Tíminn - 09.11.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 09.11.1975, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Sunnudagur !t. nóvember 1975. Guðmundur Sveinsson, skóiameistari: Ræða flutt við skólasetningu Fjölbrautaskól- ans í Breiðholti 4. október 1975 (iuðinundur Sveinsson. Ég ávarpa ykkur á stórri stund, þegar hefja skal starf Fjölbrauta- skólans i Breiðholti. Þetta er sér- stæður fagnaðarrikur dagur i vit- und minni og ég véit einnig i ykkar huga. Hér er risinn fyrsti kennsluáfangi skólastofnunar. Þar sem fyrir tæpu ári var autt svæði, er nú risin stilhrein og stolt bygging að búa stað menntastofn- un og menningarstofnun i einu af yngstu borgarhverfum Reykjavikur. Hér hefur mikið átak verið unnið og er ævintýri likast, sem hlýtur i senn að skapa undrun og eftirvæntingu. Það voru Forn-Grikkir, sem sögðu að upphaf mennsku og menningar væri undrunin, hæfileikinn að fyllast lotningu, hæfileikinn að finna til að eitthvað er stórt og krefst viðurkenningar og auðmýktar. Það fer ekki hjá þvi að sá stórhugur, sem þessi skóla- stofnun ber vitni um, þau áform, sem með henni og i henni er verið að hrinda i framkvæmd, fylli hvern þann lotningu, sem veit að hvert fótmál sem stigið er innan þessarar byggingar er upphaf og þáttur i langri göngu, sem leiða skal til manndóms og mennta. — Það hefur lika verið komizt svo að orði, að eftirvæntingin væri aðall mannsins: maðurinn einn alls hins lifandi gæti vonað og vænzt, að hann einn væri þeim hæfileik- um búinn að geta gert framtiðina að draumi og þrá, sem til dáða knýr. Það ætti enginn að geta komið á þennan stað án þess að finna hug sinn fyllast vonum og skynja að einmitt hér gætu dýrir draumar rætzt. A þessum degi er þvi fyrst og fremst þakklæti i huga til allra þeirra mörgu, er komið hafa við sögu þessarar skólastofnunar sem nu hefur starfsemi sina. Ég vil af heilum huga bera fram þær þakkir, og þá alveg sérstaklega geta hinna miklu framlaga úr sjóðum Reykjavikurborgar og rikisins, að hús þetta mætti rfsa á svo skömmum tima sem raun ber vitni um. En i húsi þessu liggur meira en miklir fjármunir. 1 þessu húsi liggur hugvit arkitekt- anna og byggingameistaranna. 1 þessu húsi birtist trú á gildi lær- dóms og menntunar. t þessu húsi býr trú á æsku landsins og fram- tið hennar. Og siðast en ekki sizt vitnar þetta hús um hug forráða- manna höfuðborgarinnar, að ætla þvi borgarhverfi, sem skólinn er staðsettur i, mikinn hlut og sér- stæðan i fræðslu- og menntamál- um. Hafi állir, sem hér hafa við sögu komið heila þökk og megi skólinn reynast verður fórna og framlaga. En fjölbrautaskóli vitnar ekki aðeins um fúsleik forráðamanna rikis og höfuðborgar að reisa skólabyggingu og láta hér af grunni risa mikil mannvirki og kostnaðarsöm. Fjölbrautaskóli vitnar um annað og meira. Hann vitnar um ákveðna skólastefnu, fræðslustefnu, sem tekur mið af sérstæðum viðhorfum.