Tíminn - 09.11.1975, Page 10

Tíminn - 09.11.1975, Page 10
10 TÍMINN Sunnudagur 9. nóvember 1975. Ingólfur Davíðsson: / HOFN OG „HOFUD- LANDINU" DANSKA „Jylland du er hovedlandet”, kvað ævintýraskáldið. „Lægir vind á Vesturhafi, veð ég sand i leit að rafi. Ströndin þar er stórra sæva, stynur þungan himinglæva, hefur jarðað skip og skóga, skerðir byggö og land- ið plóga. Syngdu með mér Sandhóla-Pétur, söguna kanntu flestum betur”. Jótlandssiða var illræmd fyrr á öldum. Þar er hafnleysi mikið, gegningar og sandrif Uti fyrir ströndinni á löngum svæðum, hættulegt siglingum en skipaferðir tiðar. Voru skipsströnd mörg ög mannskæð fyrr á öldum, meðan vitar voru fáir eða nær engir. Sagnir ganga af sjóránum fyrr á tið, en þó bera miklu hærra i sögunni afrek björgunarmanna. Ströndin er lág og þoka liggur oft inn af Norðursjónum, svo lit- ið eða ekki sér til lands fyrr en mjög nærri er komið. Sandurinn er ljós á lit af kvarzkornum og skeljabrotum, en bak við fjör- una og sandræmuna taka við sandhólar. Var þarna orðinn allmikill uppblástur lands, en þá tóku Danir sig til sáðu fræi af melgrasi og hjálmpunti og gróðursettu belti af barrtrjám til skjóls og fokvarnar. Greni þreifst sums staðar illa fyrst i stað, en þá var tekið það ráð að gróðursetja fjallafuru með gren inu, bæði til skjóls og jartvegs- bóta. Seinna má höggva furuna burt, þegar hið verðmætara greni fer að spjara sig. Sandfok- ið hætti og loftslagið batnaði að mun, raunar meira en menn höfðu þorað að vona. í lynginu þarna og trjábeltunum býr margt höggorma. Við erum blessunarlega lausir við þann ófögnuð. Nú er geysimikið baðlif við vesturströnd Jótlands á sumrin, en fara verður með gát vegna hættulegra strauma og einnig pytta i sandinum. Strandhótel risa upp t.d. i Blokhus (sjá mynd), og Lökken og keppa um baðgestina. Er þarna ferða- mannastraumur mikill og sumarhús þjóta upp sem gorkúlur. Fjársterkir menn reyna að kaupa upp lóðirnar, einnig útlendingar, t.d. Þjóö- verjar — og hafa Danir tals- verðan beyg af kaupunum. Vilja lika láta alla hafa frjálsan aðgang að ströndinni sem viöast, en hefta ekki umferð hvarvetna með girðingum. Ég nefndi rafið áðan. „Djúpt i hafi höll af rafi Huldur býr”, kvað Grimur Thomsen. Hann hefur eflaust séö fögur djásn úr rafi i — Vatnalilja I grasagarðinum I Höfn Kaupmannahöfn. Þegar vestan- storma lægir má oft sjá nokkra menn bogra hálfiaumulega i fjörunni. Þeir eru að leita að rafi, sem öldurnar kuna að hafa skolað á land i storminum. Þið munduð sennilega ekki gefa gaum að rafmolunum, þvi að þeir eru flestir gráir og litilfjör- legir að sjá eftir að hafa þvælzt i sjónum, kannski langa lengi. En æfðir menn koma fljótt auga á þá og fagna feng sinum. Verðmætir geta rafmolar sannarlega verið. Þið hafið kannski séðgular eða gulbrúnar fagrar rafperlur o.fl. skartgripi úr rafi? Fyrrum þótti það t.d. vera aðalsmerki lókbakspipu að munnstykki væri úr rafi. En hvað er raf? Þið vitið rafmagniö er kennt við það. Löngu fyrir vart timatal uppgötvuðu menn að raf dró að sér fatnaðartrefj- ar, ef það var núið. Vikjum aftur málinu að vesturströnd Jótlands. Hún náði fyrrum miklu lengra út, en seig smám saman fyrir óralöngu, og hefur fyrr og siðar einnig gengið á hana af stormflóðum. Stór skóglendi hafa færzt i kaf fyrir milljónum ára, en i þeim fornu skógum óx mikið af svokallaðri raffuru, nú útdauðri barrtrjáa- tegund. Þegar sár komu á fur- una t.d. er grein brotnaði, þá vætlaði úr sárinu sérstök viðar- kvoða (harpix) og það i allstór- um stil, að talið er. Kvoðan storknaði og varð loks að rafi. Þannig hefur raf myndazt hér og hvar, sérstaklega mikið við Eystrasalt, og varðveitist á sjávarbotninum úti fyrir