Tíminn - 09.11.1975, Side 27

Tíminn - 09.11.1975, Side 27
Sunnudagur 9. nóvember 1975. TÍMINN 27 Rússki Púski versus Janki versus Máópútniks verður i með- förum þeirra langavitleysa, sem á sér hvorki upphaf né endi og er gjörsneydd stefnumiðum. Þegar inn i spilið blandast ennfremur Pólski og Lemi, verður hræri- grauturinn enn flóknari og óskiljanlegri. Útkoman verður fáránleg, afkáraleg, og ótrúleg. Hún er hlægileg fyrir það hversu fjarri hún virðist raunveruleikanum. Þó fer ekki hjá þvi, að um hug- ann læðist óþægilegur grunur um að hún feli i sér sannleiksneista, og að hún gæti jafnvel jaðrað við að vera sönn. Efni hennar er þvi til umhugsunar, auk þess að vera fyndið. i leit að M.A.S.H. Einn er sá megingalli við myndina, að fyrri verk þeirra Sutherland og Gould þvælast fyrir. Einkum er það M.A.S.H. sem áhorfandinn hlýtur að eiga i brösum við, að þvi tilskyldu að hann hafi séð þá mynd. Þrátt fyrir ólikt efni og greini- legar tilraunir höfuðpauranna sjálfra til að firra sig M.A.S.H. draugnum verða þær þó svo keimlikar, að S.P.Y.S. verður allt að þvi örvæntingarfull leit að M.A.S.H. Sutherland bætir þetta upp að nokkru, en Gould virðist ekki ná eins tökum á viðfangsefninu. Leikur hans verður fumkenndur þar sem hann hefur ekki Suther- land til að styðjast við og jafnvel svo, að hann virðist fálma sig áfram i myrkri á stundum. Aörir leikarar sýna litil tilþrif, fram yfir þaðsem við er að búast, enda skipta þeir ákaflega litlu máli — nema hundurinn. Annaö veröur svo ekki sagt um mynd þessa. í stuttu máli Sæmilega fyndin og sæmilega gerð mynd. Fyrir þá sem sáu M.A.S.H. er hún full keimlik, en þeir sem ekki sáu þá mynd ættu aö sjá þessa. 30 metrar er ekki löng leiö, en engu aö síður talsveröur áfangi til bættrar þjónustu viö viðskiptamenn Iðnaðar- bankans. Á morgun 10. nóvember færum viö okkur um set og tökum í notkun nýtt húsnæöi í norðurenda hússins aö Háaleitisbraut 58-60. Nú getum viö boðið vistlegri húsakynni og um leið betri þjónustu. Iónaðarbankínn Háaleitisbraut 58-60. AUGLÝSIÐ I TIMANUM Fyrirliggjandi: Glerullar- einangrun Glerullar- hólkar Plast- einangrun Steinullar- einangrun Spóna- plötur AAilliveggja- plötur Kynnið ykkur verðið - það er hvergi lægra JÓN LOFTSSONHR Hringbraut 121 fE? 10 600

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.