Tíminn - 09.11.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 09.11.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Sunnudagur 9. nóvember 1975. Tún bernskunnar Halldór Laxness: 1 TÚNINU HEIMA. Helgafell. Reykjavík 1975. 250 bls. Á efri árum verður mönnum æ oftar hugsað til hinna björtu bernskudaga. Það er nánast sameiginlegt mark endurminn- inga og sjálfsævisagna að bernskuárin stiga þar fram sveipuð töfraslikju i vitund höf- undar, enstarfsárin og samtiðin sjálf reynast á hinn bóginn næsta grámóskuleg. Allt er þetta f fyllsta máta eðlilegt: „Endurminningin merlar æ/ i mánasilfri hvað sem var," kvað Grimur. Og nú er höfuðskáld vort komið á þann aldur að svip- þyrping frá æskutið sækir að huganum og gæðist þar nýju lifi. Halldór Laxness hefur á ýmsum tfmum sagt frá æsku sinni. Og beint minningasnið er á tveim siðustu sögum hans, Innansveitarkroniku og Guðs- gjafarþulu. Þessi nýja bók er i nánustum tengslum við Kronik- una sem vænta má. En hér er ekki beitt skáldsöguformi. t túninu heima flytur bernsku- minningar i frjálslegu formi. A bókarkápu nefnir Kristján Karlsson „leik að fjarlægðum". Það er ekki ófyrirsynju. Bernskudagarnir stiga að visu upp af siðum bókarinnar, einatt i forkláraðri birtu. En þeir eru sifellt bornir upp að ljósi sam- timans og reynast þá enn bjart- ari af þeim samanburði. FJestu virðist öfugsnúið á vorri tið. „Djöfull Hagvaxtarins" skilur eftir sig sviðna jörð: tiín bernskunnar er ekki lengur. Þessi bók er bráðskemmtileg lesning og góður fengur þeim sem vilja öðlast sem fyllsta mynd af Halldóri. Hann rekur hér minningar frá frumbernsku i Reykjavik þar sem hann bjó þrjú fyrstu árin. Siðan tekur Mosfellssveit við og frásögninni lýkur þar sem hann er á förum til Reykjavikur tólf ára gamall til að leggja stund á tónlist og myndlist. En þá þegar hafði skáldskapurinn löngu helgað sér fyrirrúm i lifi hans: og segir hér frá þvi er hann fyllti hverja stllabókina af annarri. t rauninni má segja að i þess- ari bók fléttist saman tveir þræöir: Annars vegar bernsku- frásagnir af Halldóri og þvi fólki sem næst honum stóö i æsku. 1 þvi er margt hugnæmt og snjallt. Til að mynda lýsir Halldór foreldrum sinum á þann hátt sem bezt hæfir, en slikar frásagnir verða mönnum einatt erfiðar viðfangs sem kunnugt er. Hjónin i Laxnesi birtast les- andanum I ljósi sem vikur á bug allri ofurviðkvæmni, en myndir þeirra dregnar af innileik og hlýju. Halldóri förlast ekki snilldartökin. Kaflinn um foreldra Halldórs hefst á þessa leið: „Alla tið hef ég verið i óvissu um hvernig ég ætti að segja búsögu foreldra minna i Laxnesi, af ótta við að sú bók mundi likjast um of einu af eftirlætisritum minum, Jóns biskups sögu Ogmundssonar, um mannlif á Hólastað fyrir AD 1118." — Hér er komið að þvi einkenni á minningum Halldórs að þær eru i rauninni timalaus- ar. Hjásetur sem seinna segir frá eru „forngriskar". Það er eins og heimurinn standi kyrr. Þetta þekkjum við frá Halldóri úr ritum hans frá seinni árum: Tignun þess heims sem undir lok er liðinn, þar sem hinar sælu minningar eiga upptök sin, gæddar klassi'skum þokka eins ogmenningarverðmæti fornald- ar. „t raun réttri feingum við háklassiska ættjörð að gjöf frá þjóðskáldum okkar á 19du öld," sagði Halldór i þjóðhátiðarræð- unni á Þingvöllum i fyrra. Og i smágrein um Steingrim Thor- steinsson, sem var eitt þeirra skálda sem Halldór las i bérnsku og hefur jafnan metið mikils, segirsvo: „Litið stef hjá honum gefur útsýn yfir landið þar sem sálin fæddist og á heima." Það er þetta land sem Halldór lýsir i nýju bókinni. „TUnið sálarmegin frá", heitir einn kaflinn. Hann byrjar á þessari athugasemd: „Nú skrifa ég „sálarmegin" en