Tíminn - 05.11.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 05.11.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Miðvikudagur 5. nóvember 1975 Árni Benediktsson: Um launamál Þvi hefur verið haldið mjög fram af núverandi stjórnarand- stöðuflokkum, að rikisstjórnin,, sem þá gjarna er nefnd hægri stjórn, hafi ráðizt sérstaklega á lifskjör láglaunastéttanna. Þetta er ekki rétt: núverandi rikisstjórn hefur staðið i vörn fyrir láglaunastéttirnar, vörn gegn margslungnum öflum i þjóðfélaginu, öflum, sem of langt mál yrði aö rekja hér, en eiga margar sinar dýpstu rætur i stjórnarandstööuflokkunum og launþegasamtökunum. A siöustu árum viðreisnar- stjórnarinnar hófu ýmsar stétt- ir, sem betur mega sin, að færa sig mjög upp á skaftið i kröfu- gerö á hendur þjóðfélaginu, fyrst og fremst háskólamenn og fámenir starfshópar, sem höfðu tök á að stöðva veigamikil fyrir- tæki og valda miklu tjóni. Þessir hópar mögnuðust um allan helming á dögum vinstri stjórnarinnar og náðu oft fram kröfum, sem voru i hrópandi andstöðu við réttlætiskennd ts- lenginda. Þvi miður gerðist þetta stundum beint undir hand- arjaðri einstakra ráðherra, og má þar t.d. til nefna samninga við næturlækna, þar sem samið var um það, að þeir fengju mánaðarlaun verkamanns á tveimur nóttum. Fyrir kjarasamningana i febrúar 1974 var það yfirlýst stefna launþegasamtakanna að ná fram sérstökum kjarabótum til hinna lægst launuðu. Þegar til samningaviðræðna kom, var þaö hins vegar fljótt ljóst, að þetta var alls ekki meiningin, hina lægst launuðu átti aðeins að nota sem stökkbretti til að ná meira fram öörum til handa. Nokkrum dögum áður en samningar tókust, gerðu samningamenn nokkurra iðnaðarstétta samning við vinnuveitendur sina um að þessar stéttir skyldu frá 10% launahækkun umfram það, sem kynni aö verða samið um fyrir hina lægst launuðu. Viðkomandi vinnuveitendur sögöu að sér væri skitsama hvaða laun þeir greiddu, aðeinsef þeir fengju að velta hækkununum inn i verðlagiö. Þessi sérstaka launahækkun þurfti að fá staðfestingu viðskiptaráðherra. Vinnuveit- endur og launþegar gengu þvi sameiginlega á fund viðskipta- ráðherra með ósk um 10% sér- staka launahækkun fyrir þessar iönaöarstéttir, 10% hækkun um- fram láglaunastéttirnar. Viðskiptaráðherra lagði blessun sina yfir þessa hækkun. Þessum samningi var haldið leyndum, þar til aðalsamningar höfðu tekizt. Þegar leynisamningur- inn kom i dagsljósið, ætlaði allt vitlaust að verða i samninga- nefnd launþega, og þó sérstak- lega I rööum atvinnurekenda, en þeir neituðu algjörlega að fallastá hann. Niðurstaðan varð samt sú, að eftir að mikiö haföi gengið á, að samninganefnd launþega sameinaðist um að gera þessa kröfu aö sinni og gaf engan kostá samningum, nema þetta fylgdi með. Vinnuveitend- ur létu þvi undan. Að þvi búnu risu fulltrúar uppmælingastétt- anna einnig upp og neituðu að skrifa undir samninga, nema þeir fengju einnig þessa sömu aukahækkun. Og aftur gerði samninganefnd launþega þann málstað að sinum málstað og gaf engan kost á samningum, nema þessiböggull fylgdi einnig með. Það er kunnara en frá þurfi að segja,að launamisrétti fór vax- andi á dögum vinstri stjórnar- innar. Ég ætla ekki að efast um, að sú þróun hafi vérið stjórninni I heild á móti skapi. En ofan- nefnd dæmi sýna þó, að hún bar nokkra ábyrgð á þessari þróun, eöa að minnsta kosti einstakir ráðherrar. Ég sagði i upphafi máls, að núverandi rikisstjórn hefði staöið i vörn fyrir láglauna- stéttirnar. A fyrstu mánuðum valdatima hennar var launa- málum stjórnað meö tilskipun- um, eins og á siðustu mánuðum vinstri stjórnarinnar. A þessum mánuðum kom vilji og stefna rikisstjórnarinnar fram, að svo miklu leyti sem efnahagsaö- stæöur leyfðu. Sú stefna var að hækka eingöngu laun þeirra lægst launuðu. 