Tíminn - 09.11.1975, Síða 15

Tíminn - 09.11.1975, Síða 15
Sunnudagur 9. nóvember 1975. TÍMINN Félagsmálaráðherra Dan- merkur, Eva Gredal, hefur sjálf lifað á almannatryggingum. Hún er 48 ára og alin upp við litil efni. Foreldrar hennar striddu við langvinn veikindi, svo að tekjuöflun brást. Þau urðu að lifa á opinberri lýðhjálp. Þegar Eva Gredal var i bernsku á fjórða tug aldarinnar, var það oft auðmýkjandi að þiggja slika hjálp. — Lifsskoðun min i félags- málum mótaðist fyrst, þegar rannsóknarmaðurinn frá fé- lagsmálastofnuninni kom á heimilið. Hlutverk hans var að fullvissa sig um að fólk, sem fékk hjálp af opinberu fé, væri raunverulega eins illa statt og það segði. Eva Gredal minnist þess, þegar hún var 8—9 ára, að rann- sóknarmaðurinn undraðist það, að móðir hennar átti saumavél. Hvernig fór það saman að eiga saumavél og vera fátækur. Þetta lá ljóst fyrir. Það varð að selja saumavélina, áður en orð- ið gat um frekari opinbera hjálp að ræða. Það var ekki fyrr en móðir Evu hafði gert grein fyrir þvi, að saumavélina hefði hún fengið að gjöf, og i öðru lagi að hún vann fyrir heimilinu að nokkru með þvi að sauma á vélina, að fallizt var á að hún héldi henni, og nyti þó opinbers stuðnings framvegis. Eva Gredal á þessa sauma- vél, og hún ætlar aldrei að láta hana frá sér. Það er auðskilið. Á skólaárum sinum fann Eva Gredal jafnan glöggt hvað það þýðir að standa neðarlega i hefðarstiga mannfélagsins. Hún var'i gagnfræðaskóla i Hellerup, en ,,hún var aldrei klædd eins og átti að vera, allir aðrir höfðu einkasima, og hún var aldrei boðin i hátiðlegan mannfagn- að”. Faðir Evu var bakarasveinn, og hafði ekki ráð á að kosta hana til náms i menntaskóla. Hún þurfti að vinna sjálf fyrir peningum eins fljótt og hægt væri. En Eva ætlaði sér að verða stúdent, og hún náði þvi takmarki með kvöldnámi, jafn- framt þvi að hún vann fyrir sér. Sagan af saumavélinni hafði brennt sig i vitund Evu, ásamt allri lifsreynslu hennar frá bernsku lágstéttarbarnsins. Henni var það þvi eiginlegt að helga sig félagsmálum. Hún varð félagsráðgjafi, kostaði sjálf nám sitt til þess, og lauk þvi með sóma. Ef einhver skyldi halda, að fé- lagsmálaráðherrann sé pólit- iskur flokksgæðingur, sem feng- ið hafi tignina fyrirhafnarlaust, og þekkti þvi vandamál skjól- stæðinga sinna aðeins af af- spurn, veður sá mjög i villu. Eva Gredal byrjaði neðst, og hefur komizt á toppinn hjálpar- laust. Sjálf telur hún, að sér séu ó- metanleg not af lifsreynslu sinni i núverandi starfi, bæði sem manneskja og ráðherra. — Ég vann sem félagsráð- gjafi á sjúkrahúsi Kaup- mannahafnarborgar þar til ég varð ráðherra, segir hún, svo að ég var alltaf i þessu. Siðan ég Eva Gredal, félagsmálaráðherra Dana. LIFÐI SJALF A ALMANNAHJÁLP ■ m M s varð félagsmálaráðherra, hef ég verið starfsmaður að félags- málum. Sem ráðherra vinn ég að félagsmálum. Þetta er sam- felld félagsmálavinna. Hvað dagfar snertir i dýrasta ráðuneyti Danmerkur, er það létt og óþvingað. Það er algengt, að