Tíminn - 09.11.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 09.11.1975, Blaðsíða 13
Sunnudagur 9. nóvember 1975. TÍMINN 13 Nýju verðlistarnir Nú streyma nýju verölistarnir á markaðinn, en fyrstur á markaðinn hér heima var þó verðlistinn Islenzk frimerki 1976, og má telja það vel, að inn- lent efni sjáist hér fyrst. Þetta er 20. útgáfa islenzka frl- merkjaverðlistans og er mikið vandað til útgáfunnar af því til- efni. Allur hefir verðlistinn verið settur upp að nýju og má sérstaklega geta þess, að nú eru öll afbrigði og aukamerki sett með smáletri, svo að hver sem aðeins vill leita aðalmerkjanna úr hverri samstæðu, finnur þau strax, þar sem þau eru sett með stærra letri. Þá hefir póstsögukaflinn verið aðskilinn að þessu sinni og er þar um að ræða frumraun á þessu sviði, þar sem nú er gerð skíayfir Schwizer stimpla og er þaðsú fyrsta heildarskrá, sem gerð er yfir. þá. Þetta er mikið verk og ekki liklegt að það verði eftirprentað i bráð hvorki þarna i listanum, né annars staðar. Þrfr aðilar hafa aðallega unnið aðþvf, en það eru höfundur, Þór Þorsteins og Folmer Oster- gaard. Ætti það að tryggja, að hér sé um nokkuð traust grund- vallarverk að ræða, þó svo að slikri frumraun hljóti alltaf að vera ábótavant I ýmsu. Allt þetta orsakar, að verð listans er mun hærra en verið hefir, e.. menn skildu gæta að hvað þeir nú fá I staðinn, og að þetta er kannski sú útgáfa listans, sem um árafjölda verður sinotuð heimild I póstsögunni, og ekki slður fyrir það að nú er tekin upp skráning frimerkingarvéla, sem ekki verður heldur endur- tekin á næstunni. Er hér kannski um að ræða eitt merk- asta heimildarrit um islenzka frlmerkjafræði, sem enn hefir komiö Ut á landi hér, þá alveg sérstaklega um póstsögu. B.G. Stanley Gibbons Heimslisti Stanley Gibbons „Stamps of the World" 1976 er kominn ut. Kostar þessi listi nú 7 sterlingspund og er þar að finna allan heiminn I einu bindi, sem er 1,444 blaðsiður að stærð. 1 listanum eru skráð yfir 180 þi'isund frimerki, og myndir eru af 36,800 merkjum. Nær skrán- ing listans til allra merkja allt fram að miðju ári 1975. Þessi listí er án nokkurs vafa sá, er mest er litið upp til i heiminum I dag, ekki aðeins sem eina verðlistans, er tekur yfir allan heiminn i einu bindi, heldurogsem grundvallarverks um alþjóðlega verðskráningu frlmerkja, t.d. af tryggingar- félögum, er frimerku skulu tryggð. Er þetta arftaki lista þess er áður var nefndur „Simplified" eða einfaldaður listi. S.H.Þ. AAichel Evrópuverðlisti Michel er kominn út fyrir 1976 I tveim bindum. 1. bindi er yfir Vestur- Evrópu, eða hin svokölluðu CEPT lönd, 11536 siðum með 118 þusund verðlagningum og um 19500 myndum. Verð hans er 34,00 þýzk mörk. Verðlistinn yfir Austur- Evrópu er 2. bindi. 1056 siður með 52 þúsund verðskráningum og um 16 þúsund myndum. Kostar hann 26,00 mörk. Þá hefir Michel og gefið út verðlista yfir Evrópumerki. Skráir han allar Cept útgáfurn- ar, Norðurlandamerkin og önn- ur álika, auk fyrirrennara og skyldra merkja. Segja má, að Michel sé hinn leiðandi frimerkjalisti fyrir safnara Mið- og Suður-Evrópu, og eykur umfang sitt með ári hverju. S.H.