prentarinn mun áreiðanlega setja sólar- megin, sem er réttara". En hvað merkir það að skoða tUnið sálarmegin frá? Ætli i þvi felist ekki að athygli sé beint að hinu upprunalega, einfalda lifi sem bar i sér verðmæti sem okkar tið hefur að miklu leyti glutrað niður. Nær bókarlokum segir frá þvi er höfundurinn fær i hendur óbrotið skilriki frá þessum liönu dögum, vottorð sem faðir hans gaf einum starfsmanna sinna við vega- vinnu. Sonur þess manns finnur skjalið og sýnir Halldóri „fyrir nokkrum dögum": „Þegar ég fer að rýna i þennan einfalda texta liður um hug mér og hjarta blær af heimi sem einu- sinni var, og reyndar lángt frá þvi að vera góður, þó hann væri á margan hátt betri en okkar heimur núna: en á þessari liðnu tið kom hlýtt hjartalag, grand- vör framkoma og virðing fyrir náUnganum I staðinn fyrir rétt- læti Ur tölvu: þar var sU fegurð i Halldór Laxness „bregzt ævin- lega með eftirtektarverðum hætti við öld sinni", segir Gunn- ar Stefánsson um „í túninu heima", nýjustu bók Halldórs. mannlegri sambUð sem ekki varð lifað án þrátt fyrir alt og alt og alt." — t þessum orðum flest hug- blær bókarinnar,. Myndir bernskunnar liða fyrir sjónir i mildum haustlitum, sveipaðar slikju: að visu nokkuð fegraðar, að þvi er virðist, en þó ekki svo að þær glati lifsmagni sinu. Fólk æskuáranna var reyndar fátækt talið, en það er sprottið af „mis- tUlkun orðsins": „mælt á aðra og sigildari stiku var fólk þetta rikt: að minnstakosti rikara en við nUna. Forst linaði um stund, og hið aldna tré skaut sprotum og umdi. I hvert og eitt skifti sem maður heyrði þetta fólk tala hrundu þvi gullkorn af vör- um. Maður fór ríkari af fundi þess." Frásagnir Halldórs af þvi sem kalla mætti menningarlegt um- hverfihans iæskumunu ýmsum þykja fróðlegar: Hér gíeinir frá tónlistariðkun og sagna- skemmtun á heimili hans. Gaman er að lesa frásagnir hans af þeim bókum og höfund- um sem hann las, þótt inn i þær kunni að slæðast samtiðarmat hans sjáifs. Um suma þessa höf- unda hefur hann skrifað áður: Einar H. Kvaran (sjá bókin af skáldum) og Nonna sem hann kynntist persónulega og hefur sagt frá i bráðskemmti- legri grein (einnig i Af skáldum). Þeir Nonni og Sigur- björn Sveinsson fljóta hér með sem barnabókahöfundar þótt Halldór læsi þá ekki i bernsku. Þeir islenzkir höfundar sem Halldór virðist hafa lesið af mestri eftirtekt og hrifningueru Jón Trausti og Jóhann MagnUs Bjarnason. Jón Trausti hefur ætið verið mikils metinn af al- menningi og hefur nU löngu verið skipað I merkissess i sögu Islenzkrar skáldsagnaritunar þtítt til hans andaði köldu frá ýmsum menntamönnum sam- tiðar hans. Lof Halldórs um þennan merkilega forvera sinn er maklegt i alla staði. Hitt mun mönnum þykja nýstárlegra hve mikið lof er hér borið á Jóhann MagnUs. Skemmtisögur hans (Eirikur Hansson, Brasiliufararnir, 1 Rauðárdalnum o.fl.) nutu mikilla vinsælda á sinni tið, en hefur Htt verið hampað á seinni árum og ekki minnist ég þess að bókmenntamenn hafi fyrr veitt þeim neina viðurkenningu. NU kveður Halldór hann „meðal bestu sagnaskálda á islensku" og telur hann hafa samið betri skáldsögur en Einar H. Kvaran og Gest Pálsson. — Og mega . menn nU taka sig til og lesa Jó- hann MagnUs! (Annars má geta þess að nU er i gangi Utgáfa á ritsafni hans, og ein sagan, I Rauðárdalnum, var lesin i Ut- varp í sumar). Annað sem telja má til tlðinda I bókinni er að Halldór tekur svari Jóhanns Jóhannessonar sem á fyrsta áratug aldarinnar gaf Ut mikið af þýddum reyfara- sögum (Kapitólu o.fl.). Þær seldust vel sem vænta mátti, en Jóhann var skammaður miskunnarlaust af ýmsum menningarforkólfum. Má geta þess að fyrstu ritsmiðar Jónas- ar Jónssonar sem athygli vöktu, voru