Tíminn - 09.11.1975, Síða 24

Tíminn - 09.11.1975, Síða 24
24 TÍMINN Sunimdagur !). nóvember 1975. LÖGREGLUHATARINN 62 Ed McBaÍn Þýðandi Haraldur Blöndal l -- leikhúsi. Sýningin var þegar hafin. Tveir kauðalegir náungar leku i grínstykki um bílslys. Annar bíllinn keyrði myndarleg Ijóshærð stúlka. — Keyrði hún beint á stuðarann, spurði annar gaman- leikarinn. — Svo sannarlega. Ljósin skullu á bílnum, sagði hinn. — Ók á stuðarann með Ijósunum? — Munaði minnstu að hann gjöreyðilagðist. Kapek settist i sæti öðrum megin við La Bresca og Calucci. Honum varð skyndilega hugsað til málaranna á stöðinni, og gerði sér nú Ijóst hversu mjög hann saknaði þeirra. O'Brien settist aftan við þá félagana. Tveim sætum vinstra megin við Calucci var Andy Parker. — Þú hefur komizt hingað án vandræða, hvíslaði Calucci. — Já, hvíslaði La Bresca. — Hvað segir Dom? — Hann vill vera með. — Eg hélt hann vantaði bara nokkur þúsund. — Það var i síðustu viku. — Hvað vill hann nú? — Þriggja hluta skipti. — Segóu honum að fara til hevítis, sagði Calucci. — Nei. Hann veit um þetta allt. — Hvernig komst hann að því? — Ég veit það ekki, en hann veit um þetta. Fjögurra manna hljómsveit lét til sín heyra úr hljóm- sveLtargryf junni. Trompetinn lét hæst og f lóðljós skall á vinstri hluta sviðsins og kynnt var snoppufríð dansmey. Fótur gægðist fram undan leiktjaldinu. Iklæddur svörtum silkisokk dinglaði hann og sveif laðist. Vöðvarn- ir krepptust og slöknuðu. Smám saman kom dansmeyjan í Ijós og mjakaði sér inn á sviðið með tilkomumiklum sveiflum og pati'. Hún var iklædd purpurarauðum kjól, með klauf á báðum hliðum upp undir mitti. Fæturnir og svartir silkisokkarnir sáust með eindæmum vel. Oneitanlega vakti þessi sýn mönnurn afdráttarlausar kenndir. — Hvílíkir fætur, sagði Calucci. — Það má nú segja, svaraði La Bresca. Að baki þeim sat O'Brien og fylgdist með fótunum. Sannarlega voru þetta sérlega fagrir fótleggir. — Mér er meinilla við að blanda nokkrum öðrum i þetta, hvíslaði Calucci. — Sama segi ég, sagði La Bresca... En hvað getum við gert? Hann hleypur beint í lögregluna ef við gerum ekki eins og hann segir. — Sagði hann það? — Ekki beinlínis. En hann gaf það í skyn. — Bölvaður delinn. — Hvað finnst þér þá, spurði La Bresca. — Hér er mikið fé í húfi, sagði Calucci — Eins og ég viti það ekki? — Hvers vegna skyldum við láta hann vera með eftir alla þessa skipulagningu? — Hvaða leið er okkur opin? — Þa rhá ,,hreinsa" hann, hvíslaði Calucci. Stúlkan var tekin til við að fækka fötum. Tónlistin varð nú mupaðarfyllri og ástriðuþrungnir tónar stigu höfgan dans í rökkrinu. Bassatromman þrumaði þegar pjötlurn- ar skullu á gólfinu hver á fætur annarri. — Fallegur á henni barmurinn, hvíslaði Calucci. La Bresca samsinnti því. Þeir þögðu báðir drjúga stund. Dansathöfnin náði há- marki sínu með miklum látum, tónlistarmennirnir strituðu við að skila hæstu tónum úr hljóðfærum sínum um leið og síðustu pjötlurnar skullu í gólfið. Síðan slokknuðu sviðsljósin. í myrkrinu hvíslaði Calucci: — Hvað heldur þú? Gamanleikararnir tóku aftur til við skemmtan sína. Þeir léku lækni og eiginmann, sem kom með bosma- mikla Ijóshærða eiginkonu sína í rannsókn. — Mér er þvert um geð að drepa nokkurn, hvíslaði La Bresca. — Nauðsyn brýtur lög. — Samt sem áður.... — Hér eru miklir peningar í