Þ. J. Fr. Clpusens Forlag Filatelistisk Bibliotek U.—IV l.Hans Ehlern Jessen. Om at samle danske Poststempler: 48 sfður. Kaupmannahöfn, 1974. ISBN 87 11 03652 4. Það er margt sem safnarinn getur lært af þessari litlu bók, um hvernig á að safna póst- stimplum, ekki bara dönskum, þvl að aðferðirnar eru þær sömu frá hvaða landi, sem póst- stimpillinn er. Eitt hið athyglis- verðasta i bókinni fyrir okkur er kannski flokkunin á Schweizer stimplunum i 8 flokka og 9 und- irflokka. Mætti segja mér að það gæti orðið sú flokkun, sem ætti eftir að verða rikjandi I þessum efnum i framtiðinni. Þá eru i bókinni mörg dæmi um hvernig má setja upp albúmsið- ur með svona söfnum. 2. Svend Magnussen. Om at samle tofarvede. 72 siður. Kaupmannahöfn 1974. ISBN 87 11 036540. Það er mikil vinna og rannsóknir að baki þessari bók, sem skráir tvílitu, skildinga, aura, cent i Vesturindium Ut- gáfurnar. Afbrigði, rammavill- ur og yfirleitt hverskonar af- brigði, svo nákvæmlega að Dlötutekningu er einnig að finna. 1 lok bókarinnar má svo finna töflu yfir afgreiðslu merkjanna frá prentun, höfuð- hópa, heiti útgáfanna, setningu og rammastillingu, prentun og athugasemdir. Hvenær skyldum við eignast svona nákvæma bók um ein- hverja frimerkjaútgáfu okkar? 3. Max Meedom. Om at samle smá kvadrater. 48 slður. Kaup- mannahöfn 1974. Nákvæmni er það orð, sem kannski segir mest um þetta verð, þtí að það sé ekki stórt I sniðunum. Það sem á undan kom er rakið. Útgáfurnar fjór- ar. Endurprentanir eða nytryk. Prentun og prentunaraðferðir. Stimplanir. Tillögur og nákvæm myndskýring þess, sem er að sjá á merkingu, hvers smáat- riðis. Þetta er allt um fyrstu dönsku ferningana, 4 RBS og 2 RBS. Þá eru einnig gefin dæmi um hvernig hægt er að safna þeim. 4. Oluf Pedersen. Om at samle vábentype. Þegar þetta er skrifað, er þessi bók ekki enn komin út,-en miðað við þær sem á undan eru komnar, væntir maður sér mik- ils. Það er öllum þessum bókum sameiginlegt, að þær eru gefnar út undir ritstiórn nefndar frá KPK. Sigurður H.Þorsteinsson. A skíðum í hlíðum Alpafjalla Eins og síðastlióinn vetur bjóöum viö nú viku og tveggja vikna skíöaferöir til Kitzbuhel og St. Anton í Austurríki á veröi frá 41.700 og 50.600 krónum. í Kitzbuhel og St. Anton eru jafnt brekkur fyrir byrjendur, sem þá bestu. Þar er verió á skíðum í sól og góðu veðri allan daginn, og þegar heim er komið, bíður gufubað og hvíld, góður kvöldmatur og rólegt kvöld viö arineld, - eða upplyfting á skemmtistað ef fólk vill heldur. Morguninn eftir, snemma, er stigið á skíðin og haldið beint upp í brekkur - svona gengur þetta dag eftir dag eftir dag, meðan á dvölinni stendur. Sem sagt,' dýrðleg dvöl í alþjóðlegu andrúmslofti með fullkomnu "apré ski". Þeir sem velja tveggja vikna ferðir, geta dvalið viku á hvorum stað ef þeir kjósa heldur. Skíðafólk leitið upplýsinga hjá sóluskrifstofum okkar, ferðaskrifstofunum og umboðsmönnum. FWGFELAG LOFTLEIDIR ISLANDS Félög með skipulagðar skíóaferðir til Evrópu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.