harðskeyttar greinar i Ingólfi 1909 um þessa Utgáfu- starfsemi. Siðan hefur Jóhann ekki borið sitt barr, en nU hvetur Halldór til að rannsakaður verði þáttur hans i Utgáfustarfi hér á landi, mannsins sem kynnti Is- lendingum „Kapitólu sem er ágæt bók." Þá er ekki siður fróðlegt að lesa orð Halldórs um hina menningarlegu og félagslegu vakningu á Norðausturlandi upp Ur aldamótum sem að nokkru leyti á rót slna að rekja til sambands sem þá varð milli þessa landshluta og Noregs. Þaðan kom til að mynda ung- mennafélagshreyfingin til Norðurlands. Allt er það merki- legt athugunarefni. Ég minnist þess að Snorri SigfUsson sagði I Utvarpsviðtali I sumar frá fyrstu söngför islenzks kórs til Utlanda, för Hekluá Akureyri til Noregs 1905. Hann var að þvi spurður hvers vegna Norðlend- ingarhefðu ekki byrjað á þvi að syngja I Reykjavík. Hann svaraði þvi til að I rauninni hef ði legið beinna' við að fara til Noregs, samband þeirra við Norðmenn væri greiðara en við Reykvikinga. Eins og ævinlega i bók eftir Halldór Laxness, gefast lesahd- anum nóg tækrfæri til umhugs- unar, að ógleymdu þvi yndi sem hafa má af mörgum einstökum svipmyndum bókarinnar. Ég held að Halldór hafi á seinni árum fátt skrifað skemmtilegra enþessabók. ttúninu heimaer I senn þokkafullt verk og veitir ýmis konar fræðslu um þann jarðveg sem skáldið er sprottið Ur. Þar með er ekki sagt að menn skyldu meðtaka fróðleik- inn tortryggnislaust. Vitanlega litast textinn af viðhorfum höf- undar i samtiðinni. En einnig i þvi ljósi skoðuð er bókin for- vitnileg. Halldór Laxness bregzt ævinlega með eftirtektarverð- um hætti við öld sinni. Dæmi um það eru þessar minningar frá hinni sælu tið I Mosfellssveit á undan heimsstríðinu fyrra. „ Gunnar Stefánsson Gætu St. Bern- harðshundar komið að gagni hérlendis? eru að minnsta kosti mörg. St. Bernharðshundar eru bæði stórir og sterkir, um eða yfir sjötiu sentimetrar á hæð, þreknir og vel hærðir. Þeir eru skynsamir, skylduræknir, og tryggir, og af ber hið furðulega þefskyn þeirra, sem nálega má yfirnáttUrlegt kalla. Talið er, að þetta hundakyn hafi haldizt hreint og i engu breytzt siðan um 1750. Og nU geta menn velt fyrir sér spurningunni, sem borin var fram i upphafi: Væri öryggi að þvi hér á landi að hafa slika hunda, sem sérstaklega væru þjálfaðir til leitar i fönn og snjóbeðjum og fljUga mætti með milli staða, eftir þvi sem hugsanleg þörf krefði? Nt' ÞEGAR til umræðu hefur verið álitsgerð snjóflóða- fræöingsins svissneska, sem hingaö var fenginn vegna uáttúruhamfaranna I Nes- kaupstað I fyrra vaknar sú spurning, hvort skynsamlegt gæti vcri að fá hingað hunda af St. Kcrnharðskyni. Svo sem alkunna er, þjálfuðu munkar, sem setu höföu i fjalla- kofum og sæluhúsum á viðsjár- veröum slóðum þá fyrstir manna til þess að leita uppi menn, sem lent höfðu i snjóflóðum eða gefizt upp Uti á viðavangi, þar sem fennt eða skeflt hafði yfir þá. Hafa þeir á liönum öldum orðið irægir fyrir björgun mannslifa, og er sU frægð einkum tengd St. Gottharðsskarði i Olpunum á landamærum Sviss og Italiu. Enn þann dag i dag eru hundar af þessu kyni þjálfaðir til þess að leita uppi fólk, sem lent hefur i fönn á vetrardegi á einn eða annan hátt, þvi að snjóflóð eru sem fyrr tið i Olpunum i Mið- Evrópu og háskaleg. Þótt fjalla- skörð séu sjaldnast farin á sama hátt og á fyrri timum, hefur skíðaiðkun stórlega aukizt, og oft ber það við á þessum slóðum, að skiðafólk kemst f svipaða raun og hinn einmana vegfarandi áður Enginn veit tölu þeirra manns- lifa, sem St. Bernharöshundar hafa •feorgið fyrr og siðar. En þau St-BernharðshundUr — teikning Guðmundar Björgúlfssonar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.