Tíminn - 05.11.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.11.1975, Blaðsíða 7
Miövikudagur 5. nóvember 1975 TÍMINN 7 Svölurnar með stórbingó og tízkusýningu á Sögu — ágóði rennur til styrktar börnum með sérþarfir SVÖLURNAR, félag núverandi og fyrrverandi flugfreyja gengst fyrir stórbingói í Súlnasal Hótel Sögu fimmtudaginn 6. nóvember kl. 20.30. Fjöldi glæsilegra vinn- inga er á bingóinu og er verðmæti þeirra um 350 þúsund kr. Stjórn- andi verður Svavar Gests. Auk þess verður tízkusýning frá tfzku- verzluninni Evu. Félagið afhenti nýlega Fæðing- ardeild Landspítalans 2 tæki, sem notuð eru við framköllun á fæð- ingu. Verðmæti tækjanna er 550 þúsund krónur. Þá hefur félagið einnig veitt tveimur kennurum barna með sérþarfir námsstyrki, kennara úr Höfðaskólanum vegna eins árs náms í talkennslu i Danmörku, og sérkennara vegna námskeiðs i Danmörku, þar sem hún kynnti sér nýjungar á sviði fjölfatlaðra. Einnig er félagið með sölu á jólakortum, teiknuð eftir börn f Höfðaskólanum. Allur ágóði af bingóinu og jólakortunum rennur til styrktar börnum með sérþarf- ir, en . félagið hefur ákveðið að vinna áfram að málefnum þeirra. Jóhanna Björnsdóttir, gjaldkeri, Edda Laxdai, ritari, Lilja Enoksdóttir, varaformaður, Jóhanna Sigurðardóttir, formaður, Prófessor Sigurður S. Magnússon, Kristin I. Tómasdóttir, Gunnlaugur Snæ- dal, yfirlæknir, Agúst N. Jónsson, Hanna Antonsdóttir og Davið Gunnarsson, aðstfrkvstj. Rikisspital- anna. Vænt er féð ó Ströndum MÓ-Reykjavik— Það er vænt féð á Ströndum, enda er þar hver fjárræktarmaðurinn öðrum betri. 1 sláturhúsinu á Hólmavik var á liðnu hausti slátrað um 13 þúsund fjár og meðalþungi dilka 17.23 kg. Þar eru bændur, sem hafa yfir 20 kg. meðalþunga, og þyngsti dilk- urinn, sem i sláturhúsið kom, vóg 31.9 kg. Sýning á hjúkrunarvörum Mó-Reykjavik. Um næstu helgi gengst Hjúkrunarnemafélagið fyrir sýningu á sjúkravörum, skóm og ýmsum hjálpartækjum fyrir hjúkrunarfólk. Sýningin er i Hjúkrunarskóla Islands við Eiriksgötu og verður opin kl. 13 til 18 á laugardag og sunnudag. 1 fyrra var reynt að halda svona sýningu, og þótti það gefa góöa raun. Þá sýndu 4 fyrirtæki, en nú sýna 9 fyrirtæki á sýningu þess- ari. Sýningin er öllum opin, og eftir aðsókninni i fyrra þá búast hjúkrunarnemar við góðri að- sókn. Kvenfélagið Framtíðin gefur út jólamerki KVENFÉLAGIÐ Framtlðin á Akureyri hefur um áratuga skeiö gefið út jólamerki, og rennur á- góði af útgáfunni til Elliheimila Akureyrarbæjar. í tilefni kvennaársins hefur fé- lagið nú mynd af hinum þekkta kvenskörungi frú Aðalbjörgu Sig- uröardóttur, sem helgaði lif sitt menntun og mannúðarmálum hér á landi. Ekki þarf að rekja þátt frú Aðalbjargar i málefnum kvenna, svo þekkt var hún öllum núlifandi Islendingum. Mynd af jólamerkinu er tekin eftir teikningu, sem Eirikur Smith gerði af frú Aðalbjörgu, en smækkun og útfærslu merkisins annaöist Kristján Kristjánsson teiknari á Akureyri. Merkið er gefið út í tveimur stærðum og selt i Frimerkjahúsinu, Lækjargötu 6a, og Frimerkjamiðstöðinni, Skólavörðusti'g 21a. Á skiðum í hlíðum Alpafjalla Eins og síöastliöinn vetur bjóöum viö nú viku og tveggja vikna skíðaferðir til Kitzbuhel og St. Anton í Austurríki á veröi frá 41.700 og 50.600 krónum. [ Kitzbuhel og St. Anton eru jafnt brekkur fyrir byrjendur, sem þá bestu. Þar er verið á skíöum í sól og góöu veöri allan daginn, og þegar heim er komið, bíður gufubaó og hvíld, góður kvöldmatur og rólegt kvöld viö arineld, - eöa upplyfting á skemmtistað ef fólk vill heldur. Morguninn eftir, snemma, er stigið á skíöin og haldiö beint upp í brekkur - svona gengur þetta dag eftir dag eftir dag, meöan á dvölinni stendur. Sem sagt, dýröleg dvöl í alþjóðlegu andrúmslofti meö fullkomnu ”apré ski”. Þeir sem velja tveggja vikna feröir, geta dvalið viku á hvorum staö ef þeir kjósa heldur. Skíöafólk leitið upplýsinga hjá söluskrifstofum okkar, ferðaskrifstofunum og umboðsmönnum. LOFTLEIDIR /SLAJVDS Félðg með skipulagóar skíóaferóir til Evrópu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.