-Hann vitn- ar lfka um sérstæðan skilning á samfélagi, heildum þess og ein- stökum mannfélagsþegnum. — Hér er um mikið mál að ræða, sem ég mun leitast við að gera skil I fáum orðum. Fjölbrautaskólahugmyndin byggir á þeirri grundvallarfor- sendu að öllum heilbrigðum mönnum sé mikið gefið af hæfi- leikum, hæfni og getu. Það séu ekki aðeins fáir Utvaldir, sem gáfurnar og getuna hafa. Dýr- mætustu orkulindirnar, verðmæt- ustu auðæfi hverrar þjóðar eru þegnar hennar. Ungmennin eru auður' landsins. Einmitt þess vegna er svo mikilvægt að takast megi að leysa hæfileikana úr læð- ingi, ekki einhverja sérstaka hæfileika og getu, heldur allt sem gefur lffi enstaklinga og þjóðar. gildi, eykur menningu þeirra og manndóm. — Menntun og menn- ing felur i sér miklar viðáttur ekki siður en mikla hæð og dýpt. Á víðáttunni og margbreytileik- anum byggist árangur og vel- gengni, segir austurriskur fræði- maður, á hæðinni og dýptinni grundvallast tilgangur og innri fullnæging. Hvorugt má skorta f menntunarmöguleikum hinna ungu, hvorugt vanta að leitazt sé við að veita öllum tækifæri og gera lif þeirra auðugra að árangri og tilgangi. Fjölbrautaskólahugmyndin er að minu mati ein dýrasti vottur þess, að hugsjón pg hugsýn fleir- hyggjunnar — pluralismans — er að festa rætur og bera ávöxt i dáðum og verkum. — Eitt sinn aðhylltust menn á Vesturlöndum svokallaða einnhyggju, monisma, Þá þótti mönnum sem allt væri eitt og jafnt, lifsskilningur og heimsmynd var einföld. Allt var af einni rót og allt óx og dafnaði til einnar áttar. Siöar urðu skil i menningu Vesturlanda, þegar hugmynd og hugsýn tvihyggjunn- ar, dualismans náði undirtökum. Þá komu fram hinar miklu and- stæður, ósættanlegar og óyfir- stiganlegar. öllu var skipað i tvær heildirog milli þeirra engin tengsl heldur djúp fjandskapar og friðar. — Tvihyggjan hefur mótað viðhorf Vesturlandabúa allt fram á þennan dag og gerir viða enn, enda vald hennar mikið og ör- lagarikt. ~ En þvi lengur sem liðið hefur á 20. öldina þvi skýrar hefur komið i ljós að nýtt mat er að skapast, ný sýn að gefast, ný trú að sjá dagsins ljós. — Viðhorf fleirhyggjunnareða pluralismans er það að enginn eigi sannleikann allan heilan og óskiptan, enginn hafi yfirsýn og innsýn til allra hluta, þátta og fyrirbæra. Allir menn búa við takmörk, hug- myndaleg, þekkingarleg og að þvi er reynsla og tilfinningar varðar. Einmitt þess vegna skiptir meginmáli að eiga opinn hug, hafa tilfinningu fyrir takmörkun- um sinum og bera i brjósti fúsleik að mæta og virða skoðanir og skilning annarra. — Hlið við hlið eiga menn að geta staðið með frá- brugðnar hugmyndir, ólikar stjórnmálaskoðanir og mismun- andi trúarbrögð. — Ég minnti á tvo votta pluralismans og inntak kenningu þeirra, sett fram i meitluðu máli, Martin Buber er sagði: Ailt lil er mót og kynning þeirra sem frábrugðnir eru — og Albert Schweitzer er sagði: Mikilvægastalls er lotningin fyrir lifinu. — Fjölbrautaskóli er skóli hinna frábrugðnu, hinna óliku. Hann er ekki stofnaður til að gera alla nemendur eins, veita öllum hinn sama skammt fróðleiks og reynslu. — Þvert á móti. — Fjöl- brautaskóli á að koma til móts við nemandann, ekki