húfi. Gleymdu því ekki. — Hins vegar ekki nóg til að skipta milli þriggja, sagði La Bresca. — Því skyldum við skipta i þrennt, þegar nægir að skipta milli tveggja? — Af því að Dom kjaftar frá ef við útilokum hann. Því skyldum við þvæla þetta f ram og aftur. Við verðum að taka hann i félag með okkur. — Eg ætla að hugsa málið. — Við höfum ekki það mikinn tima aflögu. Við erum búnir að ákveða þann f immtánda. Dom krefst svars nú þegar. — Segðu honum þá að hann verði með. Við getum svo if Ö ilill SUNNUDAGUR !). nóvember 8.00 Morgunandakt. Herra Sigurbjörn Einarsson bisk- up flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 l.étt morgunlög. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr forustugreinum dagblað- anna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veðurlregnir). I. Frá tónlistarhátiðinni i Bel- grad i ár. — Piallard- kammerhljómsveitin leik- ur. Einleikarar: Maurice André, Maksans Larije, Zak Sambon og Zerar Zari. Stjórnandi: Jean Francois Paillard. a. Svita fyrir trompet og strengjasveit i D-dúr eftir Handel. b. „Sex gamlar áritanir” eftir De- bussy. c. Brandenborgar- konsert nr. 2 i F-dúr eftir Bach. d. Konsert fyrir sex hljóðfæraleikara eftir Rameau. II. Frá útvarpinu i Vestur-Berlin. — Desz Ranki og Filharmoniusveit Berlinar leika Pianókonsert i c-moll (K491) eftir Mozart, Zubin Metha stjórnar. 11.00 Messa 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Skinner og boönám. Dr. Ragnheiður Briem flytur hádegiserindi. 14.00 Staldrað viö á Þistilfiröi — lyrsti þáttur. Jónas Jónasson kveður Bakka- fjörð og heldur til Þistil- fjarðar. 15.00 Miödegistónleikar. 16.15 Veðuríregnir. Fréttir. 16.25 Framhaldsleikritiö: „Eyja i hafinu’’ eftir Jó- liannes llelga III. þáttur: „Þjóðhátiö”. Leikstjóri: Þorsteinn Gunnarsson. Per- sónur og leikendur: Murtur/ Arnar Jónsson, Hildigunnur/ Jónina H. Jónsdóttir, John Agnew/ Erlingur Gislason, Alvilda/ Guðrún Þ. Stephensen, Klængur/ Jón Sigurbjörns- son, Sýslumaður/ Steindór Hjörleifsson, Læknirinn/ Þorsteinn Ó. Stephensen, Úlfhildur Björk/ Valgerður Dan. Aðrir leikendur: Helgi Skúlason, Helga Bachmann, Guðmundur Pálsson, Jón Hjartarson, Harald G. Har- alds, Randver Þorláksson, Halla Guðmundsdóttir og Sigurður Pálsson. 17.15 Tónleikar. 17.40 Úlvarpssaga barnaiina: „Tveggja daga ævintýri’’ eftir Gunnar M. Magnúss. Höfundur les (7). 18.00 Stundarkorn meö pianó- leikaranuin Alexis Weissen- berg. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Samfelld dagskrá úr órælasveit. Jón R. Hjálm- arsson fræðslustjóri ræðir við Sigurð Björnsson Kvi- skerjum, Odd Jónsson, Fagurhólsmyri, Þorstein Jóhannsson, Svinafelli, Pál Þorsteinsson, llnappavöll- um og Ragnar Stefánsson Skaftafelli. 20.45 islensk tonlist.a. „Stikl- ur’’ eftir Jón Nordal. b. „Ymur” eftir Þorkel Sigur- björnsson. 21.05 Kakiu gömul spor. Minningarþáttur með tón- list, um Svein Bjarman á Akureyri. Stefán Ágúst Kristjánsson flytur. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðuríregnir. Danslög. Sigvaldi Þorgilsson dans- kennari velur lögin og kynn- ir. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. MWUDAGUIÍ 10. nóvember 7.00 Morguiuitvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05: Valdimar örnólfsson leikfimikennari og Magnús

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.