveld í notkun • Háþrýstiþvottur fyrir potta • Sérstakur glansþvottur fyrir glös • Skolar og heldur leirtauinu roku • Þvær upp 1 2— 1 4 manna borðbúnað-. • Tryggið yður þjónustu fagmanna • Vonduð en samt ódýr. Muniö IGNIS verö. RAFIÐJAN RAFTORG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.