til að gera hann eða hana öðruvisi heldur en þau eru, heldur til að hjálpa þeim að vera það sem þau eru og geta orðið. — Einhver hefur sagt: Við leiðarlok verður ekki spurt: Af hverju varðstu ekki Albert Ein- stein eða Jón Sigurðsson forseti — heldur, af hverju varðstu ekki þú sjálfur, þú sjálf i hæfni þinni og getu. Af hverju afneitarðu eða hafnaðir að vera það sem þú raunverulega ert, gafst ekki sjálfan þig, sjálfa þig i þeim dáð- um, sem aðeins var á þinu valdi að drýgja. — Fjölbrautaskóli felur i sér mikla trú á manninn, hvern einasta hemanda og á aldrei að láta neinn finna til minnkunnar og smæðar vegna þess að hæfileikarnir eru aðrir, getan á ólikum sviðum. —Vafa- laust hefur þessi sama hugsun sjaldan verið orðuð betur heldur en i ljóði hebreska sálmaskálds- ins er ávarpar Guð sinn: Hvað er þá maðurinn að þúminnist hans og mannsins barn að Þúvitjar þess. II Ég mun nú gera grein fyrir byggingarframkvæmdum hér við Fjölbrautaskólann i Breiðholti og lýsa skólastofnuninni sjálfri. 1. Byggingarlýsing mannvirkja Fjölbrauta- skólans i Breiðholti Framkvæmdum við mannvirki skólans og skólasvæðinu i heild má skipta i áfanga og byggingar- stig á þessa leið: 1. áfangi 1. byggingarstig er knattspyrnu- og iþróttavöllur. Stærð vallarins er 110x70 metrar með 4x400 metra langri hlaupa- braut.Þáer mjög góð stökkbraut. Ahorfendasvæði er fyrir ca. 1000 manns i stæði. Þessi völlur á einnig að þjóna Fellaskóla og Hólabrekkuskóla svo o'g almenn- ingi og iþróttafélögum. Völlur þessi og áhorfendasvæði er nú til- bUinn. 1. áfangi 2. byggingarstig er sundlaugar með búningsklefum. Stærri laugin er útilaug 25x12,5 metri,. en minni laugin er inni- laug, 12,5x7,5 metri, (og er hún aðallega ætluð fyrir sundkennslu yngri barna skólanna.) I þessu stigi er einnig aðalinngangur fyrir væntanlegt íþróttahús, svo og snyrtingar og fatageymsla fyrir áhorfendur. Gufubað verður fyrir bæði kynin. Þetta bygg- ingarstig hefur verið boðið út og hefur verið samið við Sveinbjörn Sigurðsson byggingarmeistara, sem átti lægsta tilboðið. Rúmmál 9940 rúmm. 1. áfangi 3. byggingarstiger svo leikfimisalur með 22x44 metra gólffleti. Teikningar hafa verið samþykktar i byggingarnefnd Reykjavikur og fræðsluráði. Rúmmál 15.670 rúmm. 2. áfangi 1. byggingarstig er raunar fyrsti áfangi sjálfs Fjöl- brautaskólans eða sú bygging sem við erum nú i. 2. áfangi 2. byggingarstigverð- ur siðan byggður hér norður af fyrsta byggingarstiginu. Þar verður náttúrufræðideild, mynd- og handmenntadeild, hússtjórn- ardeild, heilsugæzludeild o.fl. Teikningar hafa verið samþykkt- ar i byggingarnefnd Reykjavikur og stefnt er að þvi að hefja fram- kvæmdir á næsta ári. Stærð þessa byggingarstigs verður ca. 1100 ferm. og 12.500 rúmm. Þá verður samtimis byrjað á verkstæðum handan götunnar, en þar verðurgrófur og hávaðasam- ari iðnaður til húsa. Vinna við hönnun er um það bil að hefjast. Röð næstu áfanga hefur ekki verið ókveðin ennþá, en skv. afstöðumynd er gert ráð fyrir langri byggingu meðfram Austurbergi. Þar verður meðal