1. okt. 1974 voru iaun undir 50.000 á mánuði hækkuð með lögum um 3.500 á mánuði. Þeir sem hærri laun höföu en 53.500 á mánuði, fengu enga launahækkun. 1 framhaldi af þessu, og undir áhrifum af þessari stefnu voru samningarnir i marz 1975 gerðir. Láglaunamarkið var fært nokkru ofar, en samið var um 4.900 kr. hækkun á öll laun undir kr. 69.0000, og engin launahækkun varð á laun yfir 73.900. Eftir þessa samninga rigndi mótmælum yfir samninganefnd launþega með þeim afleiðingum, að i samningunum 13. júni varð allt önnur stefna ofan á. Niðurstaða þeirra samninga varð sú, aö laun upp aö kr. 55.000 hækkuöu um kr. 5.300+2.100, en laun yfir 75.000 hækkuðu um 13.700+2.100. Þannig var brotin niður viðleitni rikis- stjórnarinnar til sérstaks ávinnings fyrir láglauna- stéttirnar. Það er orðin almenn skoðun meðal láglaunamanna, að for- ystumenn þeirra hafi hreiðrað þannig um sig i „kerfinu”, að þeir séu ófærir um aö gæta hagsmuna láglaunamanna. Þeirra hagsmunir séu að viðhalda háu laununum á kostn- að lágu launanna. Þessu til staöfestingar eru nefndar hinar ævintýralegstu tölur um laun einstakra miðstjórnarmanna Alþýðusambands „Islands.” Ég hygg að þessi skoðun eigi ekki rétt á sér. Sumum af mæt- ustu forystumönnum launþega- samtakanna hefur fallið þungt, hvernig launamálin hafa þróazt á síðustu árum, en þeir hafa ekki fengið við neitt ráðið. Ég hygg að meinið liggi I úr- eltri vinnulöggjöf. Vinnulöggjöf, sem veitir fámennum hags- munahópum vald til þess að setja sér næstum sjálfdæmi um laun, að öðrum kosti valdi þeir ómældu tjóni. Ég hygg að hags- munir láglaunastéttanna felist i þv'i, eins og málum er nú komið, að vinnulöggjöfin verði endurskoðuð hið allra fyrsta i þvi skyni að takmarka mjög verkfallsrétt fámennra hags- munahópa. Bilið á milli hárra og lágra launa verður að minnka. Það eitt er i samræmi við réttlætiskennd alls þorra Is- lendinga. Rikisstjórnin verður að tryggja, að sú stefna i launa- málum, sem hún mótaði i upphafi, nái fram aö ganga. Að kjósa sér kuldabola TIL nokkurra sviptinga hefur dregið i pólitisku veðurfari, sem er ágætt eftir lognmolluna I sumar og haust, og nú er það ekki rjúpan, heldur sjálfur kommissarfuglinn, sem breitt hefur fjaðraðan væng sinn og sarp yfir gullegg þjóöarinnar. En menn spyrja: Er nokkurt egg í hreiörinu? Þvi fuglinn flýgur aldrei neitt upp núorðið, og mörgum er oröiö það til efs. Það hefur fylgt stjórnskipun á Islandi, að mikil völd hafa færzt yfir á embættismenn þjóðarinn- ar. Ráðuneytisstjóri i fjármála- ráðuneytinu ræður meira en venjulegur þingmaður, það vita allii; sama gegnir um ýmsa bankastjóra og þingmenn. Samt er okkur sagt, að málið þurfi þing fyrir peninga. En það var skrifað og staðfest, áður en hraövirkar prentvélar fóru að búa til seöla handa rikinu og bönkunum, alveg án tillits til þeirrar vinnu, sem lögð er fram á móti úti á sjó, og fiskur vor er orðinn smár eins og krónan. Annars var þetta ömurlega prentverk yfirvaldnana ekki þaö, sem ég ætlaði aö gera að umtalsefni hér, heldur stjórnar- skráin og æviráðning embættis- manna. Mjög fáir embættis- menn eru kosnir af alþingi, og enn færri af þjóðinni: hinir veröa til með tilskipun ráðherra landsins og forseta, og þá vaknar spurningin: Er þetta nógu gott hjá okkur? Vill al- menningur ekki ' ráða þessu sjálfur? Þegar ný stjórn kemur til valda, þá komast stofnanir rikisins að nafninu til undir ný ja stjórn. Hvaða stjórn? Jú. Ráð- herrann, sem kemur til valda, hefur