Tíminn - 06.11.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.11.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Fimmtudagur ö. nóvember 1975. Erfiðleikar í símasambandi: Ford og Sadat Halló, herra forseti! VEGNA sögulegs gildis lét Ford Bandarikjaforseti taka sfmtal upp á scgulhund, sem hann átti viö Sadat Egyptalandsforseta 1. september. Astæöan var sam- komulag viö tsrael um Sínai- skagann. FORD: Sadat forseti? SADAT: Halló . Hér talar Sadat forseti. FORD: Hvernig liður yður Sadat forseti? Ég vildi hringja i yður til að óska yður til hamingju með hið stóra hlutverk, sem þér hafið átt i viðræðunum, sem leiddu til þessa samkomulags. SADAT: Halló? (Eitthvað óskiljanlegt.) FORD: Ég heyri þvi miður ekki of vel í yður, herra forseti. Vonandi kemst það, sem ég segi betur til skila. Mig langar til að lýsa yfir i nafni rikisstjórnar minnar, fyllstu viröingu minni fyrir stjórn- málakunnáttu yðar og þvi andríki, sem þér hafið sýnt gagnvart nauðsyn samninga þessara, þrátt fyrir að þér hafið sætt mótstöðu og gagn- rýni. Mig langar einnig til að þakka yður fyrir það forystu- hlutverk, sem þér hafið tekið að yður og ég hlakka til sam- vinnu með yður i...... SADAT: Halló? FORD: Halló. Heyrið þér til min, herra forseti? SADAT: Nei, en ég heyri mjög illa til yðar. FORD: Ég veit, að þér og ég höfum gert okkur grein fyrir að stöðvun samningagerðar og „patt-staða” i Austurlönd- um nær hefur getað haft ör- lagarikar afleiðingar. Við erum allir mjög þakklátir yður fyrir að hafa tekið að yður forystuhlutverk i sam- vinnunni milli Kissinger ráð- herra og Israelsmanna, og þar sem við munum vinna saman i framtiðinni, bæði persónulega og lika milli rikisstjórna...... SADAT: Halló? FORD: Já, ég get heyrt i yður, herra forseti. Ég vona að þér getið lika heyrt i mér, herra forseti. SADAT: Ford forseti, halló. FORD: Ég heyri ekki of vel i yður, herra forseti. SADAT: Er það Ford forseti, sem talar? FORD: Já, hér er Ford forseti. SADAT: Gjörið svo vel að halda áfram. FORD: Sambandið er þvi miður ekki sérlega gott. Ég get alls ekki heyrt hvað þér segið, herra forseti. Má ég leyfa mér að segja yður, að frii Ford og ég vonum að fró Sadat, þér og börn yðar muni heimsækja Bandarikin ein- hvern tima i haust. Mér þykir leitt, að ég get ekkert heyrt. Sambandið er mjög slæmt. Ég vona, að þér heyrið i mér og heyrið orð min frá Ameriku........ SADAT: Halló? FORD: Halló, herra forseti... SADAT: Halló, herra forseti... FORD: Nú get ég heyrt i yður. SADAT: Herra forseti, ég vona að yður og fjökskyldu yðar liði vel. FORD: Mér liöur mjög vel, herra forseti og ég vona yður lika. SADAT: Miglangar tilaðþakka yður fyrir, að þér hringduð i mig persónulega. Eftir brúökaupið einbeitir Spassky sér að skák. Skákkóngurinn Spassky sleppir hveitibrauðsdögunum Það var djarfur leikur hjá fyrrv. heimsmeistara Boris Spassky að ráðast á stjórnina i Moskvu. Stjórnin ætlaði að hindra, að hann kvæntist unn- ustusinni, Marina Tcherbatch- eff, sem vinnur hjá franska sendiráðinu. Spassky skákaði þeim þá með þvi að þeir stæðu ekki við orð sin á öryggis- og s am v in nu rá ðs te f n un n i i Helsinki um að stuðla að giftingum fólks af mismunandi þjöðerni. Spassky vann þessa árás. Stjómin dró mótbárur sinar gegn brúðkaupinu til baka, og við tveggja minútna athöfn i „hjónavigsluhöll” Moskvuborg- ar voru hinn 38 ára fyrrverandi heimsmeistari i skák, sem hefur titilinn „alþjóölegur skákmeist- ari” og hin þrituga sendiráðs- starfsstúlka gefin saman á lög- legan hátt. Hjónabandið i gildi eftir tvo mánuði. Boris Spassky og Marina i „hjóna viglsuhöll” Moskvuborgar. DENNI DÆMALAUSI „Það var ekki læst, livers vegna þarftu að berja svona.” „Mér þykir bara gaman að sparka i liurðir.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.