Tíminn - 05.11.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.11.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Miövikudagur 5. nóvember 1975 Framkvæmdir hafnar við nýtt mjólkur- samlag í Borgarnesi Líklegt, að á annað þúsund manns hafí hætt að reykja sígarettur á þessu ári Klú er hafin bygging nýs mjólkursamlags i Borgarnesi. Sigurður Guðbrandsson mjólkurbússtjóri tók fyrstu skóflustunguna, að viðstaddri stjórn Kaupfélags Borgfirðinga, kaupfélagsstjóra og fleirum. Þar næst hóf stór jarðýta frá Borgar- verk h.f. i Borgarnesi störf. Teikningum af mjólkursam- laginu er i höfuðatriðum lokið. Húsið verður um 3200 ferm. að stærð,gólfflatirailsrúmlega 5000 ferm. og rúmmál um 29000 rúmmetrar. Nú i haust er áformað að jafna lóðog grafa og sprengja það sem þarf fyrir væntanlegu húsi. Ef ástand i peningamálum yfirleitt Mó-Reykjavík. Næsta sumar verða meira en helmingur af götum á Stokkseyri lagðar oliu- möl. Lokið er við að skipta um jarðveg, þar sem þess þurfti og fest hafa verið kaup á 16 þúsund tonnum af oliumöl. Kostaði mölin um 4 millj. kr. en annar kostnaður við verkið er áætlaður og fjárhagur félagsins leyfir verða framkvæmdir siðan hafnar að nýju timanlega næsta vor. t þessu sambandi skiptir miklu hver fyrirgreiðsla lánastofnana verður við þessa framkvæmd. Núverandi mjólkursamlags- hús var byggt á árunum 1931-1938. Nokkrum sinnúm hefúr ' þó verið byggt’ við húsið og þvi breytt, en nú er það fyrir löngu orðið ófullnægjandi og stækkunarmöguleikar við það ekki hugsanlegir. Á þvf timabili, sem núverandi samlagshús hefur verið i notkun hefur mjólkurmagn margfaldast, vaxið úr 1,5 millj. kg. árið 1937 i 11,2 millj. kg. árið 1974. um 6 millj. kr. Núeru 12 til 15hús i byggingu á Stokkseyri, og eru það mun fleiri hús en undanfarin ár hafa verið þar i byggingu. Þar er næg at- vinna, og i sumar komu daglega tveir áætlunarbilar með unglinga frá Selfossi til vinnu i fiski á Stokkseyri. Samkvæmt tölum frá Áfengis og tóbaksverzlun rikisins hefur tóbakssalan hér á landi minnkað að magni til fyrstu niu mánuði þessa árs miðað við sama timabil i fyrra. ' Til dæmis hefur sigarettu- salan minnkað um sem næst 10 milljónir sigaretta eða um 500 þúsund pakka. 1 septemberlok i fyrra nam hún 263 milljónum sigaretta en fyrstu niu mánuði þessa árs 253 milljónum sigaretta. Nemur samdráttur- inn 3,7 af hundraði, en til samanburðar má geta þess, að milli áranna 1973 og 1974 jókst sigarettusalan um 15%. Erfitt er að segja ,il um, hve margir Islendingar hafa hætt að reykja sigarettur á árinu, einkum vegna þess, hve fólk hefur reykt mismunandi mikið, en til þess að gefa gleggri hug- mynd um það hvað söluminnkun, sem nemur um hálfri milljón pakka á niu mánuðum þýðir i raun má geta þess, að það samsvarar þvi, að rúmlega 1820manns, sem reykt hefðu einn pakka af sigarettum á dag, hafi hætt að reykja sigarettur i upphafi ársins. Að sjálfsögðu hafa menn hætt á mismunandi timum og er þvi liklegt að mun fleiri hafi hætt sigarettureykingum og má þvi reikna þecta dæmi á marga vegu. Vindlasala, sem jókst milli áranna 1973 og 1974, hefur minnkað um rúmlega 220 þúsund stykki fyrstu niu mánuðina ef miðað er við siðasta ár, eða úr 14.365.727 stk. i 14.145.571 stk. Aftur á móti hefur selt magn reyktóbaks aukizt úr tæpum 44 lestum i rúmar 48 lestir fyrstu niu mánuði þessa árs miðað við sama timabil i fyrra. Tóbak fyrir tvo milljarða 1 krónutölu hefur tóbakssalan hér á landi aukizt um 683 milljónir króna frá janúarbyrj- un til septemberloka á þessu ári miðað við sömu mánuði i fyrra, eða úr 1.504.600.000 kr. i 2.188.400.000 kr. 30. september i ár. Þess ber að geta i þessu sam- bandi að talsverð verðhækkun varð á tóbaki hjá Áfengis- og tóbaksverzlun rikisins á þessu ári. Tveim lestum minna i nefið Svo sem kunnugt er stendur nú yfir varnarvika gegn reykingum á vegum Sam- starfsnefndar um reykinga- varnir og beinist þvi athygli manna einkum að þvi tóbaki sem reykt er, en þess má geta hér i lokin, að nef|tóbakssala hefur farið minnkandi undan- farin ár. Hún reyndist 15,4 lestir fyrstu niu mánuði ársins 1974, en fór niður i 13 lestir frá árs- byrjun til septemberloka i ár. Hafa Islendingar þvi tekið 2,4 lestum minna I nefið & þessu timbili i ár en i fyrra. Loftur Baldvinsson EA búinri að selja fyrir tæplega 70 milljónir OLIUAAOL A GOTUR Á STOKKSEYRI [paaQcaofimi 00 [L3l?