annars stórt bókasafn og lesstofa fyrir almenning og skólanemend- ur, stjórnunardeild skólans, fyrirlestrarsalir, matsalur nem- enda o.fl. Út frá þessari aðalálmu skólans koma svo fjórar álmur til vesturs. I þessum áfanga, sem nú er langt kominn, verða 16 almennar kennslustofur, stjórnunardeild til bráðabirgða svo og eðlis- og efna- fræðistofa, herbergi læknis og hjúkrunarkonu o.fl. Flatarmál þessa áfanga er 760 ferm. á þremur hæðum, rummál hans er 7627 rúmm. Skólinn er byggður á súlum, en berandi útveggir og kjarnar kringum stigahús og snyrtingar. Það heyrir til nýjunga i þessum skóla, að innveggir eru fluttir inn frá Danmörku frá fyrirtækinu NORDIA. Veggir þessir eru byggðir þannig upp að uppistöður úr járni eru spenntar upp á milli gólfs og lofts. Utan á þessa grind, sem er einfóld eða tvöföld, er komið fyrir einföldum eða tvö- földum gipsplötum allt eftir þvi hvaða kröfur eru gerðar til hljóð- einangrunar viðkomandi rýmis. Hljóðeinangrun i tvöföldum vegg er 56 dB, en einföldum 40 dB. Gipsplöturnar koma klæddar vinyldUk, sem auðvelt er að þrifa. Nýjung þessi er fólgin i þvi að þessa veggi á að vera mjög auð- velt að flytja til á skömmum tima og nota allt efnið aftur, þar sem enginn nagli er i veggjunum, enda ætlazt til þess og skólinn reyndar hannaður með það fyrir augum, að hann geti verið meira eða minna opinn eins og nú er farið að ryðja sér mjög til rUms erlendis. Veggir þessir munu vera litið dýrari en vel einangrað- ir spónaplötuveggir. Fastir kjarnar eru þó fyrir vatn og frárennsli við hverja súlu, en það eru þeir veggir sem klæddir eru rauðu harðplasti. öll loft eru klædd með svoköll- uðum Herakustikplötum, sem bæði eru mjög hljóðeinangrandi og þar að auki eldvarðar. Arkitektar skólans og íþrótta^ mannvirkjanna eru þeir Guð- mundur Þór Pálsson arkitekt og Jón Ólafsson hUsgagnaarkitekt á teiknistofunni Arkhönn s.f.. Burð- arþolsteikningar hafa verið gerð- ar af Vifli Oddssyni á teiknistof- unni Óðinstorgi s.f.. Hita-, frá- rennslis- og loftræstiteikningar hafa verið gerðar á Verkfræði- stofu Guðmundar og Kristjáns. Raflagnir eru hannaðar hjá Raf- teikningu s.f. og lóðarlögun er hönnuð af Reyni Vilhjálmssyni skrUðgarðaarkitekt. Aðalverktaki hefur verið bygg- ingarfyrirtækið Böðvar S. Bjarnason s.f., en þeir áttu lægsta tilboðið, sem barst i verkið. Undirverktakar eru Axel Bender, Hannes VigfUsson og "Benedikt Jóhannsson. Daglegt eftirlit hefur verið i höndum byggingardeildar borg- arverkfræðings. 2. 1. Svið og brautir Fjölbrautaskólinn i Breiðholti mun á fyrsta ári starfa á fjórum aðalsviðum eða i fjórum megin- heildum. Sviðin fjögur eru: Menntaskólasvið, iðnfræðslusvið, viðskiptasvið og loks samfélags- og uppeldissvið. Segja má að fyrstu þrjú sviðin byggi á traust- um heföum i íslenzká skólakerf- inu, sem þó verða aðlöguð sér- stöðu skólans sem sameinaðs eða samræmds framhaldsskóla, fjöl- brautaskóla. Fjórða sviðið hefur hins vegar verulega sérstöðu, þótt einnig þar verði um mennt-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.