Tíminn - 06.11.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.11.1975, Blaðsíða 1
PRIMUS HREYFILHITARAR í VÖRUBÍLA OG VINNUVÉLAR HF HÖRÐDR GUNNARSSON SKÚLATÚNI 6 -SÍMI (91)19460 STÓRFELLDIR MJÓLKUR- FLUTNINGAR FRÁ NORÐUR LANDI TIL REYKJAVÍKUR MÓ-Reykjavik. Innvegin mjólk i umdæmi Mjólkursamsölunnar i Reykjavik er nú 13% minni en á sama tima og i fyrra. Af þvi leið- ir, að næstu daga verður að hefja llutninga á mjólk i stórum stil frá Sjóðshalli á Fdskrúðsfirði: 3*8 millj. vantaði í kassann á símstöðinni — stöðvar- stjóranum vikið úr starfi MM-Reykjavik — Við óvænta endurskoðun sem gerð var hjá Pósti og sima á Fáskrúðsfirði kom i ljós sjóðshalli, sem nam um það bil 3,8 milljónum króna. Póst og simamálastjórnin greip þegar i taumana og hefur stöðvarstjór- inn verið látinn hætta störfum. Hann bauðst til að greiða upp- hæðina og á aðeins eftir ógreiddar 1,5 millj. króna. Átti að ljúka greiðslu þess fjár i þessari viku. Rikisendurskoðun hefur verið gert málið kunnugt. Varðandi sjóðþurrð á Hvols- velli og Reyðarfirði sagði póst- og simamálastjóri, er blaðamaður Timans náði tali af honum i gær- kvöldi, að beðið væri eftir út- skriftum sýslumanna. Norðurlandi til Reykjavikur. Allt útlit er fyrir að þeim flutningum verði að halda áfram i allan vet- ur, og þvi betra að ófærð og aðrir samgönguerfiðleikar harnli ekki. I gær var heildarmagn mjólk- ur, sem barst Mjólkursamsölunni 110 þúsund litrar. Dagleg neyzla á nýmjölk er 100 þúsund litrar á svæðinu, og 5 þúsund litrar fara i undanrennu. Er þvi ljóst að næstu daga verður að flytja mjólk frá Blönduósi og öðrum stöðum norðanlands, til að ekki verði mjólkurskortur i Reykjavik. Undanfarna vetur hefur ekki þurft að ílytja mjólk til Reykja- víkur, en fyrir nokkrum árum var mjólk flutt um tima um miðjan veturinn. Oft hefur þurft að flytja rjóma. Astæðan fyrir þessu slæma ástandi nú mun aðallega vera sú, að hey eru mjög léleg, og eru dæmi þess að allt að 5 kg af töðu þurfi i fóðureininguna. Af meðal- töðu þarf hins vegar 1,9 kg i fe. Kostnaður við þessa mjólkur- flutninga verður mikill. Bændur greiða nú 10 aura af hverju kg innveginnar mjólkur i flutningssjóð, en hætt er við, að ef stórfelldir flutningar þurfi að eiga sér stað, dugi sá sjóður skammt. í þessu sambandi er rétt að vekja athygli á þvi, að vegurinn yfir Holtavörðuheiði hefur oft orðið ófær á vetrum. Sömu sögu er einnig að segja af ýmsum öðr- um vegum norðanlands. Ætti það þvi að vera hagur allra lands- manna, að verulegt átak verði gert til að tryggja samgöngukerf- ið, svo með öryggi sé hægt að tryggja öllum landsmönnum lifs- nauðsynjar sinar dag hvern. Með öðrum orðum: Góðar vetrarsam- göngur eru ekki siður hagur þétt- býlisbúanna við Faxaflóa, en fólksins út i dreifbýlinu. Forsætisráðherra: Ríkisstjórnin mun reyna að tryggja rekstur frystihús- anna til áramóta BH-Reykjavik. — i gærmorgun gengu lulltrúar hraðfrystihúsa- eigenda, viðskiptabanka þeirra og Seðlabanka islands á fund for- sætisráðherra, Geirs Hallgrims- souar, lil þess að ræða hugsan- lega lausn vandamála hraðfrysti- húsanna. Eins og kunnugt er af fréttuin Timans Itafa nokkur hraðfrystihús á Suðurnesjum nú þegar stöðvað rekstur sinn, en önnur halda áfrarn rekstri við liina alvarlegustu erfiðleika hvað rekstrarfé varðar. Niðurstöður viðræðna þessara aðila við forsætisráðherra urðu þær, að forsætisráðherra hét þvi, að reynt yrði að sjá til þess, að rekstur