Tíminn - 05.11.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 05.11.1975, Blaðsíða 13
Miövikudagur 5. nóvember 1975 TÍMINN 13 Tökum á Guöjón Bj. Guðlaugsson skrif- ar: „Nú er veturinn að ganga i garð, timi félagsstarfa og fundahalda. Ég vil sérstaklega minna á, að nú eru góðtempl- arastúkurnar sem óðast að hefja vetrarstarfið, bæði undir- stúkur og barnastúkur. Oft var þörf, en nú er nauðsyn að vinna, að bindindismálunum. Ég vil þvi sérstaklega hvetja alla, sem i bindindissam- tökunum eru, til að vinna vel á komandi vetri. Skora ég á allt gott fólk, er sér þörf- ina fyrir aukið bindindisstarf, að ganga i bindindissamtökin, — i Góðtemplarastúkuna, sem öllum stendur opin, Islenzka ungtemplara eða hin einstöku bindindisfélög, svo sem öku- manna, presta, kennara o.s.frv. Hvar sem liðveizla er veitt i bindindisbaráttunni, er það sig- ur á versta óvini mannkynsins, áfenginu. Ekkert getur fremur unnið á áfengispúkanum en fjöldinn. Þvi má enginn skerast úr leik, sem vill hann feigan. Daglega berast hörmulegar fréttir af völdum áfengisins: Af slysum á mönnum, tjóni á eign- um, allskonar glæpum, vand- ræðum á heimilum og vinnu- stöðum og ótal hörmungum, sem áfengisdrykkjan veldur. Enginn einn hlutur veldur fleiri slysum og meira tjóni i þjóðlif- inu en áfengið og reykingarnar. Það eru óhugnanlegar upplýs- ingar frá opinberum aðilum, að J>að skuli alltaf vera að fjölga þeim unglingum og færast neðar f aldursflokkana, sem reykja og drekka, og að ungar telpur skuli vera orðnar i meiri- hluta i þeim hópi. Foreldrar! Beinið þvi börnum ykkar inn i barnastúkurnar og styðjið þau i starfi. Umfram allt gefið þeim gott fordæmi. Það er sú bezta fjárfesting og llftrygg- ing, sem hægt er að fá. Barnastúkan Svava, sem heldur fundi á sunnudögum i Templarahöllinni við Eiriks- götu, getur ennþá tekið við nýj- um félögum, og stúkan Fram- tiðin býður alla fjórtán ára og eldri velkomna, sem vilja kynna sér starfið eða gerast félagar. Simar: 32930, 34240 og 14399. Tökum öll höndum saman og vinnum gott verk! Styðjum hvert annaðog leiðum börn okk- ar á gæfuveg. Metum heill þeirra meir en hag áfengis- og tóbakssalans.” Auglýsicf i Timanum Þriðju tónleikar Sinfóniu- hljómsveitar Islands voru haldnir fimmtudaginn 30. októ- ber i Háskólabiói. Aðalstjórn- andi hljómsveitarinnar. Karsten Andersen, stýrði hljómsprota i þetta sinn, en Elisabet Söderström frá Stokk- hólmi söng. Flutt voru verk eftir Wagner, Jónas Tómasson, Haydn, Malcolm Williamson og Jóhannes Brahms. Þetta mun vera þriðja árið, sem Karsten Andersen stýrir hljómsveitinni, og ferst honum það vel úr hendi. Hann er hinn reffilegasti maður, svo sem al- gengt er um Norðmenn, enda eru þeir sagðir vera allra manna mestir útilifs- og fjall- göngumenn. Stjórnpallshegðun Andersens er hófsöm, hann leið- ir hljómsveitina með festu og talsverðum þokka, sem virðist eiga vel við okkar fólk, ef marka má árangurinn. Hins vegar mun hljómsveitin vart hefja sig til flugs undir hans stjórn. Sinfóniuhljómsveit Islands hefur reynt marga ágæta stjórnendur um dagana: Róbert Á. Ottósson var löngum viðloðandi hana, og honum eru tengdir ýmsir minnisstæðustu hljómleikar hennar. Olav Kielland var hins vegár fyrstur hinna föstu stjórnenda hljóm- sveitarinnar, og siðan hver af öðrum Jindrich Rohan, Bodan Wodiczko og Karsten Andersen. Hafa leikar farið samkvæmt 2. lögmáli Newtons, eins og vænta mátti. Fyrst flutti hljómsveitin for- leikinn að Meis'tarasöngvurun- um I Nurnberg eftir Richard Wagner. Tókst það prýðilega eftir föngum, þegar þess er gætt, hve veikir strengirnir eru i hljómsveit vorri, 10 spila fyrstu fiölu og 8 aðra, 7 spila lágfiðlu, 7 knéfiðlu og 4 bassa. t fullri Wagner-hljómsveit eiga hins vegar að vera 16+ 16 fiðlur, 12 lágfiðlur, 12 knéfiðlur og 8 bass- ar. Af þessum sökum er hljóm- urinn ekki eins voldugur og bezt gæti orðið, hins vegar kom hinn fínni vefur verksins vel fram. Næst var flutt verkið „1.41” eftir landa vorn Jónas Tómas- son, ungan mann frá Isafirði. 