ströndunum. Oldur skola þvi á land enn i dag, en meira hefur liklega verið um það fyrr á öld- um. Það var lengi fyrr á tið mikilvæg útflutningsvara og gjaldmiðill Norðurlandabúa, einkum Jóta og þjóðflokka viö Eystrasalt. Raf var selt til Mið- jarðarhafslanda og lengra suð- ur og austur i heim. Þjóðsögur herma, að Rómverjar hafi talið fallegan rafmola verðmætari en þræl! Til eru hér og hvar um heiminn undurfögur listaverk úr rafi, varðveitt á söfnum eða i einkaeign. Flestir eru þessir dýrgripir gamlir, en nú er raf að hefjast til vegs og virðingar á ný- „Nú býð ég kunningjunum i vinkjallarann hjá Duus” er haft eftir heppnum rafleitar- manni. Þessi frægi kjallari, er i enn frægara múrsteinshúsi i Álaborg, þ.e steinhúsi Jens Bangs, 350 ára gömlu, fallegri borgarabyggingu i endur- reisnarstil. (Sjákortið). „Menn verða að kafa djúpt i fróðleiks- leitir.ni” eru einkunnarorð kjallarans! Flestir hér þekkja Álaborg af orðspori, hafa a.m.k. heyrt nefnt sementið þaðan og Ála- borgarákaviti. Mikill iönaður og verzlun er i borginni. En hvað þýöir nafn hennar? Er hún einfaldlega kennd við einhvern höfðingja fyrri tima, Ala að nafni? Er hún kennd viö sund Limafjaröar, eða kannski við alkunnan fisk, álinn? Mikil ála- veiði er i Limafirði — og hefur jafnan verið. Varla er hægt að opna blað eða garðyrkjurit I Danmörku án þess að rekast á grein um oliu eöa oliuverð, siðan arabiskir máttarstólpar hækkuðu i verði þann dýrmæta lög. Hvarvetna gefur að lesa ábendingar um oliusparnað. Dýru, oliufreku „dollaragrinunum” er bölvað hressilega, og ráðlagt að kaupa sparneytnari bila. Mjög er predikað yfir gróður- húsamönnum, hvernig þeir eigi að fara að þvi að spara hitann og þar með hitakostnaðinn. Þeir reyna að þétta gróðurhúsin og nota sólarhitann sem bezt. Draga úr kyndingu eftir föng- um. Reyna lika að skipta um gróðurhúsajurtir að einhverju leyti og rækta tegundir og af- brigði, sem þrifast við lágan hita, en eru kannski jafnfagrar hinum viðkvæmu hasuðrænu. Þetta er allt til athugunar. Margir vilja lika efla strætis- vagnaferðirnar og draga úr bilanotkun. Fáeinir gera tilraunir með vindmyllu til orkuframleiðslu og upphitun vatns með sólarorku, t.d. i geymum i þökum húsanna. í Danmörku liggja flestar leiðir til Kaupmannahafnar — og örlög fjölmargra Islendinga eru einnig tengd þeirri borg. Gamli-Garður við Kaupmang- aragötu var heimili islenzkra stúdenta i Höfn á 18. og 19. öld. — og allt til þess að sambands- lagasamningurinn var gerður 1918. Garðstyrkurinn gerði fátækum stúdentum það fært að nema i Kaupmhöfn. Á Garði bjuggu margir landar á 6. gangi út að Stóra-Kanúkastræti, og um þá götu lá leiðin milli Gamla-Garðs og Háskólans við Frúartorg. „Kanúkastræti þreyttar þramma, þöglar sveit- ir kynslóðanna, i rökkri timans öld af öld”. Duglegir námsmenn gengu þá götu á leið til embætt- is — og oft frægðarogframa, en gatan var lika pislarleið letingjans er liða tók að prófi, þ.e. örlagavegur til góðs eða ills. Oft mun hafa verið fjörugt á Garði þrátt fyrir þröngan kost flestra stúdenta, og málþing mikil. Gætu múrveggir og boga- göng frá mörgu sagt ef þau mættu mæla. „Eruð þið þarna enn á sveimi, Islendingar frá gömlum heimi, færðu i bikar, Breiðfjörð, þinn?” A Garði sjálfkrafa glösin klingja, gaml- ar verkjarabjöllur hringja — ósýnilegar I ergi og grið! Það var gengið um og hringt bjöllum á morgnana til að vekja námsmennina. Þeir néru stir- urnar úr augunum og hugsuðu kannski sem svo: „Hvað ber hún veröld á borð i dag — bjór eða lærdómsglundur?” Skammt var aö fara i Háskólann og al- kunn veitingahús þeirra tima — „Himnariki” og „Helviti” voru

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.