Tíminn - 06.11.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 06.11.1975, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 6. nóvember 1975. TÍMINN 11 Misnotuð vítaspyrna og sjálfsmark færðu Kiev-liðinu auðveldan sigur K?im?úíTr\iöteignf„„f viö Akumesingar fengu á sig tvö klaufamörk og Dinamo Kiev sigraði 2—0 Leikfangahúsið Skólavörðustíg 10, sími 14806 Knattspyrnuspil nýkomin. — Verð kr. 2.970 - Síðasta sending fyrir jól. Póstsendum FRAMARAR SYNDU KLÆRNAR... — unnu óvæntan sigur (20:19) yfir Islandsmeisturunum Framarar ætla sér áreiðanlega aö vera framarlega i keppninni um toppinn i fyrstu deildinni i vetur. Þeir eru sannarlega ekki af baki dottnir, þvi aö þeir náöu sér i tvö dýrmæt stig á þriöjudags- kvöldiö gegn Vikingum. Hvort þeir áttu þau skiliö er aftur allt annaö mál. Þaö var ekki fyrr en á sföustu sekúndunum, er Pálmi skoraöi sigurmark Fram, aö þeir gátu andað léttar. Framsigur (20:19) varö staöreynd. Liöin skiptust á um að hafa for- ystu i leiknum, Framarar lengst af i fyrri hálfleik, en Vikingur i þeim siðari. Það var á lokaminút- um fyrri hálfleiks að Vikingum tókst að komast yfir, en Framarar jöfnuðu fyrir hlé og staðan var þá 9-9. 1 fyrri hálf- leiknum var munurinn aldrei meiri en eitt og tvö mörk. 1 siðari hálfleiknum snerist dæmið við og höfðu Vikingar þá alltaf frumKvæðið, nema rétt fyrstu mlnúturnar og munurinn varð allt að fjórum mörkum. Þetta stafaði áreiðanlega af þvi að sókn Framara var óákveðin og óskipuleg, leikmenn gerðu ljót varnarmistök ogvorualltof æstir Sóknin var þvi hálfbitlaus. En Vikingar voru öllu rólegri i sókninni, sem gerði það að verk- um, að þeir náðu þessu forskoti. Þegar þarna var komið virtist allt útlit vera fyrir Vikingssigur, þeir voru komnir i 18-14. En þá byrjaði darraðadansinn. Einhver „panik” greip um sig i Vikings- liðinu og leikmenn voru reknir út af hveraf öðrum, og voru tveir og jafnvel þrir útaf i einu, þegar mest var. Framarar söxuðu svo á forskotið aðþeir jöfnuðu og meira en það, Pálmi skoraði sigur- markið þegar 2-3 sek. voru til leiksloka. Guöjón átti góðan leik i marki , Fram, einkum i fyrri hálfleik. Hann varði m.a. vitaskot frá Páli og varð það afdrifarikt fyrir Vikingsliðið. Dómarar i þessum leik voru Magnús Pétursson og Valur Benediktson og voru þeir ekki öfundsverðir af hlutverkúm sin- um. Þeir komust sæmilega frá leiknum, þó svo að dómar þeirra i lok leiksins hafi verið mjög um- deildir og vafasamir. Mörk Fram skoruðu: Pálmi 8 (3 v) Kjartan 5, Sigurbergur og Jón Arni 2hvor, og Andrés, Arnar og Pétur 1 hver. Mörk Vikings skoruðu: Páll 6 (1 v), Viggó 4, Jón Sig. 3, Þorbergur og Stefán 2 hvor og Erlendur og Skarphéðinn 1 hvor. -MV- islandsmeistara Akraness á Melavellinum I gærkvöldi — en sigur þeirra var þó langt þvi frá að vera glæsilegur. Tvö klaufa- mörk i sinn hvorum hálfieiknum uröu Akurnesingum aö falli. ÍA liðið fékk kærkomiö tækifæri til aö jafna leikinn á 17. min. siðari hálfieiks, þegar dæmd var vita- spyrna á sovétmennina, en Björn Lárusson, bakvöröur Akranes- liðsins skaut yfir markiö. Þremur minútum siöar máttu Akur- nesingar hiröa boltann úr netinu hjá sér, eftir aö Jón Gunnlaugs- son hafði skorað sjálfsmark! Já, ólánið elti Akurnesinga, sem börðust hetjulega allan leik- inn og komu Kiev-liðinu oft i vandræði. Einkum var það Matthias Hallgrimsson sem gerði usla i vörn sovézka liðsins, en i heild stóðu allir leikmenn ÍA sig mjög vel, — og mega þeir vel við una. Kiev liðið lék á köflum alveg snilldarlega, en þess á milli sást litið til þeirra, sem gat minnt á, að þetta væri bezta félagslið i Evrópu. Augu manna beindust eðlilega mikið að Oleg Blokhin, sem talinn er snjallasti knatt- spyrnumaður Sovétrikjanna, en hann var fádæma óheppinn i Sagt eftir leikinn... Sckúndubroti eftir að þessi mynd var tekin var fyrsta markið staöreynd. V. Onisjenko komst á milli tveggja varnarmanna og átti auövelt með að renna boitanum framhjá Daviö i markinu. Kirby þjálfari: ,,Ég er ánægður með ieik strákanna, en hins vegar varð ég fyrir vonbrigðum að við skyldum misnota vitaspyrnuna.” Matthias um vitaspyrnuna: ,,Jú, hann hélt i mig og hrinti mér.” Þú komsteinn innfyrir i s.h. Hefðirðu ekki átt að skora? ,,Já og nei, þetta bar svo brátt að.” Teitur: ,,Jú, þetta var áreiðan- lega viti, mér sýndist boltinn koma i hendi eins rússans, en þetta var ógreinilegt.” Karl: ,,Ég hefði nú þegið að fá ‘ mark. Þetta var erfiðari leikur en úti, við fengum að sækja miklu meira.” Björn: ,,Jú, að sjálfsögðu er^ég ó- ánægður með að skora ekki”. Taugaóstyrkur? „Nei, það get ég ekki sagt, en ég hitti boltann frekar illa.” þessum leik og stóð t.d. einu sinni fyrir opnu marki, en mistókst að skora. Engu að siður sýndi hann á stundum frábæran leik og er hraði hans með ólikindum. Leikaðferð sovézka liðsins vakti afar mikla athygli. Leik- mennirnir léku oft minútum sam- an sin á milli á eigin vallar- helmingi — mjög rólega og yfir- vegað — og freistuðu þess að draga Akurnesingana fram. Svo allt I einu settu þeir i „fjórða gir” og þustu fram völlinn á ofboðsleg- um hraða. Þessileikaðferð þeirra kom þeim þó ekki að sérlega góð- um notum, þvi Akurnesingarnir léku mjög skynsamlega og létu ekki plata sig. Tóku þeir m.a. upp svipaða leikaðferð og sovézka lið- ið, — léku rólega á milli sin á eig- in vallarhelmingi — og settu siðan hraðann upp.Má öruggt telja, að frammistaða Akurnesinga þyki mjög góð, sérstaklega létu þeir að sér kveða i siðari hálfleiknum. Á 25. min. fyrri hálfleiks kom fyrra markið, eftir slæm mistök i vörn Skagamanna, er V. Oni- sjenko komst milli tveggja varnarleikmanna ÍA-liðsins rétt innan við vitateig. Davið hafði hætt sér einum of langt út úr markinu og Onisjenko átti i eng- um erfiðleikum með að renna boltanum i netið. Rétt fyrir leikhlé áttu Skagá- menn gott marktækifæri, þegar Arni Sveinsson sendi góðan bolta fyrirmarkið úr aukaspyrnu, — og Jón Gunnlaugsson stökk hæst allra og skallaði — en rétt yfir þverslá. Siðari hálfleikurinn var miklu fjörugri en sá fyrri og áttu Skaga- menn nokkur umtalsverð tæki- færi. Strax á 3. min lék Matthias á nokkra varnarmenn og var „næstum” kominn inn fyrir vörn- ina, þegar sovétmönnunum tókst að bægja hættunni frá. A 15. min. skaut Teitur hjólhestaspyrnu, en rétt framhjá. A 17. min. var Matthias hindraður innan vita- teigs Kiev-liðsins og irski dómar- inn M. Wright dæmdi umsvifa- laust vitaspyrnu. Björn Lárusson fékk það erfiða hlutverk að fram- kvæma spyrnuna — en skotið geigaði og boltinn fór yfir! Þarna rann út i sandinn gott tækifæri til að jafna. A 20. min. prjónaði Blokhin sig i gegnum vörn Skagamanna, gaf EVRÓPUKEPPNIN í KNATTSPYRNU Evrópukeppni bikarhafa: Celtic — Boavista (Portúgal) 3:1. Jóhannes skoraði mark i þessum leik en þeir Dalglish og Dixie Dean skoruðu hin mörkin. Það var mikið sungið i austur hluta Lundúna i gærkvöldi er West Ham vann sigur yfir Ararat Erevan (Rússlandi). Þar skoruðu þeir Paddon, Robson og Alan Taylor. 3. deildar liðið Wrexham kemst áfram i keppninni eftir jafntefli i Póllandi. Meistarakeppnin: Real Madrid tryggði sér áfram- haldandi þátttöku eftir sigur yfir Derby eftir framlengdan leik. Að venjulegum leiktima loknum var staðan 4-1 fyrir Real Madrid en þar sem Derby vann fyrri leikinn boltann út á kantinn til Luyen sem sendi hann aftur viðstöðu- laust til Blokhin aftur — sem sendi góða sendingu fyrir markið. Jón Gunnlaugsson ætlaði að hreinsa frá, en það tókst ekki bet- ur til en svo, að knötturinn hafn- aði i netinu — óverjandi fyrir- Davið. Akurnesingar létu þetta ekki á sig fá og siðari hluta leiksins áttu þeir oft umtalsverð tækifæri þótt ekki tækist þeim að skora. Einhvern veginn virtist manni, að Kiev liðið gæti leikið mun bet- ur — já, miklu betur. A stundum virtist sem þeir hefðu hreinlega engan áhuga á þvi að skora, t.d. stóð Blokhin fyrir opnu marki skömmu fyrir leikslok en sendi boltann framhjá! Og þannig var það stundum — manni fannst mark liggja i loftinu, en á ein- hvern óskiljanlegan hátt tókst þeim að klúðra færunum. Akurnesingar hafa nú lokið þátttöku sinni i Evrópukeppninni og mega þeir vera stoltir yfir árangrinum. 5-0 i tveimur leikj- um við sterkasta félagslið Evrópu er ekkert til að skammast sin fyr- ir. Gsal 4-1 þurfti framlenginu. Hana unnu Real Madrid siðan 1-0. Gamla kempan „Pirri” skoraði sigurmarkið. 120 þús. manns séu þennan leik. Bayern Munchen — Malmö 2 — 0. Borussia — Juventus 2 — 2. U.E.F.A.-keppnin: Brugge — Ipswich4 — 0. Liverpool — San Sebastian 6 — 0. Sové/.ki knattspyrnusniilingurinn O. Blokhín vakti mesta athygli i gær. Hér sést hann i baráttu við þrjá leikmenn Akranessliösins, og lial'ði betur — eins og svo oft. Timamynd: Róbert

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.