1 tónleikaskrána skrifar skáldið smágestaþraut um túlkun verksins. Tónlistargagnrýnandi Timans telur skýringu (b) eiga bezt við, en þar segir: „Verkiö 1.41 er stærðfræðilegs eölis. 1.41 má tengja formúlu, sem byggist á mikróskomiskri konstrúksjón verksins og einnig talnaröö, sem makrókosmos verksins byggist á.” Talan 1.41 er kvaðrarótin af 2 með tveimur aukastöfum,-sem lýsir vel dýpt stærðfræöinnar i verkinu, en á henni byggist bæði stórt og smátt i þvi, eins og að ofan greinir. — Hlutur hljómsveitar og stjórnanda var vel af hendi leystur, enda veröur þetta tónverk (eða þessi tegund af tónverki) þvi áheyrilegra sem maður heyrir það oftar, hver svo sem höfundurinn kann að vera hverju sinni. Þess vegna var 1.41 ennþá áheyrilegra i endurflutningi útvarpsins daginn eftir. Annars er orðið löngu tima- bærtað vekja Musica Nova upp frá dauðum. Sá ágæti félags- skapur lognaðist út af fyrir nokkrum árum, eftir allblóm- legt og áhugavert starf. Kannski náði hann sér aldrei fyllilega eftir bossa-nova tónleikana frægu, þegar ”harlotte Moorman og Nam June Paik voru rétt búin að drepa 50 Reykvikinga úr leiðindum uppi i Lindarbæ. Nú er Paik orðinn mikill vestra og Charlotte spámaður hans. Paik hefur fundið upp nýja listgrein, ósænskmenntuðum Islending- um næsta fjarlæg og torskilin, en þessi eljusami Svi fékkst við það, ásamt með öðrum störfum, að yrkja ljóð á ýmsum tungu- málum, eins og Benedikt gamli Gröndal. 1 tónleikaskrá segir, að BBC hafi sl. ár falið Astralanum Malcolm William- son að semja tónverk um Dag Hammarskjöld, og hafi hann valið sér að viðfangsefni nokkur kvæði hans. Verkið er i formi kantötu fyrir sópranrödd og hljómsveit, og söng Söder- ström röddina. Áður en hún söng hvert kvæði, fór hún með það til skilningsauka fyrir Eftir Williamsson komu tilbrigði Brahms við stef eftir Haydn, ^eins og himneskur lúðrahljómur — „Guð það hentast heimi fann, það hið bliða blanda striðu...” Hinn hreini tónn helgast m.a. af notkun blásara i útsetningu Brahms á þessu verki, en sá hluti hljómsveitar vorrar er skipaður einvalaliði, eins og hver maður getur heyrt. Tónlistargagnrýnandi The Star i London (Bernard Shaw) hélt þvi fram um aldamótin, að Brahms væri ekki annað en nautnaseggur með dásamlega tónheyrn, en þessu er tónlistar- tónlistar, rétt eins og Njála stendur á sinum stað, þótt hvorugt gæti af sér andlegt af- kvæmi, svo vitað sé. Annars hefur þróunarkenning Darwins valdið þvi,að menn rugla saman hugtökunum framþróun og breytingu. Þess vegna telja sumir, að ungu skáldin séu framþróaðri en Bartók, sem sé framþróaðri en Brahms, sem sé framþróaðri en.Betthoven, sem sé framþróaðri en Bach, o.s.frv. En þetta er ekki nauðsynlega rét. Maó segir: „Vér getum lært það, sem vér vissum ekki áður. Vér kunnum AF ÞRIÐJU TONLEIKUAA SINFÓNÍUHLJÓAASVEITARINNAR nýsilist (video art), sem er i þvi fólgin að búa til kvikmynda- abstrakstjónir á myndsegul- band,- sem siðan eru sýndar i sjónvarpi. A tónleikum kné- fiðlar Charlotte t.d. einleiks- svitur Bachs allsnakin aö öðru en brjóstahaldara, sem á eru festir 2 smáskjáir sem birta hugarburð Paik samtimis hljómlistinni. En hvort sem Paik og Charlotte standa eöa falla,þarf að endurreisa Musica Nova — þar er hinn rétti vett- vangur fyrir áhugasama