Tíminn - 09.11.1975, Blaðsíða 32

Tíminn - 09.11.1975, Blaðsíða 32
32 TÍMINN Sunnudagur 9. nóvember 1975. Töframaðurinn Hókus Einu sinni var uppi mjög sniðugur töframaður. Hann gat látið vindinn syngja söngva — glaðværa eða sorglega eftir þvi hvað við átti. Og hann gat töfrað fram bros en einnig tár. Hann var mikill og merkilegur töframaður, og hafði mjög mikið að gera, þvi að það voru margir, sem vildu láta hann töfra fyrir sig. Tvisvar á ári var þó alltaf ófrávikjanleg regla, að hann hélt sig heima, en það var á af- mælisdaginn sinn, og á afmæli systur sinnar, sem honum þótti mjög vænt um. Hann átti sjálfur áfmæli i október, og þá sá hann auðvitað um að væri fallegt haustveður, en hún átti af mæli í maí og auðvitað töfraði hann þá hinn fegursta vordag, þ.e.a.s. ef það þurfti nokkra galdra til þess, þvi að það er svo oft fallegt i mai. Nú var töfra- maðurinn orðinn nokkuð við aldur, og systir hans orðin ekkja og sá hún um heimilið fyrir þau systkinin. Hún var margra barna amma, og einn dóttur- sonur hennar bjó hjá henni i húsi töfra- mannsins, svo að henni leiddist ekki, þegar hann var á ferð og flugi, þegar hann var á ferð og flugi. Drengur- inn hét Leifur, og hann var mjög hrifinn af frænda sinum. — Ég vildi að ég gæti orðið svona góður töfra- maður, þegar ég verð stór, sagði hann við sjálfan sig. Amma hans heyrði þetta og sagði Hókus bróður sinum, hvað Leifur hafði sagt, Töf ramaðurinn — hann Hókus — varð svo glaður og hrifinn, að hann ákvað, að reyna að kenna Leií' litla, hvernig maður verður töframaður. Næst, þegar hann fór i ferða- lag, þá tók hann Leif litla með sér, og þeir flugu yfir mörg falleg héröð. Dag nokkurn komu þau að litlu þorpi, þar sem allt var svo ævintýralega fallegt. Þar var konungshöll og i garðinum var svo yndisleg prinsessa. Hún söng svo fallega, Hvað er í JRDPICANA@ Engum sykri er bætt í TROPIGANr Engum rotvarnar- efnum er bætt í JRDPICAN& Engum bragðefn- um er bætt í JROPICANA Engum litarefnum er bætt í JRDPICANA JRDPICANA er hreinn appelsínusafi í&m °» ¦'hveriu $%r glasi ,200 grömm) m er: A-vltamfn 400 ae B,-vitam[n (Thiamln) 0,18 mg B^-vltamln (Rlboflavln) 0,02 — B-vitaminið Niacin 0,7 — C-vltamln 90 — Járn 0,2 — Natrlum 2 — Kallum 373 — Calclum 18 — Fosfór 32 — Eggjahv.efni (protein) 1,4 g Kolvetnl 22 — Orka 90 he fékkst þú Nr TRDPIGANA® i morgunr H|HHP9PHBiPHH|^P Leifur grátbað töframanninn að hjálpa sér aðleysa kóngsdóttur úr álögum. — Ég verð að fara heim og gá i töfrabókina mina, sagði frændi hans Hókus. og var svo falleg, að Leifur varð yfir sig hrifinn af henni. — Ég vil verða hér eftir, ég fer ekki lengra, sagði Leifur. — Ágætt, sagði frændi hans, vertu þá kyrr hér, og ég sæki þig i bakaleiðinni. Svo flaug Hókus áfram til þess að vinna sin töfraverk, en Leifur fór til hallarinnar og inn í garðinn. Prinsessan leit á hann og hrópaði: — ó, það er einhver almúgastrákur, sem er að horfa á mig! Og svo lét hún varðmennina reka hann burt. En hvert átti Leifur að fara? Hann varð að biða eftir frænda sin- um, þangað til hann kæmi aftur, og svo fannst honum svo gaman að horfa á kóngsdótturina, að honum datt ekki i hug að fara langt. Garðyrkjumaðurinn tók hann sem aðstoðar- dreng, og þá gat Leifur verið i garðinum, og öðru hverju sá hann prinsessuna fögru. DATSUN 7,5 I pr. 100 km Bílaleigan Miðborg Car Rental ¦> n a t - Sendum l-74-V^ Bak viö Hótel Esju /Hallarmúlá, slmar 8-15-88 og 35-300. Opiö alla virka daga frá kl. 9-7 nema á laugardögum frá kl. 10-4. Reyniö viöskiptin þar sem úrvalið er og möguleikafnir mestir. Leifur hafði gaman af garðyrkjustörfunum, og var duglegur við þau. í hvert sinn, sem hanri kom nálægt prinsessunni, þá hætti hún að leika sér og syngja og varð reið og sagði: — Þarna er þessi freki garðyrkju- strákur, það er bezt að láta reka hann burt. En þá flýtti Leifur sér til garðyrkjumannsins og lézt vera önnum kafinn við vinnuna. Nú fór að liða að af- mæli töframannsins. Hann kom nú við á heimleiðinni, og sá þá, að Leifur litli frændi hans var að hamast i garðyrkjustörfum, og var moldugur og i rifn- umog óhreinum fötum. Hann varð mjög hissa, en enn meira undrandi varð hann, þegar Leif- ur sagði honum, hve hann væri ástfanginn af kóngsdótturinni. — Nú, af hverju biður þú hennar ekki? sagði hann. — Hún neitar mér áreiðanlega, þvi að það hafa komið margir biðlar til hennar og hún neitaði þeim ölluin, og þó voru það fallegir og finir menn, og sumir meira að segja konungsbornir. — Það er nú ekki nema einn af biðlum hennar, sem getur fengið jáyrði hennar, hina verður hún að hryggbrjóta. Það skilja allir, sagði töframaðurinn Hókus, og nú skaltu bara biðja hennar og lofa mér að hlusta á. Leifur gerði auðvitað eins og frændi hans sagði, og gekk til

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.