Tíminn - 09.11.1975, Blaðsíða 19

Tíminn - 09.11.1975, Blaðsíða 19
Sunnudagur 9. nóvember 1975. TÍMINN 19 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri:' Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, slmi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði. Blaöaprenth.f. Dauðinn og einræðisherrann Gamall maður hefur verið að berjast við að deyja. Hann heitir Francisco Franco og ber meginábyrgð á dauða fleira fólks en flestir aðrir menn, sem eru ofan moldar. Sjálfum hefur honum gengið þetta seint — honum, sem flýtti fyrir svo mörgum á fyrri dögum. Kannski verður hann enn lifs, þegar þessi orð verða lesin — kannski þó ekki. Franco gerðist uppreisnarforingi árið 1936, þeg- ar loks hafði tekizt að mynda á Spáni stjórn svo- nefndrar alþýðufylkingar, að undangengnu miklu öngþveiti og siðan yfirburðasigri i þingkosningum. Fyrsti liðskostur hans voru útlendingahersveitir og Márar úr hinum spænska hluta Marokko, þar sem hann var hershöfðingi. Kaþólska kirkjan á Spáni studdi hann, og hægri menn gengu i lið með honum. Hitler og Mússólini sendu honum hersveit- ir, hergögn og ráðgjafa, þvi að bæði vildu þeir efla til valda mann sinnar gerðar, og prófa vopn sin og þjálfa her sinn til viga. Ein nasistasveitin sýndi hvers hún var megnug með þvi að jafna bæinn Guernica við jörðu, og er enn i dag til þess atburð- ar vitnað með viðbjóði og hryllingi. Seinna launaði Franco liðveizluna með þvi að leggja Hitler til hina svonefndu bláu hersveit i heimsstyrjöldinni — unz hann sá hverju fara gerði. Sigur Francos varð spænsku þjóðinni dýrkeypt- ur. Borgarastyrjöldin stóð þrjU ár, tólf hundruð þúsund manna létu lifið, bæði á vigvöllunum og annars staðar, þar sem ofsóknir, manndráp og fjöldaaftökur fylgdu i kjölfar striðsins, og þegar Franco hafði loks lagt undir sig landið, tók við hungur og örbirgð um langt árabil. Nú er lokið sögu þessa gamla harðstjóra, sem enn lét taka menn af lifi fyrir andstöðu við stjórn- arfar sitt um svipað leyti og hann var að byrja að berja sér nestið. Þar með er þó ekki sagt, að Spán- verjar geti haldið út á hinn breiða veg nokkurn veginn frjálsra þjóða. Svo getur farið, að flest sitji við hið sama, og á Spáni getur lika orðið upplausn og ririgulreið og óvissa. Við sliku er einmitt hætt, þegar valdaferli manna á borð við Franco lýkur eftir langan tima, svo sem sannazt hefur i Portú- gal. Fjörutiu ára einræði og harðstjórn skilur eftir sig djúp spor, og þess er engin von, að um heilt grói á svipstundu. —JH Bílar, ökulag, hugarfar Tið hefur á þéssu hausti verið eins góð og hugsanlegt er. Veturinn hefur ekki enn heilsað upp á okkur, og hvorki fryst né snjóað, svo að heitið geti, þótt aðeins hafi fölvað sums staðar. I þessu tiðarfari, þegar ökufæri er yfirleitt eins gott og það getur verið á þessum árstima, hafa umferðarslysin rekið hvert annað. Hvert bana- slysið hefur orðið af öðru, og i sjúkrahúsum lands- ins liggur fólk, sem enginn veit, hvort lifir og nær heilsu, auk annarra, sem minna hafa skaddazt. Banaslys i umferðinni eru þegar orðin fleiri en á öllu árinu i fyrra. Það gengur auðvitað enginn gruflandi að þvi, að siaukin bilaeign heimtar sinn skatt. Þó skyldi fólk ekki loka augunum fyrir þvi, að þessi hroðalegu slys eru lika vondur vitnisburður um islenzkt öku- lag. Og loks er það ægilegur vitnisburður um is- lenzkt hugarfar, að samtimis öllum slysafregnun- um getur það gerzt, að tugir manna eru teknir ölv- aðir við akstur á einni og sömu nóttu i einu og sama lögsagnarumdæminu. —JH ERLENT YFIRLIT Vestur-Berlín er hnignandi borg íbúum fækkar, þótt útlendingum f jölgi I ÞINGKOSNINGUM þeim, sem eiga að fara fram i Vest- ur-Þýzkalandi á næsta ári, munu málefni Vestur-Berlinar sennilega verða ofarlega á baugi. Astæðan er sú, að Vest- ur-Berlin minnir nú einna helzt á sjúkling, sem hrakar dag frá degi. Fleiri og fleiri Þjóðverjar yfirgefa borgina, einkum þó þeir, sem yngri eru. Fáir Þjóðverjar flytjast hins vegar þangað frá Vest- ur-Þýzkalandi, þrátt fyrir auknar hvatningar stjórn- valda i þeim efnum og ýms hlunnindi, sem eru i boði. Helzt.eru þaðútlendingar, eins og Tyrkir, Grikkir og Júgó- slavar, sem flytjast þangað. Ef þannig heldur áfram, verða brátt fleiri útlendingar en Þjóðverjar i Vestur-Berlin. Eins og nú horfir um ibUa- tölu Vestur-Berlinar, verða ibUarþarekki nema 1.730 þús- undir árið 1980, en þeir eru nU 2.024 þUs. Samkvæmt þessari spá mun ibUum borgarinnar fækka um 300 þusund næstu 15 árin. Sumir telja þessar tölur bera