hraðfrystihúsanna til áramóta yrði tryggður. Greiðum nær 6 milljörðum meira fyrir sama magn af olíuvörum nú en 1973 AÞ—Reykjavik. — Islendingar hafa orðið að greiða nær 6 milljörðum króna meira fyrir oliuvörur á árinu 1975 en fyrir sama magn fyrir tveimur árum, þ.e. 1973. Kom þetta fram i ræðu Tómasar Árnasonar aiþm. i umræðum á Alþingi i gær. Sagðist Tómas hafa látið reikna út, hve mikið íslendingar hefðu greitt fyrir oliuvörur — flugvélabensin er þó undanskil- ið — á árinu 1973 og samsvar- andi magn oliuvara á þessu ári. Arið 1973 greiddu íslendingar 19 millj. 201 þús. dollara fyrir þetta magn, en i ár nemur upphæðin 53 milljónum 499 þús. og 800 dollurum. M.ö.o. hafa Islendingar orðið að greiða tæp- um 6 milljörðum króna meira fyrir samsvarandi magn, eða 5 milljarði 690 þúsund. Þessar upplýsingar þing- mannsins komu fram i umræð- um um - Framkvæmdastofnun rikisins. Sagði Tómas Arnason, að svo virtist, sem menn litu framhjá ýmsum veigamiklum þáttum, er rætt væri um verðbólguna. Hinar gifurlegu oliuverðshækkanir hefðu bæði átt beinan og óbeinan þátt i verðbólgunni, sem hér hefur geisað. Minnti hann á, að vegna verðhækkana á oliu hefði verið ráðizt fyrr i orkuframkvæmdir hér, bæði hitaveituframkvæmd- ir og vatnsaflsvirkjanir, en ella. Þá gerði þingmaðurinn að umræðuefni afleiðingar Vest- mannaeyjagossins og kjara- samninganna i ársbyrjun 1974, sem átt hefði sinn þátt i verð- bólgunni. Hins vegar kom það fram á fundinum, að hugsanlegt væri, að i einstöku tilfelli kunni ástandið að vera svo siæmt, að ekki yrði unnt að hjálpa viðkomandi frysti- húsum i gang að nýju. Héldu boð fyrir 100 manns, en drógu kaup af konunum ------> o Styrktarsjóður vangefinna missir tekjur sínar á miðju næsta ari © Dinamo Kiev - Akranes 2:0 -----► o Atvinnulíf á Eyrar- bakka í molum MÓ-Reykjavik. — Það má segja að atvinnulifið á Eyrarbakka sé i rúst, þar til bætt verður úr skipa- skaða þorpsins i öveðrinu á dögunum. Nú er þar aðeins einn sjófær bátur, og hefur hann engan veginn undan að afla frystihúsinu nægjanlegs hráefnis. Einnig verður að leggja allt kapp á að koma saltfiskverkunarhúsinu i lag, en einn veggur þess brotnað; og hraðar hendur verður að hafa við að endurbæta sjóvarnar- garðana, sem eru stórskemmdir. Viðlagatryggingu tslands ber skylda til að bæta tjón á bruna- tryggðum fasteignum og lausafé, en engum aðila ber skylda til að bæta tjónið á sjóvarnargörðun- um. Hins vegar er ljóst að þar verða stjórnvöld að hlaupa undir bagga og bæta það sem hægt er, en viðgerð á sjóvarnargörðunun mun nema tugum milljóna króna. A kvöldflóðinu I gærkvöldi tókst að ná Sólborgu á flot. Þetta er það helzta, sem Þór Hagalin, sveitarstjóri á Eyrar- bakka sagði okkur i gærkvöld, en þá hafði hann ásamt öðrum verið önnum kafinn að kanna ástandið eftir óveðrið. Byggja 800 íbúðir í Nígeríu í vor _________—► o Friðrik Óiafsson er kominn i ham á svæðis- mótinu i skák, sem vonandi endist honum til að komast áfram á millisvæðamót t tólftu umferð svæðismótsins að Hótel Esju tefldu saman þeir fjórir, sem möguleika eiga á að komast áfram. Ribli og Parma sömdu jafntefli eftir aðgerðarlitla 15 leiki en Friðrik barðist hart við Liberzon, afþakkaði jafntefli og stendur uppi með vinningslega biðskák. Myndin sýnir þá Friðrik og Liberzon að tafli og að venju segir Bragi Kristjánsson frá svæðismótinu á bls. 5. Timamynd: Róbert.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.