fulltrúar séu þar klæddir nankinsbuxum, og i biðstofu ráðuneytisins er oft sagt sem svo, að við skulum sjá, „hvort Eva er viðbúin að tala við þig”. Tónninn er gefinn ofan frá, eins og á flestum vinnustöðum. Það er ekkert hátiðlegt eða ráð- herralegt við Evu Gredal. Hún er „góð og dugleg kona, sem gerir það sem hún getur og veit hvar þrengir að”. Þannig lýsir henni einn úr hópi 70 þúsund samstarfsmanna. Eva Gredal hefur verið kölluð „hin dýra kona stjórnarinnar”. Per Hækkerup tók svo til orða, og hún mótmælir þvi ekki sjálf. — En þannig verður það að vera. Sérhver félagsmálaráð- herra hlýtur að vera dýr. Svo framarlega sem hann er maður, verður hann hinn dýri maður i stjórninni. Þetta auknefni mitt fékk ég i fyrri ráðherratið minni. En eftirmaður minn varð hærri i fjárlögum en ég hafði verið. Ég vildi samt óska, að ráðu- neyti mitt væri ódýrara en það er. En það á ekki að verða ódýr- ara vegna þess að lifskjörin séu skert hjá þeim, sem frekast þurfa hjálpar við. Hitt er ráð að fjarlægja forsendur þess, hvað þetta er dýrt. Gætum við t.d. losnað við atvinnuleysið, spar- aði það geysilegt fé. Þannig ætti að vinna. Og svo eigum við að bera kveðju frá félagsmálaráðherr- anum og segja, aðhún lifilikt og annaðfólk. Hún matreiðir, þvær upp og annast börn. Eða barn réttara sagt. Eva Gredal er móðir siðborinnar dóttur, Júliu, sjö ára, og þann tfma, sem af- gangs er frá stjórnarstörfum, notar hún að miklu leyti fyrir Júliu. Þegar ráðherrann og maður hennar, Otto Gredal forstjóri, eru á ferðalögum saman (eða samtimis), annast foreldrar Evu Júlfu litlu. Eva Gredal fær heimilishjálp tvisvar i viku, en að öðru leyti vinna þau hjónin heimilisverkin. — Vinir og kunningjar spyrja oft, hvort ég taki ekki vinnuna með heim. Stundum verður ekki hjá þvi komizt, en sem betur fer sér Júlia um það, að timi minn fer ekki allur i ráðherrastörf. Algjör aðskilnaður vinnu og fritfm a held ég að sé útilokaður i minni stöðu. Undarlega væri manni farið, ef maður hugsaði aldrei heima, t.d. við uppþvott- inn, um einhverjar þær hryðjur, sem yfir hefðu gengið um dag- inn. — Erfitt að vera félagsmála- ráðherra i sparnaðarstjórn? — Vissulega. En nauðsynlegt lika. Bæði að hafa félagsmála- ráðherra og að spara. En það verður að spara á réttum stöð- um, svo að það verði ekki til ills eða skemmi. Ég varð orðlaus, þegar fyrst var nefnt við mig að verða ráð- herra. — Auðvitað segir þú já, sagði maðurinn minn. Og börnin sögðu: — Ef þú tekur þessu ekki, sérðu eftir þvi meðan þú lifir, og við viljum a.m.k. ekki bera þá sök. 1 seinna skiptið varð ég ekki éinsorðlaus. En auðvitað var ég glöð. Og nú geri ég þetta eins vel og ég get. Gleymiö okkur einu sinni - og þiö gleymiö því alarei ! Auglýsíd i Ttmanum Aðal-útsölustaðir i Reykjavik: VERKFÆRI fyrir: Bifreiðaverkstæði vélsmiðjur og einstaklinga Byggingavoiur h.f Ármúla 18 Cj.J. rossberg h.f. Skúlagötu 63. VERKFÆRI HINNA VANDLATU SUNDABORG — REYKJAVIK

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.