[|0 Margir eiga erfitt með að ná endum saman í fjármálum sínum um þessar mundir og þykir ýmsum heimilishald almennt vera orðið dýrt, Það er því eðlilegt, að fólk velti því fyrir sér hvað hægt sé að spara. Ef þú reykir, er tilvalið að hætta því. Það kostar rúmlega 70.000,00 krónur á ári að reykja einn pakka af sígarettum á dag, og það sem er þó enn alvarlegra: Sígarettur kosta þig ekki eingöngu peninga, þær geta líka kostað þig lífið. M M-Reykja vik. — Sildarsölur erlendis á þessu ári hafa verið allmiklu minni en siðastliðið ár. Voru seld 34.656.700 tonn á tima- bilinu frá 7. mai til 2. nóv. 1974, en á timabilinu frá 18. april til 1. nóv. i ár seldust 17.081.565 tonn. 1 fyrra fengust 997.530.732,- kr. fyrir aflann eða 28.78 á kilógramm en 732.583.440.- kr. i ár, sem eru 42.89 á kílógramm Þrjú hæstu skipin á timabilinu 18. april til 1. nóv. i ár voru Loftur Baldvinsson EA með 1.723.747 lestir —- söluverð 69.305.523,- eða 40.21 kr. kg. Súlan EA með 1.293.979 lestir söluverð 59.332.246,- eða 45,85 kr. kg, og Gisli Árni RE með 1.023.342 lestir, söluverð 50.703.260,- eða 49.55 kr. kg. Hátíðarsamkoma í Þjóðleik- húsinu á vegum Þjóðræknis- félagsins á laugardaginn Þjóðræknisfélag Islendinga efnir til hátiðasamkomu I Þjóð- leikhúsinu á laugardaginn kl. 2 e.h. i tilefni af aldarafmæli is- lenzka landnámsins i Nýja-ís- landi. Sjö gestum hefur verið boðið vestan um haf I þessu tilefni. Þeir eru: Stefán J. Stefánsson, forseti Þjóðræknisfélags Vestur-ls- lendinga og kona hans, Ted Árna- son og frú frá Gimli, Sigriður Hjartarson, forstöðukona Ellheimilisins Betel, Jóhann Jóhannsson frá Markerville, Robert J. Ásgeirsson frá Vancouver. Á dagskrá hátiðarsamkom- unnar i þjóðleikhúsinu munu leik- arar og kór Þjóðleikhússins flytja hluta þeirrar dagskrár, sem þau fóru með til Kanda i sumar, Þjóðdansafélag Reykjavikur sýnir þjóðdansa, glimumenn frá Glfmusambandi Islands sýna glimu, Lúðrasveit Reykjavikur leikur og Karlakór Reykjavikur syngur. Avörp flytja mennta- málaráðherra Vilhjálmur Hjálmarsson og Stefán J. Stefánsson og sýnd verður kvik- mynd frá Vestur-lslendingum. Kynnir á samkomunni verður Gunnar Eyjólfsson, en dagskrár- stjóri er Klemens Jónsson. Ármannsfellsmálið: „FREKARI DOMS- ATHAFNA ER EIGI KRAFIZT" Rikissaksóknari hefur tilkynnt Sakadómi Reykjavikur, að af ákæruvaldsins hálfu sé eigi kraf- izt frekari dómsathafna i Ár- mannsfellsmálinu svonefnda. Bréf saksóknara til sakadóms hljóðar svo: ,,Með bréfi 29. f.m. sendi saka- dómur Reykjavikur til ákvörðun- ar rikissaksóknara endurrit dómsrannsóknar, sem fram hefur farið til könnunar á þvi, hvort saknæmt atferli hafi átt sér stað i sambandi við úthlutun lóðar til Byggingafélagsins Armannsfells h.f., sem.samþykkt var i borgar- ráði Reykjavikur 29. ágústsi. Hér með tilkynnist sakadómin- um að af ákæruvaldsins hálfu er eigi krafizt frekari dómsathafna i málinu.” Þess má geta, að fyrr á þessu ári taldi ákæruvaldið ekki ástæðu til frekari athafna i svonefndu Áhaldahússmáli. Engu að siður var viðkomandi borgarstarfs- manni vikið úr starfi að kröfu borgarstjórans. Nú er spurningin sú, hvort sama lögmál verður lát- ið gilda um þá, sem flæktir eru i Ármannsfellsmálið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.