skap- endur, flytjendur og hlustendur nútima-tónverksins. Sænska sópransöngkonan Elisabet Söderström flutti tvö næstu verk, ariu úr óperunni Antigónu eftir Jósef Haydn og lög við 5 ljóð Dags Hammar - skjöids eftir Malcolm William- son. Ef marka má tónleika- skrána, er Elisabet Söderström heimsfræg, eins og allt tónlistarfólk, sem til vor kemur, og ekki að ástæðulausu, þvi að hún syngur forkunnarvel. Auk þess er hún glæsikvendi mikið. A tónleikunum var hún klædd koparbrúnum kyrtli, sem að dómi kunnáttumanna var i forn- griskum stil. 1 Antigónu naut hið griðarlega raddsvið söng- konunnar sin vel — hún spannaði hálfa þriðju áttund, frá G upp á háa C, og slikur er raddstyrkur hennar á efri tón- unum, að hinir fingerðari menn á fremstu bekkjum nötruðu sem strá i vindi. Ef eitthvað má að finna, er það helzt hið áberandi „vibrató” söngkonunnar, sem stundum gerir tón og laglínu óákveðna, t.d. i kadensunni i Haydn. Goðsögnin um Dag Hammarskjöld hefur verið áheyrendur, með þeim árangri að þetta verk tók um 40 minútur i flutningi. Olli þessi ægilega lengd þvi, að „sú ætlun tónskáldsins að sýna Dag Hammarskjöld frá nokkrum hliðum” fórút um þúfur, og að- eins langa og leiðinlega hliðin kom fram. Annars viröast þessi kvæði Hammarskjölds mjög frambærileg (sjá sýnishorn) og söngkonan i bezta lagi, svo ekki sé talað um hljómsveitina. Þess vegna er skaði, að ekki skyldi betur fara, og er þar við and- fætling vorn Williamson að sak- ast. 1 tónlist Williamsons segjast sumir greina laun- wagneriskar hneigðir — hann iangi til að yrkja eins og Richard Strauss en þori það ekki, .og komi það vel fram i 3. kvæðinu, The Path of Unself, sem einkennist af flóknu samspili knéfiðla og lágfiðla: I became also á reproach unto them: They that looked upon me shaked their heads Help me, O Lord my God: O save me according to thy mercy. En fyrsti söngurinn, Prayer of Acceptance, minnir ögn á serenöðu Benjamins Brittens fyrir horn og tenór, enda ekki óliklegt, þar sem Williamson er sjálfur hornisti. Sama keim má heyra i siðasta söngnum, Apóthesis. Kvæðið er svona: Vágen, du skall följa den. Lyckan, du skall glömma den. Kalken, du skall tömma den. Smárten, du skall dölja den. Svaret, du skall lára det. Slutet, du skall bá'ra det. gagnrýnandi Timans algerlega ósammála. Þá, eins og nú, var um það deilt, hvað væri aftur ábak og áfram i tónlistar- þróuninni, Brahms eða Wagner. Sé áfram skilgreint með þvi sem getur af sér afkvæmi, var Wagner eflaust vaxtarsprotinn, en Aldous Huxley telur hark- söng og frygðarmúsik nútimans skilgetin afkvæmi Beethovens og Wagners. En Brahms stend- ur sem hápunktur rómantiskrar eigi aðeins að brjóta niður hinn gamla heim, vér getum einnig reist hinn nýja af grunni.” En þvi aðeins er um framför að ræða, að eftirkomendur kunni jafnvel eða betur til verka en fyrirrennarar, og fái jafngóðar gamaldags eða betri hug- myndir. Sigurður Steinþórsson. Þjóræknisfélag íslendinga HATÍÐASAMKOMA i tilefni 100 ára landnáms islendinga i \'v ja-islandi, verður haldin i Þjóðleikhúsinu laugardag- inn 8. nóvember kl. 14. Þættir úr hátiðadagskrám — fluttum vest- an hafs s.l. sumar: Leiksýning — Leikarar og kór Þjóðleikhússins. Danssýning — Þjóðdansafélag Reykjavikur. Glimusýning — Glimusamband islands. Kvikmyud— Krá byggðum islendinga i Manitoba. Avörp — Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra íslands, Stefán J. Stefánsson forseti Þjóðræknisfélagsins i Vestu ilieimi. Kórsöngur — Karlakór Reykjavikur. Sala aðgöngumiða hefst i Þjóðleikhúsinu miðvikudaginn 5. nóvember á venjulegum tima.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.