sér til samstarfs, i þýðingarmestu málum, menn sem hann hefur alls ekki kosið sjálfur að vinna með. Þetta eru ekki aðeins starfsmenn stjórn- arráðsins, heldur lika ýmsir embættismenn aðrir. banka- stjórar og seðlaprentarar. Þó hjó maður eftir þvi, þegar siöasta stjórn tók við völdum, að breytingar urðu i einni stofnun, en þaö er Framkvæmdastofnun rikisins. Þar fóru þeir frá, sem misst höfðu völdin i kosningun- um, en sigurvegarar kosning- anna tóku upp sætin. Þetta finnst mér, bæði sem hagfræð- ingi og borgara i rikinu, vera mjög athyglisvert mál. Mættu ekki fleiri stofnanir rikisins vera byggðar upp með hliðstæð- um hætti? Ég leyfi mér að nefna Seðlabankann og stjóra hans æðstu embættismenn ráðu- neyta, bankastjóra þjóðbank- anna, sendiherra og ambassa- dora forstjóra i listum og vis- indum lika. Það mætti hugsa sér þetta þannig, að nýja rikis- stjórnin gæti, ef hún vildi, látið þessa merku menn halda sinum stöðum, en hún þyrftiþess ekki. Alþingi kysi svo hreinlega nýja forystu, eöa endurkysi hana eftir hentugleikum. Mér er alveg ljóst, aö mikil" vandkvæði eru á slikri breyt- ingu. Þó má gera hana i áföng- um, þvi að embættismenn eru ekki eilifir, frekar en þorsk- stofninn og þingmennirnir. Nýir menn i embættum gætu á hinn bóginn haft þannig ákvæði i ráöningarsamningum sinum, að þeir væru bundnir við lifdaga rlkisstjórnarinnar. 1 Kina var þettaþannigá keisaratimunum, að læknanir fengu aðeins kaup, þegar keisarinn var heilbrigður, i veikindum snöpuðu þeir gams og fengu ekkert kaup. Er mönnum það ekki ljóst, að líkindi væru meiri i hinu boðað kerfi, en hinu-sem viö höfum nú, á að embættismenn hugsuðu sig um tvisvar, áður en þeir legðu eitthvað til, sem bundið gæti enda á tilveru rikisstjórnarinn- ar, og þá jafnframt tilvist sjálfra sin I háum stöðum? Jú. Þetta köllum við samábyrgð. Þeir myndu vanda sig meira. En hvað um almenning? A hann engu að fá að ráða, nema kjósa þingið og forseta Islands. — Jú. Alveg tvimælalaust. Al- menningur á að fá að kjósa presta, þeir kjósa svo biskup. Almenningur á að fá að kjósa yfirvöld, eins og lögreglustjóra, hitaveitustjóra, simstjóra, raf- magnsstjóra og sýslumenn. Ráðherra á að vikja frá, ef þeir ekki duga, og þá verður að kjósa nýja. — Já, en gerum við þá nokkuð annað en að kjósa? spyr máski einhver. — Já. Ef enginn býðúr sig fram, er sjálfkjörið. Ég byöi ekki i hitaveitustjóra núna, rétt fyrir framboð sitt og harðar kosningar, að vera með 30% hækkun á gjaldsskránni. Allir sem berjast i pólitik, eru að berjast fyrir auknum völd- um. Þeir berjast fyrir hug- myndum sinum og fyrir sjálfum sér, trúa að þeir geti leyst vand- ann, sem öðrum tókst ekki að leysa. Þingmenn eru ágætir, og það eru flestir ráöherrar lika, en við verðum að muna það, aö völd þeirra eru stórlega skert af embættismönnum • og æviráðn- um stórfurstum peningahof- anna. Enginn er i rauninni svo aumur, að hann geti ekki sagt hinu pólitiska valdi fyrir verk- um. Menn hætta I skólum, binda sin skip binda min skip líka og þin skip. Þetta eru ekki uppreisnar- menn, heldur fólkiö sjálft, sem fer að frumhvötum sinum til þess að hafa áhrif á kerfið, önn- ur en þau sem bjóðast á kjör- degi i alþingis-, sveitar- og borgarstjórnarkosningum. Það er skylda alþingis og stjórnar- skrárnefndar að taka þessi sjónarmið til greina, þegar gengið verður frá nýrri stjórn- arskrá handa lýðveldinu. Þar á að draga almenning til ábyrgö- ar og valda. Jónas Guðmundsson Jónas Guðmundsson: Sumir segja aö ráðstafanir okkar I efnahagsmálum séu hálfgert „nudd”, sem lftið eöa ekkert gagn sé i.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.