Tíminn - 06.11.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 06.11.1975, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 6. nóvember 1975. TÍMINN 15 ...............— Bílasalan Höfðatúni 10 SELUR ALLA BÍLA: Fólksbila — Stationbíla Jeppa — Sendibila Vörubíla — Vöruflutningabila 14 ára reynsla i bílaviðskiptum. Opið alla ! virka daga kl. 9—7, laugardaga kl. 1—4. ■ Bílasalan Höfðatúni 10 Simar 1-88-70 & 1-88-81 Kýr til sölu Upplýsingar í síma 93-1063 Mól vangefinna rædd i Norræna húsinu í kvöld SJ—Reykjavik. — Þetta eru þau mál, sem hæst hefur borið hjá okkur að undanförnu, sagði Torfi Tómasson framkvæmda- stjóri Styrktarfélags vangef- inna f viðtali við Timann um al- mennan fund um fræðslukerfi og tannlæknaþjónustu vangef- inna.sem Styrktarfélag vangef- inna heldur i Norræna liúsinu i kvöld kl. 20.30, en þar verður cinnig rætt um framtið Styrkt- arsjóðs vangefinna og stofnun Landssambands styrktarfélaga vangefinna. Frá þvi' 1958 hefur sérstakt gjald, sem gosdrykkja- og öl- framleiðendur greiða, runnið i Styrktarsjóð vangefinna, og fyrir það fé hefur öll uppbygg- ing þjónustu vangefinna farið fram, bæði á Kópavogshælinu og öðrum stofnunum fyrir van- gefna. Dagheimilin tvö i Reykjavik hafa þó aðeins að litlu leyti verið reist fyrir fé úr þessum sjóði, en að mestu fyrir aflafé Styrktarfélags vangef- inna. Menntun vangefinna, sú sem hér er veitt, hefur ekki verið greidd úr þessum sjóði, en mál vangefinna heyra bæði undir Heilbrigðis- og try ggingaráðu- neytið og Menntamálaráðu- neytið. Ákveðið er að gjaldið af gosdrykkjum og öli verði lagt niður á miðju ári 1976 og fyrir þann tima þarf að tryggja að málefni vangefinna verði þá ekki afskipt. Áhugi er á að stofna Lands- samband styrktarfélaga van- gefinna. Félögum, sem vinna að málefnum vangefinna, hefur fjölgað að undanförnu, og er þvi þörf fyrir slikt landssamband. Meðan styrktarfélögin voru að- eins tvö var Styrktarfélag van- gefinna hér á Reykjavikursvæð- inu e.k. Landssamband. Nú eru félögin orðin fimm, i Reykjavik, á Norðurlandi, á Austurlandi, Selfossi og i Hafnarfirði, auk foreldrafélaga sem tengd eru heimilum fyrir vangefna. Menntamálaráðherra Vilhjálmur Hjálmarsson, mætir á fundinn um málefni vangef- inna i kvöld, ennfremur hefur einum þingmanni úr hverjum þingflokki og fulltrúum úr félagsmálaráðuneytinu og heilbrigðismálaráðuneytinu verið boðið á fundinn. Framsöguerindi flytja: Jóhann Guðmundsson, læknir, Gunnar Þormar, tannlæknir, og Magnús Kristinsson, formaður Styrktar- félags vangefinna. Að loknum framsöguerindum verða almennar umræður. Styrktarfélagið vill hvetja að- standendur og áhugafólk um málefni vangefinna að mæta á fundinn. Jarðtætari Höf um kaupanda að 70 tonna jarðtætara. Upplýsingar gefur Bjarni Helgason, Kaupfélagi Rangæ- inga, sími 99-5225. Sólaðir HJÓLBARÐAR TIL SÖLU FLESTAR STÆRÐIR Á FÓLKSBÍLA. BARÐINNf ARMULA7 W3050I &84844 Hörgárdalur og nágrenni Þingmenn Framsóknarflokksins i Norðurlandskjördæmi eystra Ingvar Gislason, Stefán Valgeirsson og Ingi Tryggvason halda stjórnmálafund i Þelamerkurskóla i Hörgárdal n.k. föstudags- kvöld 7. nóv. kl. 9. Hafnarfjörður Viðtalstímar bæjarfulltrúa Framsóknarfélögin i Hafnarfirði hafa opið hús að Strandgötu 11, 2. hæð á hverjum fimmtudegi kl. 18—19. Þar verða til viðtals bæjarfulltrúi flokksins og varafulltrúi, svo og nefndarmenn. Simi 51819. Snæfellsnes Siðasta umferð i þriggja kvölda spilakeppn- inni verður i Röst, Hellissandi, laugardaginn 8. nóv. og hefst kl. 21.30. Aðalvinningur er Mallorkaferð fyrir tvo. Einnig góð kvöldverðlaun. Asgeir Bjarnason, forseti Alþingis, flytur ávarp. Að lokum verður stiginn dans. Framsóknar- menn Suðurlandi Kjördæmisþing framsóknarmanna i Suðurlandskjördæmi verður haldið að Hvoli, Hvolsvelli, sunnudaginn 9. nóv. og hefst kl. 10 f.h. Auk venjulegra þingstarfa verða tekin til meðferðar orku- og menntamál. Framsögumenn verða Helgi Bergs banka- stjóri og Vilhjálmur HjálmarssO' menntamálaráðherra. Allt framsóknarfólk velkomið. Viðtalstímar alþingismanna og borgarfulltrúa Framsóknarflokksins Einar Ágústsson, ráðherra, verður til viðtals að Rauðarárstig 18. laugardaginn 8. nóv. kl. 10-12. Akranes Framsóknaríélag Akraness heldur aðalfund sinn i Framsóknar- húsinu á Akranesi miðvikudaginn 12. nóv. kl. 21.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Kosnir fulltrúar á kjördæmisþing. 4. Bæjarmál. Framsögumenn, bæjartulltrúar flokksins á Akranesi. Kjördæmisþing Norðurlands eystra Þingið hefst laugarsaginn 8. nóv kl. 13. Þátttakendum stendur til boða gisting á Hótel KEA á hagstæðu verði. I Akureyri — nágrenni Haustfagnaður framsóknarmanna i Norður- landskjördæmi eystra verður haldinn að Hótel KEA laugardaginn 8. nóv. og hefst með borðhaldi kl. 20.00. Ræðumaður Þórarinn Þórarinsson alþingis- maður. Skemmtiatriði — dans. Þátttaka tilkvnnist Hótel KEA fyrir föstu- daginn 7. nóv. Stjórn Kjördæmissambandsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.