vott um of mikla bjart- sýni. Fólksfækkunin i Vest- ur-Berlin hófst 1972, en þá fækkaði þar um 24 þUsund manns. Siðustu þrjU árin hefur samtals fækkað þar um 60 þUsund manns. Hið eina, sem virðist geta breytt þessari öfugþróun, eru auknir aðflutningar Utlend- inga til borgarinnar. En þýzk- um Berlinárbúum geðjast ekki að þeirri hugmynd. Fyrir skömmu hafði tala Utlendinga I þremur úthverfum komizt upp i 34,8%, 28,8% og 21,6% af ibUatölunni þar. Þá ákváðu borgaryfirvöldin að stöðva flutninga fleiri útlendinga þangað. útlendingum, sem nU flytjast til Vestur-Berlinar, er beint til annarra hverfa. Frá sjónarmiði borgaryfirvald- anna er ekki talið æskilegt, að Utlendingar verði fleiri en sem svarar 25—30% af ibúatölunni. En það getur orðið erfitt að halda fjölda þeirra innan þessar marka. Samkvæmt siðustu fæðingarskýrslum i Vestur-Berlin á þriðja hvert barn, sem fæðist þar, Utlenda foreldra. 1 vissum hverfum, eins og Kreuzberg, Wedding og Tiergarten, komst þessi tala upp i 59%, 54% og 42%. Eftir fimm ár mun meira en helmingur skólabarna i tveimur fyrstnefndu hverfun- um vera frá heimilum Utlend- inga. Við þetta bætist, að Þjóðverjar i Vestur-Berlin eru til jafnaðar mun eldri en út- lendingarnir, og dánartala hjá þeim þvi hærri. Þannig er Vestur-Berlin smám saman að breytast Ur þýzkri borg i tyrkneska, griska og jUgóslavneska. ÞÝZK yfirvöld velta þvi nU mjög fyrir sér, hvað valdi þessari öfugþróun i Vest- ur-Berlin. Kaupgjald er þar yfirleitt hærra en i Vest- Eitt af líthverfum Vestur-Berlinar Frá miðhluta Vestur-Berllnar ur-Þýzkalandi. Sérstaklega er þó sérlærðu verkafólki boðið hærra kaup þar. Þá fá menn þar hærri og hagstæðari lán til ibúðabygginga. Skemmtanalif er meira og fjölbreyttara i Vestur-Berlin eh i öðrum þýzkum borgum. Sama gildir um skemmtigarða og útivist- arsvæði. Margt fleira mætti nefna, sem ætti að styrkja stöðu Vestur-Berlinar og hvetja fólk til að flytjast þang- að. Þrátt fyrir þetta flytjast ungir Þjóðverjar þaðan i si- vaxandi mæli til Vest- ur-Þýzkalands. Það er reyndar ekki nýtt, að slikur brottflutningur eigi sér stað. Þangað til mUrinn var reistur 1961, kom þetta siður að sök, þvi þá komu flótta- menn frá Austur-Þýzkalandi og fylltu i skörðin, sem þeir létu eftir sig, er flutt höfðu til Vestur-Þýzkalands. MUrinn kom i veg fyrir að þetta héldi áfram. Þá varreyntaðfá urigt fólk i Vestur-Þýzkalandi til að flytjast til borgarinnar. Þegar þetta gekk ekki nógu vel, var opnað fyrir aðflutninga Ut- lendinga. Nú eru þeir á góðum vegi með að leggja undir sig borgina. Ýmsar skýringar eru gefnar á þvi, að ungt fólk af þýzku bergi brotið unir sér illa i Vestur-Berlin. Ein ástæðan er sögð vera sU, að yngri kyn- slóðin samlagist illa gömlu kynslóðinni, sem er að verða yfirgnæfandi i borginni, en talið er, að fimmti hver Þjóð- verji þar sé kominn á eftir- launaaldur. Þá þykir sambýl- ið við vaxandi fjölda útlend- inga ekki eftirsóknarvert. Við þetta bætist svo einangrunin. Yngra fólkið er sagt finna meira til þess en eldra fólkið, að það sé eins og slitið úr eðli- legum tengslum við Vest- ur-Þýzkaland. Þá fari vaxandi vantrú ibúanna á framtið borgarinnar. SENNILEGT þykir, að kristi- legir demókratar muni reyna að nota sér þessa öfugþróun i Vestur-Berlin i þingkosning- unum næsta haust. Þeir muni reyna að kenna rikisstjórn jafnaðarmanna og frjáls- lyndra um, hvernig ástandið virðist hafa versnað i Vest- ur-Berlin að þessu leyti. Stjórnarflokkarnir hafa hins vegar svar á reiðum höndum. Fjórveldasamkomulagið, sem gert var um Vestur-Berlin 1972, styrkti stöðu borgarinnar á margan hátt. Tengsl hennar við Vestur-Þýzkaland eru traustari siðan og sjálfstæði borgarinnar meira. Þá hafa náðst samningar við Austur-- Þýzkaland, sem gera sam- göngurnar milli Vest- ur-Berlinar og Vestur-Þýzka- lands öruggari og greiðari en áður. Loks hafa íbUar Vest- ur-Berlinar fengið greiðari að- gang til ferðalaga austur á bóginn. Öneitanlega hefor stjórn Vestur-Þýzkalands orð- ið verulega ágengt i þessum efnum. En það virðist ekki nægja. Eins og nU horfir, virð- ist Utilokað að hindra fólks- fækkunina i Vestur-Berlin og þá hnignun, sem fylgir henni, nema Þjóðverjar geti sætt sig við, að hUn verði i vaxandi mæli útlend borg. Það finnst þeim hins vegar illt að þurfa að sætta sig við. Helzta vonin er sU, að nUverandi ástand reynist aðeins timabundið og þetta breytist aftur af sjálfu sér. En það er byggt meira á óskhyggju en rökum. þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.